Þjóðviljinn - 22.01.1983, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 22.01.1983, Qupperneq 9
Helgin 22.-23. janúar 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 Frumsýning i Þjóðleikhúsinu i dag: Lína langsokkur I dag, laugardag, kl. 15.00, frumsýnir Þjóðieikhúsið leikrit sem öll börn hljóta að fagna og bíða með óþreyju eftir að sjá. Það er engin önnur en Lína langsokkur eftir Astrid Lindgren sem komin er á fjalirnar og er hér um að ræða nýja söngleiksgerð eftir bókunum uin Línu. í leikritinu býr Lína að sjálf- sögðu að Sjónarhóli og lendir í mörgum og margvíslegum ævintýr- uni. Hún lendir í útistöðum við barnaverndarnefndina. lögregiuna og innbrotsþjófa, sent hún kennir í brjósti um. Hún fer í fínt kökuboö og hneykslar betri frúrnar, og hún fer í skólann, en þar lærir hún það eitt að sennilega kunni hún ekki að haga sér í skóla. En eins og vera ber í góðu ævin- týri, þá fer allt saman vel aö lokum og bæjarbúar vilja alls ekki missa Línu af Sjónarhóli þegar hún ætlar á sjóinn á ný nteð pabba sínum á sjóræningjaskipinu. Tónlistin í sýningunni er eftir Svíann Georg Riedel, en hann samdi einmitt tónlistina við vinsæla sjónvarpsþætti um Línu langsokk, sem íslenska sjónvarpið sýndi fyrir nokkrum árum. Þórarinn Eldjárn hefur íslenskað leikritið og söng- textana, lýsingu annast Páll Ragn- arsson, dansahöfundur er Ólafía Bjarnleifsdóttir, Magnús Kjartans- son stjórnar sjö manna hljómsveit, leikmynd og búninga gerir Guðrún Svava Svavarsdóttir og leikstjóri er Sigmundur Örn Arngrímsson. Sigrún Edda Björnsdóttir leikur Línu langsokk, en meöal fjölmargra annarra leikenda eru Júlíus Brjánsson og Edda Björg- Lína langsokkur (Sigrún Edda Björnsdóttir) í fangi pabba síns, Langsokks skipstjóra (Bcssa Bjarnasonar). vinsdóttir, sem leika Tomma og Önnu, Sigurveig Jónsdóttir sem leikur kennslukonuna, Guömund- ur Ólafsson og Sigurður Sigurjóns- son sem leika lögregluþjónana Klæng og Hæng, Randver Þorláks- son og Örn Arnason leika inn- brotsþjófana Glúm og Glám, Þór- hallur Sigurðsson er umboösmaöur sterkasta ntanns í heirni, Bessi Bjarnason leikur Langsokk skip- stjóra, pabba Línu, Edda Þórarins- dóttir leikur frú Prússólín sem er fyrir barnaverndarnefndinni, Guð- rún Þ. Stephensen leikur mömmu Tomma og Önnu og Bryndís Pét- ursdóttir leikur frú Grenjstað, fína frú sem heyrir orðið iila. Fjöl- skyldur Átthaga- félög MULAKAFFI Hinn annálaði þorramatur okkar er nú til reiðu eins og undanfarin ár. Þorramatarkassar afgreiddir alla daqa vik- unnar. Félaga- samtök Starfs- hópar Kaldur veislu- matur Þorramatur afgreiddur í trogum alla daga vikunnar. Pr. mann 150 kr. Lágmarkspöntun fyrir 5 manns. Matreiöslumenn okkar flytja yður matinn og fram- reiða hann. Heitur veislu- matur HAULARMULA SIMI37737 0G 36737

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.