Þjóðviljinn - 23.03.1986, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 23.03.1986, Blaðsíða 17
FRÉTTASKÝRING Það er engin spurning Á ráðstefnu samtaka félags- málastjóra um fátækt á íslandi sem haldin var um síðustu helgi komu fram í dagsljósið margvís- legar upplýsingar sem almenn- ingi hafði ekki verið kunnugt um áður. Niðurstaða ráðstefnunnar, sem boðuð var undir nafninu Fá- tækt á íslandi?, er í stuttu máli sú að óhætt er að fella í burtu spurn- ingarmerkið sem fylgir yfirskrift ráðstefnunnar. Sú staðreynd ein að um fjórð- ungur heimila á íslandi lifir á tekjum sem eru undir hinum svokölluðu fátæktarmörkum nægir til þess að fella í burtu spurningarmerkið. Þessi niður- staða kom fram í rannsókn Sig- urðar Snævarrs hagfræðings en fátæktarmörkin reiknaði hann út frá útgjöldum vísitölufjölskyld- unnar, þ.e. 60% af útgjöldum hennar. Samfara aukinni fátækt í kjöl- far verulegrar kjaraskerðingar síðustu ára hefur bilið á milli hinna efnaminni og efnameiri aukist. I rannsókn Stefáns Ólafs- sonar félagsfræðings kemur fram að launaskriðið sem er svar markaðarins við kjaraskerðing- unni kemur að rnestu leyti há- launafólki til góða en láglauna- KRISTÍN ÓLAFSDÓTTIR fólkið situr eftir sem áður á kauptöxtunum. Pað að yfirborg- anir til verkafólks árið 1984 hafi verið 5% á dagvinnulaun á með- an skrifstofustólk og stjórnendur fengu 45-95% á sín dagvinnulaun segir mikið í þessu sambandi. Þess má geta að í sömu rannsókn og Stefán byggir á varðandi yfir- borganir til skrifstofufólks og stjórnenda kemur í ljós að veru- legur munur er á yfirborgunum til karla og kvenna. Jafnframt er munur á yfirborgunum til karla og kvenna meðal verkafólks en samkvæmt upplýsingum frá kjar- arannsóknanefnd reyndist launaskriðið hjá körlum innan ASÍ vera 20 sinnum hærra en hjá konum. Takmarkað launaskrið hjá verkafólki breytir þó ekki þeirri staðreynd að dagvinnulaun verkafólks og annarra láglauna- hópa nægja ekki til þess að fleyta fólki yfir fátæktarmörkin. Endar nást einfaldlega ekki saman með dagvinnulaunum einum saman og vandamálinu er því mætt með yfirvinnu þegar hana er að fá. í samantekt sem Ari Skulason hag- fræðingur vann upp úr launa- könnun sem gerð var á vegum Kjararannsóknarnefndar árið 1983, kemur fram að þeir sem lifa á tekjum undir fátæktarmörkun- um eru einmitt þeir sem reyna að framfleyta sér á dagvinnutekjun- um eingöngu. Þennan hóp fylla einstæðar mæður og barnmargar fjölskyldur, fólk sem aðstæðn- anna vegna getur ekki unnið yfir- vinnu en myndi eflaust gera það ef aðstæður leyfðu. Breytt samsetning f erindi Stefáns Ólafssonar kom fram að það væri bein fylgni milli rýrnunar kaupmáttar og fjölgunar þeirra sem leita fjár- hagsaðstoðar hjá sveitarfélögum. f Reykjavík fjölgaði styrkþegum félagsmálastofnunar um 30% á árunum 1982-84, en í raun er þessi tala hærri fyrir það að á bak við marga styrkþega eru fjöl- skyldumeðlimir sem ekki eru skráðir. Fjölgun styrkþega segir ekki alla söguna því fjöldi þeirra sem leita hjálpar en fá hana ekki fer líka vaxandi samkvæmt upplýs- ingum hjá fulltrúum starfandi á félagsmálastofnunum. Félagsleg samsetning hópsins hefur jafn- framt breyst. í auknum mæli leitar fullvinnandi fólk s.s. opin- berir starfsmenn og námsmenn og húsnæðiskaupendur eftir fjár- hagsaðstoð. Eftirspurnin lýsir sér best í því að biðtími á félagsmála- stofnunum hefur lengst og nú bíður fólk eftir fyrsta viðtali í allt að fjórar vikur. Tákn ástandsins í