Þjóðviljinn - 26.02.1983, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 26.02.1983, Blaðsíða 16
16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 26. - 27. febrúar 1983 „LÍVIÐ ER EITTANS“ Ásdís Skúladóttir rædir við Oliver Næss, framkvæmdastjóra Umferðarráðs í Færeyjum. Færeyingar hafa ekki farið varhluta af því vonskuveðri sem gengið hef ur yf ir okkur hér á norðurslóðum. Snjóað hefur mikið, stormar hafa blásið og víða hefur verið illfært milli byggða. í Þórshöfn hefur umferð verið erf ið. Hér er allt í hæðum, hólum og beygjum og þröngum götum. Því hefur ökumönnum verið nauðsyn að vera á vel útbúnum ökutækjum, með góða rafgeyma, fullt af frostlegi og á góðum dekkjum því ella hafa þeir litið getað hreyft sig. Annars er Þórshafnarbúum eða íbúum höfuðborgar Færeyinga ekki eins erfitt þó umferð teppist eins og Reykvíkingum. Þórshöfn er það lítil að hér má á stuttum tíma og með góðum vilja ganga allt. Eink- um ef heilsan er í góðu lagi og maður á góðan trefil, ullarsokka og stígvél. Hér snjóar yfirleitt ekki mikið, hins vegar rignir hér að öðru jöfnu meira en heima á íslandi. Dvelji maður hér einhvern tíma er aldeilis nauðsynlegt að kaupa sér í snarhasti góða regnkápu. Regnhlífar duga ekkert hér og enn verr en heima. Hér blæs hann á stund- um ansi hressilega enda eyjarnar úti í miðju hafi og ekki fjöliin okkar ágætu til að skýla eins og t.d. á Austfjörðum. Hvergi er lognið eins yndislegt og þar. Að þessu leyti minnir Þórshöfn á „rokarassinn" í Reykja- vík þar sem alltaf blæs úr einhverri átt. Það var erfitt margri konunni þegar upp- greiðslur, hárlakk og túberingar voru í tísku. Sjónvarpsmál Sem sagt Vetur konungur er einnig virki- lega fúll hér í Þórshöfn og lætur engan bil- bug á sér finna.'Fólk tekur það bara rólega stundar menningarlíf í hófi situr heima í rólegheitum og horfir á sjónvarp. Hér er kapalsjónvarp og mest allt efni er fengið frá Danmörku. Fréttir eru fengnar frá danska sjónvarpinu og eru alltaf dagsgamlar. Það er dálítið undarleg tilfinning að vera stadd- ur í Færeyjum og hlusta á danskar fréttir á dönsku, veðurfréttir áeftir, á dönsku, veðr- ið í Danmörku vitanlega miðlægt í umfjöll- un og síðan sjást Færeyjar ekki á veðurkort- inu! Færeyingar almennt virðast ekki gera sér mikla rellu út af þessu. Þó eru allmargir sem ræða um það að þetta gangi ekki lengur þeir verði að fá sitt eigið sjónvarp en eigi ekki Iáta sér nægja misjafnlega fengið danskt sjónvarpsefni. Hins vegar stefna menn hér vissulega í færeyskt sjónvarp og einhvers staðar liggja fyrir fjárveitingar og heimildir fyrir ráðningu sjónvarpsstjóra, húsnæðið meira að segja klárt. En eitthvað vefst það fyrir mönnum að framkvæma. Einhver hreyfing er þó á þess- um málum þessa dagana og menn almennt farnir að gera sér grein fyrir hversu gífur- lega sterkur fjölmiðill sjónvarp er. Þykir mönnum það ekki vansalaust að nánast á hverjum degi streymi danskir menningar- straumar á danskri tungu yfir landsmenn. Hér eru að vísu sýndar sjónvarpsmyndir víðsvegar frá en þær eru allar „textaðar" á dönsku. Þó hefur einstaka sinnum mátt sjá hér á skjánum færeyskar fræðslumyndir í viðtalsformi við fróða menn. Það er það eina sem segir að maður sé staddur í Fær- eyjum horfi maður í skjáinn. Dallas og sjónleikir Nýlega kom hér út m.a. á vegum Föroya Fróðskaparfelags bók sem heitir TV - og den færöske kulturs