Þjóðviljinn - 26.02.1983, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 26.02.1983, Blaðsíða 19
Að loknu 3ja ári hafa þau lokið bóknámi að mestu en á því ári vinna þau mikið í neðstu bekkjum skólakerfisins. Starf þeirra er skipulagt á þann veg að þau eru 10 vikur í námi og næstu 10 vikur sem aðstoðarfólk við kennslu sitt á hvað allt skólaárið. Á 4. ári fá þau bekk í yngstu deild undir leiðsögn æfingakennara. í þessum skóla var grunnskóli hverfisins samtengdur kennara- skólanum, einnig leikskóla með fjögurra til fimm ára börnum. Kennaraskólanemendur eins og aðrir nemendur á Kúbu hafa sína vinnuskyldu, því samkvæmt kenn- ingu Jose Marti, þjóðhetju Kúbu- manna, skal nám og vinna vera samtengt. Nemendur vinna á tóbaks- og ananasekrum í nágrenn- inu. Fyrstu tvö árin eftir kennara- próf er skylt að fara þangað sem mest þörf er á kennurum, hvort sem er í borg eða sveit. Allt nám á Kúbu er ókeypis, kennsla, bækur, ritföng, fæði (sértu í heimavist) og skólafatn- aður. Allir nemendur eru í skóla- búningum af svipuðu tagi, liturinn aðeins breytilegur eftir skóla- stigum. Kennaraskólanemendurnir voru allir í heimavist. Það var ekki um nein einkaherbergi að ræða, heldur voru svefnskálar þar sem kojum var raðað með rúmlega eins metra millibili og þar í var komið fyrir opnum skápum fyrir föt og tvær til þrjár hillur undir bækur o.fl. Þar var fátt að sjá persónulegra muna. „Þau fá hér allt sem þau þarfnast - svo fara þau heim um helgar“, sagði skólastýra þegar spurningu var varpað fram um þetta efni. í hverjum svefnsal bjuggu 45 nemendur. Ung stúlka, fulltrúi nemenda, sat fyrir svörum um sam- býlishætti. Hún sagði að nemendur sæju sjálfir um öll þrif á skólanum og væru ábyrgir fyrir góðri um- gengni. Spurt var hvort ekki kæmu oft upp ágreiningsefni í slíku þétt- býli. Hún gerði lítið úr því, en ef til kæmi þá væri skotið á fundi þar sem ágreiningur væri jafnaður. Á göngu okkar um skólann sáum við spjöld með tölfræðilegum upp- lýsingum um árangur nemenda. Eftir þeim að dæma var fall mjög lítið, örfá prósent árlega. Gestirnir spurðu allnokkuð um „próblem“ í grunnskólanum, svo sem agavandamál, vandkvæði í samskiptum við foreldra og annað það sem reynir mikið á krafta kennara á Norðurlöndum. Kúban- irnir litu hver á annan, brostu lítil- lega og sögðust hafa fátt af slíku að segja. Spyrjendur vildu ekki láta afgreiða sig með svona einfeldn- ingslegu svari og knúðu fastar á. Þeim var svarað með spurningu á móti: „Hvers vegna þurfa að vera vandamál - krakkarnir vilja vera í skóla og foreldrarnir eru ánægðir með skólann?" Sem sagt: alger vandamálaskortur! Barnaheimili Að koma á kúbanskt barnaheimili var ekki ólíkt því að heimsækja barnaheimili hér á landi. Hplst rak ég augun í að heim- ilið var ekki eins fullt af leikföngum og við eigum að venjast. Einnig tók ég eftir því að börnin voru öll eins klædd, því barnaheimilið sér þeim fyrir fötum eins og líka tíðkast í skólum. Barnaheimilið sem við heimsótt- um var í góðu húsnæði. Þar voru rúmgóðir salir með ýmsum leik- föngum handa börnunum og stór útileiksvæði með sandkassa, rólum og fleiri leiktækjum. Þar var líka matjurtagarður þar sem eldri börn- in rækta grænmeti með aðstoð fóstranna til nota fyrir barna- heimilið. Strax á unga aldri fá börnin að taka þátt í framleiðslunni til að efla virðingu þeirra fyrir verk- legri menntun og líkamlegri vinnu. Börnin voru af ölluin kynþátt- um, ljós og dökk á húð og hár, og