Þjóðviljinn - 26.02.1983, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 26.02.1983, Blaðsíða 4
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 26. - 27. febrúar 1983 stjjórnmál á sunnudegi Óskar Viðskiptaþing 1983 haldið hátíðlegt S>| Guðmundsson skrifar Öllu fómað fyrir orkusölu Verslunarráð íslands — útibú frá Sjálfstœðis- flokknun boðar nýja leiftursókn gegn lífskjörum „Þjóðernissósíalistar eru nú í valdaaðstöðu. Þeirskynjaþað sem hlutverk sitt, að koma í veg fyrir samstarf okkar við erlenda aðila. Þeir mega kaupa af okkur fisk, en ekki orku. ísland á ekki að taka þátt í viðskiptasamstarfi við aðrar þjóðir, hvað þá varnarsamstarfi". Hvertalar svona? Jú, það erformaður Verslunarráðs íslands í setningarræðu á Viðskiptaþingi '83. Ragnar Halldórsson heitir maðurinn og gegnirforstjórastarfi í dótturfyrirtæki Alusuisse hér á landi. Nú kann einhver að halda að for- maður Verslunarráðsins sé einn um skoðanir sínar á þjóðlífi fslend- inga.,En því er nú ekki að heilsa. Versiunarráð íslands gaf út í tilefni af „Viðskiptaþingi 1983“ bækling sem ber nafnið: „Áætlun um al- hliða aðgerðir í efnahagsmálum“. f þessu plaggi er að finna áætlun viðskiptajöfranna í Verslunarráði um efnahagsmál, mat þeirra á nú- verandi ástandi, framtíðarsýnir, og uppskrift að pólitískum aðgerðum nýrrar ríkisstjórnar. Aðild að Verslunarráði Islands eiga flest stærri fyrirtæki í landinu. Oft hefur verið litið á Verslunar- ráðið sem útibú frá Sjálfstæðis- flokknum og ráðið er mjög voldugt innan Sjálfstæðisflokksins. Auk Sjálfstæðismanna eiga nokkrir Framsóknarmenn mikið undir sér í Verslunarráði. Verslunarráðið hefur oftsinnis gefið línuna fyrir flokkinn - og er stundum óhresst með hve hægt gengur. Ný ieiftursókn Verslunarráðið mun hafa átt sinn þátt í leiftursóknartillögum Sjálfstæðisflokksins árið 1978 og hefur hvergi gefist upp einsog nefnd áætlun undirstrikar vendi- lega. Eftir útreiðina 1978 þykir hins vegar ekki klókt að brúka þá nafngift meir. Hins vegar er nú tal- að um „snöggt átak“ - og í orði kveðnu er Iátið svo líta út að fyrst og fremst sé um að ræða aðgerðir sem miða að því að ná niður verð- bólgu. Þeir Verslunarráðsmenn eru ekkert sérstaklega hógværir þegar þeir tala um sjálfa sig; þeir ganga nefnilega undir nafninu „atvinnu- lífið“ og í skásta falli undir nafninu fulltrúar atvinnulífsins í áætlun- inni. Öll mannleg samskipti fari fram í verslunum Stjórn Verslunarráðs íslands 1982 ásamt starfsmönn- um. Sitjandi frá vinstri: Sigvaldi Þorsteinsson, lög- fræðingur V.Í., Vilhjálmur Ingvarsson, Hörður Sig- urgestsson, varaformaður V.Í., Ragnar S. Halldórs- son, formaður V.Í., Jóhann J. Olafsson, Eggert Hauksson og Árni Árnason, framkvæmdastjóri V.í. Standandi frá vinstri: Guðmundur Arnaldsson, hag- fræðingur V.Í., Ottó A. Michelsen, Gunnar Ásgeirs- son, Ólafur B. Thors, Hilmar Fenger, Ólafur B. Ól- afsson, Hjörtur Hjartarson, Gísli V. Einarsson, Hjalti Geir Kristjánsson, Þorvaldur Guðmundsson, Brynj- ólfur Bjarnason, Sigurður Gunnarsson, Gunnar Ragnars, Indriði Pálsson, Kristmann Magnússon og Kjartan Stefánsson, útbreiðslustjóri. A myndina vantar Albert Guðmundsson. Samkvæmt uppskrift Verslun- arráðs íslands skal félagslegur stuðningur skorinn niður og dregið markvisst úr jöfnun lífskjara, sam- neysla minnkuð, fótunum kippt undan landbúnaðinum og atvinnu- tækjum úti á landsbyggðinni verði fækkað. Allt fólk sem missir vinnuna af áðurnefndum sökum og þeir sem bætast við vinnumarkaðinn fái vinnu við stóriðju, sem verði rnest- an part í eigu útlendinga. Ekki er farið mörgum orðunr um það, hvers konar mannlífi við vilj- um lifa í landinu og engu er líkara en öll mannleg samskipti eigi að fara fram í verslunum - og séu verðlögð eftir lögmálum „frjálsrar verðmyndunar". Það er einmitt mjög áberandi í þessum tillögum Verslunarráðs íslands hve kald- hamraður hugmyndaheimur þeirra viðskiptamannanna er og laus við mannúðarsjónarmið og virðingu fyrir menningu og mannlífi yfir- leitt. Það er einmitt þessi nágustur frá „frjálshyggjunni“ sem hrekur hugsandi fólk - einnig borgaralega þenkjandi, frá þessum hugmynda- straumi stórkapítalsins. Og það er víst sama hvort það er Hannes Hólmsteinn, Harris lávarður, Ron- ald Reagan eða Margrét Thatcher sem gerast boðendur þessarar trú- ar; hún er köld einsog dauðinn. Hin raunverulega stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins Allt væri þetta gott og blessað ef einungis væri um að ræða fámenna Niðurskurður rikisútgjalda Samkvæmt áætluninni 2000 miljónir Samkvæmt þessari áætlun á að skera niður ríkisútgjöld þessa árs um tvö þúsund miljónir: 1. Framlög til sjóða íjjárlögum 1983 (í þús. króna) Byggðasjóður.......................... 