Þjóðviljinn - 26.02.1983, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 26.02.1983, Blaðsíða 2
:2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 26. - 27. febrúar 1983 Örfáir bílar til afgreiðslu strax á sérstöku afsláttarverði. Verð áður kr._190Æ0UT Verð nú kr. 169.000. gengisskr. 16.2.'83 Góðir greiðsluskilmálar. jjjf Jf Smiöshöföa 23 sími 812 99 Sýning um íslenska hestinn í Svíþjóð Sýning um íslenska hestinn - Hásten i Islánningens tjánst - var upnuð í Falun í Svíþjóð 12. febrúar sl. Þarna er um að ræða farandsýn- ingu sem á eftir að fara víða um Svíþjóð, gerð af Árbæjarsafni í Reykjavík og er um að ræða endur- gjald fyrir sýningu á Dalamálverk- um, sem haldin var hér á landi í fyrra. Fjöldi manns var við opnunarat- höfnina í Falun. Hófst hún á því, að hópur íslenskra barna söng íslensk lög um hestinn, en við hljóðfærið sat læknisfrú og barnakennari ís- lensku nýlendunnar, Valgerður Hrólfsdóttir, á íslenskum búningi. Þá tók til máls Ingvar Gullnás landshöfðingi, en síðan opnaði sendiherra sýninguna með ræðu. Loks komu fram sex íslenskir lækn- ar og sungu íslensk lög og Bellman á íslensku. Var gerður góður róm- ur að þessari dagskrá, en utan við safnið voru fjórir íslenskir hestar og eigendur þeirra. ©ST. JÓSEFSSPÍTALI LANDAKOTI Hjúkrunarfræðlngar lausar stöður á eftir- töldum deildum: Göngudeild, dagvinna Barnadeild Handlækningadeild, l-B Lyflækningadeildum, l-A og ll-A Fóstrur, lausar stöður við: Dagheimili spítalans Barnadeild spítalans Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist hjúkrunarforstjóra, sem veitir nánari upplýsingar í síma 19600, kl. 11-12 og 13-15 alla virka daga. 23. febrúar ’83 Skrifstofa hjúkr.forstjóra. Herstöðva- andstæðingar Gíróseðlar fyrir styrktar- og félagsgjöld hafa nú verið sendir út. Kæru félagar, bregðist skjótt og vel við og styrkið þannig baráttu- stöðu samtakanna. Samtök herstöðvaandstæðinga Paul Weeden Lou Bennett Jass Hækkanir á lækniskostn- aði Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið hefur sett þrjár reglugerðir varðandi breytingar á greiðslum sjúkra- tryggðra til samlagslækna, á sérfræðingshjálp og á lyfjakost- naði. Greiðsla fyrir viðtal við samlags- lækna hækkar úr kr. 12 í kr. 15 og úr kr. 25 í kr. 30 fyrir vitjun læknis til sjúklings. Greiðsla fyrir sér- fræðingshjálp hækkar úr kr. 50 í kr. 64 en elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 32. Afgreiðsla lyfja hækkar samkvæmt lyfjaverðskrá I úr kr. 20 í kr. 26 og samkvæmt lyfj- averðskrá II sem eru erlend sérlyf úr kr. 50 í kr. 64. Breytingar þessar taka gildi 1. mars næstkomandi. ■ húsbyggjendur yjurmneri ■góður Bofgarpiötjhf toHnw Atgieióum einangiuiuiplm • Sloi Re*k|«,ikuii,e4i4 lie menudegi losludegs ndum vorune e byggingenie4 idlkiplemonnum o4 koilnetei louiu Hegkveml >ei4 og ■Ailuikilmelei Heiln heti Góðir gestir í heimsókn Vinnubíllinn frá MAZDA með mörgu möguleikana E 1600 pallbíllinn frá MAZDA hefur þegar sannað ágæti sitt við fjöl- breyttar aðstæður í íslensku atvinnulífi. Hann er frambyggður, með 1 tonns burðarþoli, byggður á sterkri grind og með tvöföldum afturhjólum. Hann er óvenju þægilegur í hleðslu og afhleðslu, þar sem pallgólfið er alveg slétt og án hjólskála og hleðsluhæðin er að- eins 73 cm með skjólborðin felld niður. Jassáhugamenn á íslandi fá góða gesti í heimsókn í vikunni, sem eru þeir Lou Bennett, orgelleikari og Paul Weeden, gítarleikari, en sá síðar nefndi komtil íslands í fyrraog hélt tónleika við mikla hrifningu. Þeir Bennett og Weeden munu halda sína fyrstu tónleika her nk. miðvikudag 2. mars, fyrir nemend- ur á framhaldsskólastigi og verða þeir haldnir í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Hinn kunni trommu- leikari Guðmundur Steingrímsson mun leika með þeim félögum á tón- leikum þeirra hér. Daginn eftir, fimmtudaginn 3. mars verða svo jasstónleikar að Hótel Borg, þar sem þeir félagar munu halda sveiflunni uppi, en auk þess mun Rúnar Georgsson, saxa- fónleikari, mæta á staðnum og jafn- vel fleiri íslenskir jassleikarar og spila. Sveiflan á Borginni hefst kl. 21.00. Þess má geta að þetta verða einu opinberu tónleikar þeirra Bennett og Weeden í Reykjavík. Þá er fyrirhugað að þeir fari til Akureyrar og haldi tónleika þar í Borgarbíói á vegum Tónlistarfé- lags Akureyrar, laugardaginn 5. mars. Loks má geta þess, að Lou Bennett mun halda námskeið fyrir hljómborðsleikara og Paul Wee- den mun verða leiðbeinandi á námskeiði á vegum Tónlistarskóla FÍH og Tónlistarfélags Akureyrar. Allar upplýsingar varðandi nám- skeið þeirra félaga eru gefnar í Tónlistarskóla FtH. Þeir Bennett og Weeden eru báðir kunnir jassleikarar og hafa oft leikið saman áður, m.a. í París í fyrra og í Ósló fyrir skömmu. - S.dór

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.