fremtid. Þar ræðir höf- undurinn Jörgen Poulsen um hugsanleg á- hrif sjónvarps á menningarlíf og félagslíf Færeyinga byggð á rannsóknum hér. Jafn- framt fjallar hann um bestu kosti í skipulagi og stjórnun væntanlegs sjónvarps. Merki- leg bók. Þar eru mörg orð í tíma töluð um áhrif slíks fjölmiðils á daglegt líf og viðhorf fólks. Dallas er mjög vinsælt sjónvarpsefni hér sem heima og er lítil umferð í bænum þegar það er sýnt. Enda dettur forráðamönnum Sjónleikarahússins ekki til hugar að freista þess að hafa leiksýningu þegar Dallas er sýnt. Sjónleikarafélagið sýnir um þessar mundir nýtt færeyskt leikrit eftir færeyskan höfund, Dagný Joensen. Þetta er hennar fyrsta leiksviðsverk og hefur vakið tals- verða athygli hér og góða aðsókn. Ætli Dagný sé ekki á góðri leið með að verða Kjartan Ragnarsson Færeyinga! Dagný er blaðamaður að atvinnu og hefur raunar tekið allar myndir af því fólki sem ég hef rætt við hér í Þjóðviljanum, þó blessuðu blaðinu mínu hafi stundum láðst að geta þess. Þegar ég byrja að tala um Sjónleikara- félagið er ég kominn að kjarna málsins í dag. Oiiver Næss er auk þess að vera formað- ur Sjónleikarafélagsins framkvæmdastjóri Umferðarráðs hér í landi. Ég hitti hann mitt í önn dagsins í vistlegum húsakynnum ráðsins í miðbæ Þórshafnar. Á færeysku heitir Umferðarráð: Ráð fyri ferðslutrýgd. - Hvernig gengur að halda vegum opnum í þcssu tíðarfari? - Það gengur svona upp og ofan eftir að- stæðum. í Þórshöfn reynum við að ryðja göturnar eins fljótt og mögulegt er. Hálkan er okkur kannske verst því hér eru götur þröngar og talsvert um brekkur. Við salt- berum ekki göturnar því eins og kunnugt er hefur það nokkurn skaða í för með sér. Yfirleitt eru menn velbúnir til vetraraksturs enda dugir ekki annað. Umferðin hér er orðin mikil miðað við það sern áður var. Bílaeign manna hefur aukist gífurlega síð- ustu árin ekki síst hér í Þórshöfn. Það má segja að hver einasti maður eigi bíl. Ég get nefnt sem dæmi að árið 1960 voru u.þ.b. 2000 bílar í öllu landinu en nú er bílaeign okkar eitthvað um 12000 bílar. Þetta er mikil breyting á svo skömmum tíma. Ástæðurnar má t.d. rekja til þess að vegir hafa batnað mjög á undanförnum árum og nýir verið lagðir. Einnig höfum við brúað milli höfuðeyjanna og tekið í notkun bíl- ferjur. Þannig að nú á tímum eiga menn tiltölulega auðvelt með að komast um eyjarnar og á milli þeirra miðað við það sem áður var. - Er langt síðan urnferðarráð var stofnað? - Nei, það er ekki hægt að segja það. Þörfin fyrir það var orðin augljós löngu áður en það komst á laggirnar. Það verður að segjast eins og er að það sem opnaði augu manna fyrir nauðsyn þess var mikil slysaalda sem gekk yfir árið 1975. Þá létust 16 manns í umferðarslysum. Það er í raun hryggilegt að slíka atburði þurfi til að menn taki við sér. En sú varð ráunin hér og því var umferðarráð stofnað hér ekki fyrr en árið 1976. Ég hóf störf árið 1978. - Hefur orðið árangur af starfi ráðsins? - Þvf trúi ég og vona. Hins vegar er maður aldrei ánægður í starfi sem þessu fýrr en þeim árangri er náð að hægt sé að segja að enginn slys hafi orðið í umferðinni. Því miður hafa staðreyndirnar ekki breyst eins mikið og maður hefði óskað. Árið 1980 dóu 10 manns í umferðarslysum, 7 létust árið 1981 og á árinu 1982 hafa 2 látist. Svo megum við ekki gleyma því fólki sem hlýtur varanlegan skaða eða örkuml vegna