Þjóðviljinn - 22.01.1983, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 22.01.1983, Blaðsíða 13
Helgin 22.-23. janúar 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 hYihmyndir________________ Kvikmyndahátíð 1983 Gluggað í dagskrána Kvikmyndahátíð gengur í garð um næstu helgi. Þegar þetta er rit- að hafa' 35 kvikmyndir verið endanlega staðfestar til sýninga, og eru þær frá 18 löndunt. Undirbúningurinn er nú að komast á lokastig, en ýmislegt kann enn að gerast, t.d. má búast við að ein- hverjar fleiri myndir berist, og ekki er ennþá allt komið á hreint með það hverjir verða gestir hátíðarinn- ar að þessu sinni. Öruggt má þó telja að tvær konur úr kvikmyndastjórastétt heimsæki hátíðina, þær Connie Field frá Bandaríkjunum og Helma Sander- Brahms frá Vestur-Þýskalandi, sem báðar eiga myndir á hátíðinni. Connie Field er höfundur mynd- arinnar Rosie the Riveter, sem sögð er vera fjörleg og skemmtileg mynd um fimm konur úr hópi þeirra sem tóku að sér „karlmann- astörf" þegar bandarískir karl- menn fóru að flykkjast á vígvellina í Evrópu á árum seinni heimsstyrj- aldarinnar. Eftir stríðið var konun- um sagt að fara heima og gæta bús og barna, heimilið væri staður kon- unnar. Hress rnynd unt hressar konur, segja gagnrýnendur. Eftir Helmu Sander-Brahms verða sýndar tvær myndir: Þýska- land, náföla móðir (Deutschland bleiche Mutter) og Die berúhrte (sem hefur ekki enn hlotið íslenskt heiti). Sú fyrrnefnda fjallar um bernsku leikstjórans og urn móður hennar. Sander-Brahms er fædd 1940, og tíminn sem hún fjallar um í myndinni er stríðið og eftir- stríðsárin. Síðarnefnda myndin gerist hinsvegar í Berlín nútímans. Þar segir frá ungri konu sem á efnaða foreldra en reikar um götur Berlínar í leit að fátæklingum, er- lendum verkamönnum og öðrum sem hafa orðið undir í velferðar- þjóðfélaginu. Henni finnst ekki nóg gert fyrir þessa menn og hún gefur þeint allt sem hún á: líkama sinn. Fyrir bragðið er alltaf verið að loka hana inni á geðveikrahæl- um. Báðar þessar myndir hafa víða verið sýndar vjð mjög góðar undir- tektir, og Helnta Sander-Brahms er nú talin í hópi áhugaverðustu kvikmyndaleikstjóra V-Þýska- lands, þar sem margar konur fást við kvikmyndaleikstjórn. Von Trotta og Herzog Önnur v-þýsk kona á mynd á há- tíðinni: Margarethe von Trotta, sem er íslenskum áhorfendum að góðu kunn, því mynd hennar Svst- urnar var sýnd á síðustu kvikntynd- atiátíð. Hún hefur einnig leikiö í mörgurn myndum, m.a. eftir Fass- binder og Schlöndorff, og hún var aðstoðarleikstjóri Schlöndorffs við gerð myndarinnar um Glataða æru Katrínar Blum, sent margir muna eflaust eftir. Myndin eftir von Trotta sem nú verður sýnd heitir Þýsku systurnar (Die bleierne Zeit) og er byggð á ævisögu Ensslin-systranna, Gu- drun og Christiane. Gudrun Ens- slin var borgarskæruliði og endaði líf sitt í Stammheim-fangelsinu ásamt öðrum forsprökkum Baader-Meinhof samtakanna. Þær systur voru prestsdætur, aldar upp í guðsótta og góðum siðunr, en til- heyrðu 68-kynslóðinni og vildu breyta þjóðfélaginu, þótt þær kysu sér ólíkar leiðir að því marki. Þýsku systurnar hlutu Gullljónið á kviknryndahátíðinni í Feneyjum 1981. Þriðji v-þýski leikstjórinn á Kvikmyndahátíð að þessu sinni er gamall kunningi: Werner Herzog. Við fáuin að sjá þá frægu mynd