Þjóðviljinn - 26.02.1983, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 26.02.1983, Blaðsíða 12
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 26. - 27. febrúar 1983 sunnudasspistill Það vakti nokkra athygli í fyrri viku, að Hannes skáld Pétursson hafnaði iistamannalaunum, en hann hefur verið í efri flokki, sem svo heitir, lengi. Hann sagði í við- tali um þetta mál, að hann gæti ekki séð „að í laununum felist neinn fjárhagslegur stuðningur að gagni... né að í þeim sé ein- hver heiður fólginn". Hann kvaðst vera „orðinn leiður á út- hlutunarpólitík hins opinbera". Það er ekki nema von að Hannes segi svo - meira að segja úthlutunarnefndin sjálf er orðin svo ieið á öliu saman að helst vill hún leggja sjálfa sig niður. Hún Árni Bergmann skriffar talar að sönnu enn um þá „sekt“ hins opinbera sem felst í naum- legri fjárveitingu - en allir vita reyndar, að starfshættir nefndar- innar eru löngu komnir upp á það sker, að engin fjárveiting getur bjargað listamannalaunum al- þingis. Samsekt Allir eiga nokkra sök á því hve leiðinlegt þetta mál er orðið og vítahringslegt. „Hið opinbera" með því að láta allt danka áfram. Úthlutunarnefndirnar, sem hafa verið að draga undarlegasta fólk upp í „efri flokk“, látandi undan allskonar þrýstingi - stundum frá listgreinum, stundumfráeinstak- lingum, pólitískur naglaskapur hefur líka verið með í ferð, það er augljóst. { þriðja lagi bera lista- menn þann hlut sektarinnar, að alltof margir þeirra hafa litið á úthlutun listamannalauna sem einskonar réttindabréf, eftir því sem næst verður komist: úr því ég hef fengið listamannalaun þá hlýt ég að vera listamaður. En með því að svo margir eru óánægðir og úthlutunarnefndin sjálf meira en fús að leggja sjálfa sig niður - væri það ekki ráð að nokkrir þingmenn tækju sig saman um að afnerna nefnd þessa og úthlutun hennar? Menn gætu tekið sér svosem tveggja ára um- þóttunartíma (og haft fjárveiting- una á verðtryggðum vöxtum á meðan) meðan þeir réðu málum sínum um eitthvert annað hátta- lag. Sem byggði ekki síst á því, að skoðuð væri raunveruleg peninga- staða hinna ýmsu listgreina og' listamanna - og svo á því, að ekki væri lengur gerð tilraun til að búa til kerfi sem ætti að spanna allar greinar í senn. Segðu aldrei gott eða vont Nú vendi ég mínu kvæði í kross - snarlega víkjum við frá tali um „fjárhagslegan stuðning að gagni“ eða „sóma“, sem hinum bestu listamönnum mætti sýna, og yfir til ungra manna sem saman voru komnir á Gullströnd- inni með gjörninga ýmiskonar, tengda hinum og þessum iist- greinum. í DV sögðu nokkrir þeirra frá viðhorfum sínum á skemmtilegum hringborðsfundi. Gullstrandarmenn létu sér það til hvatningar verða um að hefjast handa við Hringbrautina, að halda átti mikla sýningu á verk- um Ungra myndlistarmanna í Kjarvalsstöðum. Þar átti að velja úr „bestu verk hinna hæfustu" eða eitthvað þessháttar- og þetta segja Gullstrandarmenn að séu „fasistísk skilyrði valdastéttar- innar“ um það hvað mætti sýna og hVað ekki. (Að vísu er ekki ljóst hvernig komast eigi hjá því að velja úr verkum, sem eiga að fara í takmarkað pláss, en látum Frá Gullströndinni sem andaði. Listapeningar listafrægð og listaupplifun það vera). Hvort sem höfð eru um það fleiri orð eða færri, þá er eitt Ijóst, að Gullstrandar- mönnum er meinilla við allt tal um góða eða slæma list, við skil- greiningar listfræðinga, við það að einhverjir aðilar, hvort sem þeir veifa sérþekkingu, pólitísku umboði eða peningum, segi nokkuð um þá hluti. Þessu fylgir ekki síst þung skot- hríð á listamarkaðinn. - Einn segir, að fertugur sýningargestur á Kjarvalsstöðum fái ekki annað út úr listinni en markaðsgildið, allir séu þeir, ásamt með valdhöf- um hverskonar, kærulausir um unglistina vegna þess „að ekki er búið að verðleggja hana“. Athöfnin ekki eilífðin Andspænis sýningarsölunum, þar sem markaðslögmálin iðka sínar kúnstir, stilla Gullstrandar- menn svo upp annarskonar lista- lífi. Þar skiptir fortíð listanna ekki máli, ekki framtíðin heldur. Listin er tilfinning, upplifun, eitthvað sent gerist núna, hún er einhverskonar hreinsandi helgi- athöfn - en niðurstaðan, það sem skapað er, virðist svo ekki skipta miklu máli. Eða svo segja þeir: „Fílingurinn að skapa er núm- er eitt, en hvernig sköpunin fer fram og hvert hún leiðir skiptir aftur á móti engu máli“ (Guð- mundur Oddur Magnússon). „Listin er það sem hún er hverju sinni, hvorki það sem hún var né verður" (Árni Ingólfsson). „Við teljum enga nauðsyn að sýna fram á að við séum ægilega flink að teikna... Þetta er aðeins spurning um að opna sig og veita tilfinningum sínum útrás, leyfa þeim að njóta sín í sköpunar- gleðinni af því einfaldlega að við erum til og hugsum“. (Þorlákur