Þjóðviljinn - 22.01.1983, Page 29

Þjóðviljinn - 22.01.1983, Page 29
Helgin 22.-23. janúar 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 29 Aðstandendur sýningar L.R. á „Bréfberanum frá Arles“ eftir Ernst Bruun Olsen, sem frumsýnt verður þann 4. febrúar næstkomandi. Leikstjórinn Haukur Gunnarsson, stendur fyrir miðri mynd. (Ljósm. Páll Akureyri) L.A. með Van Gogh Leifur Þórarinsson skrifar: Myrkir músíkdagar Hollcsnki listmálarinn Vincent Van Gogh (1853 - 91), sem var einn af frumkvöðlum expressjónismans hefur orðið mörgum hugstæður. Ekki einungis snilligáfa hans sem myndlistarmanns heldur einnig margbrotinn persónuleikinn hefur haldið minningu hans á lofti. Sagan af því, þcgar hann skar af sér vinstra eyrað og sendi ástkonu sinni í jólagjöf, er orðin eins konar evr- ópsk þjóðsaga, þótt aðrar hliðar listamannsins séu mun athyglis- verðari. En tveimur árum fyrir andlát sitt kom Vincent til smá- þorpsins Arles í Suður-Frakklandi til að mála og varð hugfanginn af birtunni, sólinni og litadýrðinni. f Arles bjó bréfberinn Roulin, hlýr og gamansamur náungi, ásamt konu sinni og börnum. Hann reyndist Van Gogh eins og faðir, varði hann gegn tortryggni bæjar- búa, hjálpaði honum um ýmsar nauðþurftir, sýndi honum skilning og styrk, þegar geðheilsan um- hverfðist og bjargaði honunt unt það, sem hann vantaði mest: fyrir- sætur. Van Gogh „fékk“ að mála börnin hans þrjú, konuna og bréfberann sjálfan, þorpsbúum til sárrar hneykslunar. Það er heimili bréfberans Roul- in, vinnustofa Van Gogh og Gauguin og þorpslífið í Arles síð- ustu 2 æviár Van Gogh, sem áhorf- endur fá að skyggnast inn í við að sjá leikritið „Bréfberinn frá Arles“ eftir Ernst Bruun Olsen í þýðingu Úlfs Hjörvars, sem frumsýnt verð- ur hjá Leikfélagi Akureyrar þann 4. febrúar n.k. Þetta leikrit hefur farið sigurför um Norðurlönd og víðar síðan það var frumsýnt í Arósum 1975 - margslungið verk, sem alls staðar hefur gengið beint í hjörtu áhorfenda. Leikstjórinn er Haukur Gunnarsson, sem getið hefur sér gott orð í Noregi og Dan- mörku á undanförnum árunt fyrir leikstjórn, en hann er búsettur í Osló. Leikmyndahönnuður að flókinni sviðsmyndinni er Norðmaðurinn Svein Lund Ro- land, en hann kemur til Akureyrar styrktur af norrænu leiklistar- nefndinni NTK. Það er Þráinn Karlsson, sem leikur hinn lífsglaða brébera, Ro- ulin, og Sunna Borg konu hans Ma- dame Roulin. Viðar Eggertsson leikur listmálarann Van Gogh og Theódór Júlíusson vin hans, list- málarann Gauguin. Ragnheiður Tryggvadóttir leikur gleðikonuna Gaby, Bjarni Ingvarsson, bréfbe- rann Renault, Þórey Aðal- steinsdóttir madame Duval, Mar- inó Þorsteinsson póstmeistarann, Kjartan Bjargmundsson slátrann og Jónsteinn Aðalsteinsson lögregl- uþjóninn. Ljósahönnuður „Bréfberans frá Arles“ er Viðar Garðarsson og búningameistari Freygerður Magnúsdóttir. Tónskáldatelag Islands gengst nú fyrir Myrkunt músíkdögum í fimmta sinn. Fyrstu tönleikarnir verða á mánudagskvöldið kem- ur, þ. 