Þjóðviljinn - 22.01.1983, Qupperneq 22

Þjóðviljinn - 22.01.1983, Qupperneq 22
22 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 22.-23. janúar 1983 Skákþing Reykjavíkur 1983: Haukur og Elvar með fullt hús eftir 5. umferð í þessum skrifuðum orðum er fimm umferðum af ellefu lokið á Skákþingi Reykjavíkur og línur nokkuð farnar að skýrast hvað varðar baráttuna um efsta sætið og titilinn „Skákmeistari Reykjavíkur 1983“. 91 skákmaður tekur þátt í mótinu og er víst óhætt að segja að hart sé barist. Tveir stigahæstu mennirnir þeir Haukur Angantýs- son og Elvar Guðmundsson hafa risið vel undir nafni og stigum, því þeir hafa unnið allar sínar skákir, hlotið 5 vinninga af 5 mögulegum. í gærkvöldi fór 6. umferð fram og þá tefldu þeir innbyrðis, skák sem væntanlega mun hafa mikið með efsta sætið í mótinu að gera. Ingimar Halldórsson er í 3. sæti með 3'/2 vinning, en síðan kemur heill hópur keppenda með 4 vinn- inga: Þórir Ólafsson, Þröstur Ein- arsson, Jón M. Guðmundsson, Dan Hansson, Páll Þórhallsson og Sveinn Kristinsson. Þeireru til alls líklegir og munu áreiðanlega flestir koma við sögu í baráttunni um efsta sætið. Það vekur athygli hversu frammistaða Sveins Krist- inssonar er góð. Hann hefur unniö fjórar skákir og einungis tapaö fyrir Hauki Angantýssyni. Fyrir rúmu ári hóf Sveinn aftur að tefla eftir langt hlé, og er ánægjulegt að vita til þess aö hann hefur haldið sér vel viö eftir hvíldina. Á mótinu úir allt oggrúir af efni- legum skákmönnum. Þannig er Bolvíkingurinn Halldór G. Einars- son til alls vís með 3'/2 vinning og Þröstur Einarsson úr Kópavogi hefur komið skemmtilega á óvart. Þrjár af þeim sem tefldu í íslensku kvennasveitinni á síðasta Olympíu- móti, þær Guðlaug Þorsteinsdótt- ir, Ólöf Þráinsdóttir og Sigurlaug Friðþjófsdóttir, taka þátt og hafa greinilega tekið miklum framför- um frá því að þær tefldu á Haust- móti TR. Guðlaug hefur hlotiö 3Vi vinning og gæti hæglega skotið þeim sem ofar eru á töflunni skelk í bringu. Sigurlaug er meö 2'/2 vinn- ing og betri biöskák, og Ólöf er með 2 vinninga og tvísýna biðskák. Ilún vann það afrek að leggja Be- nóný Benediktsson að velli snemma móts. Með þessu greinarkorni læt ég fylgja tvær skákir úr hinni hörðu keppni á Skákþingi. Þær voru báðar tefldar á toppborðunum í félagsheimili TR að Grensásvegi. Rétt er að greina frá því, að í mót- inu er teflt á sunnudögum, mið- vikudögum og föstudögum: Hvítt: Halldór G. Einarsson Svart: Páll Þórhallsson Sikileyjarvörn. 1. e4 c5 2. RD e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 d6 6. Bc4 a6 7. Bb3 Rbd7 (Algengasti leikurinn er 7. - b5. Það afbrigði sem Halldór beitir í þessari skák var hárbeitt vopn 1 höndum Bobbys Fiseher hér á árum áður, og enginn sem teflir það getur komist hjá því að skoða þær skákir sem Fischer tefldi með því. Ég minnist þess að hafa séö eina skák þar sem andstæðingur Fischers, Pólverjinn Bednarski, lék 7. - Rbd7 og Ficher svaraði með 8. f4. Framhaldið varð: 8. - Rc5 9. f5! Hvítur vann í u.þ.b. 20 leikjum og skákin var tefld á Olumpíumót- • inu í Havana 1966). 8. Dc2?! (Þessi leið miðar að langri hrókun, jafnvel þó svo annað verði uppá tengingnum. 8. f4 er tvímælalaust markvissari leikur). 8. ... Rc5 9. 13 Dc7 10. Be3 b5 (Svartur má vel við una. Hann hef- ur náð fram teigjanlegri stöðu, jafnað taflið. Og þegar svartur hef- ur jafnað taflið í Sikileyjarvörn, hefur hann náð betri stöðu, sagði Mikhael Tal einhverju sinni). 11. 0-0 Bc 12. a4 (Þessi leikur þjónar ekki mark- miðum hvíts á neinn hátt. Hann varð að hróka á annan hvorn veginn). 12. ... b4 13. Rdl 0-0 14. Bf2 e5! 