Þjóðviljinn - 22.01.1983, Síða 32

Þjóðviljinn - 22.01.1983, Síða 32
DWÐVIUINN Helgin 22.-23. janúar 1983 Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9—20 mánudag til föstudags. Utan þess tíma er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum Aðalsími Kvöldsími Helgarsími símum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9—12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 afgreiðslu 81663 Til stuðnings frelsis- baráttunni iEl Salvador í gær var haldinn fundur til stuðnings þjóðfrelsis- baráttunni í E1 Salvador í Bakarabrekkunni í Reykajvík. Þar fluttu ávörp þau Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, Ólafur Ragnar Grímsson, Guð- mundur Árni Stefánsson og Magnús E. Sigurðsson. Síðan var gengið að bandaríska sendiráðinu þar sem Raul Florez Ay- ala flutti stutt ávarp og af- henti mótmæfayfirlýs- ingu. Afleyðlngar atvinnuleysis Á vegum Norrænu ráðherra- nefndarinnar hefur verið skipaður vinnuhópur, sem falið hefur verið það verkefni að rannsaka afleiðing- ar atvinnuleysis. I vinnuhópnum eiga sæti fulítrúar frá atvinnu og fjármálaráðunevtum allra Norð- urlandanna. l>að sem hópurinn mun rannsaka er: Itvað kostar atvinnuleysi? Hver er efnahagslegur missir atvinnuleysingjans? f hve ríkum mæli rýrna skatttekj- ur ríkisins vegna atvinnuleysis? Að hversu miklu leyti er unnt að beita félagslegum styrktarráðstöf- unum án þess að þær dragi úr sam- keppnishæfni og framleiðni og leiði þannig til aukins samdráttar og aukins atvinnuleysis? Hve stór er framleiðslusarndrátt- urinn sem afleiðing atvinnuleysis? Hverjar eru félagslegar og per- sónulegar afleiðingar atvinnuleysis? Verkalýðsfélagið Fram á Seyðisfirði vann prófmál gegn Vinnuveitendasambandinu sem þýðir, að möguleikar atvinnurekenda, til að senda fólk út af launskrám vegna heimatilbúins vanda, eru ekki lengur fyrir hendi. Verkalýðsfélag vinnur prófmál Ný túlkun á lögum um uppsagna Verkalýðsfélagið Fram á Seyðis- Firði hefur unið prófmál gegn Vinn- uveitendasambandi Islands f.h. fiskvinnslufyrirtækis á Seyðisfirði. Verkalýðsfélagið stefndi fisk- vinnslufyrirtækinu fyrir að segja starfsfólki frystihússins fyrirvara- laust upp störfum með því að senda tvo togara sína utan með allann og framkalla hráefnisskort. Dómur- inn var á þá lund að fyrirtækjum væri ekki heimilt að segja fólki upp störfum á þessum forsendum. Ainmundur Backman lögmaður sótti málið fyrir hödn verkalýðsfé- félagsins á Seyðisf. Hann sagði að í iögum frá 1979 væri ahnennu verkafólki tryggður 1-3 mánaða uppsagnarfrestur. Einasta undan- tekning laganna væri 3. grein þeirra þar sem segir að launamenn Dæmt óheimilt aö senda fólk heim í kaupleysi vegna utansiglingar togara. — Mikiö réttlœtismál verkafólks í höfn, segir Arnmundur Bachman lögfrœöingur. missi uppsagnarfrest sinn ef hrá- efni er ekki fyrir hendi, uppskipun- arvinna stöðvast, skipstapi verður eða einhver ófyrirsjáanleg vand- kvæði koma upp „Þetta ákvæði laganna um hrá- cfnisskort hafa atvinnurekendur undir forystu Vinnuveitendasam- bands íslands misnotað um margra ára skeið og notfært sér heimatilbú- inn vanda til að losan við starfsfólk út af launaskrám. Eg hef alltaf ver- ið þcirrar skoðunar að þessi lög hafi verið mistúlkuð og að