Þjóðviljinn - 26.02.1983, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 26.02.1983, Blaðsíða 20
»$ Atffci 'ieii/í-ð ?£ - .íVii'oí-jH 20 SIÐA - ÞJOÐVILJINN Helgin 26. - 27. febrúar 1983 dægurmál (sígiid?) legasta verk Bítlanna) kemur út 1. júní. Þar á George „Within You, Without You". ( nóvember kemur Magical Mystery Tour, plata og sjónvarpskvikmynd (gaman væri aö sjá hana í RUV). „Blue Jay Way” heitir framlag Georges. 1968: George Harrison gerir bráögóöa músik við kvikmyndina Wonderwall og jafnframt kemur út „hvíta albúmiö" Bítl- anna, þar sem George á 4 hörkugóð lög: While My Guitar Gently Weeps, Piggies, Long Long Longog SavoyTruffle. Ides- ember kemur út plata með lögum úr Bítla- teiknimyndinni Yellow Submarine. George á þar: Only A Northern Song, og All Too Much. 1969: Abbey Road, eiginlega síöasta stóra Bítlaplatan, kemur út í september. Þar á George sitt alfrægasta lag, Some- thing, sem gamli söngskúrkurinn Frank Sinatra segir aö sé fallegasta ástarljóð sem hann hefur heyrt og kvað syngja það alltaf þegar hann kemur fram (vonandi aö þaö mýki mafíuna). Á Abbey Road er líka lag Gogga „Here Comes The Sun”, sem er nú ekkert slor og er líka til í frábærum flutningi Richies Havens. 1970: Platan Let It Be kemur út með lögum úr samnefndri kvikmynd, sem var einskonar jaröarför Bítlanna. Síöustu lög Harrisons úr Bítla(hjóna)bandinu: I Me Mineog For You Blue. Fyrsta-og besta- sólóplata hans lítur dagsins Ijós í nóvemb- er: All Things Must Pass, þriggja platna albúm, þar sem meðal annars eru lögin My Sweet Lord, What Is Llfe og If Not For You (eftir Bob Dylan). 1971: Konsertinn fyrir Bangla Desh, sem áöur er getið. 1973: Sólóplata nr. 2: Living In The Mat- erial World. 1974: Stofnar útgáfufyrirtækiö Dark Horse sem meðal annars hefur með kvik- myndir aö gera, eins og t.d. Little Malc- olm, Life Of Brian, Time Bandits (eitt lagiö á nýjustu plötu Harrisons er úr þeirr mynd, Dream Away), Monty Python Live AtThe Hollywood Bowl og The Mission- ary. 3. sólóplata GH: Dark Horse. Fæi vonda dóma. 1975: 4. sólóplatan: Extra Texture. Rúmum tveim árum síöar kemur sú næsta, 331/3, og þykir sú besta síðan All Things Must Pass. 1978: Derek Taylor, fyrrverandi blaöa-' fulltrúi Bítlanna og George byrja á bókinni I Me Mine, sem fjallar um feril GH sem lag- asmiðs. Eignast sitt fyrsta barn, Dhani, meö Oliviu Arias og þau giftast (vonandi ekki bara þess vegna). Búa á búgaröi I Bretlandi, fjarri heimsins glaumi. 1979: 6. sólóplatan: George Harrison. Sú 7. tveim árum síöar: Somewhere In England. 1982: Nýjasta sólóplata George Harri- sonar kemur seint á árinu: Gone Troppo, sem er slangur er þýöir farinn i endalaust frí (mikið á maðurinn gott ef satt er). Eins og á öörum plötum hans er hér pottþéttur hljóðfæraleikur. Sjálfur er Harrison gítar- leikari góöur og sérstakur og hefur sér til liösauka pottþétt fólk: t.d. Gary Brooker (úr Procul Harum), trommarann Henri Spin- etti, bassistann Willie Weeks, hljómborðs- leikarann Neil Larson, Billy Preston og Clapton á eitt gítarsóló (greinilega allt falliö í Ijúfa löö hjá strákunum). Þó veröur aö segjast eins og er aö ekki virðast góðar melódíur renna upp úr Gogga og veröa plötur hans í heildina nokkuð dauflegar fyrir bragðið. Þó má á þeim