afleið- inga umferðarslyss. Ég held ég geti sagt að á ári hverju fari 100 til 125 á slysavarðstofu vegna meiðsla og 25-30 þurfa á frekari að- gerð að halda. Einn á báti - í hverju er starf þitt fólgið í meginatrið- um? - Svona til að byrja með get ég sagt að starf okkar er mjög svipað og starf sem Umferðarráð íslands rekur undir stjórn Óla H. Þórðarsonar. Við höfunt haft mjög gott samstarf við ísland og líka hin Norður- löndin. Reynum að læra af reynslu þeirra og nýta okkur það sem vel reynist og hentar okkur. Auðvitað er starfið á margan hátt öðruvísi hér en í stærri löndum. Ég hef t.d. hingað til verið eini starfsmaðurinn fyrir allar Færeyjar. Það getur verið ansi anna- samt. Ég hef ritara og fæ nú aðstoðarmann innan tíðar. Starfið felst í fyrirbyggjandi aðgerðum og fræðslustarfi. Sú fræðsla sem mér ber að veita spannar allt frá því að heimsækja barnaheimili upp í fyrirlestra við Kennaraskólann. Hér eru 8 ökuskólar, 4 í Þórshöfn og 4 úti á byggð; þar flyt ég einnig fyrirlestra. Núna erum við að ljúka við stofnun umferðarskóla fyrir börn. Hann verður með svipuðu sniði og á ís- landi. Við höfum lagt áherslu á fyrirbyggj- andi fræðslu og áróður fyrir öryggi barna í umferðinni. M.a. höfum við dreift endur- skinsmerkjum til skólabarna. Það hafa ver- ið talsverð brögð að því hér að eldri börn rífi endurskinsmerki af yngri börnum þegar merkin eru fest með nælu og því erum við nú að reyna fyrir okkur með merkjum sem saumuð eru á yfirhafnir barnanna. Þau eru ekki eins vinsæl kannske af því það er puð að sauma þau á. En það er lífsnauðsyn í þess orðs fyllstu merkingu að öll börn séu með endurskinsmerki. Við stefnum að því marki. Hvert líf er dýrmætt, enda stendur á merkinu okkar „lívið er eittans". Svo eru krakkarnir ansi slæmir með að „teika“ í vetrarumferðinni. Eins og allir vita er það stórhættulegur leikur. Við erum með talsverðan áróður í varnaðarskyni þar. Svo ég haldi áfram með fræðslustarfið þá hef ég fasta stutta þætti í útvarpinu. Efni þeirra fer eftir árstíðum þ.e.a.s. hvað eru mikilvægustu varúðarreglur á hverjum árs- tíma. I sjónvarpinu eru u.þ.b. fjórar fræðslumyndir um umferð sýndar á hverju ári. Götur og bílbetti - Nú er stór hluti Þórshafnar ckki byggður miðað við nútíma ökutæki. Er ekki erfitt að skipuleggja umferð inn í gamla bæinn? - Jú. því fylgja vissulega ákveðin vand- kvæði. Bæjarskipulag hér er mjög ungt, frá árinu 1972 og umferðin ber þess merki. Götur hér eru margar hverjar svo þröngar Helgin 26. - 27. fcbrúar 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17 i I I að ekki er unnt að hafa gangstétt nema öðru megin og víða er mjög erfitt að mætast. Hins vegar hef ég heyrt þetta geri það að verkum að bílstjórar hér séu heimsins bestu bílstjórar. Þeir verða stöðugt að vera að taka tillit og hafa lítið svigrúm. í svona gömlu bæjarskipulagi er líka erfitt að finna góð bílastæði enda stutt síðan raunveruleg bílastæði komu hér, með stöðumælum og öllu því. Þetta hefur verið okkur svolítið erfitt, ekki síst hér í miðbænum. En eitt megum við eiga að okkar bílstjórar hlýða mjög vel stöðvunarskvldu við gangbrautir. Ég hef einmitt heyrt Islendinga furða sig á því hve öruggir þeir geta verið hér gagnvart gangbrautum og segja að slíku séu þeir ekki vanir að heiman. Ég veit ekki en vona þó að þetta sé að hluta til vegna þeirrar fræðslu og áróðurs sem við höfum reynt