24. janúar kl. 20.30 í Laugarneskirkju og verður þá flutt eingöngu kirkjutónlist eftir Gúntiar Reyni Sveinsson. Sam- anstendur efnisskráin af orgel- verkum, einu flautuverki, verkum fyrir baritón og orgel og kór- verki, Missa piccola. Flytjendur verða Gústaf Jónasson. orgel, Kolbeinn Bjarnason, flauta, Halldór Vilhelmsson, baritóns- öngvari og í Missa piccola konta frarn söngvararnir Marta Hall- dórsdóttir. Ásta Thorsteinsson og Nieholas Hall ásamt Bel Canto kórnum undir stjórn Guð- finnu Dóru Ólafsdóttur. Þetta ætti að vera nokkuð góð kynning á einni helstu hlið Gunnars Reynis, þ.e. sem kirkjutón- skálds, en annars er hann auðvit- að ekki síður þekktur sent jass- og leikhústónskáld. Þekkja margir vel og vandlega Samstæð- ur hans fyrir jassgrúppu. sem koniu út á plötu fyrir nokkrum árum og leikhústónlist hans við Garðyeislu Guðmundar Steins- sonar er í fullum gangi í Þjóðleikhúsinu. Aðrir tónleikar daganna verða svo í Neskirkju á þriðjudags- kvöldið kl. 20.30 og ber þar hæst Ebonykonsertinn eftir Igor Stra- vinsky, einskonar jassverk, sem sá gamli samdi snemma á stríðsárunum vestur í Ameríku og mun nú verða fluttur í fyrsta sinn hér á landi. Það er Trómet, blásarasveit framhaldsskólanna, sem sér um þetta undir stjórn Þóris Þórissonar. Þá verður frumflutt verk eftir kornungt tón- skáld, Hróðntar Sigurbjörnsson og nefnist það Snjór. Hljómsveit Tónskóla Sigursveins D. Krist- inssonar mun flytja það og einnig Svítu í rímnastíl eftir Sig- ursvein. Önnur verk eru eftir Snorra S. Birgisson. Jón Ásgeirs- son og Béla Bartók. Auk fyrr- nefndra hljómsveita koma þarna fram Ólöf K. Harðardóttir söng- kona, Óskar Ingólfsson klarinett- • leikari, Snorri S. Birgisson mun leika á píanóogsvo leikur Blásar- akvintett Reykjavíkur í einu eða tveimur verkuni. Þriðju tónleikarnir verða sin- fóníutónleikar. Páll P. Pálsson mun stjórna Sinfóníuhljómsveit Islands í Langholtskirkju, sent er aö margra dómi hið ágætasta tónleikahús. Þar verða flutt verk eftir Áskel Másson, Jón Nordal, Hallgrím Helgason, Magnús Bl. Jóhannsson og Leif Þórarinsson og mun Kristján Stephensen leika einleik í Öbókonsert eftir þann síðasttalda. Þessir tónleikar verða fimmtudaginn 27. janúar kl. 20.30. Enn er eftir að telja upp tvenna tónleika: Háskólatónleika í Norræna húsinu, 28. jan. kl. 20.30, þar sem flutt verða ein- göngu verk eftir John Speight, sent er að vísu fæddur á Bret- landi, en er löngu orðinn íslensk- ur ríkisborgari og hefur starfað hér sem tónskáld, söngvari og kennari af miklum dugnaði og telst meðal okkar fremstu tónlist- armanna. Þarna verða flutt ein sjö tónverk og flytjendur eru a.m.k. tíu hljóðfæraleikarar auk blandaös kórs undir stjórn Jónas- ar Ingimundarssonar. Lokatónleikarnir eru svo með Hamrahlíðarkórnum undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdótturog verðar þar auk verka eftir Stra- vinsky og Bartók flutt íslensk verk, sem samin hafa veriö sér- staklega fyrir kórinn á undan- förnum árum og eitt þeirra frum- flutt þ.e. lag eftir Atla Heimi. Því verður vart neitað að þetta magnaða framtak Tónskáldafél- agsin* og þeirra sem koma því til hjálpar, er bæði glæsilegt og stór- huga, ber vott um ntikla bjartsýni og dugnaö, sem ekki veitir víst af í skammdeginu og hálkunni. Við skulum bara vona að það verði fært á milli húsa þessa daga, því till er þessi músík boðin og búin til aö gleðja áheyrendur og þá sem flesta. l.