Þjóðviljinn - 23.03.1986, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 23.03.1986, Blaðsíða 2
af lausn á bœndavanda Þaö er alltaf aö veröa deginum Ijósara og Ijósara aö vér íslendingar búum viö nokkuð sem nefnt hefur verið „efnahagsvandi11. Einsog allir vita kallar efnahagsvandinn, einsog allir aörir vandar, á lausn vandans og margur hyggur aö þann afmarkaða vanda væri hægt að leysa, en sá er bara meginvandinn aö menn geta ekki oröiö á eitt sáttir um þaö meö hverjum hætti efnahagsvandinn veröi helst leystur. Vér frjálshyggjumenn, sem höfum kenningar Friedmans og Haieks aö leiöarljósi, erum staö- fastlega þeirrar skoöunar, aö hægt sé aö leysa efnahagsvandann meö afgerandi efnahagsaö- gerö svosem einsog handtaki eöa pennastriki. Vér frjálshyggjumenn förum ekki í grafgötur meö þaö aö vér álítum aö meginorsök efna- hagsvandans sé vondar forretningar, semsagt fyrirtæki sem rekin eru meö halla. Vér teljum Ijóst aö þaö sé fásinna aö fást viö atvinnurekst- ur eöa önnur umsvif sem ekki skila gróöa, held- ur endalausu tapi. Þaö fyrsta, sem vér leggjum til, er aö reynt sé aö komast til botns í því hvaö hér á landi sé rekið meö ábata og hvaö meö tapi. Á útgerö og fiskveiðum hefur lengi verið mikið tap og þungbært. Því ber aö vorum dómi, frjáls- hyggjumanna, aö leggja fiskiskipaflotanum. Á hraöfrystihúsunum og allri annarri fiskvinnslu hefur lengi veriö bullandi tap og þess vegna augljóst aö íslenska þjóöin á að hætta að vasast í fiski. Af sömu ástæöu ber að hætta öllum iönaöi í landinu. Ef marka má skattskýrslur þá er lunginn af allri verslun í landinu á gjaldþrots- barmi, svo fáránlegt er aö höndla lengur í þessu landi. Verslun á einfaldlega aö leggja niöur, aö ekki sé nú talað um háskóla og menntakerfi, spítala og heilbrigðiskerfi, vegi og samgöngur. Ekkert af þessu getur nokkurn tímann skilaö nokkrum aröi og því fáránlegt aö vera aö vasast í umsvifum af því tagi. Og síöast en ekki síst, landbúnaðurinn. Landbúnaöurinn er aö vorum dómi, frjáls- hyggjumanna, eitthvaö þaö óarðbærasta sem hugsast getur. Ef marka má efnahagsumræðu samtíöarinnar, þá hefur þessi atvinnuvegur ver- iö rekinn meö þungbærum halla fyrir íslensku þjóöina, mér er nær að halda um aldaraöir. Og nú keyrir um þverbak þegar íslenska þjóöin get- ur ekki torgað nema helmingnum af þeim mat- vælum, sem bændur framleiða. Vér frjálshyggjumenn höfum marglagt til að bændur verði, eins og þaö er kallaö, „skornir niður“ og auövitaö þarf ekki frjálshyggjumann til aö sjá þaö í hendi sér aö landbúnað á aö leggja niður á íslandi úr því ekki er hægt aö græða á honum, heldur aöeins tapa. íslendingar eiga að einbeita sér að því sem hægt er aö græöa á svosem vídeóleigum, sprúttsölu, hjálpartækjum ástarinnar, diskótek- um, feguröarsamkeppnum, auglýsingum, lakkrískaramellum og skafís. Eöa þaö hyggjum vér frjálshyggjumenn. Nú ber aö vísu aö hafa orö á því að lausn á vanda bænda virðist í sjónmáli. Offramleiðsla er semsagt það böl sem bændur hafa verið hvaö þrúgaðastir af að undanförnu, en nú hefur stéttarsamband þeirra fundiö þjóöráö til aö bæta þaö böl og í samráði viö stjórn Bændahall- arinnar, sem er Hótel Saga m.m. í frétt frá Stéttarsambandi bænda í vikunni er semsagt frá því skýrt aö verið sé aö taka í gagn- iö sumar- og orlofshús fyrir bændur. Þá fylgir fréttinni aö bændur meö búsetu á Hótel Sögu hafi á síðasta ári fengið á aöra miljón í afslátt og aö sá háttur verði áfram hafður á. Hér var sannarlega uppfundið geníalt þjóö- ráö til aö koma í veg fyrir offramleiðslu á af- urðum bænda. Hafa þá bara í sumar- og orlofs- húsum frá því að sauðburður hefst og þar til slætti lýkur. Og um fengitímann búi þeirsvo á Hótel Sögu í góöu yfirlæti og fyrir slikk í vindlingum, viskíi og villtum meyjum. Já, á Sögu geta þeir meira aö segja unað glaöir við sitt allt svartasta skamm- degiö, því þaö er nú einu sinni staöreynd aö mannskepnan er blæsma allan ársins hring öfugt viö sauðkindina. Þegar