Þjóðviljinn - 26.02.1983, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 26.02.1983, Blaðsíða 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 26. - 27. febrúar 1983 DIOBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyf- ingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfuféiag Þjóöviljans. Framkvaemdastióri: Guörún Guömundsdóttir | Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Olafsson. Umsjónarmaöur Sunnudagsblaös: Guöjón Friðriksson. Auglýsingastjóri: Sigríöur H. Sigurbjörnsdóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Blaðamenn: Auöur Styrkársdóttir, Álfheiöur ingadóttir, Helgi Úlafsson, Lúövík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gislason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlööversson. íþróttafréttaritari: Víöir Sigurðsson. Útlit og hönnun: Helga Garðarsdóttir, Guöjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Atli Arason. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafúr Þ. Jónsson. Skrifstofa: Guörún Guðvaröardóttir, Jóhannes Haröarson. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Sæunn Óladóttir. Húsmóðir: Bergljót Guöjónsdóttir. Bílstjóri: Sigrún Báröardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmundsson. Ólafur Björnsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir. Karen Jónsdóttir Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Siöumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaöaprent h.f. ritstjornargrein úr aimanakinu Blekkingar afhjúpaðar • íslenska álfélagið, sem er eign Alusuisse, notar 90- 95% af orkuframleiðslu Búfellsvirkjunar. Það hefur því verið talið þýðingarmikið í umræðu um álsamning- ana frá 1966 að átta sig á því, hversu stóran hluta af kostnaði vegna Búrfellsvirkjunar tekjur af rafmagns- sölu til ÍSAL nema. Þeir sem varið hafa álsamningana hafa lagt mikla áherslu á að sanna að rafmagnssamning- urinn við ÍSAL greiði allan kostnað landsmanna af Búrfellsvirkjunum ýmist á samningstímanum öllum, 45 árum, 25-26 árum eða á aðeins 19 árum. • í þeim hópi sem lengst hefur gengið í þessum efnum eru t.d. Birgir ísleifur Gunnarsson og Geir Hallgríms- son. Þeir hafa staðhæft á Alþingi og í Morgunblaðs- greinum að endurgreiðslutíminn sé aðeins 19 ár. En nú er komið í Ijós að þeir hafa farið með blekkingar í þessu efni. f fylgiskjali með frumvarpi þingmanna Alþýðu- bandalagsins í neðri deild um leiðréttingu orkuverðs til ÍSAL eru birtir útreikningar á endurgreiðslutíma Búr- fellsmannvirkja, sem unnir eru af Verkfræðistofnun Háskólans. Þeir leiða í ljós að á föstu verðlagi og miðað við eðlilega ávöxtunarkröfu á fjármagni nægja áætlaðar tekjur af raforkusölu til ÍSAL ekki til þess að greiða Búrfellsmannvirkin á öllum gildistíma raforkusamn- ingsins milli Landsvirkjunar og ÍSAL, eða á 45 árum. Pá kemur í Ijós að á fyrstu 26 árum raforkusamningsins, frá 1969 til 1995, er núvirði gjalda af Búrfellsmann- virkjunum og tekna frá ÍSAL neikvætt um hvorki meira né minna en 26 milljón dollara, eða milljón dollara fyrir hvert ár. Á þessu sést hve staðhæfingin um 19 ára eða 26 ára endurgreiðslutíma er fáránleg. • Að sjálfsögðu byggjast kröfur íslendinga á hendur Alusuisse ekki á því hvort raforkusamningurinn greiði upp Búrfellsvirkjun á lengri eða skemmri tíma. En þessar upplýsingar varpa ljósi á þann mikla blekkinga- vef sem ofinn hefur verið um samningana við Alu- suisse. „ekh Aldraðir í Reykjavík • Fyrsta verk borgarstjórnarmeirihluta Sjálfstæðis- flokksins var að skera niður framlög til bygginga aldr- aðra um helming. Umsvifalaust var undirbúningur að nýju dvalar- og hjúkrunarheimili í Seljahlíðum, sem hefjast átti í haust, stöðvaður. í fyrsta skipti síðan 1975 er engin framkvæmd í gangi á vegum framkvæmda- nefndar bygginga í þágu aldraðra í Reykjavík. Þetta eru handarverk Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Og hverj- ar eru afleiðingarnar? • Biðlistar'aldraðra eftir leiguíbúðum eða plássi