ekki virtist húðliturinn ráða neinu um skiptingu þeirra í hópa. Sama urðum við vör við alls staðar í samfélaginu, samskipti fólks á Kúbu einkennast af jöfnum rétti allra, hvernig sem þeir eru á litinn. Það er eðlilegur þáttur í lífi flestra barna á Kúbu að vera á barnaheimili. Þau eru þar ýmist hálfan eða allan daginn á aldurs- skiptum deildum og þurfa ekki að Helgin 26. - 27. febrúar 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19 Þau sungu lög á spænsku og rúmbutakturinn var ósvikinn. bíða á biðlista til að komast að. Foreldrar þurfa ekki að greiða fyrir veru barnanna þar. Sá hluti starfs- ins sem er skipulögð kennsla eða þjálfun barnanna er í höndum sér- menntaðra fóstra. Starfsfólkinu fannst sjálfsagt og eðlilegt að þar störfuðu eingöngu konur og flissuðu þegar við spurðum út í þetta. Raunar eru fóstruskólar eingöngu ætlaðir stúlkum. Hins vegar voru fóstrurn- ar Undrandi þegar við spurðum hvort feður kæmu á foreldrafundi. Á þá koma allir foreldrar einu sinni í mánuði, feður jafnt sem mæður. Auk þessara foreldrafunda skrifa fóstrurnar umsögn um barnið í bók sem það tekur heim með sér á þriggja mánaða fresti. Við hvert barnaheimili er líka starfandi nefnd foreldra sem hefur það hlut- verk að setja fram gagnrýni á barnaheimilið, koma með tillögur til úrbóta og ræða vanda sem upp kann að koma. Við spurðum fóstrurnar m.a. hvort pólitísk uppfræðsla væri hluti af skipulagðri kennslu á barna- heimilum. Þeirri spurningu var svarað neitandi, en hugmynda- fræði byltingarinnar er stór þáttur í lífi fólksins á Kúbu og hefur áhrif á alla starfsemi. Börnum á barna- heimilum og í skólum er innprent- uð samkennd milli manna í daglegu starfi og virðing fyrir vinnunni. Mósambík-skólinn á Æskueynni Vinnuferðirnar til Kúbu enda alltaf á vikuferðalagi til ýmissa staðaáeynni.íþettaskiptivarnor- rænu brigöðunni boðið tii Æsku- eyjarinnar undan suðurströnd Kúbu. Eyjan á sér litríka sögu og hefur oft skipt um nafn í áranna rás. Op- inberlega hét hún Furueyjan til skamms tíma en var fyrir byltingu oft nefnd Djöflaeyjan því þar var stærsta fangelsi á Kúbu. Minjar frá þeim tíma standa enn, fimm geysi- stórar hringlaga byggingar sem hver um sig hýsti tæplega þúsund fanga en eru nú safn. Nafni eyjarinnar var síðast opin- berlega breytt 1978. Þá hlaut hún nafnið Æskueyjan því ungir Kú- banir hafa látið mikið til sín taka við uppbygginguna þar. Fyrir bylt- inguna bjuggu aðeins um 10.000 manns á eynni en nú eru íbúar um 60.000 manns, þar af um 15.000 námsmenn. Landbúnaðurinn hef- ur líka tekið stórt framfarastökk. Fyrir byltingu var ræktað land aðeins 60 hektarar, nú er það hvorki meira né minna en 23.000 hektarar. Eyjan er miðstöð ávaxta- framleiðslunnar í landinu, en þar er líka unnið merkilegt brautryðj- endastarf í skólamálum, og þar bauðst okkur m.a. að heimsækja skóla sem Kúbanir kosta fyrir er- lenda námsmenn. Grundvöllur fræðslustefnu Kú- bana felst í fjórum meginreglum sem má orða svona: a) virðing fyrir vinnunni, b) samkennd, c) ætt- jarðarást og d) samstaða með er- lendum þjóðum. Þessarfjórar regl- ur er reynt að innræta fólki allt frá dagheimilum til háskóla og nám- skeiða fyrir fullorðna. Það er í anda síðustu reglunnar sem Kúbanir kosta skóla fyrir börn frá þeim löndum í þriðja heiminum sein eiga í frelsisstríði. Skólarnir sem okkur bauðst að heimsækja voru fyrir unglinga frá Angóla, Gu- atemala, Nicaragua, Namibíu og Mósímbík, og skipti hópurinn sér niður á þá. Ég hafði valið Mósambík- skólann sem var síðastur áfangast- aðanna. Þegar við námum staðar við hina skólana og sáum ungt og glaðlegt fólk taka á móti sínum hóp með söng og blómum hugsaði ég í hvert skipti: „Þennan skóla hefði ég átt að velja!