Kristinsson). Annars konar starfsemi? Þetta er allt bráðskemmtilegt. En ef nú athöfnin er allt en niður- staða ekkert, þýðir þá nokkuð að kvarta yfir því að „valdið" hafi takmarkaðan áhuga eða þá markaðurinn? Það er rneira að segja vafasamt að slík listahug- sjón geti gert tilkall til þess að eignast áhorfendahóp svo nokkru nemi. „Mat“ er ekki lengur til, heldur athöfn, sem skiptir miklu þann sem er í henni. Hver maður sinn listamaður. Og þar með sýnist ekki rökrétt að krefjast annars af „því opinber- lega,“ en aðstoðar við að halda opnum „listamiðstöðvum" þar sem ungt fólk kemur saman og fremur list eins og fara gerir. Þetta er að sönnu ekki spánný hugmynd fremur en annað - eitthvað voru menn á þessum buxum í Evrópu upp úr heimsstyrjöldinni fyrri. En spurningin er: er hér ekki verið að tala um eitthvað sem er allt . annað en það sem hingað til hefur verið kallað myndlist? Er hér ekki fyrst og fremst um að ræða starfsemi sem miðar að því að gera þátttakendum líðandi stund þolanlega eða skemmtilega eða magnaða - og er það svo aukaatr- iði, hvort hún kemur fram í því að farið er með pensil, hamar, pappír, málmgjöll barin eða dansað? - áb. Georges Simenon áttræður_______ Meistari lögreglusögunnar Heimskunnur höfundur leynilögreglusagna, Georges Simenon, er áttræöur um þessar mundir. Hann er hættur aö skrifa, enda meö slæman augnasjúkdóm. Margir hafa sest í helgan stein að loknu smærraverki: hann hefur skrifaö meira en hundrað skáldsögur og hefur því verið einhveriðnasti rithöfundursem uppi hefur verið. Og fáir hafa verið jafn mikið lesnir og hann. Af Georges Simenon, sem nú býr í Lausanne í Sviss hafa farið margar tröllasögur. Hann var mað- urinn sem gat rubbað af heilli skáldsögu á einni viku og haldið svo áfram að skemmta sér við drykkju og konur. Frægir menn eru fjölmiðlum jafnan efnisviður í einskonar Guinessmetabækur. Alvara og „léttmeti“ Bækur Simenons skiptast í tvo flokka. Annarsvegar eru „alvar- lega meintar" bækur, metnaðar- bækur - hinsvegar afþreyingar- bækur - mestan part lögreglusögur Georges Simenon: lögreglusögurn- ar tókust miklu betur en þær metn- aðarfullu. um Maigret lögreglufulltrúa. Það er fróðra manna mál, að alvarlegu skáldsögurnar, sem fjalla á sinn hátt um hin stærstu mál - tilgang Jífsins og ýmislegt af því tagi - séu að sönnu vel gerðar og fagmann- lega. En þær skorti alla listræna sérstöðu, þar sé Simenon einn í hópi hundraða kunnáttumanna í skáldsagnasmíði. Aftur á móti séu lögreglusögurnar skemmtun á háu og listrænu plani. Enda sé það svo, eins og einn gagnrýnandi segir, að það sem er þaulhugsað og ofunnið getur kafnað úr súrefnisleysi á leið sinni inn íódauðleikann. Meðan að „léttmetið“ nær utan um meira af litrófi lífsins. Hver er Maigret? Bækurnar um Maigret lögreglu- fulltrúa eru oft mjög frumlegar að gerð. En þær eru mjög einfaldar að því er varðar lögreglutækni alla og gátur - og eru þeir til sem sakna þess, að Simenon sneiðir hjá lok- uðum herbergjum, klukkum sem hefur verið seinkað, örlagaríkum sígarettustubbum og á þeim vara- litur. Maigret leysir morðgáturnar mest með innlifun og mannþekk- ingu. Hann veltir vöngum þar til lausnin finnst og þarf æði oft að koma við á kránni til þess. Hann er stór og digur og virðist hafa verið hálfsextugur undanfarin þrjátíu ár. Heima bíður trygg og hlýðin eigin- kona með matinn. Hann er París- arbúi í húð og hár og fer sjaldan úr bænum. Margt lofsamlegt hefur einmitt verið sagt um Simenon ein- mitt fyrir lýsingar hans á París, sem séu mjög nákvæmar og miðli vel lit og línu og lykt borgarinnar. Venjulegt fólk Auk góðra umhverfislýsinga finna menn í bókunum um Maigret andrúmsloft angurværðar og böl- sýni. Lesendum kemur einatt í hug hið fornkveðna: allt er hégómi, aumasti hégómi. Morðin sem eru framin líta einatt út eins og næstum því „eðlileg“ athöfn í heimi þján- inga og auðmýkinga. Morðið er oft ekki beinlínis illvirki af sígildri teg- und heldur einhverskonar á- stríðuglæpur, örvæntingarfullt viðbragð. Simenon og þá Maigret eru ekki refsiglaðir menn - ein- hvern vísi að sálusorgara má finna í þeim. Maigretbækurnar eru heldur ekki fullar með miljónamæringa og atvinnuglæpamenn. í þeini rekast lesendur helst á venjulegt fólk, verkamenn, afgreiðslufólk, kont- órista, fólk sem stendur höllum fæti gagnvart atvinnurekendum eða yfirvaldi Sumir telja að Maigret sé éins- konar óskamynd höfundar af sjálf- um sér. Þar sé - óbeint - sagt, að mannlífið sé eymdin tóm, en hér og þar sé að finna skilningsgóðan mann og réttvísan. Persóna Maig- rets sendir frá sér smávonargeisla, sem er eitthvað í ætt við náðina í kaþólskri skáldsögu... (áb byggði á DN)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.