Þ. Tónlistar- hátíð UNM Allir Frónbúar sem fengist hafa við tónsmíðar og eru undir þrítugu að áruni eiga þess nú kost að senda Ung Nordisk Musik nefndinni á ís- landi nýtt tónverk til flutnings á næstu tónlistarhátíð UNM. Eins og fólk rekur kannski minni til héldu samtökin sína árvissu tónlistarhá- tíð síðast í Reykjavík og vakti mikla athygli. Tónlistarhátíðin verður að þessu sinni haldin í Osló í ágúst. Þeir sem áhuga hafa eru hvattir til að senda verk sín formanni UNM á íslandi, Hilmari Þórðar- syni, Skúlagötu 32, 101 Reykjavík fyrir 10. febrúar. utvarp laugardagur 7.(X) Veöurfregnir. Fréttir. Bæn. Tón- leikar. Þulur velur og kynnir. 7.25 Fréttir. 8.15 Veöurfregnir. Morgun- orð: Bernharður Guðmundsson talar. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 9.30 Óskalög sjúklinga. Lóa Guðjóns- dóttir kynnir. (10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir.) 11.20 Hrímigrund - Útvarp barnanna. Blandaður þáttur fyrir krakka. Stjórn andi: Sólveig Halldórsdóttir. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. íþróttaþáttur Umsjónar- maður: Hermann Gunnarsson. Helgar- vaktin Umsjónarmenn: Arnþrúður Karlsdóttir og Hróbjartur Jónatansson. 15.10 í dægurlandi Svavar Gests rifjar upp tónlist áranna 1930-60. 16.20 Þá, nú og á næstunni Stjórnandi: Hildur Hermóðsdóttir. 16.40 íslenskt mál Jón Hilmar Jónsson sér um þáttinn. 17.00 Síðdegistónleikar Hljóðfæraflokkur- inn „Musica Antiqua“ leikur í útvarps- sal. Alison Melville leikur á blokkflautu og þverflautu, Camilla Söderberg leikur á blokkflautur, Helga Ingólfsdóttir á sembal, Ólöf Sesselja Óskarsdóttir á vi- olu da gamba og Snorri Örn Snorrason á gítar. a. „Sonata a tre“ eftir Francesco Turini. b. „Sonata IV‘* eftir Arcangelo Corelli. c. „Pieces en trio“ eftir Marin Marais. d. „Sónata fyrir þverflautu" eftir- Johann Philip Kirnberger. e. „Alleg- retto“ eftir Kaspar Fúrstenau. f. „The Braes of Ballandine“ eftir Edward Miller. g. „Menúett“ eftir Fernando Sor. h. „The Grand Duke of Moscow'* eftir ókunnan höfund. i. „Adante og al- legretto** eftir Kaspar Fúrstenau. 1B.00 „Stundarsakir“ Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson les úr óprentuðum Ijóðum sínum. 19.35 Á tali Umsjón: Helga Thorberg og Edda Björgvinsdóttir. 20.(X) Harmonikuþáttur. Umsjón: Högni Jónsson. 20.30 Kvöldvaka a. „Leikir að fornu og ný- ju“. Ragnheiður Pórarinsdóttir heldur áfram að segja hlustendum frá leikjum er tíðkast hata hérlendis um langa tíð. b. „Kínaferð Árna frá Geitastekk“. Por- steinn frá Hamri les frásögu úr ferðabók Árna Magnússonar og flytur inngangs- orð. c. „Utangarðsmaður“. Ágúst Vig- fússon les úr bók sinni „Mörg eru geð guma“. d. „Möðrudalsprcsturinn**. Sig- ríður Schiöth les úr þjóðsögum ólafs Davíðssonar. 