“ En þegar minn hópur kom á áfangastað sá ég ekki eftir valinu. Krakkarnir höfðu dreift sér um allan skólann, og þeg- ar við komum í áttina til þeirra byrjuðu þau að syngja og dansa. Þau sungu lög á spænsku sem þau höfðu lært, og rúmbutakturinn var ósvikinn, svo fluttu þau okkur inn í frumskóg Afríku með trumbuslætti og dansi. Þessir krakkar eru á aldrinum 15-18 ára, stoltir af því að geta gert þjóð sinni og sjálfum sér gagn með því að menntast og þakklátir Kú- bumönnum fyrir að gefa þeim tæki- færi til þess. Hugur minn reikaði ósjálfrátt heim í „Gaggó" og eftir heimsóknina skrifaði ég í dagbók- ina mína: „Hvað það er nú mikil- vægt að æskan hafi tilgang með nárni sínu!" Þó að krakkarnir væru svona langt frá heimalandi sínu og hefðu ekki ráð á að heimsækja fjölskyldu sína í fríum, fylgdust jjau vel með gangi mála heima fyrir. Menntunin er líka byggð þannig upp að hún nýtist þeim sem best heima og mið- ast alltaf við það sem er að gerast þar. Þó var skólinn ekki frá- brugðinn kúbönskum skólum að því leyti að á stundatöflunni eru hagnýt störf sem eiga að auka virð- ingu nemendanna fyrir erfiðis- vinnu. Skólinn er uppi í sveit og vinna á ökrunum er hluti af náminu. Einn kúbönsku leiðsögumann- anna okkar (sem vann með okkur líka) túlkaði þegar við ræddum við krakkana. Þaðvar oftgaman aðsjá viðbrögð þeirra við spurningum okkar sem þeim fannst sjáanlega stundum alveg út í hött. Þá svöruðu þau með flissi. Það seni heillaði okkur við þau var ekki endilega hvað þau sögðu heldur hvernig þau voru: Opin, frjálsleg í fasi og til dæmis alveg ófeimin við að halda hvert utan,um,annað. Við spurðum in.a. hvernig þau hefðu verið valin í skólann og kom fram að einkunnir virtust ekki skipta miklu máli. En þau urðu að hafa áhuga á að læra og vera af fátæku fólki komin þannig að foreldrar þeirra gætu ekki kostað nám þeirra. Einnig var kostur að þau væru vel að sér í listum síns heimalands, kynnu þjóðdansa og þjóðsöngva. Krakkarnir voru fullir áhuga á okkur, hvaðan við kæmum og hvað við værum að gera á Kúbu. Þegar þau komust að því að við værum í vinnuferð spurðu þau hvort við væ- rum til í að koma til Mósanibík og hjálpa til við uppbygginguna þar? Ja, því ekki það?! Þegar við komum heim a gisti- staðinn okkar á Æskueynni um kvöldið, settumst við út í heita nóttina og ræddum viðburði dags- ins. Allir voru uppfullir af því sem þeir höfðu séð og heyrt og vildu miðla öðrum. En þar sem allir vildu tjá sig voru ekki inargir sem hlustuðu. Eitt situr þó eftir og það er hversu raunhæf þróunarhjálp Kú- bubúa er miðað við það sem við á Vesturlöndum látum í té. Kúbubú- ar telja sig sjálfir til þriðja heims þjóða, en þeir hika ekki við að leggja frain mikið fé til að mennta börn frá öðrum bágstaddari löndum. Má nærri geta hvílíkt á- róðursgildi þetta starf þeirra hefur því þarna festa hundruð unglinga ár hvert ævarandi ást á gestgjöfum sínum. Mættu Vesturlandabúar læra mikið af þessu framtaki, þeir sem nú eru óðum að flæma erlenda stúdenta, ekki síst frá þróunar- löndum, frá skólum sínunt með glannalegum skólagjöldum og dýru húsnæði. (Silja Aðalsteinsdóttir bjó til prentunar.)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.