á dvalarheimilum Reykjavíkurborgar hafa aldrei verið lengri. Um miðjan febrúar beið 761 einstaklingur eftir húsnæði og 115 hjón. Rúmlega 100 einstaklingar og 15 hjón hafa bæst við listann frá því í nóvember sl. „Þetta er verra ástand en við höfum áður séð og engin ný úrræði í sjónmáli“, segir Adda Bára Sigfúsdóttir í við- tali við Þjóðviljann um frammistöðu Sjálfstæðisflokks- ins í byggingarmálum aldraðra. • Það hefur verið ljóst að halda þyrfti áfram mikilli uppbyggingu í þágu aldraðra á næstu árum vegna þess að hlutfallstala þeirra af þjóðinni myndi fara ört vax- andi. Af hálfu félagsmálaráðherra Svavars Gestssonar hefur verið lögð þung áhersla á að fé þyrfti að útvega til að halda uppbyggingunni áfram ár frá ári. í því skyni hefur Framkvæmdasjóður aldraðra verið stórefldur og skilaði það m.a. 268 tilbúnum hjúkrunarúmum á síð- asta ári, auk verulegs framlags til dvalarheimila og íbúða fyrir aldraða. Ekki er hægt að gera ráð fyrir að viðunandi árangur náist í uppbyggingu á þjónustu fyrir aldraða nema að allir aðilar í þjóðfélaginu leggist á eitt, En því miður hefur Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík svikist undan merkjum og skotið sér undan því að taka þátt í þjóðarátaki í þágu aldraðra. —ekh „Ríkið, það er ég“, sagði Lúðvík 14., og nú nokkrum öldum síðar, eru Reykvíkingar búnir að eignast sinn sólkonung. í alvöru talað, þá hélt ég helst að ég væri að lesa Heimdellinga- skæting í gömlu skólablaði en ekki fréttatilkynningu frá emb- ætti borgarstjórans í Reykjavík á dögunum. „Forræði pólitísks ríkisvalds", var einn frasinn, „of- sóknir“ annar, o.s.frv. Þeir sem fylgjast með orðræðum í borgar- stjórn Reykjavíkur eru svo sem ekki óvanir slíku, og reyndar einnig hreinum skætingi frá Da- víð Oddssyni í ræðustól, - það sem vakti hins vegar athygli mína var setningin: „Reykjavíkurborg fordæmir...." Já, - „ríkið það er ég“! þeirra Reykvíkinga, sem minnst hafa handa í milli, sem Alþýðu- bandalagið hefur mótmælt harð- lega. Og þegar komin var til framkvæmda sú 25% hækkun sem borgarráð hafði sjálft ák- veðið og samt var ekki tekin upp sala afsláttarfargjalda, lýsti Sig- urjón Pétursson því yfir að Al- þýðubandalagið myndi ekki sam- þykkja neina hækkunarbeiðni SVR fyrr en sala afsláttarmiða væri hafin að nýju. Og við það verður staðið. En út á hvað gengur stríð borg- arstjórnaríhaldsins við verðlags- yfirvöld, - og af hverju gerir verðlagsráð nú kröfu til þess að afsláttarfargjöld verði seld á ný? - Skyldi verðlagsráð telja, rétt eins og Alþýðubandalagið, að Strætómálið tók óvænta stefnu í vikunni þegar verðlagsráð sam- þykkti að heimila 25% hækkun sem þegar var komin til fram- kvæmda samkvæmt einhliða á- kvörðun borgarráðs, með því skilyrði þó að afsláttarfargjöld yrðu til sölu eins og verið hefur og það fyrir 1. mars. Ella yrði gripið til viðeigandi ráðstafana, - hvað sem það nú þýðir. Borgarstjóri á þegar í einum málaferlum við verðlagsyfirvöld og þar sem hann var svo hagsýnn í byrjun kjörtímabilsins að ráða prófkjörsstjóra sinn í fullt starf sem málafærslumann borgarinn- ar, munar hann áreiðanlega ekki um önnur, eða jafnvel þau þriðju ef út í það væri farið. Borgarstjóri er nefnilega í stríði við verðlagsyfirvöld og heggur þar á báða bóga. Hann veitist að verðlagsstjóra persónu- lega, hann ásakar Verðlagsstofn- un fyrir að starfa ekki eftir þeim lögum sem henni eru sett og hann ræðst gegn „fjandsamlegu ríkis- valdi“ sem hann segir ofsækja höfuðborgina til þess að falsa verðbótavísitölu. En hann heggur einnig til Reykvíkinga, - þeir sem eru upp á þjónustu SVR komnir borga herkostnaðinn. A tveimur mán- uðum hækkuðu barnafargjöld með SVR um 119%, úr 1 kr. 14 aurum á afsláttarspjaldi í 2 kr. 50 aura. Og á sama tíma hækkuðu fullorðinsfargjöld úr 6.20 í 10 krónur eða um 60%. Sá hópur sem notað hefur afsláttarfargj- öldin er helmingur allra farþega SVR, - þeir eiga nú að borga samtals 10 miljónir króna á þessu ári umfram