Þjóðviljinn - 26.02.1983, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 26.02.1983, Blaðsíða 18
18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 26. - 27. febrúar 1983 Þáttttakendur í vinnuferð lýsa skólum á Kúbu „Upplýst þjóð er alltaf sterk og frjáls“ (Fidel). Síöastliöiösumarfór hópur íslendinga til Kúbu í níundu vinnuferð sína þangað eftir aö byrjað var að skipuleggja slíkar feröirfrá Noröurlöndum. íslenski hópurinn var sá stærsti til þessa, 22 landar, en alls voru í Brigada Nordica 1982 um 200 Norðurlandabúar. Ýtarleg lýsing á þessari ferö eftir einn félagann birtist í jólablaöi Fjaröarfrétta í Hafnarfiröi og við ætlum ekki að fara í sporin hans heldur einbeita okkur aö ákveönum málaflokkum. í greininni hér á eftir fjalla Ragnheiöur Jónsdóttir, Inga Sigurðardóttir, Kristín Gunnarsdóttir, María Sigurðardóttir, Harpa Karlsdóttirog Helga Þórólfsdóttir um skólamál á Kúbu. Fortíðin Kúbanir eru mjög sögulega sinn- aðir og minntu ekki bara þar á okk- ur íslendinga, a.m.k. til skamms tíma. Aldrei sýndu þeir gestum svo stað eða stofnun að ekki væri saga hans rakin fyrir og eftir byltingu. Fyrir byltinguna á Kúbu (1959) var ástandið í menntamálum svip- að því sem gerist nú á dögum í flest- um ríkjum Mið- og Suður- Ameríku. Rúmlega þriðjungur þjóðarinnar var ólæs og óskrifandi og engin leið að segja hversu marg- ir voru illa læsir og illa skrifandi. Ástandið var miklu verra til sveita en í borgum og bæjum, víðá voru hvorki skólar né kennarar og marg- ir voru þeir áhugasömu kennarar sem eyddu lágum launum sínum í að kaupa sjálfir skólabækur handa vannærðum og illa hirtum nemend- HJÁ OKKUR NÁ GÆÐIN í GEGN Við hjá Ramma h.f. í Njarðvík notum eingöngu úrvals við frá Norður-Kirjalalandi (Karelia) í Finnlandi. Á svo norðlægum slóðum vaxa trén hægt. Árhringir trjánna liggja því þétt — viðurinn verður betri en annars hefði orðið raunin. í sögunarmillu Nurmeksen Saha er viðurinn flokkaður eftir gæðum og útliti. Við kaupum af þeim eingöngu I. flokk. Og við notum ekkert annað timbur. Kröfur okkar eru því mun meiri en þær sem gerðar eru samkvæmt íslenskum staðli IST 41. Þar ná ákvæðin aðeins til þeirra flata sem eru sýnilegir. Hjá okkur ná gæðin í gegn. NURMES 3. FLOKKUR I. FLOKKUR NUR*MES 2. FLOKKUR hf otr og nuiöaverksmiöja NJARÐVÍK Simi 2-1601 Pósthólf 14 Söluumboð í Reykjavík: IÐNVERK H.F. Nóatúni 17, sími 25930 og 25945 Á ég að spila fyrir þig? um sínum. Aðrir miður áhuga- samir kennarar fengu launin sín send til Florída þar sem þeir voru búsettir. Fjöldi námstjóra hirti laun hjá Batista án þess að gera handtak, enda hafði sá ágæti ein- ræðisherra engan áhuga á að stjórna upplýstri og sterkri þjóð. Starfsmenntun var öll í molum, aðeins örfáir verknámsskólar og búnaðarskólar, enda biðu fá störf þeirra sem útskrifuðust úr slíkum skólum, atvinnulíf var ótrúlega fá- breytt og lítil þörf fyrir sérmenntað fólk. „Menntunarárið “ Þriðja árið frá sigri byltingarinn- ar, 1961, var helgað skólamálum. Þá var þegar búið að tvöfalda fjöld- ann af skólum í dreifbýli og veita öllum börnum rétt á skólagöngu. Kúba var fyrsta landið í Rómönsku-Ameríku sem full- nægði þörfum allra barna sinna fyrir skóla, einnig þeirra sem bjuggu í afskekktustu fjallahér- uðum. En það var ekki nóg að kenna börnunum. Þetta ár, 1961, var farin lestrar- kennsluherferð sem enn er mönnum í fersku minni á Kúbu. Allir sem höfðu sex ára nám að ) baki eða meira áttu kost á að gerast kennarar og leiðbeinendur, annað hvort í næsta nágrenni sínu eða lengra burtu. Aðaltúlkurinn okkar í sumar, Carmen, sagði að sonur sinn hefði ekki verið nema tólf ára, en hann hafði tilskilda menntun og sótti áfjáður um að komast í kenn- arastarf úti á landi. Hún sagðist hafa fengið mörg bréf frá honum þetta heita sumar þar sem hann lýsti því hvernig sér gengi og hvað þetta væri stórkostlegt. Aldrei minntist hann á hvernig sér liði, en þegar hann kom heim var hann svo afskræmdur