öllum finna gullkorn, og haröir Harrison-aödáendur (eins og Gunni Sal) mundu segja aö þau væru fleiri en færri á hverri plötu. Eins og áöur sagði hefur George Harri- son ávallt verið vænsti pilturog hugsað um töluvert fleiri en sjálfan sig í gegnum tíöina, ánetjaöist enda ungur indverskum heimspekikenningum og ástarboöskap blómabarnanna. Þess sjást alltaf merki í textum hans. En það verður aö segjast eins og er aö miðaö viö lög hans í Bítlaplöt- unum hefur honum fariö aftur í lagasmíö á sólóferlinum. Gone Troppo er svo sem hugguleg plata, og ég vona bara aö George Harrison eigi framundan mörg notaleg ár, hvort sem hann verður í frli eður ei. A Andrea Stranglers góðir - og rólegir Hann átt’afmœVí gœr Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan Stranglers komu fyrst fram á upphafsárum pönksins. Hljómsveitin var í upphafi mjög fyrirferðarmikil og lét mikið að sér kveða og var að minnsta kosti eitt laga hennar bannað í B.B.C.. Fyrstu þrjár plötur hljómsveitar- innar nutu mikilla vinsælda og var hljómsveitin á sínum tíma í hópi vin- sælustu hljómsveita Breta. Þegar hún kom hingað, að mig minnir 1976 eða 1977, og hélt ógleymanlega tónleika í Höllinni, stóð hún á hátindi frægðar- innar. Fjórða breiðskífa hljóm- sveitarinnar, Black and White. var að koma út og menn bjuggust við miklu. Black and White var töluvert frá- brugðin fyrri plötum hljómsveitar- innar og voru það fáir sem kunnu að meta þessar breytingar. Gagnrýnend- ur fóru hörðum orðum um plötuna og aðdáendur sneru baki við hljóm- sveitinni. Hljómsveitin hélt samt sínu striki þrátt fyrir óánægjuraddirnar en nú gerðist ungfrú ógæfa fylgikona hljóm- sveitarinnar og má segja að allt hafi farið í vaskin á næstu tveim árum. Þeim var bannað að leika í London, lentu í slagsmálum við óánægða áhorfendur í Svíþjóð og í slagsmálum við lögregluna í Ástralíu. Meðlimir hljómsveitarinnar sátu löngum stund- um í fangelsi fyrir óspektir á almanna- færi og eitt og annað smotterí. Er með ólíkindum að hljómsveitin skyldi halda saman á þessum tíma því slík voru lætin í kringum hana. En öll él birtir upp um síðir og eftir þessi stöðugu skipbrot var tjaslað upp á skútuna á ný og henni stefnt út á stórviðrasöm mið popptónlistarinn- ar. Hljómsveitin vann sér smám saman hylli á ný og í dag nýtur hún mikilla vinsælda í Englandi. Alger kúvending hefur átt sér stað á tónlist hljómsveitarinnar. 1 upphafi lék hún mjög kröftuga og háværa tón- list. í textum sínum voru þeir mjög óvægir um menn og málefni og það svo að B.B.C. þótti nóg til koma og bannaði að minnsta kosti eitt laga þeirra eins og minnst hefur verið á. f dag kveður viö annan tón, tónlistin orðin rólegri og vandaðri og textarnir ekki eins bitrir og áður. Þeir fjalla um önnur mál, það er eins og þeir séu að einhverju leyti búnir að sætta sig við núverandi þjóðskipulag. Níunda og nýjasta plata hljóm- sveitarinnar, Feíine, ber þessi ein- kenni. Tónlistin róleg og vönduð en samt svífur Stranglers andinn yfir vötnum, sem betur fer Ég man ekki eftir neinni hljómsveit sem tónlist Stranglers minnir mig á, enda skiptir það ekki neinu. Það sem máli skiptir er að þessi plata er virkilega góð og kemur á óvart og sérstaklega fyrir þá sem ekki hafa hlustað á hljómsveitina í nokkurn tíma. Ég get ekki neitað því að ég er tölu- vert ánægður með þessa plötu og að Stranglers skuli vera að skapa sér vinsældir á ný, það liggja alltaf taugar til gamalla átrúnaðargoða. JVS The Beatles fyrir 20 árum (1963): John Lennon, George Harrison og Ringo Starr. nokkrum Lennon sem hann kynnir George fyrir og þar meö eru þeir komnir saman hljómsveitina The Quarrymen. 