Þjóðviljinn - 23.03.1986, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 23.03.1986, Blaðsíða 5
Sviðsljósið ITALIA fPIETRA LIGURE 'ALASSIO FERÐASKRIFSTOFAN Jacques Chirac Verðandi forsœtisráðherra Frakklands á erfiðan línudans fyrir höndum. Borgarstjórinn í París hefurfyrirlöngu tekið stefnuna á forsetaembœttið Þegar þetta er skrifað á fimmtudegi situr Jacques Chirac, leiðtogi franskra gaullista, áfundi með Francois Mitterrand forseta og ræðir við hann um framtíð franskra stjórnmála sem sjaldan hefurveriðjafnóljós og einmitt nú. Forsetinn hefur beðið þennan pólitíska andstæðing sinn að deila með sér völdum næstu tvö árin. Það gæti reynst snúið. Sam- kvæmt þeirri hefð sem Charles de Gaulle skapaði um forsetaemb- ættið eftir stofnun fimmta lýð- veldisins árið 1958 er forseti Frakklands mjög valdamikill. Auk þess að útnefna forsætisráð- herra hefur forsetinn síðasta orð- ið í tveimur mikilvægum mála- flokkum: utanríkis- og varnar- málum. Mitterrand hefur látið það ótvírætt í ljósi að hann ætli sér að halda þessum völdum út kjörtímabil sitt en því lýkur árið 1988. Hann segist ekki ætla að takmarka starfsemi sína við að opna blómasýningar. Taki Chirac útnefningu Mitt- errands sem forsætisráðherra blasir við honum erfiður línu- dans. Hinir hefðbundnu hægri- menn fengu ekki nógu afgerandi meirihluta á þinginu svo þeir neyðast til að leita eftir málamiðl- unum. Málamiðlanir eru ekki það sem gerir stjórnmálamenn vinsæla í augum kjósenda og því óttast Chirac að mikil eftirgjöf, h vort sem er gagnvart sósíalistum eða nýfasistum Le Pen, geti gert draum hans um að verða forseti Frakklands árið 1988 að engu. Lœrisveinn Pompidou Jacques Chirac er 53 ára að aldri, kominn af auðugri fjöl- skyldu frá héraðinu Correze í Mið-Frakklandi. Hann gegndi herskyldu eins og aðrir ungir frakkar og barðist í Alsír. Reyndar ber hann enn höfuðs- mannstign í varaliði franska hers- ins. Hann stundaði nám í einum helsta embættismannaskóla Fra- kklands, Ecole Nationale dÁ- dministration, áður en hann hellti sér út í pólitíkina. Innreið sína á stjórnmálasviðið hélt Chirac undir verndarvæng George Pompidou forseta, þeini sem fundaði með Nixon á Kjar- valsstöðum um árið. Á þeim árum var Chirac landbúnaðar- ráðherra og vakti athygli fyrir harða málafylgju á vettvangi Efnahagsbandalagsins þar sem hann varði hagsmuni franskra bænda af kröftum. Að Pompidou burtgengnum var flokkur gaullista í sárum og Chirac var ljóst að frambjóðandi hans, Jacques Chaban-Delmas (sem Mitterrand vill nú fá fyrir utanríkisráðherra að því er sagt er), hafði enga von um sigur. Hann söðlaði því um, lýsti stuðn- ingi við Valery Giscard dÉstaing og hvatti flokksbræður sína til hins sama. Giscard vann kosning- arnar og launaði Chirac stuðning- inn með því að gera hann að for- sætisráðherra árið 1974. Ekki varð valdatíð Chiracs löng því hann sagði af sér eftir tvö stormasöm ár 1976. Árið eftir bauð Chirac sig fram til borgar- stjóra í París, gegn frambjóðanda Giscards forseta, og hefur gegnt því embætti síðan. Erfið sambúð Eins og áður segir getur það reynst Chirac erfiður biti í háls að stjórna Frakklandi með Mitter- rand á bakinu. Hægrimenn eru klofnir í afstöðu sinni til „sam- búðar" með sósíalískum forseta, nokkur hópur þingmanna undir forystu Rayntond Barre fyrrum forsætisráðherra vill ekki sjá slíka sambúð og krefst þess að Mitter- rand segi af sér. Hætt er við því að margir kjósendur hægriflokka séu sammála Barre og félögum og séu ólíklegir til að greiða Chir- ac atkvæði í forsetakosningum ef þeir telja hann hafa sýnt sósíalist- um of mikla undanlátssemi. En Chirac þarf etv. ekki að ör- vænta. Títtnefndur Barre tók við af honum sem forsætisráðherra árið 1976 og tókst að klúðra mál- um svo rækilega að þegar hann lét af embætti eftir stórsigur sós- íalista árið 1981 var hann óvin- sælasti stjórnmálamaður Frakk- lands samkvæmt skoðanakönn- unum. Síðan hefur vegur hans vaxið og nú er hann talinn einna líklegastur til að hrifsa