fráleitt væri að senda fólk heim í kaupleysi þegar t.d. útgerðarmanni dettur í hug að senda skip sitt til útlanda með aflann“, sagði Arnmundur Backman ennfremur. „Þessi niðurstaða dómsins þýðir það að atvinnurekendur geta ekki sent fólk heim fyrirvaralaust á grundvelli heimatilbúins vanda og hún kollvarpar um leið öllunt rök- um Vinnuveitendasambands ís- lands fyrir því að reka fólk út af launaskrám í stórum stíl, eins og margsinnis hefur verið tíðkað“, sagði Arnmundur Backman lög- fræðingur að síðustu. - v. Skákmótið í Wijk Aan Zee: Friðrik gerði jafn tefli við Anderson 514 atvinnulausir í Reykjavík á flmmtudag: 10 til 15 manns bætast við á degi hverjum Gæftaleysi, ótíö og siglingar meö afla til útlanda taldar helstu ástæöurnar Á fímmtudag voru 514 skráðir atvinnulausir í Reykjavík, ríflega tvöfalt fleiri en í janúarmánuði á undanförnum árum. Er útlit fyrir að enn muni bætast við þennan langa lista og skrá sig nú til jafnaðar 10 - 15 manns á dag til viðbótar. Friðrik Ólafsson gerði jafntefli við sænska stórmeistarann Ulf Anderson í 6. umt'erð á alþjóðlega skákmótinu í Wijk Aan Zee. Skák- in fór í bið eftir 40 leiki og þótti þá Svíinn hafa betri stöðu, en Friðrik varðist fimlega og sömdu keppend- urnir um jafntefli eftir 56 leiki. Önnur úrslit á skákmótinu í Wijk Aan Zee urðu þau að Hort vann Kuligowski, Seirawan vann Sheeren og Nunn vann Van der Wiel. Jafntefli gerðu Ribli og Ree, Hulak og Speelman, Kortsnoj og Brown og Friðrik og Anderson eins og áður sagði. Eftir 6. umferðir er Ulf Ander- son enn efstur og er með 47: vinn- ing. Friðrik Ólafsson er í 4-5 sæti ásamt Hulak, Seirawan og Ribli, allir með 4 vinninga 7. umferð mótsins verður tefld í dag og þá mætir Friðrik Ólafsson Van der Wiel. -hól Á borgarstjórnarfundi sl. fimmtudag var gerð samhljóða samþykkt þar sem lýst er áhyggjum af þessari þróun og leggur borgar- stjórn nt.a. áherslu á að fiskiskip sigli ekki með afla til útlanda meö- an atvinnuástand er jafn ótryggt og nú er. í máli Magnúsar L. Sveins- sonar, formanns atvinnumála- nefndár, kom fram að á 2 dögum misttu um 60 verkakonur vinnu hjá Kirkjusandi hf. vegna hráefnis- skorts þar sent togarar sem leggja þar upp höfðu siglt með aflann. Árstíðabundið hlé á verklegum framkvæmdum, ótíðin undanfarið og gæftaleysi var af borgarfulltrú- um talin helsta ástæða þessarar aukningar, en þó töldu þeir hana merki um samdrátt hjá atvinnufyr- irtækjum, m.a. vegna skorts á láns- fé. í máli þeirra kom fram von um að úr rættist með hækkandi sól og betra tíðarfari. Guðmundur Þ. Jónsson borg- arfulltrúi Alþýðubandalagsins benti þó á að erfitt gæti reynst að útvega skólafóiki atvinnu í sumar ef svo stór hópur væri nú utan vinn- umarkaðar. Hann minnti einnig á garnla hugmynd um stofnun atvinnumálanefndar fyrir höfuð- borgarsvæðið allt sent brýnt væri að hrinda í framkvæmd. í samþykkt borgarstjórnar kem- ur frant að kannað skuli hvort hægt sé að hefja framkvæmdir við fyrir- huguð viðhaldsverkefni á vegum borgarinnar sent fyrst og hraða út- boðunt verklegra framkvæmda sent kostur er. Jafnframt beindi borgarstjórn því til ríkisvaldsins að það hraði framkvæmdum á sínum vegum, sem auka myndu atvinnu. -ÁI.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.