Þjóðviljinn - 26.02.1983, Blaðsíða 28

Þjóðviljinn - 26.02.1983, Blaðsíða 28
28 SÍÐÁ - ÞJÓÐVILJINN Helgin 26. - 27. febrúar 1983 ALÞYÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið Norðurlandskjördæmi eystra - Aukafundur kjördæmisráðs Alþýðubandalagið í Norðurlandskjördæmi eystra boðar til aukafundar kjördæmisráðs sunnudaginn 6. mars í Lárusarhúsi á Akureyri kl. 10 árdegis.' Dagskrá: 1) Tillaga uppstillingarnefndar að framboðslista, umræður. 2) Kosningastarfið. 3) Kosningastefnuskrá. 4) Gjald til kjördæmisráðs. 5) Önnur mál. - Stjórn kjördæmisráðs. Kjördæmisráð Alþýðubandalagsins á Reykjanési Fundur kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins á Reykjanesi verður haldinn laugardaginn 26. febrúar nk. kl. 14.00 í Þinghóli. Dagskrá: 1. Tillaga kjörnefndar um framboð í komandi alþingiskosning- um. 2. Kosningaundirbúningur. -Stjórnin. Almennir fundir á Norðurlandi vestra Alþýðubandalagið boðar til almennra funda í Félagsheimilinu á Hvamms- tanga n.k. laugardag 26/2 kl. 16:00, í Félagsheimilinu á Blönduósi n.k. sunnudag 27/2 kl. 16:00. Frummælendur: Ragnar Arnalds, fjármálaráðherra og Þórður Skúlason, sveitarstj óri. -Alþýðu bandalagið. Alþýðubandalagið í Hafnarfirði, Garðabæ og á Seltjarnarnesi Árshátíð Árshátíð Alþýðubandalagsfélaganna í Hafnarfirði, Garðabæ og á Sel- tjarnarnesi verður haldin á Garðaholti laugardaginn 26. febrúar n.k. Húsið opnar kl. 19 og þá veittur kokkteill. Heitur matur og þorramatur. Margt góðra gesta mætir, m.a. Helgi Seljan og Elsa Kristjánsdóttir. Gunnar Guttormsson og Sigrún Jóhannesdóttir skemmta með söng og gítarleik. Miðaverð kr. 425.- Vínveitingar á staðnum. Hljómsveit Rúts Hannessonar leikur fyrir dansi. Mikiðfjör! Rútuferð að loknum dansleik. Hafið samband við einhver eftirtalinna: Brynja Grétarsdóttir s: 53642, Helga Gestsdóttir s: 53703, Jón Backmann s: 45914, Sæunn Eiríksdóttir s: 21859. Nánar auglýst síðar. - Árshátíðarnefndin. Alþýðubandalagið Kópavogi Bæjarmálaráð heldur fund í Þinghóli laugardaginn 26. febrúar kl. 10 árdegis. Fundarefni: 1) Fjárhagsáætlun 2) Önnur mál Stjórnin. Héraðsbúar-Austfirðingar Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra verður með framsögn á almennum fundi um Alusuisse- málið í Valaskjálf Egilsstöðum sunnudaginn 27. febrúar kl. 16.00. Allir velkomnir. - Alþýðubandalagið. Fra Æskulyðsnefnd AB. Umræður um Alþýðubandalagið og stöðu ungs fólks innan þess Æskulýðsnefnd Alþýðubandalagsins efnir til fundar urn ofanskráð efni sunnudaginn 27. febrúar, kl. 16.00 í Rein á AKRANESI. Stjórn Æskulýðsnefndar mætir á fundinn. Allt ungt stuðningsfólk Alþýðubandalagsins er velkomið. Opinn umræðufundur Æskulýðsnefnd Alþýðubandalagsins heldur opinn umræðufund fimmtudaginn 3. mars n.k., kl. 20.30 í Iðnaðarmannahúsinu Hall- veigarstíg 1, Reykjavík. Til hvers er vísitölukerfið? Frummælendur: Svavar Gestsson, félagsmálaráð- herra. Björn Arnórsson, hagfræðingur BSRB. Eftir framsöguerindi verða hringborðsumræður með frummæl- endum og fundargestum. Ungir sósíalistar eru sérstaklega hvattir til að mæta. Allt áhugafólk velkomið. ÆSKULÝÐSNEFND ALÞÝÐUBANDALAGSINS „Flóamarkaður" Þjoðviljans Ný þjónusta við áskrifendur Á fimmtudögum geta áskrifendur Þjóðviljans fengiö birtar smáauglýsingar sér að kostqaðarlausu. Einu skilyrðin eru að auglýsingarnar séu stuttorðar og að fyrirtáéki