1960: Nafnið breytist síðan í Moondogs, Silver Beatles og loks The Beatles' Trommarinn Peter Best bætist í hópinn. Þeir fara til Þýskalands til aö freista gæ- funnar og spila þar 8 klukkustundir hverl kvöld í vafasömum næturklúbbi. Verða aö snúa aftur heim vegna Harrisons sem ei aðeins 17 ára og atvinnuleyfislaus og þvi rekinn úr landi. 1961: George orðinn 18 og Beatles snúa aftur til Þýskalands þar sem þeir leika inná plötu meö söngvaranum Tony Sheri- dan (e.k. Presley). Þessar upptökur hafa veriö gefnar út á stórri plötu og er þar aö finna „instrumental”lagiö, „Cry For A Sha- dow", eftir Harrison/Lennon, og þar að auki My Bonnie í flutningi Beatles. Brian Epstein, þáverandi plötubúðarloka en síöar umboösmaöur Bítlanna, verður for- vitinn þegar hann heyrir aö hljómsveit úr heimabæ hans Liverpool hefur gefiö út Hann átt'afmtel’ann Harrison, hann átt'áfmcel’ann George. Já, sá yngsti hinna einu og sönnu Bítla varð fertugur í gær, þann 25. febrúar. Kominn til vits og ára gamli popparinn og miðað við lista Alþýðu- bandalagsins í Reykjavík við kom- andi kosningar væri hann þar með eldri mönnum, eidri en sjálfur for- maðurinn, Svavar Gestsson. Annars er ekki vitað hvort hann mundi skipa sér í þann fríða flokk, eða flokkurinn hafa áhuga á honum, því að í texta á plötu Harrison, Somewhere in Eng- land, sem út,kom 1981 og hefur m.a. að geyma minningarlagið um John Lennon „All Those Years ago”,... sem sagt í texta við ágætt lag sem ber nafnið „Save the World” segir Ge- orge Harrison: The Russians have the biggest share/ With leir long fingers everywhere/ And now they’ve bombs in outer spacet With laser beams and atomic waste. (Rússarnir ráða stærst- um hluta heims með sína löngu fingur alls staðar og nú eru þeir með bombur úti í geimnum með lcisergeislum og geislavirkum úrgangi). Þó þýðir ekkert fyrir aðra flokka að eigna sér Gogga gamla, og inn í Al- þýðubandalagið kæmist hann kann- ski á þessu: ...Our birds and wildlife all destroyedl To keep some milliona- ires employed.t We’ve gol to save the whale/ Greenpeace they’ve tried to diffuse itl But dog food salesmenl Persist unkindly to harpoon it/ Wev 'e got to save the worldl... Someone else may want lo use itl... Someone’s child- ren they mav need it. Sif Jón Vidar George Harrison er greinilega grænfriðungur og óhress með að nátt- úran óg dýrin verði fáeinum milljóna- mæringum og sölumönnum að bráð, því að kannski munu börn einhverra okkar þurfa á byggilegum stað að halda... George Harrison hefur alltaf verið góður strákur og notað sína miklu Bítlafrægð og -fjármuni til að koma góðu til leiðar í hrjáðum heimi. Þar ber líklega hæst konsertinn til styrkt- ar stríðshrjáðum íbúum Bangla Desh sem mun vera árangursríkasta fjáröfl- unarsamkoma sem haldin hefur verið í góðgerðaskyni. Þar að auki var gefið út þriggja platna albúm frá þessum hljómleikum, Concert for