Þjóðviljinn - 26.02.1983, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 26.02.1983, Blaðsíða 22
22 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 26. - 27. febrúar 1983 Bíópetersen í viðskiptaferð. Kvikmyndablaðið við Ornólf Árnason, fram- kvæmdastjóra Listahátíðar. íslenskar kvikmyndir taka mikið pláss í blaðinu að þessu sinni. Birtur er íslenskur kvik- myndaannáll 1982, en þar er að finna stutta umfjöllun um mynd- irnar fjórar sem frumsýndar voru í bíóunum í fyrra og sagt er frá viðtökunum sem þær fengu. Við- tal er í blaðinu við Snorra Þóris- son, sem er einn að aðstandend- um myndarinnar Húsið/ Trúnaðarmál sem frumsýnd verður í næsta mánuði. Ýmis- konar fréttir og smáklausur eru í blaðinu um það sem nú er að ger- ast í kvikmyndaheiminum hér- lendis, og er það efni vel þegið og reyndar bráðnauðsynlegt í blaði sem þessu. Þá er ein grein sem flokkast undir íslenska kvik- myndasögu, grein um Bíópeter- sen eftir Erlend Sveinsson, bæði skemmtileg og fróðleg, enda segir þar frá merkum brautryðjanda í bíórekstri og kvikmyndatöku á íslandi. Lengsta greinin í blaðinu er eftir Óskar Þórisson og fjallar um spennumyndir. Höfundur lýsir ást sinni á þessari gerð kvik- mynda á mjög hugnæman hátt, og rekur síðan sögu þeirra - stikl- ar þar stórt og létt, en greinin er góð svo langt sem hún nær. Kvikmyndablaðinu er ætlað að ná til allra þeirra sem láta sig kvikmyndir einhverju skipta. Sá hópur hlýtur að vera nokkuð stór og mikilvægt er því að efni blaðs- ins sé sem fjölbreyttast. Ég fæ ekki betur séð en aðstandendur blaðsins stefni einmitt að því marki, og er það vel. Einni ábendingu vil ég koma á framfæri við ritnefnd: í guðanna bænum verðið ykkur úti um góðan próf- arkalesara. Það má ekki gerast oft- , ar að blaðinu sé spillt með hroðvirknislegum frágangi, prent- villum og málvillum. Myndir eru margar í blaðinu og er allt gott um það að segja, en þær hefði þurft að merkja betur með mynd- atextum, sumar eru einsog álfar útúr hól. Kvimyndablaðið fæst á flestum blaðsölustöðum og kostar 60 krónur í lausasölu Kvikmyndablaöiö, 6. tölublað og jafnframt 1. tölublað þessa árs, kom út ekki alls fyrir löngu. Einsog margirvitatók Fjalakötturinn nýlega viö útgáfu blaðsins og hlýtur því framtíö þess að vera þónokkuð óviss um þessar mundir, þegar Fjalakötturinn virðist vera dauður. Við skulum vona að þetta verði Ingibjörg Haral skrifar ekkisíðasta tölublað Kvikmyndablaðsins, heldur eigi það langt líf fyrir höndum, en það hlýtur óhjákvæmilega að ráöast að einhverju leyti af þeim viðtökum sem blaðið fær. Blaðið kom út meðan Kvik- myndhátíð var í algleymingi og ber þess nokkur merki. í því er sagt frá myndunum sem sýndar voru á hátíðinni og birt er viðtal Dómínóreglan Leikföng dauðans (The Domino Principle) Bandaríkin. 1977 Stjórn: Stanley Kramer Handrit: Adam Kennedy Leikcndur: Genc Hackman, Candice Bergen, Richard Widmark, Eli Wallach. Það var ekki um sérlega auðugan garð að gresja í bíóunum í Reykja- vík í þessari viku, þótt margar myndir væru að vísu á dagskrá eins- og venjulega. Mér varð ráfað inn í Regnbogann og sá þar gamlan og góðan krimma eftir Stanley Kram- mer. Á íslensku heitir myndin því óræða nafni Leikföng dauðans, en þetta reyndist þá vera The Domino Principle, og hefur sjálfsagt verið sýnd áður þótt ekki væri tekið fram í auglýsingum að hún væri endur- sýnd. Bíóstjórarnir mættu gjarnan veita meiri upplýsingar í auglýsing- um sínum, en spara lýsingarorðin í staðinn. Stanley Kramer er einn af þess- um gömlu, góðu atvinnumönnum í bandarískum kvikmyndaiðnaði og hefur fengist jöfnum höndum við framleiðslu og stjórn. Tvennt er það sem garnli maðurinn hefur einkum haft sér til ágætis á löngum ferli: hann hefur sýnt umtalsvert sjálfstæði gagnvart stóru kvik- myndafyrirtækjunum og hann hef- ur Ieitast við að gera myndir sem hafa einhvern þjóðfélagslegan boðskap að geyma. Að vísu hafa margir gagnrýnt hann fyrir yfir- borðsmennsku í umfjöllun um slík þemu og sjálfur hefur hann sagt að það sé honum árátta að gera mynd- ir með boðskap þótt hann viti ekki alveg hvernig slíkar myndir eigi að vera eða hver sé yfirleitt merking orðsins boðskapur. Sjálfsgagnrýni af þessu tagi er ekkert algeng í kvikmyndabransanum, og einnig þar hefur Karmer nokkra sérstöðu. Frægastur er Kramer sennilega fyrir myndirnar Á ströndinni (1959), Réttarhöldin í Núrnberg (1961), It’s a Mad Mad Mad World (1963) og Guess