Þjóðviljinn - 22.01.1983, Side 10

Þjóðviljinn - 22.01.1983, Side 10
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 22.-23. janúar 1983 helgarsyrpa Vilhjálmsson ^ skrifar Thor - Þaö má segja það, segi ég. - Varstans kommar du ifrán? Því miður var ég ekki nógu snarráður til að segjast vera frá San Marino, heldur sagþi ég sem satt var; og komst í mestu vandræði við það því karlinn varð óskaplega glaður, og herti á óvægnum kröfum sínum um tafarlausa geðblöndun. - Frá íslandi! æpti hann svo dorm- andi sátar hrukku upp í hornunum. Nej menar du det, sagði hann ívið lægra; en æpti svo aftur: ísland! og flíraði ákaft: Þú ert fyrsti íslending- urinn sem ég hitti. Nej va’ var det skojigt. Það var nú gaman. Hann þreif í þjóninn sem var að reyna að komast framhjá með fullan bakka af tómum ölglösum, hélt honum föstum meðan sá spólaði í bleytu- drasli, og segir sigri hrósandi: Vet du va’? Hann er íslendingur. Þjónninn sýndi engin hamingju- merki, og létti greinilega við að losna án þess að missa glasabakk- ann, enda var hann Tyrki; og skildi lítið í sænsku og Svíum, hvað þá að hann hefði frétt af íslendingum og Tyrkjaráninu. Veiztu nú hvað? Ég les íslend- ingasögur. Ég er alltaf að lesa Is- lendingasögur. Ég skil þær ekki. En það gerir ekkert til. Kannski er það bara betra. Af því að þá les ég þær bara aftur. Og svo ert þú bara Islendingur. Og situr hérna sjálfur íslendingurinn og ert að tala við mig. Va’ var de skojigt. Hann rétti mér nafnspjaldið sitt. Hann var tannsmiður, og sérfræð- ingur í að láta gull í tennur, eins og mafíumenn vilja hafa. Ekki getur sakleysislegri mann enda hafði hann ekkert með mafíuna. - Veiztu hvað ég er gamall? segir hann og bíður átekta. - Nei. Reyndar ekki. - Ég er anzi gamall. Einu sinni var ég ungur eins og þú; en nú er ég hvorki meira né minna en fimmtíu og sjö ára garnall. Þetta á nú eftir að liggja fyrir okkur öllum, segir hann með keim af angurværð: Hvort sem manni líkar betur eða verr. Jo-da, tíminn hefur liðið; en heilsan er góð., það er fyrir öllu. Maður rná þakka fyrir það þegar maður er orðinn svona gamall, segir hann og gerir sig heimspeki- legan á svipinn. Svo víkur treginn fyrir nýrri hrifningu: Veiztu hvað mér datt í hug? segir hann ákafur við nýja hugmynd. Mér datt í hug skal ég segja þér, segir hann: dáld- ið snjallt. Veiztu hvað við getum gert? Nú skaltu heyra. Við getum skrifazt á, segir hann himinlifandi. - Ja, hixta ég og humma enn: Hví ekki það, og leita útgöngu- leiðar án þess að særa. - Er þetta kannski ekki góð hug- mynd? Skrifazt á. Ætlarðu að skrif- ast á við mig? - Ja, sjáum til. - Hvenær ætlarðu að skrifa? segir hann og brennur í skinninu eftir að fara að byrja. - Já ég veit ekki. Eigum við ekki bara að sjá til. / - Sjá til, við verðum að hafa þetta klárt. Ætlarðu að skrifa mér fyrsta desember? Og blár ljóminn var tær í votum augunum. Þannig stigum við tangó í talinu og hann reyndi að sveigja mig til þess að skrifa sér fyrsta desember; þangað til ég bjargaðist á flótta með því að fara í símann. Sætið var autt þegar ég hafði lokið alllöngu samtali. Og þetta er það fyrsta sem ég skril’a um vin minn sérfræðing- inn í að fegra tennur með gulli;sem huggar sig við íslendingasögur þótt annað bregðist. Án þess að skilja þær. í RÍKI SVÍA / Ég náði skipi í Hamborg um miðjan desember eftir flakk á meginlandinu, og hrepptum storma í hafi svo það var hreint ekki víst að komast heim fyrir jól eins og horfði um sinn, þegar við keyrðum upp í norðanbálið og héldum sjó. Þetta er skip sem ný- lega er orðið eign Eimskipafélags íslands, með nýstárlegu sniði þannig að stýrishúsið er fremst á skipinu; og undarleg tilfinning að standa í brúnni og horfa úr fimrn- tán metra hæð beint niður í ölduna, og varla vegur aö meta öldu- hæðina. Ég hef margar ferðirnar farið á sjó en aldrei siglt með skipi þar sem brúin er alveg fremst á skipinu. Þetta er Álafoss undir stjórn gamals skipsfélaga