Þjóðviljinn - 26.02.1983, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 26.02.1983, Blaðsíða 23
IWí Helgin 26. - 27. febrúar 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 23 Frá spilakvöldi Alþýðubanda lagsins sem haldið var í janúar sl. góð þátttaka hefur verið á þessum samkomum. Ljósm. eik. Mikil þátttaka í félagsvist ABR: Önnur þriggja kvölda keppni ákveðin Á þriðjudaginn var lauk þriggja kvölda spilakeppni, sem Alþýðu- bandalagið í Reykjavík gekkst fyrir í Sóknarsalnum. Sigríður Kjart- ansdóttir varð stigahæst kvenna og hlaut að launum mat fyrir tvo á Lækjarbrekku og Finnbogi Jú- líusson varð stigahæstur karla og hlaut mat fyrir tvo á kalda borðinu á Hótel Loftleiðum. Það voru ekki aðeins þeir efstu eftir þrjú kvöld sem fengu vinning. Veitt voru verðlaun fyrir hæsta út- komu hvert kvöld, bæði fyrir konur og karla auk þess sem veitt voru „huggunarverðlaun“ fyrir þann sem lægstur var á hverju kvöldi. Einnig hlaut sá sem lægstur var yfir allt tímabilið sérstök huggunar- verðlaun svo og þeir sem sátu lengst við sama borð, - Björn Arnórsson og Kristinn Gíslason heita þeir. Vilborg Harðardóttir, Sigríður Ársælsdóttir, Dagbjört Gunnars- dóttir og Sigríður Ólafsdóttir hafa séð um spilakvöldin af hálfu félags- ins. Vilborg sagði í samtali við Þjóðviljann að yfirleitt hefði verið spilað á 10 borðum og hefði fólk getað komið eitt og eitt kvöld eða verið öll kvöldin þrjú eftir því sem það vildi. Nú hefur verið ákveðið að halda aðra þriggja kvölda keppni og verður fyrsta spilakvöldið í henni þriðjudaginn 8. mars í Sókn- arsalnum, Freyjugötu 27. Verður það nánar auglýst í Þjóðviljanum síðar. -ÁI Frumkvæði Norðurlandakirkna: heimsráö- stefna um friðarmál Þjóðkirkjur Norðurlandanna fímm munu gangast fyrir mikilli ráðstefnu í Uppsölum í Svíþjóð í lok næsta mánaðar og verður þangað boðið fulltrúum sem fíestra kirkju- deilda, sem og fulltrúum helstu stórvelda. Þema ráðstefnunnar er kallað „líf og friður“. Ráðstefnan mun fjalla einkum um það efni, hvort framleiðsla kjarnorkuvopna og hótanir um að nota þau geti verið í samræmi við guðs vilja. Tilgangur ráðstefnunn- ar er að lýsa fulkominni aðild krist- indómsins að friðarbaráttunni með því að skapa sem mestan þrýsting á leiðtoga ríkja að þeir stígi raunhæf skref til slökunar spennu og af- vopnunar. Lærðir sem leikir munu leita samkomulags um sameiginlegar kristilegar aðgerðir sem varða frið, afvopnun og möguleika til að lifa af - og verður afvopnun á sviði kjarn- orkumála gefinn sérstakur gaumur. Ráðstefnan mun reyna að komast að samkomulagi um til- teknar kröfur til ráðamanna heims og reyna að skapa sameiginlegan vettvang fyrir friðarviðleitni kirkna heims. - áb • Blikkiðjan Asgarði 7» Garðabæ Önnumst þakrennusmiði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíði. Gerum föst verðtilboð SÍMI 53468 Auglýsið í Þjóðviljanum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.