Þjóðviljinn - 26.02.1983, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 26.02.1983, Blaðsíða 21
Minning Gunnar Guðjónsson vélsmiöur Fæddur 9. 11. 1921 Dáinn 24. 12. 1982 Ómar fiðlunnr eru þagnaðir. Boginn er læstur í tösku og bíður meistara síns. Sá einn er eignalaus sem ekkert fagurt eða gott sér í umhverfi sínu. Öllum eru ekki gefnir þeir eigin- leikar að njóta gjafa heimsins sér til þroska og betra lífs. í>á kosti hafði Gunnar til að bera. Líf og starf hans einkenndist af fegurð í at- höfn, í leik og á borði hverdags- leikans. Næmni listamannsins var dulinn fjársjóður bak við meðfædda hógværð hins ötula dag- launamanns. Lífsstafi hans tengdist að miklu leyti málmsmíði í öllum hennar fjölbreytileik. Það starf, sem og önnur, leysti hann snyrtilega og ó- sérhlífið af hendi og getur víða að sjá vandaða smíðisgripi. Gunnar var góður teiknari og rit- hönd hans vönduð en tími gafst of sjaldan til að festa fjölbreyttar, fastmótaðar hugrenningar á blað. Hann unni tónlist og ógleyman- legar eru þær stundir, þegar ljúft var strokið á fiðlustrengi eða dan- staktur sleginn á gítarinn. Orð- heldni,- nákvæmni og samvisku- semi voru hans aðalsmerki. Þar sem fuglinn fer, er leið til gæfu. Sem siglingamaður, flugmaður, sundmaður og áhugasamur njót- andi íslenskrar náttúru í lofti, á láði og legi naut hann sinnar jarðnesku tilveru í samfylgd konu og barna. Það eitt að vera engum háður og hafa vald yfir líðandi stund í um- hverfi sínu, var honum einkar kært. Það er miskunn máttarvaldanna að gefa okkur trú, trú á það sem við erum og hvað við getum. Það, að trúa, veitir okkur vissu fyrir því að tilveran ætlar okkur ákveðið dags- verk og tilvera nýs lífs sannar að það dagsverk er til góðs. Megi styrkur og einhugur í trú á hið ókomna veitast þeim er nú minnast með þakklæti dásamlegrar tilveru Gunnars meðal okkar ogsjá á bak horfnum vini. Samúðarkveðjur. Þorsteinn Veturliðason Faðir minn Gunnar Guðjónsson vélsmiður lést af slysförum aðfara- nótt 24. desember síðastliðinn. Þar hvarf á braut hinn ágætasti drengur búinn fjölþættum hæfileikum og mannkostum. Hann hafði ríka til- finningu fyrir því sem fagurt er og kom það fram í mörgu, hann unni skáldskap og tónlist, lék sjálfur á fiðlu og fleiri hljóðfæri, var teiknari ágætur og skrifaði hina fegurstu rithönd. Verkmaður var hann afbragðsgóður, svo allt sem hann snerti á lék í höndum hans og hann vann af sannri starfsgleði vegna starfsins sjálfs. Trúnaður hans var gagnvart verkinu og því hvernig það yrði unnið sem best. Grandvar var hann og heiðarlegur í viðskiptum sínum við aðra menn og mátti ekki vamm sitt vita. Slíkir menn safna ekki auði. Auður þeirra er lífsviðhorf þeirra. En lífsviðhorf Gunnars kom samt skýrast fram í því hvernig hann varði frítíma sínum. Margoft á lífsleið sinni gekk hann fram á hluti, sem muna máttu tímana tvenna. Oftast voru þeir fallegir, stundum tígulegir, alltaf sérstæðir og oftar en ekki fulltrúar tíma sem voru á förum. En allir áttu þeir það sammerkt að vera niðurníddir og eiga eyðilegginguna vísa. Allir voru sammála um að þeir hefðu verið hin mesta völundarsmíð á sinni tíð en enginn lét sig