Reykjavík. Skömmtunarseðill. Niðurlœging Fjárframiag til félagsmála- stofnana hefur ekki aukist í sam- ræmi við vaxandi eftirspurn. Vandamálið hefur hins vegar ver- ið leyst með útbýtingu skömmtunarseðla til skjólstæð- inga en í Breiðholti er hlutfall þeirra sem fá slíka seðla 25% allra styrkþega. Að sögn félags- málstjórans þar neita fjölmargir að þiggja hjálp í þessu formi vegna þeirrar takmarkalausu niðurlægingar sem felst í því að þurfa að framvísa seðlunum í verslunum. Ölmusan verður al- gjör. Það er Ijóst að skömmtun- arseðlarnir leysa heldur ekki all- an vanda, ekki er t.d. hægt að borga leigusalanum með skömmtunarseðli en það hefur komið fram hjá þeim Gu'ðrúnu Ágústsdóttur og Gerði Steinþórs- dóttur að það sé ekki óalgengt að fólk missi íbúðir sem það hefur tekið á leigu þar sem ekki hefur reynst kleift að greiða því aðstoð- ina fyrirfram, eins og lög gera ráð fyrir. En fátæktin er ekki aðeins mæld í krónum. Félagslegar af- leiðingar kjaraskerðingarinnar birtast á öllum sviðum mannlegs lífs og síst hafa börnin farið var- hluta af þessari þróun. Alvar- legum barnverndarmálum fjölg- aði á árunum 1982-84 um 95%, Þó ekki liggi fyrir nýrri tölur um alvarleg barnaverndarmál er allt sem bendir til þess að fjölgunin sé miklu meiri á tímabilinu frá 1984 fram að deginum í dag. Að sögn forstöðukonu vistheimilis barna á Dalbraut hafa öll pláss vist- heimilisins verið fullskipuð frá áramótum og heimilið annar ekki eftirspurn. A tímabilinu fyrir ára- mót var heimilið sjaldnast full- skipað. Kaupmáttar- rýrnunin Félagsmálafulltrúi hafði um þetta ntál eftirfarandi að segja í samtali við Þjóðviljann: „Kaup- máttarrýrnunin undanfarin ár hefur leitt til þess að annars vegar lengist vinnudagur hjá fólkinu og hins vegar fara báðir foreldrar í nteiri vinnu utan heimilis. Það gefur auga leið að þetta leiðir til þess að fleiri hafa leitað eftir daggæslu, umönnun fyrir gamal- menni sem áður voru í heimili hjá börnum sínum og eftir annarri þjónustu. Jafnframt hefurmálum fjölgað sem varða börn, sem eru tilfinningalega og félagslega van- rækt vegna vinnuþrælkunar for- eldranna. Við sem vinnum á fél- agsmálastofnunum höfunt vax- andi áhyggjur af því, að börnin verða illa úti í þessari þróun, bæði húsnæðisvandinn og vinnuþrælk- unin, streita sem fylgir fjárhagsá- hyggjum valda því að foreldrar verða óhæfir uppalendur. Börnin fá ekki athygli sem þau þurfa né þá umönnun foreldra sem verður að koma til, - foreldrarnir eru einfaldlega ekki aflögufærir hvorki tilfinningalega né félags- lega. Ég er ansi hræddur um að börnin séu að verða algerlega undir - og þá erum við komin að hinni nýju fátækt sem ekki verður einungis mæld í krónum," sagði félagsmálafulltrúinn. - K.Ól. Leiðari Fátœktin á íslandi Það setti ugg að mörgum landsmönnum þegar fregnir bárust af ráðstefnu félagsmálastjóra um fá- tækt á íslandi sem haldin var um sl. helgi. Flestir vissu að einhver fátækt væri í landinu, en að svo margir væru álitnir búa við fátæktarmörk, kemur flestum á óvart. En það segir einnig stóra.sögu að haldin skuli fjölmenn ráðstefna um fátækt á íslandi á því herrans ári 1986. Á ráðstefnunni voru færð rök að því, að um fjórð- ungur heimila á landinu hefðu tekjur við eða undir fátæktarmörkum, - eða yfir 20 þúsund heimili. At- hyglisvert er að í erindi Páls Skúlasonar og máli fleiri manna kom fram sú skoðun, að skýrgreina ætti hug- takið fátækt víðfeðmar en alla jafna er gert, þ.e. að fólk hafi í sig að eta og klæði um kroppinn. Ólafur