Who’s Coming to Dinner (1967), en sú síðasttalda var reyndar nýlega sýnd í sjónvarp- inu hér. Dómínóreglan er frá árinu 1977, gerð eftir skáldsögu Adams Kennedy, sem hlýtur að vera mjög þokkalegur reyfari. Nafn myndarinnar, Dómínó- reglan.vísar í fyrsta lagi tildómínó spilsins og þess, að ef nokkrum dómínókubbum er raðað upp á endann með stuttu millibili er nóg að ýta laust við hinum fremsta til að þeir falli allir, hver á fætur öðrum. Þetta nafn er líka notað urn þá bandarísku kenningu sem mjög var í hávegum höfð á tímum Víetnam- stríðsins, að ef eitt ríki í Suðaustur- Asíu yrði „kommúnismanum að bráð“ myndu öll nágrannaríkin fylgja á eftir sömu leið. Efni myndarinnar er í stuttu máli á þá leið, að Roy Tucker (Gene Hackman) situr í fangelsi, dæmdur fyrir morð á fyrrverandi eigin- manni Elly (Candice Bergen) sem nú er eiginkona Tuckers. Einn góðan veðurdag kemur hr. Tagge (Richard Widmark) í heimsókn til Tuckers og vill fá hann til að vinna fyrir sig gegn því að Tucker losni úr fangelsinu, fái fullar hendur fjár og hús og bíl og hvaðeina. Tucker veit ekki hvaða starf bíður hans og hann veit heldur ekki hverjir „þeir“ eru, sem Tagge er fulltrúi fyrir. Það fær hann reyndar aldrei að vita, og áhorfendur ekki heldur. Það sem freistar Tuckers mest er tilhugsunin um endurfundi við konu sína, sem hann elskar mikið. Candice Bergen. Hann lætur því til leiðast og sam- þykkir að vinna verkið, hvert svo sem það nú er. Þar með er hann orðinn verkfæri „þeirra". „Þeir“ gera sér far um að hræða hann (t.d. með því að skjóta lögfræðing sem hann reynir að hafa samband við þegar hann losnar úr fangelsinu) - auðvitað í þeim til- gangi að hann verði „þeim“ auðsveipur, geri bara það sem hon- um er sagt að gera og sé ekki með neitt múður. Tucker er harður í horn að taka og vill ekki láta stjórna sér, en smám saman rennur upp fyrir honum að hann á engra kosta völ. Myndin fjallar semsé um mann sem er umkringdur, leiddur í gildru sem hann skilur ekki bofs í, og reynir að brjótast út úr. En hann á aldrei neina von - aftasti dómín- óklúbburinn hlýtur líka að falla. Dómínóreglan er vel gerð mynd, spennan helst frá upphafi til enda, mest vegna þess að áhorfandinn veit aldrei meira en aðalpersónan og því kemur flest þeim báðum á óvart. Leikararnir eru mjög sann- færandi, enda eru t.d. Gene Hac- kman og Richard Widmark topp- menn í faginu, og m.a.s. Candice Bergen tekst vel upp, þótt hún sé stundum hættulega nálægt of- leinum einsog hún á vanda til. Úr því að Stanley Kramer á í hlút verður maður Iíklega að minnast á boðskapinn, og hann er reyndar fyrir hendi. Þetta er mynd um skipulagða glæpastarfsemi, sem er einskonar ríki í ríkinu og veður uppi í Bandaríkjunum hvað sem stjórnarskránni líður. Þetta er líka mynd um vonlausa baráttu ein- staklings gegn„kerfinu“ sem í þessu tilfelli er einskonar mafía og heitir bara „þeir“. í Bandaríkjunum hafa, einkum hin síðari árin, verið gerðar margar myndir um slíka ein- staklingsbaráttu, ærið misjafnar að gæðum, og oft hafa þessir einstak- lingar verið látnir fara með ein- hverskonar sigur af hólmi. Hér kemur hinsvegar skýrt í ljós að sigurmöguleikar einstaklingsins eru engir, hann á engan sjens, og það hlýtur að vera nær sanni. Sjúkrahús Skag- firðinga Sauðárkróki Hjúkrunarforstjóri óskast til starfa frá 1. júní næstkomandi. Húsnæði fylgir. Umsóknir er greini frá menntun og fyrri störf- um sendist formanni Sjúkrahússtjórnar. Upplýsingar veitir forstöðumaður Sjúkra- hússins í síma 95-5270. UTBOÐ Ólafsvíkurhreppur óskar eftir tilboðum \ byggingu 2. áfanga íbúða fyrir aldraða í Ólafs- vík, sem er uppsteypa hússins frá botnplötu- í fokhelt ástand. Tilboðsgögnin verða afhent frá og með 28. febr. á skrifstofu Ólafsvíkur- hrepps og á Teiknistofu Gylfa Guðjónssonar Skólavörðustíg 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð 14. mars á skrifstofu Ólafsvíkur- hrepps. L LANDSVIRKJUH Staða f ramkvæmda- stjóra Framkvæmdastjóri Landsvirkjunar lætur af störfum 1. maí nk. að eigin ósk. Staða hans er því laus til umsóknar og er umsóknarfrest- ur til 23. mars nk. Umsóknir sendist formanni stjórnar Landsvirkjunar, skrifstofu Lands- virkjunar, Hápleitisbraut 68, 108 Reykjavík. Með umsókninni skulu fylgja upplýsingar um menntun og fyrri störf umsækjanda auk ann- arra upplýsinga sem hann telur máli skipta. 26. febrúar 1983 LANDSVIRKJUN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.