forseta- embættið úr höndum sósíalista. Jacques Chirac er vissulega umdeildur stjórnmálamaður. Hann þykir hrjúfur í framgöngu og jafnvel hrokafullur. Stuðn- ingsmenn hans segja að það beri vitni um skýra hugsun og dirfsku en andstæðingarnir segja hann vera skapbráðan og stjórnsaman. Hann hefur einnig verið sakaður uni hentistefnu og jafnvel launráð. En engum dylst að mað- urinn er hreint ótrúlega starfs- samur né heldur að pólitískur metnaður hans á sér lítil tak- rnörk. Þeir sem best þekkja hann segja að undir hrjúfu yfirborðinu leynist viðkvæm sál með áhuga- mál eins og kínverska myndlist, franska ljóðlist og antikhúsgögn. Sagt er að á unga aldri hafi hann hneigst til vinstri og um skeið hafði lögreglan hann á skrá sem hættulegán vinstrimann eftir að hann undirritaði mótmælaskjal gegn kjarnorkuvopnum á sjötta áratugnunt. Pegar hann komst til metorða var sú skrá þó eyðilögð. Jarðýtan Chirac Það er ekki hin viðkvæma sál né heldur fagurkerinn sem eru mest áberandi einkenni á verð- andi forsætisráðherra Frakk- Jacques Chirac þykir hrjúfur i framgöngu og deila menn um hvort það béri aö túlka sem dirfsku eða ofríki. lands. Sú mynd sem frakkar hafa af honum er af eirðarlausu, keðjureykjandi orkubúnti sem hefur ekki síst komist áfram í pó- litík út á hæfileika sinn til að taka skjótar ákvarðanir og fylgja þeim eftir. Pólitískur lærifaðir Chiracs, Pompidou forseti, gaf honum viðurnefnið „Jarðýtan" og sagði einhverju sinni að ef hann vildi láta grafa jarðgöng milli skrif- stofu sinnar og heimilis á einni nóttu myndi liann fela Chirac verkið. Jacques Chirac gekk í hjóna- band árið 1956 og er eiginkona hans sendiherradóttirin Chodron de Courcel. Þau eiga tvær dætur. —ÞH/reuter ITALSKA RWIERAN ITALSKA RIVIERAN Glæsileika Rivierunnar hafa aðrir staðir reynt að næla sér í með þvi að fá nafnið að láni að sjálfsögöu til þess að villa fólki sýn. En sam- kvæmt Encyclopedia Brittanica er hin eina sanna Riviera ströndin milli La Spezia á Ítalíu og Cannes i Frakk- landi. Þar höfum við það. Verð frá kr. 23.000 i 3 vikur. ÆVINTÝRA SIGLING Gott tækifæri fyrir hresst fólk á öll um aldri og áhugafóik um siglingar. 19 dagar um borð i nýjum 32-36 feta seglbátum (sem eru búnir öllum þægindum) og síðan svifió seglum þöndum til Korsíku — Sardiniu Elbu og aftur til Finale Ligure. FRÁ KR. 23.000.- í 3 VIKUR BERIÐ SAMAN OKKAR VERÐ OG ANNARRA GARDAVATN Hið undurfagra Gardavatn er staðurj sem sló í gegn (fyrra. Kjörinn staðurl fyrir þá sem vilja geta treyst þvi aðí fá gott veður þegar þeir dvelja meöj fjölskyldunni í sumarhúsi. Fyrirl yngri kynslóðina, Gardaland einn stærsti skemmtigarður ítaliu ogj Caneva vatnsleikvöllurinn. Verð frá kr. 28.200. ..PPSEL.T RIMINI Ströndin á Rimini er ein af þeim allra bestu. Og skemmtanalifið er við allra hæfi. Dansstaðir með lif- andi tónlist eru víða og urmull af diskótekum. Þeir sem ekki dansa fara í tívoli, sirkus eöa á hljómleika. Skoðunarferðir til Rómar, Flórens og fririkisins San Marinó, þar sem allt er toilfrjálst. Verð frá kr. 24.000 3 vikur. LÚXUSLÍF Á SJÓ Með hinu glæsilega gríska skemmti-| ferðaskipi La Palma. Siglt frá Fen- eyjum suður Adríahaf. Viðkomu- staðir eru Aþena, Rhodos, Krit,| Korfu og Dubrovnik. Um borð er! m.a. næturklúbbur, diskótek, spila- víti, sundlaug o.m.m.fl. Verð frá kr. 48.500. SIKILEV Sigling og dvöl f sérflokki. Gist áj Hótel Silvanetta Palace f Milazzo. Öll herbergi með loftkælingu. Frá- bær aðstaöa, einkaströnd, sund- laug, tennisvellir, diskótek, sjóskiði, árabátar, hraöbátar, o.fl. o.fl. ís- lenskur fararstjóri. Fullt fæði. Verð frá kr. 47.800 í 3 vikur. GENOVA TÍL PiETRA ER CA. 45 MIN. AKSTUR. La Spezia SIMI 297 40 OG 62 1740 ypTerra LAUGAVEGI 28, 101 REYKJAVIK ÞAÐ ER VISSARA AÐ LATA BOKA SIG SEM FYRST ÞVÍ ÞESSAR FEROIR FARA FLJÓTT Á ÞESSU VERÐI. Sunnudagur ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 STAÐFESTINGARGJALD MA AÐ SJALFSOGÐU GREIÐA MEÐ VISA EÐA EURO.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.