Þjóðviljinn - 23.03.1986, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 23.03.1986, Blaðsíða 8
SUNNUDAGSPISTILL Þjóðviljinn, sagan verkalýðshreyfingin og Guömundur J. Guömundsson, formaöur Dagsbrúnar, skrifaöi grein hér í blaðið á miðvikudag- inn og var meira en óhress með skrif þess um verkalýðsmál og kjarasamninga. í hita ritdeilunn- ar leggur hann þunga áherslu á það, að áður fyrr hafi ríkt annað ástand og betra í samskiptum verkalýðshreyfingar og Þjóðvilj- ans. Grein hans byrjar reyndar á þessum orðum hér: „Sú var tíð á landi hér, að verkalýðsfélögin áttu sér mál- gagn. Málgagn þetta, Þjóðvilj- inn, barðist ævinlega við hlið verkalýðsfélaganna, túlkaði við- horf þeirra og afstöðu í hinu stríð- andi lífi". í framhaldi af þessu segir Guð- mundur, að nú sé ekki aðeins gjá „heldur heilt úthaf" á milli skrifa Magnúsar Kjartanssonar um verkalýðsmál og þess sem nú tíðkast á Þjóðviljanum. I þeim línum sem hér fara á eftir vil ég helst komast hjá því að gerast „dómari í eigin sök“ okkar Þjóðviljamanna. En ég tel rétt að gera nokkrar athugasemdir við þá túlkun á sögu þessa blaðs sem fram koma í skrifi Guðmundar J. Guðmundssonar. Vilji menn skilja samtíðina er óhollt að ganga um með einfalda óskmynd af fortíðinni. Hvers konar málgagn? Það er nefnilega ekki rétt hjá Guðmundi að „verkalýðsfélögin á landi hér“ hafi átt sér málgagn þar sem Þjóðviljinn var. Hvort sem mönnum líkar betur eða verr, var Þjóðviljinn aldrei mál- gagn skipulagðrar verkalýðs- hreyfingar sem slíkrar. Sá sem blaðar í þessum bráðum fimm- tuga málgagni kemst fljótt að raun um það, að blaðið er í um- fjöllun um verkalýðsmál málgagn þeirra sem lengst vilja ganga. Þeirra ósáttfúsu. Þjóðviljinn er málgagn sósíalistanna og þeirra sem samleið eiga með þeim í kjaradeilum. Það þýðir um leið, að á frægum verkfallaárum er Þjóðviljinn í slag við verulegan hluta verkalýðsfélaganna eða oddvita þeirra. I hinum fræga gerðadómsslag árið 1942 er ekk- ert algengara en að kenna „fimmtu herdeild atvinnurek- enda" um allt það sem miður fer. Þeir sem þá og síðar voru hneigð- ir fyrir málamiðlun við valdhafa voru hiklaust kallaðir kvislingar eða eitthvað í þeim dúr. Tökum dæmi af desemberverkfallinu 1952. Þjóðviljinn reiknar upphaf- legar kröfur þeirra mörgu verka- lýðsfélaga sem í því stóðu til 28% kjarabóta. Blaðið metur svo það sem um var samið á 10-12% ; kjarabætur og lætur uppi megna óánægju. í útleggingu blaðsins í forsíðuuppslætti er þessi niður- staða útskýrð með því að „upp- gjöf og svik einstakra Alþýðu- flokksmanna valda því að fullur sigur vannst ekki“. Breytt ástand Nei - Þjóðviljinn var ekki mál- gagn verkalýðsfélaga eins og þau eru fjölmenn til. En á hverju ári fór hann í mikinn kosningaslag fyrir sósíalista og samherja þeirra í verkalýðsfélögum - því í þann tíð var tekist hart á um stjórnir flestra félaga og fulltrúa á þing Alþýðusambandsins. Og túlkun blaðsins er alltaf á sama veg: okk- ar menn vilja leiða alþýðuna fram til sigurs, en hinir tefja fyrir - yfirleitt af hinum verstu hvöt- um. í leiðara um ASÍ frá því í maí 1958 segir, að „við