búið er aö leysa offramleiðsluvanda bænda meö þessum hætti skulu menn sanna til aö kjöt- og smjörfjöll hverfa eins og dögg fyrir sólu og ef til vill væri ráölegast fyrir stjórnvöld að leysa efnahagsvanda íslensku þjóöarinnar með svipuöum hætti. Reagan og Axlar-Björn Fyrir skömmu bárust sögu- sagnir af því aö Ronald Reag- an forseti Bandaríkjanna væri mögulega kominn af íslensk- um ættum. Þótti mönnum ýmsum þá sýnt, aö hann hlyti þá aö vera húnvetningur, og um það birtist vísa í Þjóöviljan- um fyrirskömmu. Húnvetning í hópi lesenda þótti þá heldur vegiö aö sér og héraös- mönnum sínum og taldi mun réttar aö Reagan væri af öðru fólki kominn. Því til skýringar sendi hann með þessa vísu um uppruna hins herfíkna forseta: Herdýrkandi heiminn sér í hillingum, þótt fjörid stirdni, hæglega gæti ég hugsað mér, hann væri kominn af Axlar- BirniM Merkið nýja kratanna í matarhléi í fjölmennri ríkis- stofnun, þarsem Alþýöuflokk- urinn hefir lengst af átt sterk ítök var aö sjálfsögöu mikið rætt um 70 ára afmæli flokks- ins, sögu hans, þróun og framtíð. Lítiis fagnaöar gætti í þeim umræðum flokks- manna. Eftirfarandi staka, sem ort var við eitt „krata- boröið" sýnir Ijóslega viöhorf og hug þess fólks, sem lengst og best hefir lagt flokknum liö á liönum árum til þeirrar hent- istefnu og pólitísku koll- steypu, sem þar er nú unnið skipulega aö: / staðinn fyrir Vimma rósir rauðar rís merkið nýja: „ drullusokkur- inn“. Hrapps-eðlið ræður, hugsjón- irnar dauðar, hegningin biður, - gapastokkurinnM Ár ballöðunnar Margir hafa haft orö á því aö valið á laginu í Evrovison keppnina hafi veriö umdeilan- legt. Á götunni eru flestir sannfæröir um aö Vögguvísa Ólafs Hauks Símonarsonar hafi boriö af, sem besta lagið. En þeir sem segjast skilja hvers vegna þaö var ekki fyrir valinu, útskýra málið á þann veg, aö lögin sem sigur- strangleg þykja séu ekki jafn ballööukennd og Vögguvísa, þessvegna hafi þaö lag ekki orðið fyrir valinu. Þjóðviljinn fregnaði að umboðsmaður BobbySocks hafi fylgst með íslensku forkeppninni og hann hafi haft á orði að þarna heföi vantað atvinnumenn í Evrópupoppi, vegna þess að í árværi einmitt „ár ballööunn- ar“ - og Vögguvísa heföi í því tilliti veriö sigurstranglegasta lagiö.B Tilviljun? í vikunni kunngerði Ríkismat sjávarafuröa niöurstööu sína á gæðakönnun á fiskafla sem barst á land vikuna 8.-13. mars sl. Þaö sem vakti mesta athygli viö gæðakönnunina var aö þær verstöðvar, þar sem andstaðan gegn kvóta- 2 SÍOA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 23. mars 1986 Sá „heiður“ sem forsætisráö- herra Steingrímur Her- mannsson er svo óspar á aö veita mönnum vítt og breitt um heiminn með nærveru sinni fer nú að verða heldur vafa- samur. íslenska landsliðið í handknattleik vann hvern leikinn á fætur öörum í Sviss á dögunum, þar til Steingrímur mætti og „heiöraöi" liðiö meö nærveru sinni. Eftir þaö töp- uðust allir leikir þess. Steingrímur heilsaöi uppá Alusuisse-menn 0g „heiöraði" þá með nærveru sinni. Hann var vart fyrr kom- inn heim en fréttir bárust af því aö Alusuisse væri farið á hausinn og svissneskir bank- ar að reyna aö bjarga félaginu frá gjaldþroti. Nú biöja menn alla góöa vætti að forða þeim verstöövum þar sem best veiöist um þessar mundir frá „heiðri". ■ kerfinu er hvaö mest, koma lang best út í könnuninni. Staðir eins og Tálknafjörður, Patreksfjörður, Hellissandur, Ólafsvík og Grundarfjöröur bera af hvað gæöum aflans viökemur. Á þessum stöðum er það fullyrt af sjómönnum aö lélegum fiski sé hent til aö rýra ekki kvótann. Halldor Arnason forstjóri ríkismats- ins baö menn aö taka ekki of mikið mark á þessari fyrstu könnun. Flestir telja hinsveg- ar aö mest mark sé takandi á þessari könnun vegna þess aö enginn vissi um hana í ver- stöðvunum. Hér eftir veröur könnunin framkvæmd viku- lega og nú vita allir af henni og haga sér ef til vill öðruvísi. ■ Óheillakráka

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.