dreyma um að hægt væri að snúa við því ferli eyðingar og dauða sem fyrir svo löngu hafði hafið göngu sína og myndi fyrr en síðar gera þá að engu. Enginn nema faðir minn. Hann dreymdi um að endurvekja þá til lífsins og hann hófst handa um að láta draum sinn rætast. Til þess varði hann frítíma sínum. Svo mikið gaf hann af líkama og sál í verkefnið að meira líktist köllun en áhugamáli. Og aldrei gafst hann upp. Þegar hann stóð upp frá verki sínu voru hlutirnir orðnir nýir aftur. Síðast var það seglskipið „Stormsvalan“. Skúta þessi var upphaflega smíðuð í Skotlandi og löngu síðar keypt hingað til lands. En þegar Gunnar hóf viðgerð á henni hafði hún legið í moldarbarði árum saman og var farin að gisna talsvert. Það reyndist ærið verkefni að gera hana sjófæra á ný en því lauk Gunnar á tveimur árum. Síð- an var hún gleðigjafi fjölskyldu hans í fjögur ár þar til hún steytti á skeri í mynni Skerjafjarðar um jól- in. Margt af því sem faðir minn sagði þegar hann var að leiðbeina mér í uppvextinum festist mér vel í minni. Hann sagði til dæmis: „Það er með þetta eins og svo margt ann- að vinur minn, að það er ekki sama hvernig það er gert“, og líka; „Það getur verið að það sé ekki svo mik- ill vandi að gera þetta, en það er vandi að gerá það vel“. Sjálfur gerði hann allt vel og þegar þar kom að hann varð að takast á við þá þraut sem flestum mönnum reynist þyngst, - en það er að deyja -, þá gerði hann það líka vel. Öft hafði hann kennt mér, en aldrei sem þá er hann sýndi mér hvernig vaskur drengur berst fyrir lífi sínu við ofureflið, æðrulaus, - og fellur með sæmd. Það verður sigur minn ef ég get svarað svo einarðlega þeg- ar ég verð kallaður. Átta ára gömlum kenndi hann mér þessa vísu 13du aldar manns- ins Þóris Jökuls Steinfinnssonar: Upp skaltu á kjöl klífa. Köld er sjávar drífa. Kostaðu huginn að herða. Hér muntu lífið verða. Skafl beygjattu skalli, þótt skúr á þik falli. Ást hafðir þú meyja. Eitt sinn skal hverr deyja. Þannig dó Gunnar Guðjónsson. Saga hans er saga mannsins sem var að reisa úr rústum allt sitt líf. Fordæmi hans lifir þó hann sé dá- inn. Og slíkt fordæmi er dýrmætt í heimi sem eyðileggingin vofir sífellt yfir - af manna völdum. Friður sé með honum á þeirri braut sem hann gengur nú, þessi lífsins 'liðsmaður. Baldur Gunnarsson. Bjargráða- sjóður býr við þröngan hag Því fer fjarri að fjárhagur Bjarg- ráðasjóðs sé í því horfi, sem vera þyrfti. Á síðasta ári veitti Búnaðar- deildin kr. 1.312.300 í tjónabætur og kr. 386,870 í heyflutningastyrki. Vantaði þá fast að 1 milj. kr. til þess að tekjur deildarinnar stæðust á við útgjöldin. Gjöld almennu deildarinnar urðu einnig hærri en tekjurnar. Lögin uni Bjargráðasjóð eru nú í endurskoðun. Búnaðarþing í fyrra kaus til þess þrjá menn, en síðan fór félagsmálaráðuneytið fram á það að bæta, af sinni hálfu, tveimur mönnum í nefndina. Að sögn Ás- geirs Bjarnasonar hefur nefndin einkum þrjú atriði í huga í sam- bandi við endurskoðun laganna: -1. Hvort Bjargráðasjóður geti starfað áfram með líkum hætti og nú er. 2. Hvort Viðlagatrygging geti tekið við hlutverki Bjargráða- sjóðs að einhverju leyti. 