Ólafsson landlæknir sagði rannsóknir sýna fram á að heilsufar landsmanna fari eftir félagslegri stöðu þeirra; ófaglærðir og verkafólk væri lang verst sett. Þetta kemur auðvitað ekki á óvart, en þegar einnig er sýnt fram á að heilsufar þeirra sem betur eru settir hafi versnað, þá mega menn líta þessa viðvörun alvarlegum augum. Vinnustreita meðal háskólamenntaðra og atvinnurekenda hefur aukist um 45% á tæplega tuttugu árum. En fátækt er mest áberandi meðal sjúklinga og einstæðra mæðra. Og því þjóðfélagsástandi sem nú er við lýði á íslandi er máske best lýst með þeim orðum landlæknis, að ef fólk á að komast sæmilega af þurfi það að vinna mikið og vera heilsuhraust. En það eru ekki einungis sjúklingar og einstæðar mæður sem lifa við og undir fátæktarmörkum á ís- landi. Barnmargarfjölskyldurbúa við mjög slæm kjör og fylla hóp þeirra efnaminnstu, sagði m.a. í erindi Ara Skúlasonar. Og Stefán Ólafsson lektor sýndi fram á, að láglaunahóparnir, bæði á félagssvæði ASÍ og BSRB hafi orðið verr úti; á launatöxtunum berum, meðan þeir sem hærri laun höfðu fyrir hafa notið launaskriðs. Þá er ótalinn sá hópur sem er fjölmennari en margir hyggja, þ.e. húsnæðiskaupendur síðustu ára. Það er nánast sama hvaða stétt það fólk til- heyrir, þegar kemur að misgengi lána og launanna hefur það flest lent mjög illa úti. Enda segja starfs- menn félagsmálastofnana að húsnæðiskaupendur hafi í auknum mæli leitað ráðgjafar og aðstoðar fé- lagsmálastofnana síðustu árin. Tekjur eru afstætt hugtak, og fátæktarmörk geta aldrei orðið ein endanleg tala. Niðurstöður í hús- næðiskönnun ungs fólks sem félagsvísindadeild gerði fyrir nokkru, leiddi í Ijós, að meðalgreiðslubyrði þeirra sem keyptu húsnæði á síðustu 5 árum er 54% af fjöldskyldutekjum í vegna húsnæðiskostnaðar. Fyrir þetta fólk gefa jafnvel háar tekjur oft ranga mynd af raunverulegu ástandi fjölskyldulífs. Sífellt meira vinnuframlag, vinnuþrælkun foreldra leiðir óhjákvæmilega til þess að þau hafi minni tíma fyrir sjálfa sig, börn og fjölskyldu. Fjárhagsáhyggjurnar leika fólkið illa, oft svo illa að ekki verður um bætt. Þó tekjur hjá slíku fólki geti verið háar, þá er fátækt þess mikil, menningarleg fátækt, félagsleg fátækt sem er einnig grimmúðleg mynd þess þjóðfélags sem við lýði er á íslandi. Fólkið er niðurbeygt og niðurlægt á alla lund. Hinir fátæku fá skömmtunarseðla hjá Reykjavíkurborg, stimpil niðurlægingarinnar sem auðvitað er hægt að fjarlægja strax einsog fulltrúar minnihluta í félags- málaráði borgarinnar hafa krafist. Tölur gefa oft vísbendingu um raunverulegt ástand í þjóðfélaginu og það hefur verið upplýst að á tveim árum hefur skjólstæðingum félagsmálastofn- ana fjölgað um tugi prósenta. Það hefur einnig verið sagt frá því að tíðni sjálfsvíga á íslandi hafi aukist um 100%. Eftir hverju er verið að bíða? Prestar og geðlæknar hafa vaknað til vitundar um hina nýju fátækt og sagt opinberlega frá því hvernig fólkið er andlega leikið í þjóðfélaginu. Vonandi vakna fleiri til vitunar um þessa örbirgð, bæði fátæktina og sálræn skipbrot sem fórnarlömb hafa orðið að þola. Sú krafa er ekki síst gerð til stjórnmálaflokka, og þeirra sem taka pólitískar og efnahagslegar ákvarð- anir í landinu, að þeir viðurkenni í verki rétt allra einstaklinga til mannsæmandi lífs, þar á meðal rétt- inn til eðlilegs vinnutíma í stað vinnuþrælkunarinnar. ______________________________________________-óg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.