verðum að horfast í augu við þær veilur sem eru í samtökunum" og að „menn sem túlka málstað atvinnurek- enda eiga ekkí að geta þrifist í einu einasta félagi, allra síst í for- ystu þeirra“. Svo gerist það í áföngum á sjö- unda áratugnum, að forystu- menn verkalýðsfélaganna koma sér niður á það, að heppilegast sé að ASÍ sé rekið með þverpólit- ísku þjóðstjórnarfyrirkomulagi. Ekki hefi ég séð þess merki að Þjóðviljinn hafi dæmt þá þróun á einn veg eða annan í ritstjórnars- krifum. Hitt er víst, að eftir að þessi breyting var um garð gengin skrifaði blaðið minna um verka- lýðsmál en áður. Ekki hefur það stafað af því að menn á blaðinu týndu niður áhuga sínum á því að taka undir við róttækni í verka- lýðshreyfingu. Hitt réði mestu, að þeir sem að verkalýðsmálum störfuðu, töldu sig miklu síður en áður þurfa á því að halda, að viðra sínar hugmyndir í pólitísku blaði. Þjóðstjórnarfyrirkomulag- ið þýðir líka að menn hafa í vax- andi mæli tilhneigingu til að vísa frá sér pólitískum útleggingum á því sem gerist í verkalýðsfélög- um, telja þær óþarfar eða skað- legar fyrir það sem nefnt hefur verið fagleg samstaða. Kjaraskerðing 1968 Sú þróun sem gerðist á vett- vangi ASÍ á sjöunda áratugnum hafði það líka í för með sér að samskipti sósíalista í verkalýðs- \ hreyfingunni og Þjóðviljans urðu önnur og erfiðari en verið hafði. Og vegna þess að Guðmundi J. Guðmundssyni finnst ástæða til að geta þess sérstaklega, hvernig Magnús Kjartansson ritstjóri leysti þann vanda, þá er ekki úr vegi að rifja hér upp eina sögu. Sagan er af því, að í nóvember 1968 samþykkti miðstjórn Al- þýðusambands íslands einróma (og þá með atkvæðum Dagsbrún- armanna og annarra sósíalista) ávítur á Þjóðviljann fyrir skrif hans um verkalýðsmál - nánar til- tekið fyrir skrif Magnúsar Kjart- anssonar um viðbrögð ASI við gengisfellingu og kjaraskerð- ' ingu. Um það leyti var nýbúið að gera Alþýðubandalagið að form- • legum stjórnmálaflokki - að undangengnum miklum átökum, sem höfðu það meðal annars í för með sér, að Hannibal Valdi- marsson og Björn Jónsson sögðu skilið við flokkinn. Hannibal var forseti Alþýðusambandsins og Björn líklega honum næstur að áhrifum í miðstjórn þess. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks- ins og Alþýðuflokksins boðaði þá efnahagsráðstafanir sem Þjóð- viljinn túlkaði á þann veg, að ætl- ast sé til þess að launafólk þoli 20% kjaraskerðingu bótalaust um leið og heimiluð sé aukin verslunarálagning. Og sé fulltrú- um ASÍ og BSRB ætlað það auma hlutverk að vera einskonar gíslar í verðlagsnefnd, sem í raun- inni geti engum kjaravörnum við komið. í framhaldi af þessu fór Magnús Kjartansson í skrifum sínum í Þjóðviljanum mjög hörð- um orðum um umæli Hannibals og Björns í þá veru, að nú væri ekki raunhæft að heimta kauphækkanir og kannski eins gott að flytja kjarabaráttuna yfir í verðlagseftirlitið. Fordœming miðstjórnar Miðstjórn ASÍ tók skrif Þjóð- viljans fyrir á fundi og gerði sam- þykkt sem í raun fól í sér ávítur á Magnús fyrir skrif hans um störf Björns Jónssonar í verðlags- nefnd. Samþykkt þessi var birt