að reka fyrir því að gangbrautarréttur sé virtur. Kannski er ein mikilvægasta skýringin sú að hér þekkja allir alla. Ökumaðurinn þekkir vegfarandann, vegfarandinn þekkir ökumanninn. Það er ekki ókunnugt fólk sem gengur um göturnar heldur í raun mað- urinn í næsta húsi og því e.t.v. sýnd meiri tillitssemi en ella. Ókumenn hætta ekki á það að hitta einhvern í búðinni á horninu eða í klúbbnum sínum sem tekur þá í gegn og segir e.t.v.: „Heyrðu góði minn, það var ekki verið að hleypa manni yfir göturnar. Það er lélegur keyrslumátinn hjá þér.“ Þetta er kannsíce dæmi um að fámenni getur haft sína stóru kosti. Það hafa hins vegar verið nokkuð brögð að því, að fólk misnoti það hve vel ökumenn virða gang- brautarrétt. Einkum eru það þó ungling- arnir sem t.d. þykjast ætla að fara yfir göt- una eða þá ganga ofurhægt yfir og ögra ökumönnum á þann hátt. - Eru bílbelti lögboðin hér? - Það er lögboðið að bílbelti skuli vera í hverjum bíl en ekki að.. þau skuli notuð. Best væri náttúrlega að fólk notaði þau án afskipta löggjafans en miðað við þær staðreyndir sem við blasa mundi ég vilja að þau væru lögboðin. Hér hafa verið miklar umræður um bílbelti, kosti þeirra og galla. Miklar sögur hafa gengið manna í millunt um slys sem sögð eru hafa orðið vegna bíl- belta þ.e.a.s. að fólk hafi festst í þeim og þess vegna skaðast. Hitt hefur gleymst sem oftar er að bílbelti bjarga lífi fólks. Dæmin eru tekin þegar illa fer, hitt gleymist eins og oft vill verða. Þegar slys verða hér og bíl- belti hefði getað bjargað lífi einhvers getum við ekki í okkar litla samfélagi sagt að hann hefði lifað ef hann hefði verið í bílbelti. Þá erum við í raun að segja að viðkomandi hafi misst lífið vegna eigin vanrækslu. Allir vita við hvern er átt. Þannig erurn við oft á tíðum múlbundnir í umræðum um tiltekin slys sem orðið hafa við tilteknar aðstæður hér meðan aðrir láta gamminn geisa. Þetta er dæmi um að fá- mennið hefur ókosti í þessu efni. Áhugamannaleikhús - Hvcrnig er að starfa við og reka áhuga- mannaleikhús í Þórshöfn? - Hér er það erfitt eins og annars staðar . þar sem um áhugamannaleikhús er að ræða að fara þreyttur eftir vinnudag í leikhúsið til æfinga. Hins vegar er gott að starfa í Sjón- leikarafélaginu en það er erfitt að reka þennan „gamla og góða kassa“. Húsið er orðið gamalt og viðhaldskostnaður mikill. Öll orka manns fer eiginlega í að reka þetta hús en ekki leiklistina sjálfa. Mér finnst það stundum sárgrætilegt, og svo þessi eilífðar peningaskortur. Við rekum bíó í húsinu til að standa að einhverju leyti undir kostnaði. Einnig fáum við styrk frá bæjarstjórn og landsstjórn. Því miður dugir það skammt. Við erum samt bjartsýn núna því nýlega var samþykkt að veita okkur stuðning til að stækka húsið á þann veg að við getum haft æfingar þó verið sé að sýna kvikmynd á sama tíma þ.e.a.s. við fáum góðan æfinga- sal og ýmsar aðrar breytingar verða gerðar til hagræðis fyrir starfsemi okkar. Atvinnuleikhúsið okkar hér, Gríma, sýn- ir hér einnig en þau æfa annars staðar. Sjón- leikarafélagið er mest með 3 sýningar á vetri. Fleiri sýningar eru ekki mögulegar hjá áhugamannafélagi. Þórshöfn hefur vaxið, en flest má komast gangandi. Fyrir miðju er Vesturkirkjan svonefnda. Umferðarfræðsla fyrir lítil börn. Margt er rætt um sjónvarp og framtíð færeyskrar menningar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.