69.825 Lánasjóður ísl. námsmanna.............226.943 Stofnlánadeild landbún................ 20.828 Framleiðnisjóðurlandbún.................. 750 Búnaðarbanki ísl., veðdeild.............. 250 Aflatryggingasjóður................... 15.515 Fiskveiðasjóður....................... 26.600 Bygging'asj. ríkisins.................141.514 Byggingásj. verkamanna................158.050 Lánasj. sveitarfélaga.................. 5.510 Bjargráðasjóður........................ 8.522 , Erfðafjársjóður...................... 16.185 Rikisábyrgðasjóður ................... 20.000 Iðnlánasjóður............................ 625 Félagsheimilasjóður................... 10.352 Iðnrekstrarsjóður..................... 16.564 Orkusjóður............................236.709 Fjárlagatölur samtals 974.742 -Niðurskurður 71.8% 700.000 Samkvæmt reynslu fyrrí ára má áætla að u.þ.b. 30% af framlögum hafi þegar verið greidd á fyrstu fjórum mánuðum ársins. 2. Millifærslur (í þús. króna) Niðurgreiðslur felldar niður frá 1. júní 1983.....................420.000 Útflutningsbætur felldar niður á 5 árum 1983-1987.................... 50.000 Samtals 470.000 3. Annað (í þús. króna) 1. Óviss útgjöfd og styrkirtildagblaða.... 48.000 2. Framlögskv.jarðræktarlögum....... 70.000 3. Efnahagsráðstafanir.............130.000 4. Vegna launa og verðlagsmála..... 30.000 5. Lækkun ríkisútgj. skv. 6.gr.....120.000 6. Ekki verði endurráðið í störf sem losna (áætlað tæp 4% af launum í A-hluta)..................134.600 7. Ýmis framlög til fyrirtækja og atvinnuvega lækkuð í samráði við fjárveitinganefnd..............267.000 8. Stofnframlög til bygginga lækkuðum........................... 20.000 9. Vinnumál........................ 10.400 830.000 Samtals niðurskurður 2000.000 ofstækisfulla klíku nokkurra hægri manna, en svo er því miður ekki. 1 Verslunarráðinu eru forstjórar vel- flestra stærri fyrirtækja í landinu - og þeir eru valdamiklir í Sjálfstæð- isflokknunr og hafa síðan tengsl inn í Framsóknarflokkinn. Mikil lík- indi eru til að þegar þeir fari sam- einaðir, ráði þeir því sem þeir vilja ráða í Sj álfstæðisflokknum. Það kemur og glöggt fram að Verslunarráðið hefur verið að vas- ast í því að semja tillögur og frum- vörp beint fyrir þingmenn (bls. 8 í Frá orðum til athafna). Það þarf ekki að spyrja að því hverjir flytja tillögur og frumvörp frá Verslun- arráðinu á Alþingi íslendinga. Það má einnig sjá velþóknun flokksins á Verslunarráðinu og tillögum þess í Morgunblaðinu, sem hefur ævin- lega hlaupið upp til handa og fóta þegar Verslunarráðinu þóknast að látá í sér heyra. Þetta höfum við t.d. séð síðustu daga, þegar ræður manna á Viðskiptaþinginu hafa verið birtar orðréttar í Mogganum. Ekki þarf heldur að fara í grafgötur með að línurit og töflur sem þessi stofnun lætur gera gegna þýðingar- miklu hlutverki í Morgunblaðinu í áróðri hvunndagsins. Það gleymist hins vegar oftast að geta þess sem dregur úr gildi slíkrar tölfræði, en hún er oftast nær umdeilanleg heimild. Áætlun Verslunarráðsins er svo grimmúðleg að Sjálfstæðisflokkur- inn þyrði tæpást að setja hann fram sem sína eigin kosningastefnuskrá. Hinn hógværi armur myndi sjálf- sagt koma í veg fyrir það *m og landsbyggðardeildir innan flokks- ins. Hins vegar bendir margt til þess, að einmitt þessi áætlun Versl- unarráðsins gæti orðið hin raunver- ulega stefna næstu ríkisstjórnar - ef Sjálfstæðisflokkurinn fengi nokkru um það ráðið. Sjái menn fyrir sér ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar í þeirri martröð! Braskað með mennta-, heilbrigðis- og tryggingamái í inngangi bæklingsins Frá orðum til athafna sem Verslunar- ráðið gaf út á Viðskiptaþingi 1983 segir m.a.: „Mennta, heilbrigðis- og trygg- ingamál verði fjármögnuð þann-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.