21.30 Gamlar plötur og góðir tónar Har- aldur Sigurðsson sér urn tónlistarþátt (RÚVAK). 22.35 „Skáldið á Pröm“ eftir Gunnar M. Magnúss Baldvin Halldórsson les (34). 23.00 Laugardagssyrpa- Páll Porsteinsson og Porgeir Ástvaldsson. sunnudagur 8.00 Morgunandakt Séra Pórarinn Pór. prófastur á Patreksfirði flytur ritningar- orð og bæn. 8.10 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr. 8.35 Morguntónleikar 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnii. 10.25 Út og suður Páttur Friöriks Páls Jónssonar. 11.00 Messa í Hafnarfjarðarkirkju Prest- ur: Séra Gunnþór Ingason. Organ- leikari: Páll Kr. Pálsson. 12.10 Dagskrá. Tónleikar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veöurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 13.10 Frá liðinni viku Umsjónarmaður: Páll Heiðar Jónsson. 14.00 Fldgosið í Heimaey fyrir 10 áruin Umsjónarmenn Eyjapistils. Gísli og Arnþór I lelgasynir taka saman þátt meö viðtölum. Aðstoðarmaður: Aöalsteinn Ásberg Sigurðsson. 15.15 Nýir söngleikir á Broadway - XI. þáttur ,.Níu“ eftir Yeston: sfðari hluti. Umsjón: Árni Blandon. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregn- ir. 16.20 Hví ekki húnior í Nýja Testament- inu? Dr. Jakob Jonsson flytur sunnu- dagserindi. 17.00 Frá tónlcikum Sinfóníuhljómsveitar íslands í Háskólahíói 20. þ.m.; fyrri hl. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.25 Veistu svarið? - Spurningaþáttur út- varpsins á sunnudagskvöldi Stjórnandi: Guðmundur lleiðar Frímannsson. Dómari: Guömundur Ciunnarsson. Til aðstoðar: Pórev Aðalsteinsdóttir (RÚVAK). 20.00 Sunnudagsstúdíóið - útvarp unga fólksins Guörún Birgisdóttir stjórnar. 20.45 Nútímatónlist Porkell Sigurbjörns- son kvnnir. 21.30 Kynni mín al' Kína Ragnar Baldurs- son segir frá. 22.05 Tónleikar. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 „Skáldið á Þröm“ eftir (iunnar M. Magnúss. Baldvin Halldórsson les (35). 23.00 Kvöldstrengir Umsjón: llelga Alice Jóhanns. Aðstoðarmaður: Snorri Ciuðvarðsson (RÚVAK). 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. mánudagur_____________________________ 7. (10 Veðurl'regnir. I rcttir Ban. Scríi (iunnar Bjornsson tlylur . (a.v.d.v.). (iull í mund SlelVm Jón I lalstcin Sigríður Árnadóltir - I lildur Liríksdótt- ir. 7.25 Leikfimi. Umsjón: Jóntna Bene- diktsdóttir. 8. (M) Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Morgun- orð: Rósa Sveinbjörnsdóttir talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „LÍP* eftir Klse Kappel Ciunnvor Braga lcs þýðingu stna (13). 9.20 Leikfimi. Tilkynningar. Tónleikar. 9.45 Landbúnaðarmál Umsjónarmaöur: Ótt ar Geirsson. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Forustugr. landsmálablaða (útdr.). 11.