af ofnæmi eftir mo- skítóbit að móðir hans þekkti hann varla. Slíkt var alger óþarfi að skrifa um í önnur héruð þegar nóg var að gera fyrir byltinguna! Kennararnir, ungir og gamlir, kenndu ekki bara, heldur unnu þeir líka á daginn við hlið nemenda sinna, að landbúnaði, byggingar- störfum og öðrum framleiðslu- störfum. Við sáum skemmtilega kvikmynd á Kúbu í sumar um ung- an miðstéttarpilt frá Havana sem hafði verið sendur í afskekkt hérað til að kenna, þar sem íbúarnir höfðu ekki mikið álit á borgar- stráknum eins og honum. Allra síst ætluðu þeir að láta hann taka af sér dansinn á kvöldin eftir vinnu með eilífum þrældómi við lærdóm. Stákur varð að berjast hetjulegri baráttu á daginn við skógarhögg og á kvöldin við að kalla nemendur sína frá rúmbudansinum. Allt fór þó vel að lokum og allir lærðu að lesa. Allir á Kúbu voru líka læsir eftir þetta ár, og ekki nóg með það: Þessi menntunarsókn varð ekki ein- vörðungu til þess aö kenna öllum að stauta og reikna einföldustu aðferðir; hún tengdi þjóðina saman traustari böndum en nokkru sinni fyrr. Ekkert etlir eins einingu manna og að Iyfta sameiginlegu átaki, og í þetta sinn voru jafnvel hinir einöngruðustu íbúar landsins gerðir að þátttakendum í athöfnum heildarinnar. Engin aðferð var áhrifaríkari til þess að sameina þjóðina gegn áróðri og hermdar- verkum gagnbyltingarmanna eða gegn ógnunum frá öðrum löndum., Þetta voru orð Magnúsar Kjart- anssonar í skemmtilegri og fróð- legri bók hans um Byltinguna á Kúbu (1962). Eftir menntunarárið hófst ný herferð til að koma öllum gegnum sjötta bekk grunnskóla til að þeir gleymdu ekki því sem þeir höfðu lært og má geta þess að Kvenna- hreyfingin á Kúbu fékk verðlaun frá UNESCO 1981 fyrir að hafa drifið alls 270 þúsund konur yfir þennan áfanga. En vindum okkur nú í lýsingar á heimsóknum í einstaka skóla. Frá kennara- háskólanum Kúbanir voru fúsir til að kynna okkur sem flest svið þjóðfélagsins. Hverri viku var skipt milli vinnu og heimsókna. Miðvikudaga og sunn- udaga bauðst okkur að fara í kynn- isferðir til ýmissa staða og fólk gat hverju sinni valið um þrjá til fjóra kosti. Skólinn var í útjaðri Havana, í austasta og nýjasta hluta borgar- innar. Þetta voru þrjár geysistórar byggingar, tengdar saman með opnum göngum. Fólkið tíndist út úr rútunum, sljótt af hitanum en - guði sé lof - þarna var þó svolítil gola enda ekki langt til strandar. Það fyrsta sem vakti athygli okkar voru blómstr- andi tré og runnar sem umkringdu bílaplanið. Við heyrðum hróp og hvetjandi klapp og söng og þegar við litum heim að skólanum sáum við hvar nemendur hans stóðu í margföldum röðum meðfram gangstígnum heim að skólanum. Þau voru öll eins kiædd, í græn- leitum skólabúningum. En þarna voru sannarlega ekki allir eins þótt klæðnaðurinn aðgreindi ekki. Þetta unga fólk var sambland margra kynþátta, og var allt frá því að vera skolhært og ljóst á hörund að svartasta svörtu. En flestir virt- ust vera blendingar- múlattar, þau sungu og veifuðu blómvöndum. Gestirnir, nokkrir túgir manna, stóðu á planinu og horfðu hálfkind- arlegir á þessa litskrúðugu fylk- ingu, tvístigu feimnir og vissu varla hvaðan á þá stóð veðrið. Krakk- arnir hlógu og klöppuðu enn ákaf- ar og við gengum milli raðanna stíginn heim að skólanum undir söng, klappi og blómum sem rigndi yfir okkur. Þegar við komum inn í húsið voru allir blómum skreyttir, nteð vönd í hendi eða rós í hári eða barnii. Okkur var fyrst boðið inn í fyrir- lestrarsal þar sem skólastjórinn (sem var kona) gerði grein fyrir starfi skólans og svaraði fyrir- spurnum. Nemendur koma í íkólann 16 ára og útskrifast eftir 4 ár. Mikill meirihluti þeirra eru stúlkur. Til þess að komast inn í skólann verða nemendur aö hafa lesið uppeldis- fræði í skólastiginu næsta á undan og hafa náð einkunninni 8,5. Á fyrsta ári felst nárnið mest í því að læra að kenna lestur og skrift.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.