Fitzcarraldo, sem Herzog gerði í Suður-Ameríku sem færði honunr verðlaun fyrir „besta leikstjórn" í Cannes 1982. Klaus Kinski Íeikur í myndinni mann sem veröur forrík- Úr tyrknesku myndinni Yol, sem hlaut aðalverðlaunin í Cannes í fyrra. „Þýskaland, náföla móðir“ eftir Helmu Sander-Brahms. Engum nema Herzog hefði dottið í hug að tosa þessu skipi yfir heilt fjall. Úr „f itzcarraldo" ur á því sent kallað hefur verið „gúmmí-ævintýrið á Amazon- svæðinu" og fær þá snjöllu hug- mynd að reisa glæst óperuhús í frumskóginum og fá Caruso til að syngja þar. Til að framkvæma hug- myndina lætur hann hundruð Indí- ána toga stórt gufuskip yfir fjall, og var það næsta erfitt verk, eins og nærri má geta. Herzog lét sig samt ekki ntuna um að leika þetta eftir persónunni, og hlýtur hér eftir að mega kallast fífldjarfasti kvik- myndastjóri allra tíma. Tyrkland og Spánn Á hátíðinni verður a.nt.k. ein önnur fræg verðlaunantynd frá Cannes '82: tyrkneska myndin Yol eða Leiðin, eftir Yilmaz Guney. Gúney er rúmlega fertugur Tyrki með ævintýralegan feril að baki: hann hefur verið vinsæll kvik- myndaleikari, rithöfundur, kvik- myndastjóri, vinstri sinnaður bar- áttumaður, þjóðhetja og fangi. Hann hefur skrifað kvikmynda- handrit og stjórnað gerð mynda sinna gegnum rimlana í óvistlegum fangelsum tyrknesku herforingj- anna, en strauk úr fangelsi fyrir tveimur árum og mun nú vera bú- settur erlendis. í Leiðinni segirfrá fimm föngum sem fá leyfi til að fara heim til sín í viku. En þessi vika verður þeirn enginn sælutími einsog þeir höfðu vænst. Myndin er sögð vera frábær lýsing á ótta og örbirgð tyrkneskrar alþýðu. Spánverjinn Carlos Saura hefur átt nokkrar myndir á undanförnum Kvikmyndahátíðum og enn er hann á ferðinni; myndin sem við fáum nú að sjá eftir hann heitir Ljúfar stundir (Dulces horas), gerð 1981 og segir frá manni sem á í basli nteð sjálfan sig og foreldra sína. Tvær frá Kúbu Tvær myndir koma frá Kúbu: Cecilia eftir Humberto Solás, byggð á frægri kúbanskri nítjándu- aldarskáldsögu, „Cccilia Valdés", og Rautt ryk (Polvo rojo) eftir Jes- ús Díaz, og gerist hún á fyrstu árun- um eftir sigur byltingarinnar. Cec- ilia er framleidd í samvinnu viö Spánverja, og er dýrasta rnynd scm framleidd hefur verið á Kúbu til þessa. Glæsileg, rómantísk stór- mynd. Rautt ryk fjallar hinsvegar af ntiklu raunsæi um vandamál sent upp koma þegar bandarískt nikkel- iðjuver er þjóönýtt og stjórnendur þess fara með svotil allt tækni- menntað starfslið sitt úr landi og hætta að sjá iðjuverinu fyrir tækj- um og varahlutum. Einnig er lýst öðru vandamáli sem enn er nær- tækt á Kúbu: sundrungu fjöl- skyldna, sem er afleiöing af fólks- flutningum til Bandaríkjanna. Rautt ryk er nijög athygiisverð mynd og gefur góða innsýn í kúb- önsku byltinguna, vel gerð og vel leikin. Meistari Fellini á mynd á hátíð- inni: Hljömsveitaræfingu (Prova d'orchestra) frá 1979, og að sjálf- sögðu má enginn Fellini-aðdáandi láta hana fratnhjá sér fara. 1 henni er lýst æfingu sem endar méð ósköpum, ogallt er þetta táknrænt: það er upplausnin í þjóðfélaginu sem verið er aö fjalla um. Norðurlönd Frá Norðurlöndunum koma fjórar myndir, þar af eina barna- ntyndin scm sýnd veröur aö þcssu sinni, sænska myndin Rasmus á llakki (Rasmus pá luffen) eítir Olle Hellblom. Einsog