míns frá æskuárum Erlendar Jónssonar sem mörgum er að góðu kunnur og nýtur mikils álits sem farsæll sjó- maður. Og dagamir liðu þar um borð Ijúft í góðum félagsskap og atlæti, og var mér tilbreyting að finna mun á sjó og landi. Floti okkar er vel mannaður hvað snertir heimspek- inga og samræðusnillinga auk ann- ars atgervis sem sjómennskan krefst. Átlantshafið er gjarnt á að ýfa sig, og það kemur fyrir að storm- ur geisar þar um langa vetrar- rnánuði ferð eftir ferð, og rná nærri geta hve þreytandi það getur verið til lengdar að athafna sig við störf sín í miklum veltingi, einkum ef skipið er stíft í ólgusjó og hreyfing- ar þess snöggar á bæði borð og iðu- lega ófyrirsjáanlegar, og illt að hemja sig án þess að skorða sig fastan eða halda sér. Ekki er nóg að kunna að stíga ölduna og fjaðra vel í hnjáliðunum við þær aðstæður sem verða oft, einkum á svona há- lyftu skipi. Þarna er maður manns gaman. Þú verður að eiga inni í sjálfum þér nóg til að búa við og miðla öðrum í þeirri fjölskyldu sem ein skipshöfn verður. Fyrir rithöfund er hin ákjósan- legasta vínnuaðstaða að fara með vöruflutningaskipi og sinna í næði verkefnum sínum og njóta félags- skaparins, og nærveru hafsins undir himni þar sem ekkert skilur sundur nema fugl og fugl, skip og skip. II Ég flaug til Svíþjóðar til að sitja þar ráðstefnu í höll frá sautjándu öld í útjaðri Stokkhólmsborgar, Hásselby Slot. Hún stóð í nokkra daga og fjallaði um vanda svo- nefndra smáþjóða að koma bók- menntum sínum á framfæri á hin- um stóru mörkuðum, ineðal svo- nefhdra stórvelda. Ráðstefna sú var á vegum sænska Pen-klúbbsins og var þar gott mannval sem þingaði í nokkra daga og leitaði úrræða og skilgreindi torveldiö. Stærsta þjóðin þeirra sem þarna voru kall- aðar smáþjóðir voru Ungverjar sem eru tólf miljónir, og fyrir þá var mættur einn af þeim sem sópaði hvað mest að, Ivan Boldizzar for- seti ungverska Pen-klúbbsins svip- mikill maður og atkvæðamikill á mörgum fundum þar sem ég hef verið með honum í ýmsum sam- tökum auk Unesco. Þetta er rosk- inn maður sem hefur marga hildi háð og kann að sigla í rysjóttum veðrum stjórnmála svo vel að hann finnur mörgum öðrum fremur lag til að koma góðum málum fram í þágu mannúðar og menningar; nokkuð snerrinn karl á stundum en hlýr undir hrekkjóttum stríðs- grímum. Á þessum fundum var samþykkt að rcyna að efla til stórra muna bókmenntakynningar milli landa eftir því sem er á færi Pen- hreyfingarinnar með því að reyna að hafa áhrif á stjórnvöld og stofna til bókmenntalegra kynningar- móta, og ekki sízt að reyna að bæta hag og aðstöðu þýðenda til þess að kynna bókmenntir á tímu'm þegar holskeflur metsölubóka ríða yfir og flóðöldur léttmetis sópa varnar- görðunum um koll, títt. Og var samþykkt að koma á fót myndar- legum alþjóðlegum verðlaunum fyrir þýðingar úr bókmenntum smáþjóða. En livað er Pen International? Það er alþjóðahreyfing til þess að vernda höfunda fyrir ágengni og frekju stjórnmálamanna, reyna að leysa rithöfunda og skáld úr dýfliss- um, brjóta af þeim fjötra og bjarga lífi þeirra þegar því er ógnað af þeim öflum sem hatast við þá fyrir þaö sem þeir skrifa eöa tákna. Á sfðari árum hefur Pcn- hreyfingin færzt enn í aukana til að sinna þessu meginhlutverki sínu. að berjast fyrir tjáningarfrelsi, hvaða öfl sem við er að etja; að eira engu sem ógnar frelsinu til að segja hug sinn. Það cr dálítill munur að koma úr þessuni friðaða reit, úr griðum hallarinnar, notalegu sambýli rit- höfunda og útgefenda milli funda og á fundunum þar sem reynt var að brugga saman ráð og finna smugur til að komast inn á þá stóru sem þykjast eiga allt undir sér í heimsmenningunni, og fara síðan inn til Stokkhólms, og reika þar um gleðivana strætin, og gægjast inn á drungalegar krár þar sem Svíar sitja með hundshaus eins og þeir hafi orðið fyrir alvarlegu áfalli og megi vart mæla; og vakthafandi afl- raunakonur sitja á tróni yfir pen- ingakassa, byrstar og