Þjóðviljinn - 26.02.1983, Blaðsíða 30

Þjóðviljinn - 26.02.1983, Blaðsíða 30
30 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 26. - 27. febrúar 1983 skák Áskorenda- einvígin að hefjast Síðasta Olympíuskákmót var e.t.v. einna merkilegast fyrir þá sök, að heimsmeistarinn Anatoly Karpov sem um þessar mundir tekur þátt í sterku skákmóti í Lin- ares á Spáni var lítið í sviðsljós- (Yfirleitt velur Karpov 3. - d5. Hann veit þó sem er að gegn drottningarpeðsbyrjunum er vissara að hafa fleiri en eitt vopn ef til einvígis við Kasparov kem- ur. Þess vegna hefur hann í seinni tíð gripið æ oftar til þeirrar byrj- unar sem fleytti honum lang- leiðina að heimsmeistaratign, drottningarindversku vörninni.) 4. g3 (Eftirlætisafbrigði Kasparovs er 4. a3. Þannig tefldi Jan Timman gegn Karpov fyrr í mótinu en heimsmeistarinn stýrði svörtu mönnunum af slíku öryggi að un- un var á að horfa. Gheorghiu áræðir ekki að herja á þær slóðir aftur og leikur þeim leik sem í eina tíð var sá vinsælasti í stöðunni.) 4. .. Ba6 Anatoly Karpov á gangi þegar síðasta umferð Olympíuskák- mótsins í Valetta á Möltu fór fram. Hann á enn hiklaust títkall tilþessaðteljastbestiskákmaður heims. Ljósm.:-eik. tilþessaðteljastbestiskákmaður heims. Ljósm Karpov á góða möguleika á að verja meistaratitilinn Un»i«iT nrnnrni: t'tol Cnn. (T—í írnrroí'ti 1 a 11/11 r cuortf A RK7 1 Uv/>7 (T .J • A lrmmiim uorA olrlri 1/ inu; Harry Kasparov stal sen- unni. Þó var það ekki fyrir sakir lakari taflmennsku. Karpov hlaut 67i vinning af 8 mögulegum, 81,25% og Kasparov 871 vinning af 11 mögulegum, 77,27%. Báðir geta verið fullsæmdir af árangri sínum, en það sem fyrst og fremst gerði það að verkum að Karpov féll svo í skuggann fyrir hinni ungu stjörnu voru tilþrifin í skákum Kasparovs. Hinar glæsi- legu og glæfralegu skákir við Kortsnoj, Alburt og Nunn. Karpov tefldi á hinn bóginn ró- lega og yfirvegað. Áður en hann hóf aðgerðir tryggði hann sig í bak og fyrir. Áhættuþátturinn í taflmennsku hans var því sem næst á núlli. Hann lenti að vísu í miklum erfiðleikum í skák sinni við Ljubojevic en einmitt í þeirri skák kom aðalsmerki hans sem skákmanns í ljós; hann hélt í heiðri nokkrum grundallarat- riðum, gætti þess að blæbrigði stöðunnar raskaðist ekki og Lju- bojevic sem var skiptamun yfir í um 30 leiki varð að sætta sig við skiptan hlut. Hort og Portisch, þessir tveir af sterkustu skákmönnum heims, eru hreinlega orðnir skyldu punktar hjá heimsmeistaranum. Small frá Astralíu og Argentíum- aðurinn Qinteros veittu heldur ekki mikið viðnám. En sterkasti skákmaður Rúmena, Florin Gheorghiu tapar sjaldan á hvítt og þá erum við komnir með allar fimm vinningsskákir Karpovs. Hér kemur þessi athyglisverða vinningsskák. Það virðist ganga göldrum næst hvernig Karpov kreistir fram vinninginn úr afar jafnteflislegri stöðu. Karpov hafði betri kóng. Það dugði: Olympíuskák- mótið í Luzern 12. umferð Hvítt: Florin Gheorghiu (Rúm- eníu) Svart: Anatoly Karpov (Sovélríkj- unum) Drottningarindversk vörn 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 b6 (Hvassasti leikur svarts. 