(M) „Fg man þá tíð“ Lög frá liðnum árum. Umsjón: Hermann Ragnar Stef- ánsson. 11.30 Lystauki Páttur um lífið og tilveruna í umsjá Hermanns Arasonar (RÚVAK). 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veöurfregnir. 1 il- kvnningar. Tónleikar. Mánudagssvrpa - Ólat ur Pórðarson. 14.30 „Tunglskin í trjánum**, ferðaþættir frá Indlandi eftir Sigvalda Hjálmarsson I Ijörtur Pálsson les (7). 15.00 Miðdegistónleikar 15.40 Tilkynningar. Tónleikar. 16.(M) Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregn- ir. 16.20 „Litli l utt“, saga úr bókinni Berin á lynginu Pýðandi Porstcinn frá Hamri. Ragnheiður Cíyða Jónsdóttir les. Barna- lög sungin og leikin. 17.00 Þættir úr sögu Afríku, V. og síðasti þáttur - Ovissutímor IJmsjón: Friðrik Ci. Olgeirsson. Lesari með umsjónar- manni. Guðrún Porsteinsd. 17.40 Hildur - Dönskukennsla l.kafli - „Ankomst**; fyrri hluti. 17.55 Skákþáttur Umsjón: Guömundur Arnlaugsson. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.35 Daglegt mál Árni Böðvarsson flytur þáttinn. 13).40 Um daginn og veginn Páll V. Daní- elsson fv. forstjóri talar. 20.00 Lög unga fólksins. Pórður Magnús- son kynnir. 20.40 Frá alþjóðlegri tónlistarkeppni þýskra útvarpsstöðva í Múnehen s.l. haust - Fyrri hluti. Verölaunahafar leika og syngja á kammcrtónleikum 23. september s.l. tónlist eftir Joseph Haydn, Franz Schubert, Hans Werner Henze, Edward Cirieg, Maurice Ravel, Hugo Wolfog Béla Bartók. (Hljóöritun frá útvarpinu í Múnchen). 21.40 Úvarpssagan: „Sonur himins og jarðar** eftir Káre Holt Sigurður Gunn- arsson les þýðingu sína(8). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Maður, samfélag, náttúra Um kenn- ingar Adams Smith. Brot úr kenning- unni um siðkennd. Haraldur Jóhanns- son flytur erindi. 23.00 Frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Islands í Háskólabíói 20. þ.m.; síðari hl. Stjórnandi: Klauspeter Seibel a. Sin- fónía nr. 8 í h-moll „Ófullgeröa hljóm- kviðan” eftir Franz Schubert. b. Meistarasöngvararnir, forleikur eftir Richard Wagner. - Kynnir: Jón Múli Árnason. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. sjónvarp laugardagur 16.00 Iþróttir.Umsjónarmaður Bjarni Fcl- ixson. 18.00 Hildur.Dönskukennsla í tíu þáttum. í þáttunum segir frá íslenskri stúlku sem dvelst í Kaupmannahöfn um tíma, eignast danska vini og skoðar sig um. Efni þáttanna er ekki síður skemmtun og fróðleikur um land og þjóð en dönskukennsla. Sjónvarpsþættirnir verða endurteknir á miövikudögum. Jafnframt verða fluttir útvarpsþættir um sama efni á mánudögum og fimmtu- dögum. 18.25 Steini og Olli. Grafarræningjar. - Skopmyndasyrpa með frægustu tví- menningum þöglu myndanna, Stan Laurel og Oliver Hardy. Pýðandi Ellert Sigurbjörnsson. 18.50 Enska knattspyrnan 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30 Löður. Bandarískur gamanmynda- flokkur. Pýðandi Ellert Sigurbjörnsson. 