faskaldar, og aga sátana með bláköldum augum með íshröngl í augnkrika og klepra í augabrám. Og jafnvel á sjálfri krá Bellmans sem er kennd við hinn gullna frið, þar er enginn friður handa lýrik svo að vinur minn trúbadorinn Harald Forss einn síðastur förtitalistanna, skálda fimmta áratugsins, var rek- inn út fyrir að fara að syngja vísur sínar þar inni af örlæti geðsins og sakleysi tilfinninganna. Sögur streyma löngum af vörum Haralds af öðrum skáldum svo sem Nils Ferlin og tilvitnanir í skáld- skap. Haraldi er lagið að lífga hina drungalegu Stokkhólmsborg með frásögnum sín.um, og rata á krárnar sem skipta máli í bókmenntasög- unni; og engan mann veit Harald skemmtilegri en Ása í Bæ, og féll- ust þeir í faöma trúbardorarnir þegar Harald fór um fjöru á ls- Iandi, fyrir nokkrum árunt. Nýlega varð þessi heiðursmaður sjötugur. Aldrei þraut Harald Forss sög- urnar, og minnti í því á Hagalín þegar hann var í essinu sínu; og sagði frá um leið og hann lék per- sónurnar og gerði Ijósar fyrir sjón- um gegnum móttöku eyrna, og gallinn bara sá að aldrei varð lát á framburðinum, hvergi hlé; örlátur karl og hlýr. III Við Vasa-torgið er gömul bjór- krá sem á sér langa sögu. í gamla daga sóttu skáld þangað. Endur fyrir löngu átti ég þar stefnumót við skáldhjónin Artur Lundkvist og Maríu Wine, og fór í bókmennfa- lega hnattreisu nteð Artur sern er manna næmastur á það sem er að gerast í heimsbókmenntunum. í haust bar mig að þessari krá, og hafði gengið lengi, Ég þurfti líka að fá lánaðan síma. Veitingastofan minnti á lestina í skáldsögunni eftir Tarje Vesás sem átti að fara af stað og fara víða en stóð alltaf kyrr á teinunum. Ósköp voru farþegarnir orðnir þreyttir á kránni. Það voru þess koiiar þyngsli yfir sem fvlgja stríðri bjórdrykkju. Aldrei drakk kínverska skáldið Li Po bjor. I Iann drakk vín með vinum sínum sem glæddi skáldskapinn og kom and- anum í uppstreymi. Bjór er hins vegar til að búa til soldáta. Þarna hímdu menn þrútnir og óskyggnir yfir kollum sínum, og pollar á borðinu hjá þeim, og sumir með úlpuermina á þvernandi andliti sem einhver fyrri sáti hafði teiknað í bjórfroðuna á borðinu, og annað augað gufað upp. Ég settist með kollu mína við utanvert langborð við skyggðan glugga, og skuggar af vegfarendum strætisins léku þar um hamrað glerið, og kvarnaðist úr þeim í pöldrum glersins. I gluggbekknum andspænis mér sat langhöfði. Augun voru blá og rauðir hvarmarnir, og löng hakan hélt áfram að teygjast áleiðis að geirvörtunum. Hann horfir á mig voteygur og spyrjandi eins og ég væri urnsókn- areyðublað. - Ertu á móti því að tala? segir hann með varkáru brosi líkt og maður sem fer yfir á gulu ljósi án þess að vita hvort kemur rautt eða grænt. Æ, hugsaði ég og segi: neeei, nei nei. Brosið færði út kvíarnar, og fór langleiðina upp og niður eftir and- litinu. Hann setti hönd undir höku sér til þess að hindra að hún héldi áfram að vaxa. Hallaði höfðinu svo hárlokkurinn hægra megin kastaði skugga á borðið hjá glasinu hans líkt og goggur á fugli sem langar í bjór. Lagði svo kollhúfur, og segir með blautar þykkar varir, glaður: Tala þú, ég hlusta. Hvurn andskotann j*at ég sagt blessuðum karlinum? Eg hummaði eitthvað unz mér hugkvæmdist að segja: Ja hvað segir þú gott? - Jo-da. Tack. Tackar sá myck- et. Tack tack. Ég segi bara gott. Og bíður eftir næsta útspili mínu. Ég var að hugsa um annað og hugkvæmdist því ntiður ekkert að segja þessum vingjarnlega manni; sem hafði beðið einn yfir ölkollu á þriðja tíma eftir Godot, með skuggaflökt gluggans á bak við sig, og sjatnandi froðu á vörum ölkoll- unnar. Eftir stutta þögn í leit að bið- leiknum segir haklangur: Jag ár bokvánnen; og slær út trontpinu svo ylur fer um hann: Ég er bóka- vinurinn. - Nújæja. Ja. Há. Jasá bara, ár du det? - Jo-da. Og dæsir eins og eftir góða máltíð: Þú ert ekki frá Stokk- hólmi, ertu það? Ertu að norðan?

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.