4. Bb7 leiðir yfirleitt til tafljöfnunar.) 5. b3 (Aðrir möguleikar eru 5. Dc2, 5. Db3, 5. Da4, 5. Rbd2 o.s.frv.) 5. .. Bb4+ 6. Bd2 Be7 7. Bg2 c6 8. 0-0 d5 9. Re5 0-0 10. Bc3 Bb7 Helgi Ólafsson skrifar 11. Rd2 Ra6 (Á sama hátt tefldist skák Torre og Karpovs á Tilburg-mótinu í Hollandi á liðnu hausti.) 12. e3 c5 13. De2 Hac8 14. Hfdl Hc7 15. e4 (Þessi atlaga á miðborðinu gefur hvítum ekkert í aðra hönd, en með nákvæmri byrjunartafl- mennsku var svartur búinn að leysa öll sín vandamál. Þar sem byrjuninni sleppir tekur miðtafl- -,ið við. Og taflmennska Karpovs í því miðtafli sem í hönd fer er í alla staði hin athyglisverðasta.) 15. .. cxd4 16. Bxd4 dxc4 17. Rdxc4 Da8! 18. f3 Hfc8 19. Rd3 Rb8! 20. Rde5 Ba6 (Biskupsins er ekki lengur þörf á löngu skáklínunni. Hér angrar hann svartan á skálínunni a6 - fl.) 21. Del Re8 (Karpov keppist við að raða mönnunum upp í borð. Þetta hef- ur þó allt sinn tilgang og alls ekki meiningin að mennirnir hími upp í borði alla sína tíð- Að þessu leyti minnir Karpov dálítið á Steinitz fyrsta löglega heimsmeistarann. Hann hafði unun af því að endur- skipuleggja lið sitt með aðstoð 1. og 8. reitaraðanna. 22. Re3 Bc5 23. Bxc5 Hxc5 24. Rd7 Rxd7 25. Hxd7 H5c7 26. Hxc7 Hxc7 27. Hcl Dc8 28. Hxc7 Dxc7 29. Dd2 Dc5 30. Bfl Bxfl 31. Kxfl Kf8 32. Ke2 Ke7 (Gheorghiu hefur keppst við að bjóða fram uppskipti á mönnum og telur sig á þann hátt helst geta vænst jafnteflis. Staðan jaðrar við að vera í fullkomnu jafnvægi, en þar sem staða svörtu drottn- ingarinnar er örlítið hagstæðari en þeirrar hvítu (og það er engin tilviljun) getur svartur teflt til vinnings. Enginn er betri að vinna úr slíkum stöðum en Karp- ov. Anderson kemst kannski næst því, en hann skortir þó þetta næma auga sem Karpov hefur fyrir praktískum lausnum á hverri stöðu samfara hreinum ógnarhraða í taflmennsku. Tím- inn spilar stóran þátt í úrvinnsl- unni.) 33. Dc2 Dh5 34. Rfl Kd7 35. Dc3 f6 36. h4 Rd6 37. Kf2 Rb5 38. Dd3+ Ke7 39. Re3 Dc5 40. Dd2 a5! (Biðskák. Á leiðinni hefur Ge- horghiu jarmað nokkrum sinnum á jafntefli, en án árangurs. Frum- kvæði Karpovs er augljóst og vinningsmöguleikarnir raun- hæfir.) 41. Dd3 Rd4 42. Kg2 Rc6! 43. a4 Re5! 44. Dd2 Dd6! (Karpov teflir óaðfinnanlega. Hér býður hann fram drottning- aruppskipti í krafti betri kóngs- stöðu.) 45. Dc3 Dd3 46. Dxd3 (Hjá kaupum varð ekki komist lengur.) 46. .. Rxd3 47. Rc4 Rcl 48. Rxb6 Rxb3 49. e5!? (Svarti kóngurinn var á leið yfir á drottningarvænginn og Gehorg- hiu telur réttast að fórna peði til að ná mótspili. Sennilega rétt á- kvörðun en dugir ekki. Svartur virðist alltaf vinna og kemur það heim og saman við þá ágætu teór- íu sem segir, að riddaraendatöfl- um svipi mjög til peðsendatafla. Væru riddararnir ekki á borðinu væri vinningur sýnu auðveldari, en aðferðin við að vinna í grund- vallaratriðum sú hin sama.) 49. .. fxe5 50. Rc4 Kd7 51. Kf2 Kc6 52. Rxe5+ Kd5 53. Rd3 Rc5 54. Ke3 Rxa4 55. Rf4+ Ke5 56. Rd3+ Kd6 57. Kd4 (»Ég næ jafntefli. Kóngurinn minn er það virkur", heyrðist Ge- horghiu segja eftir að hafa leikið þessum leik. Samkvæmt því hlýtur það að hafa komið honum á óvart að þurfa að gefast upp aðeins sex leikjum síðar.) 