20.55 Tígur í veiðihug (The Tiger Makes Out).Bandarísk bíómynd frá árinu 1967. Leikstjóri Arthur Hiller. Aðalhlutverk: Eli Wallach og Ann Jackson. Lífiö hefur fært Ben Harris lítið annaöen vonbrigöi og einveru. í örvæntingu grípur hann til þess ráðs að fara á stúfana og ræna sér kvenmanni. Pýðandi Björn Baldursson. 22.30 Tvöfaldar bætur (Double Inde- mnity). - Fndursýning.Bandarísk bíó- mynd gerð árið 1944 eftir sögu James M. Cains sem komiö hefur út í íslenskri þýðingu. Leikstjóri Billy Wilder. Aðal- hutverk: Fred McMurrey, Barbara Stanwyck og Edward G. Robinson. Myndin segir frá tryggingasölumanni og kaldrifjaðri konu sem lcitar aöstoöar hans. Hún vill losna viö eiginmanninn en hafa hann þó vel líftryggðan fyrst. Pýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. Áður sýnd í Sjónvarpinu í júní 1979. 00.15 Dagskrárlok. sunnudagur________________________ 16.00 Sunnudagshugvekja . Séra Bragi Skúlason Oytur. 16.10 Húsið á sléttunni. Smiðurinn. - Bandarískur framhaldsmyndaflokkur um landnemafjölskyldu. Pýðandi Óskar Ingimarsson. 16.55 Listbyltingin mikla. Annar þáttur. Valdatafí. Breskur myndaflokkur í átta þáttum um nútímalist. Eftir fyrri heims- styrjöld ríkti upplausn og vonbrigöi í Evrópu. Listamenn ýmist afneituðu hefðbundnu listformi eða gengu í þjón- ustu nýrra einræðisafla. Umsjónarmaö- ur er Robert Hughes, listgagnrýnandi tímaritsins Time. Pýðándi Hrafnhildur Schram. Pulur Porsteinn Helgason. 18.00 Stundin okkar. Umsjónarmenn Ása H. Ragnarsdóttir og Porsteinn Mar'- elsson. 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Sjónvarp næstu viku 20.50 Cilugginn. Páttur um listir, menningarmál og fleira. Umsjónarmaö- ur Sveinbjörn 1. Baldvinsson. 21.30 Ár elds og ösku. Mynd, sem Sjón- varpiö lét gera um eldgosið í Heimaey, sem hófst 23. janúar 1973 - fyrir réttum áratug. Myndinni lýkur ári síðar, um það bil sem uppbygging er að hefjast á Heimaey. Mynd þessi var sýnd í sjónvarpsstöðvum víða um heim skömmu eftir að hún var gerð en hefur ekki áður verið sýnd hérlendis. Kvik- myndun: Þórarinn Guðnason. Hljóð: Marinó Ólafsson. Umsjónarmaður og þulur: Magnús Bjarnfreðsson. 22.05 Kvöldstund með Agöthu Christie. Blái vasinn.- Breskur sjónvarpsmynda- flokkur. Leikstjóri Ceryl C'oke. Áðal- hutverk: Derek Frances, Robin Kcrmo- de, Isabelle Spade og Michael Aldridge. 22.45 Dagskrárlok. mánudagur__________________________ 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30 Tommi og Jenni 20.40 íþróttir Úmsjónarmaður Steingrím- ur Sigfússon. 21.15 Fleksnes 5. Snurða á þráðinn Sænsk- norskur gamanmyndaflokkur 21.45 Tónleikar Sameinuðu þjóðanna Fjl- harmóníusveit New York-horgar leikur í fundarsal allsherjarþingsins á degi Sameinuöu þjóðanna, 24. október 1982. Stjórnandi Zubin Mehta. Einleikari á fiðlu er Pinchas Zukerman. Á efnis- skránni eru eftirtalin skránni eru eftir- talin verk: „Sequonia** eftir bandaríska tónskáldið Joan Tower. Fiðlukonsert í D-dúr eftir Ludwig van Beethoven. „Myndir á sýningu*' eftir Modest Muss- orgsky. 23.20 Dagskrárlok

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.