eða stofnanir standi þar ekkí að baki. Ef svo er, þá kostar birtingin kr. 100,- Hringið í sima 31333 ef þið þurfið að selja, kaupa, skipta, leigja, ef ykkur vantar vinnu, þið hafið týnt einhverju eða fundið eitthvaö. Allt þetta og fleira til á heima á Flóamarkaöi Þjóðviljans. DJOÐVIUINN Aðeins eru örfáir dagar þar til flutt verður i fyrsta hluta nýju flokksmiðstöðvarinnar við Hverfisgötu og því nauðsyn á sjáifboðaliðum um helgina. Senn flytur skrifstofa Alþýðubandalagsins: Sjálfboðaliða er vant um helgina! Örfáir dagar þar til starfsemin flyst á nýja staðinn Nú ríður á að láta hendur standa fram úr ermum við framkvæmdir í nýju flokksmiðstöð Alþýðubanda- lagsins við Hverfísgötu því um næstu helgi er áformað að hefja starfsemi þar og eru flutningar úr húsnæði flokksins á Grettisgötu 3 nú að hefjast. Sigurjón Pétursson sem hefur umsjón með fram- kvæmdum sagði að nauðsyn væri á að fá sem flesta sjálfboðaliða um helgina, bæði til að pakka á Grett- isgötunni svo og í alls kyns störf á nýja staðnum. Það verður því sér- stakt átak í gangi um helgina og eru allir félagar hvattir til að taka til hendinni. Ekki að vænta mikilsskreiðar- útflutnings í ár Seðlabankinn lokar á afurðalánin Vegna mikillar óvissu um mark- aðsmál hefur Seðlabankinn ákveð- ið að kaupa ekki afurðalán vegna nýrrar framleiðslu skreiðar það sem af er þessu ári. Þessi ákvörðun er tekin eftir við- ræður Seðlabankans, viðskipta- ráðuneytisins og viðskiptabank- anna, vegna þeirrar óvissu sem nú ríkir um sölu skreiðar til Nígeríu. I árslok voru birgðir af skerið í landinu um 12240 lestir auk tæp- lega 6000 lesta af þurrkuðum þorskhausum. Alger óvissa ríkir nú um hver framvindan verður á skreiðarsölu til Nígeríu, en allar þær upplýsingar sem fyrir liggja virðast benda til, að ekki megi vænta þess, að um verulegan út- flutning verði að ræða þangað á þessu ári. 5% hækkun á lánskjara- vísitölunni Seðlabanki íslands hefur til- kynnt hækkun lánskjaravísitölu í 537 stig. Gildir sú vísitala fyrir marsmánuð. Febrúarvísitalan var 512 stig og hefur því hækkað um 25 stig, sem er um 5% hækkun. Láns- kjaravísitalan er reiknuð út á grundvelli framfærsluvísitölu að 2A og byggingavíísitölu að ‘A. Laga- og skipulagsnefnd Alþýðubandalagsins Laga- og skipulagsnefnd Alþýðubandalagsins efnir til kynningarfunda á „Yfírlýsingu Alþýðubandalagsins“ og „Opinni hugmyndaskrá um nýtt skipulag Alþýðubandalagsins“. Á fundinum verður fjallað um þær tillögur sem fram hafa komið um nýtt skipulag og starfshætti bandalagsins og rætt um forsendur fyrir einingu vinstri manna og ieiðir til þess að skapa nýja samfylkingu í íslenskum stjórnmálum. Á næstunni verða m.a. þessir fundir haldnir: xW'fi dVf Kópavogur Miðvikudaginn 2. mars í Þinghóli kl. 20.30. Engilbert Guðmundsson, ritstjórnar- fulltrúi og Steingrímur Sigfússon jarðfræðingur úr framkvæmdahópi laga- og skipulagsnefndar o.fl. mæta á fundinn. Selfoss Laugardaginn 5. mars kl. 15 í Tryggva- skála. Laga- og skipulagsnefnd sem sama dag heldur fund sinn á Selfossi mætir í kaffi- rabbi með félögum á Selfossi og í ná- grenni. HANDBÓKIUMRÆÐU OP/N HUGMYNDASKRÁ UM NÝTT SKIPULAG ALÞÝÐU BANDALAGSINS I ISl tNSKUM STJÓRNMÁLUMt .. I Islenska lelö A I itipuhigt og sttrfxhtnum Engilbert Guð- Steingrímur Sig- mundsson fússon

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.