57. .. Rb6! 58. Re5 h6! 59. Rf7 Ke7 60. Re5 a4 61. Kc3 Kd6 62. Rd3 Rd5+ 63. Kb2 Re3 - Hvítur gafst upp. Á meðan hvítur sækir að frelsingjanum á a-línunni gæðir svartur sér á peð- unum á kóngsvængnum. Skákþing Hafnarfjarðar hefst þriðjudaginn 1. mars kl. 20. Verður raðað í A og B flokk eftir Elo-stigunum, tefldar níu um- ferðir á þriðjudögum og fimmtu- dögum og hefst taflið kl. 20 hvert kvöld. Tilkynna skal þátttöku í síma 52174 og 51440. Austur í Moskvu hefst á mánu- daginn einvígi sem margan skák- unnandann fýsir að fylgjast með, þ.e. einvígi Kasparovs og Belja- vískí. Þetta er fyrsta einvígið í Áskorendakeppninni. Þjóðvilj- inn mun að sjálfsögu gera sér far um að fylgjast með keppni þessari. Kjötumbúðir: Leysír plastið grisjuna af Grisjupokarnir hafa um langt árabil, (ég vil ekki segja: svo lengi sem elstu menn muna), þótt sjálf- sagðar umbúðir um íslenskt kjöt. Nú eru horfur á að annarskonar umbúðir kunni að leysa grisjupok- ana af hólmi. Eru það plastum- búðir. Pálmi Jónsson, landbúnaðarráð- herra, hefur skýrt frá því, að yfir standi athuganir á þessu máli. Ný- sjálendingar, sú mikla kindakjöts- þjóð, eru farnir að klæða sitt kjöt í plastumbúðir. Þeir telja jafnframt að tilraunir sýni að rýrnun verði mun minni á kjöti, sem geymt er í plasti en í grisju. Við kælingu og frystingu í sláturhúsi tapist um 2% af þunga kjötsins og síðan 0,7% á mánuði hverjum sem kjötið er í grisjupokunum. Þessi geymslu- rýrnun hverfi að mestu séu plast- umbúðir notaðar. Hafi Nýsjálendingar rétt fyrir sér með þessi 0,7% og væri öll íslenska kindakjötsframleiðslan geymd í plasti í stað grisju í 3,5 mánuði að meðaltali þá skiluðu sér þar fast að 400 tonnum af kjöti, sem að verð- mæti væri um 30 milj. kr. miðað við núverandi heildsöluverð, sagði landbúnaðarráðherra. Hér sýnist því til nokkurs að vinna. - mhg Myndlistar- menn lýsa vanþóknun á listamanna- laununum SÍM, stéttarfélag myndlista- manna, hélt fund 17. febrúar ’83. Á fundinum voru mættir fulltrúar frá öllum félögum samtakanna, en þau eru: Félag íslenskra myndlista- manna, Myndhöggvarafélag ís- lands, Hagsmunafélag myndlista- manna, íslensk grafik, Textilfé- lagið, Leirlistafélagið. Samþykkt var að senda eftirfar- andi áskorun til menntamála- ráðuneytisins: Samtök íslenskra myndlista- manna lýsa yfir vanþóknun sinni á núverandi fyrirkomulagi á úthlut- un listamannalauna, sem mynd- listamenn telja löngu úrelt og úr sér gengið og hafa margsinnis mót- mælt. SÍM fagnar því að úthlutunar- nefnd lítur nú einnig svo á að gagn- gerra breytinga sé þörf. Svokölluð listamannalaun beri að leggja nið- ur í núverandi mynd, enda um lítinn stuðning og vafasaman heið- ur að ræða fyrir þá er laun þessi hljóta. Stjórn SÍM skorar á hæstvirt menntamálaráðuneyti að hafnar verði viðræður við listamenn um nýja skipan mála. Endurskins eru EKKI SÍÐUR fyrir FULLORÐNA

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.