3. Hvort heppilegt væri að taka upp sérstakt tryggingakerfi fyrir landbúnaðinn, sem taki við hluta af verkefnum Bjarg- ráðasjóðs, þannig að tekin verði upp skyldutrygging varð- andi þá þætti, sem mestum skaða hafa valdið, s.s. upp- skerubresti, skaða á búfé o.fl. - mhg. RÍKISÚTVARPIÐ - SJÓNVARP gengst fyrir söngkeppni í Sjónvarpssal 23.-25. mars og 30. apríl nk. Keppt verður í Ijöða- og aríusöng. Til keppninnar er boðið söngvurum, konum og körlum, á aldrinum 18-35 ára. Aðalverðlaun eru boð til þátttöku í alþjóðakeppni ungra söngvara, sem breska sjónvarpið BBC heldur næsta sumar. Umsókrtareyðublöð og keppnisreglur fást hjá Sjónvarpinu, Laugaveg 176, Reykjavík, og þurfa umsóknir um þátttöku að hafa borist þangað fyrir 15. mars. Helgin 26. - 27. febrúar 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 21 mánudegi ” föstudags. f Afhendum * vörima á \ byggingarstj vióskipta j mönnum aö kostnaóar lausu. Hagkvœmt 1 einanorunar Aörar ^ framleidsluvörur pipueinangrun “Sog skrúf bútar Norræna félagið ætlar að skipuleggja þrjár 10 daga ferðir til Grænlands í sumar. Stefnt að þremur ferðum til Græn- lands í sumar RIKISSPÍTALARNIR SIM lausar stöður LANDSPÍTALINN Sérfræöingar óskast viö lyflækningadeild í eftirtaldar stööur: SÉRFRÆÐINGUR í HJARTASJÚKDÓMUM óskast í 50% starf til afleysinga. SÉRFRÆÐINGUR í INNKIRTLASJÚKDÓMUM ósk- ast í 75% starf til afleysinga. SÉRFRÆÐINGUR í MELTINGARSJÚKDÓMUM óskast í 75% starf. Umsóknir er greini menntun og fyrri störf sendist stjómarnefnd ríkisspítalanna fyrir 11. apríl n.k. á þar til gerðum eyðublöðum fyrir lækna. Upplýsingar veitir forstööumaður deildarinnar í síma 29000. HJÚKRUNARFRÆÐINGAR óskast til starfa á Lyf- lækningadeildum og taugadeild. Hlutavinna og vinna á næturvöktum eingöngu kemurtil greina. Upplýsing- ar veitir hjúkrunarforstjóri, sími 29000. Mikið og blómlegt starf var hjá Norræna félaginu á síðasta ári en þá var m.a. minnst hátíðlega 60 ára afmælis félagsins. Eitt helsta nýmælið í starfi fé- lagsinsá síðasta ári voru Græn- landsferðir en alls dvöldu 100 fs- lendingar á vegum félagsins í Eystri-byggð á Grænlandi í tilefni hátíðarhaldanna sem Grænlend- ingar stóðu að í fyrrasumar vegna þess að þá voru talin 1000 ár liðin frá því Eiríkur rauði fór fyrstu för sína til landsins. Stefnt er að því að efna til þriggja Grænlandsferða í sumar og að hver ferð taki 10 daga og að 20 manns komist í hverja ferð. Gist verður í Brattahlíð, haldið út Eiríksfjörð, komið við í Narssaq og síðan í Qaqortoq (Juliane- háb), siglt að rústum Hvals- eyjarkirkju og þaðan haldið til Einarsfjarðar til Garða og áfram til flugstöðvarinnar í Narssars- suaq. Þetta kom fram á fundi með Hjálmari Ólafssyni formanni sambandstjórnar Norrænu félag- anna. Hann sagði einnig að mikill hugur væri í mönnum að taka upp nánara samstarf við vini okkar Færeyinga, m.a. væri í undirbún- ingi námskeið fyrir færeyska móðurmálskennara hér á landi og aftur námskeið fyrir íslenska kennara í Færeyjum. ■í,' orgarplastl hf Bo4arne»i| iimi.i rm kwöld 09 hglgartimi 93 7355 Blaðberi óskast Lönguhlíð - Skaftahlíð Laufásveg D/OÐVIUINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.