héríblaðinu 16. nóvember 1968- við hliðina á pistli eftir Magnús, Frá degi til dags, þar sem ritstjóri Þjóðviljans ítrekar gagnrýni sína. Sá pistill fylgir með hér á síðunni. Til marks um það að mönnum þótti sem mikil tíðindi væru að gerast má benda á forsíðu Þjóð- viljans þennan sama dag. Þar er það haft eftir Hannibal, forseta ASÍ, að kauphækkun sé ekki fær leið og í inngangi þessarar pólit- ísku fréttar segir: „Þjóðviljinn ber fram þá spurningu fyrir hönd íslensks launafólk, hvort þessi orð forsetans megi túlka sem álit miðstjórnarinnar - eða ef svo er ekki, hvort ekki sé sérstök ástæða til að gefa út gagnstæða yfirlýs- ingu, enda hefur miðstjórnin gef- ið út yfirlýsingu af minna tilefni“. Það þóttu mikil tíðindi að stjórn Dagsbrúnar samþykkti ávítur á Þjóðviljann á dögunum. Eins gott þá að muna eftir því, að þegar fyrir átján árum sameinað- ist miðstjórn ASÍ - sósíalistar, hannibalistar og aðrir - gegn rit- stjórnarskrifum Þjóðviljans. Frakkar segja „samanburður er ekki skynsamlegur" og víst var þá önnur tíð og annar pólitískur stíll. En engu að síður er ærin ástæða til að minna á þetta hér: misklíðin stafaði af því, að hægristjórn skerti kjör með lögum og Þjóð- viljinn var á öðru máli en þeir sem réðu ferðinni í miðstjórn AI- þýðusambandsins um viðbrögð við þeirri uppákomu. „Þetta lakara samband" Sá ágreiningur sem uppi var 1968 leiddi ekki til pólitískra stór- vandræða. Menn geta sjálfsagt þakkað það persónulegum aga þeirra einstaklinga sem í hlut áttu. Hinu mega menn ekki gleyma: yfirlýsingar og rit- stjórnarskrif á haustinu 1968 voru endurspeglun á nýju ástandi innan hinnar skipulegu verka- lýðshreyfingar - og sú nýja staða þýddi það m.a. að hinir merku samstöðudagar blaðs og verk- fallshreyfingar frá árinu 1955 hafa ekki komið aftur. í viðtali við Þjóðviljann á fert- ugsafmæli blaðsins haustið 1976 rifjar þáverandi formaður Dagsbrúnar, Eðvarð Sigurðsson, upp þessa góðu daga og sér eftir þeim. „Samvinnan nú milli blaðs- ins og forystumanna verkalýðs- félaganna er ekki svipað því jafngóð og hún var á þeim tíma sem hér er verið að lýsa“ segir hann. Eðvarð ber fram sínar skýringar á þessu: Þjóðfélagið er breytt, Þjóðviljinn hefur ekki ætlað ákveðnum blaðamanni þáð sérstaka verkefni að skrifa um verkalýðsmál. Eðvarð er líka til í þá sjálfsgagnrýni að „við erum kannski ekki nógu vakandi fyrir því að gefa blaðinu upplýsingar". Síðan segir hann: „En þetta lakara samband Þjóðviljans og verkalýðsh- reyfingarinanr verðum við að laga. Það er nauðsynlegt ef við ætlum að gera Þjóðviljann að virkilegu málgagni verkalýðs- hreyfingarinnar einsog hann hef- ur í sínum haus. Þetta verður að vera framkvæmd bæði blaðs, flokks og ekki síst okkar í verka- lýðsfélögunum og ég held að nauðsynlegt sé að við tökum þessi mál meira til umræðu og rannsóknar en gert hefur verið. Það er hættulegt ef þarna fer að verða gjá á milli og hver fer sínar brautir. Þjóðviljinn hefur verið og á að vera skipuleggjandi afl í verkalýðsbaráttunni. “ 8 SÍÐA - ÞJÖÐVILJINN Sunnudagur 23. mars 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.