svo margar aðrar rnyndir eftir Olle Hellblom, sem reyndar cr nýlátinn, er þessi byggð á sögu eftir Astrid Lindgren. í henni segir frá stráknum Rasmus sent strýkur af munaðarleysingja- hæli til að leita sér að foreldrum og heimili. Mainnta, líllð er núna (Mamma, várt liv er nu) heitir sænsk mynd sem vakið hefur mikla áthygli. Höfundur hennar cr Suzanne Ost- en, og í myndinni segir hún sögu móður sinnar, Gerd Osten, sem skrifaði um kvikmyndir og fyrir kvikmyndir og dreymdi um að gera stórkostlega kvikmynd sem aldrei varð að veruleika. Malin Ek hetur fengið mjög lofsamlega dóma fyrir túlkun sína á Gerd. Ingibjörg Haraldsdótti skrifar Frá Noregi kemur myndin ída litla (Liten Ida) efit Lajlu Mikkel- sen. Hún gerist á stríðsárunum í Noregi og segir frá 7 ára stelpu- hnokka sem á erfiða ævi vegna þess að mamma hennar vinnur fyrir Þjóðverja og stendur í ástarsam- bandi við þýskan liðsforingja. Um þessa mynd hefur verið sagt, að loksins sé komin norsk mynd sent ekki þurfi að bera kinnroða fyrir! Finnska myndin er líka eftir konu: Húsið kvatt (Afskedet) eftir Tuija-Mai ja Niskanen. Ilún fjaliar um konu úr millistétt og baráttu hennar gegn þrúgandi umhverfi scm hún brýst út úr til að öðlast sjálfstæöi. Stiklað á stóru Ungverjinn Miklos Jancsó er þekktur fyrir sérkennilegar og skáldlegar myndir. Á hátíðinni veröur sýnd mynd hans Hjarta harðstjórans (Á Zsarnok szivc) sem framleidd var í samvinnu viö ítali. En nú veröur að fara hratt yfir sögu í þeirri von að öllum þessum itiyndum verði gerð betri skil þótt síðar vcrði. Myndin P.X. er eftir frægasta kvikmyhdastjóra Filipps- eyja, Lino Brocka, og fjallar um samskipti innfæddra viö banda- ríska hermenn. Frá Brctlandi koma myndirnar Spilaborgin hrynur (Burning an Illusion), sem stjörnaö er af svartri konu, Menelik Shabazz, og Áður cn horft cr um öxl (Before Hind- sight) eftir Jonathan Lewis Bandaríska myndin Smithcrccns eftir Susan Scidelman var sýnd samkeppni á hátíðinni í C'annes 1982. Sovéska framlagið á Kvik myndahátíð er myndin Kinkalíf (Litsjnaja sjisn) eftir Júlí Raisman Aöalhlutverkiö í lienni leikur Mik- haíl Uljanof, sem fékk fyrir það verðlaun í Feneyjum í fyrra. Þorp ið í frumskóginum (Baddegama) er eftir merkasta kvikmyndastjóra Sri Lanka, Lester James Peries. Eg- yptar eiga líka merkan kvikmynda stjóra, sent heitir Youssef Cha hine, og eftir hann fáum við að sjá myndina Egypsk saga (An Egypti an Story). Frá Kína kemur mynd sem heitir Sagan af Ah Q. Átta franskar myndir verða sýndar: Norðurbrúin (Le Pont du Nord) eftir Jacques Rivette, Var færin úttckt á ofbcldi (Douce enqu éte sur la violence) eftir Gerard Guerin, Possession eftir Andrzej Zulawski, Retour a Marscillc eftir René Allio, Fósturfaðir (Beau pere) eftir Bertrand Blier, Drcpið Birgit Haas eftir Laurent Heynem ann, Kona um óttuhil (Femme en tre chien et loup) eftir André Delv aux, og Litla hafmcyjan (La petite sirene) eftir Roger Ándrieux. Og þá er aðeins eftir að geta ís lensku myndanna. Þær verða sýnd ar á hátíðinni - allar fjórar. Rokk Reykjavík, Okkar á milli, Sóley Með allt á hreinu. Heildarfram leiðsla ársins 1982. Einsog sjá má af þessari upptaln ingu verður úr nógu að nroða Regnboganum frá og með næstu helgi. Góða skemmtun!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.