15. Rf5 Bxf5 16. exf5 d5 17. Re3 lladS 18. Hfdl Rxb3 19. cxb3 Db7 (Peðastaða hvíts er döpur sjón að sjá. I raun og veru er svartur með strategískt unnið tafl, og lengra komnir myndu kalla úrvinnsluna tæknilegt atriði eitt). 20. Hd2 Hfe8 21. Hcl e4! 22. Bg3? (Nauðsynlegt var 23. fxe4 Rxe4 24. Hd3 þó svartur hafi alla þræði í hendi sér eftir t.d. 24. - Bg5). 22. .. d4 23. Rfl d3 24. De3 Hc8! (Vegna leppunarhugmynda, - Bc5 o.s.frv., er hvítur glataður). 25. Hdl Rd5 26. Dd4 (Eða 26. Dxe4 Bc5+! 27. Hxc5 I Ixe4 28.1 Ixc8 - Dxc8 29. fxe4 Dc2 30. Hd2 (eða30. Hel Rc3! o.s.frv.) Re3 og svartur vinnur létt). 26. ... Rc3! Snaggaralegur leikur. Hvítur sá ckki ástæðu til að hnlda baráttunni áfram enda blasir viö honum stórJ* fellt liðstap. Vel tefld skák hjá Páli, en Halldór þyrfti að læra betur fræðin sín í þessari byrjun. Sveinn Kristinsson einn sterkasti skákmaður íslendinga á árunum í kringum 1952 hefur hafið tafl- mennsku aftur eftir nær tveggja ár- atuga hvíld. Hann getur vel við un- að þegar fimm umferðum er lokið gegn efsta manni mótsins, Hauki Angantýssyni: Hvítt: Haukur Angantýsson Svart: Sveinn Kristinsson Bogolj u bovs-by rj un 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 Bb4+ (Hin svokallaða Bogoljubovs- b.yrjun, en hún var vinsæl á þeim tíma er Sveinn fór að draga sig í hlé frá skákkeppnum. Eftir það fóru aðrar byrjanir að verða vinsælli gegn drottningarpeðsbyrjunum Fóstrur - fóstrur Barnaheimilið Ós Bergstaðastræti 26B óskar að ráða fóstru til starfa allan daginn frá miðjum mars. Upplýsingar eru veittar í síma 23277 eða á staðnum. . Fóreldrafelag Oss. s.s. Benoni-vörn eða kóngsind- versk vörn. Nú bregður svo við að Boguljubovs-byrjunin er aftur orðin vinsæl, svo að í því tilliti hef- ur Sveinn ekki tapað miklu í fræðunum). 4. Bd2 De7 5. Rc3 0-0 6. a3 Bxc3 7. Bxc3 b6 8. g3 Bb7 9. Bg2 d6 10. 0-0 Rbd7 11. b3 hfe8 12. BB2 e5 13. d5 b5! (Sveinn bregst hart við og á rök- réttan hátt. Hann miðar að því að einangra peðið á c4 til að sækja að því í ró og næði). 14. Rh4 bxc4 15. bxc4 Rc5 16. Rf5 Df8 (Dálítið pasívur leikur. 16. - Dd7 kom til greina en e.t.v. hefur Sveini ekki geðjast að svarinu 17. Bh3. Þá má leika 17. - Dd8 eða þá 16. - Dd8 strax. Á f8 stendur drottningin nokkuð vel tii varnar og truflar t.d. ekki samgang svörtu hrókanna). 17. 14 Rce4 18. Dd2 Ba6 19. Hacl Hab8 20. Bal Hb3? (Mistök í mjög svo tvíeggjaðri stöðu, Sveini hefur greinilega yfir- sést næsti leikur hvíts). 21. Da5! Hb6 22. fxe5 Rxe5 23. Bd4! Rxc4 24. Dc3! Haukur Angantýsson. (Hvítur beinir skeytum sínum bæði að kóngsstöðu svarts og hróknum á b6. Svartur getur ekki verið hvort tveggja svo vel sé og því hlýtur eitthvað að verða undan að láta). 24. ... Re5 25. Bxb6 cxb6 26. Dc7 (Peðið á d6 fellur. Þó að hvítur standi nú uppi með hartnær unnið tafl verst Sveinn af mikilli hröku í endataflinu). Elvar Guðmundsson. 26. ... Bxe2 27. Rxd6 (Hrókurinn á fl getur ekki fært sig um set vegna möguleikans 27. - Rd3 o.s.frv.) 27. .. Bxfl 28. Rxe8 Dxe8 29. Bxfl Rcd7 30. Dc8 Rc5 31. Dxe8+ Rxe8 (Svartur virðist eiga góða mögu- leika á að halda þessari stöðu þar sem riddararnir blokka hvítu peðin og þó einkum frípeðið á d5). 32. Hel Kf8 33. Kf2 Rd6 34. Kf3 Rd7 35. a4 Rf6 36. Kf4 Rd7 (Auðvitað ekki 26. - Rxd5 37. Ke5 og annar riddarinn fellur í valinn). 37. Bb5 Rc6 38. He2 f6?! (Þessi varnaruppstilling er gagn- rýnisverð. Svartur á frekar að hafa peðin á g6 og h6 og valda innkomu- reiti hróksins á e6 og e7 kirfilega). NYTT ^ OG ATHYGUSVERT KVENNABLAÐ 3 GÓÐAR VERUR £j\*, ÞEGAR KOMNA Áskríftarsímar: 22188og21500. Veríð með frá byrjun! Þau, sem gerast áskrífendur núna, fá fyrstu 2 tölublöð á hálfvirði!

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.