Bangla Desh, og má þar heyra í flestu af því fræga fólki sem George Harrison fékk til liðs við sig á hljómleikunum: George Harrison Bob Dylan, Ringo Starr, Leon Rus- sel, Billy Preston, Badfinger, Eric Clapton, Ravi Shankar, sítarleikar- anum indverska sem George var í læri hjáhér um árið (1966), o.fl. Þá stofn- aði Georgc í mars 1973 góðgerða- sjóðinn „Material World Charitable Foundation” og gaf sjóðnum höfund- arrétt á lögum plötunnar „Living In The Material World” (að einu undan- skildu, „Sue Me, Sue You Blues”, þar sem hann lýsir óhressileik sínum með þau málaferli sem urðu í kjölfar George Harrison og félagar „gone troppo” (?). og/eða fyrir stafni f aðskilnaði Bítl- anna 1970-73). I tilefni af 40 ára afmæli Georgs Harrisonar skulum við stikla á nokkr- um atburðum í lífi hans, þó ekki sé nú ætlunin að jarða hann á besta aldri í afmælisgrein. En fyrst Hannes Hólm- steinn hélt heljarhóf þrítugur þá má varla minna vera en minnast afmælis eins úr frægustu hljómsveit allra tíma, jafnvel þótt segja megi að hann sé kannski minnst frægur þeirra fjór- menninga. George Harrison er þó a.m.k. enn sem komið er frægari en Hannes Hólmsteinn Gissurarson, og var þar að auki uppáhaldsbítillinn minn þegar ég var vel helmingi yngri en nú. Oft hef ég velt fyrir mér ástæð- unni og þótti sú líklegust að amma mín benti á mynd af hárprúðum bítl- inum George og sagði: Mikið er þessi stúlka lík þér. Annars elskaði maður alla Bítlana og sú ást hefur jafnast á þá alla í gegnum tíðina, og þá vonandi sjálfselskan með. En í dag setjum við George í sviðsljósið: 1958: George kynnist skólabróöur sín- um Paul McCartney og þeir fara aö spilé saman. Paul fer i hljómsveit meö Johr plötu. Forvitni hans veröur til þess aö hann fer á stúfana, tekur piltana aö sér. 1962: Ringo Starr gengur í The Beatles. Sama ár kemur út fyrsta „alvöru” Bítlaplat- an: Love Me Do/P.S. I Love You. 1963: 16. febrúar, fyrir 20 árum, kemst Please Please Me í fyrsta sæti fyrir litlar plötur í Bretlandi. Sama ár veröa Bitlarnir senuþjófar í hljómleikaferðum meö öörum poppstjörnum en í maí veröa þeir aðalnafn- ið á hljómleikaferð með Roy Orbison (söng upphaflega Pretty Woman, sem Van Hal- en var aö reyna að betrumbæta í fyrra). 4. nóv. eru þeir fengnir til aö spila á hljóm- leikum fyrir konungsfjölskylduna. Við þaö tækifæri lét John Lennon f ræg orð falla: Þiö sem sitjið í ódýru sætunum getið klappaö, hinir geta látið hringla í gimsteinunum. I nóvember kemur út önnur stóra Bítlaplatan „With The Beatles’’ og á henm fyrsta Harrison-lagið: Don't Bother Me. 1965: Help, 5. Bítlabreiöskífan, kemurút í ágúst. Á henni á George 2 lög, I Need You og you Like Me Too Much. The Beatlcs 1964: John Lennon, Paul McCartney, George Harrison og Ringo Starr sitjandi. 1965:1 desember kemur Rubber Soul, þar sem George á lögin Think For Your- self og If I Needed Someone. 1966: George giftist fyrirsætunni Patric- iu Önnu Boyd. 1974 skildu þau og hún býr nú með Eric Clapton. I september kemur Revolver, sem var mikil bylting í músik Bitlanna. A henni á George 3 þrælgóö lög: Taxman, Love You Too og I Want To Tell You. 1967: Sgt. Pepper, sem talið er meist- araverk Bítlanna (kannski frekar meistara-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.