það sem þeir þyrftu ef afsláttarfargjöld væru til sölu með eðlilegum hætti. Það er þessi árás á lífskjör „Ríkið, það er ég“ það sé andfélagslegt að láta þá sem minnst mega sín bera byrðarnar af meðgjöf Davíðs Oddssonar á fasteignasköttum húseigenda? Ætli nú það, - alla vega ekki þeir fulltrúar Vinnu- veitendasambandsins og Versl- unarráðs íslands, sem í ráðinu sitja, eða þá þeir sem Hæstiréttur skipar til setu þar, en vérðlagsráð er skipað 9 mönnum og allar á- kvarðanir í þessu máli hafa verið teknar þar samhljóða. Staðreyndin er auðvitað sú að hér eru menn að deila um laga- túlkun og slíkar deilur hafa akk- úrat ekkert með pólitískar skoð- anir að gera: Ber Reykjavíkur- borg samkvæmt lögum að sækja um leyfi til verðlagsyfirvalda til þess að hækka gjaldskrár sínar eða ekki? Túlkun Davíðs Odds- sonar á lögum um verðlag, sam- Álfheiður i Ingadóttir * skrifar ^ i keppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti er sú að borgin þurfi þess ekki. Hann hækkaði því fargjöld SVR einhliða um 50% 7. janúar s.l. og tilkynnti Verðlagsstofnun það eftir á. Viðbrögðin eru öllum kunn, - Verðlagsstofnun vildi ekki una þessari lagatúlkun borgarstjóra og fór fram á lögbann. Krafa Verðlagsstofnunar fyrir fógeta- rétti var að ákvörðun verðlags- ráðs frá 15. nóvember 1982 um 22% hækkun á fargjöldum SVR stæði óbreytt, - eftirfarandi ein- hliða hækkun borgarstjóra yrði felld niður: Fullorðnir, einstök fargjöld úr 8 kr. í 12. Stór farmiðaspjöld á 200 krónur, fækkun úr 32 miðum í 22 miða. Lítil spjöld á 50 kr. fækkun úr 7 miðum í 5. Spjöld aldraðra og ör- yrkja á 100 kr. fækkun úr 32 í 22' miða. Börn, einstök fargjöld úr 2 krónum í 3. Farmiðaspjöld barna á 50 kr. j fækkun úr 44 í 30 miða. Við þessari beiðni varð fógeta- réttur og í úrskurðarorði segir að þessi ofangreinda hækkun skuli dregin til baka. Urskurður réttarins er því sá að óhögguð skuli standa síðasta samþykkt verðlagsráðs á gjald- skrá SVR frá 15. nóvember 1982; þ.e. feitletruðu tölurnar hér að ofan. Þetta var erfiður biti að kyngja fyrir Davíð Oddsson, end gleypti hann ekki nema helminginn af honum í bili. Hann fór eftir lög- bannsúrskurðinum að hluta; lækkaði staðgreiðslufargjöld full- orðinna og barna, en hann lækk- aði ekki afsláttarfargjöldin, held- ur hætti einfaldlega að selja þau, en sú aðgerð jafngildir 16,1% heildarhækkun á fargjöldum SVR! Eftir að 25% hækkunin var komin til framkvæmda var sala afsláttarfargjalda ekki hafin að nýju, - sú aðgerð jafngildir 45,1% hækkun í heild frá á- kvörðun verðlagsráðs 15. nóvem- ber en ekki 25% eins og ráðið hefur samþykkt. Þannig hafa far- gjöld SVR fyrir helming farþega hækkað um 119% og 60% á tveimur mánuðum en ekki 25% eins og borgarráð samþykkti. Einhvers staðar stendur að ekki tjói að deila við dómarann, en slíkt vafðist nú ekki fyrir sól- konunginum forðum. Hins vegar er ekki á allra færi að túlka lög, enda eru skoðanir lögfróðustu manna, á aðgerðum borgarstjórnaríhaldsins annars vegar og aðgerðum Verðlags- stofnunar hins vegar, mjög skiptar. Eitt er þó víst að þing- flokkur Sjálfstæðisflokksins er ekki sammála túlkun Davíðs Oddssonarástöðunni. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa nefni- lega lagt fram frumvarp á alþingi um að breyta þeirri lagagrein sem Verðlagsstofnun styðst við í sín- um aðgerðum; - þannig að út komi það sem borgarstjórnarí- haldið vill: sem sé að gjaldskrár þjónustustofnana sveitarfélaga verði undanþegnar ákvæðum lag- anna um verðlag o.s.frv. Eitt er víst, - borgarstjóri mun halda áfram stríði sínu gegn verðlagsyfirvöldum enn um hríð. Þar fær hann fáa til liðs við sig ef hann heldur uppteknum hætti. Alþýðubandalagið mun hins veg- ar berjast gegn stríði borgarstjóra á hendur farþegum SVR, - ekki á grundvelli einhverra lagatúlk- ana, sem dómstólar munu skera úr um í fyllingu tímans, heldur af pólitískum ástæðum einum. Álfheiður Ingadóttir

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.