Þjóðviljinn - 23.03.1986, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 23.03.1986, Blaðsíða 19
Rokktónlist Komast ekki upp með hvað sem er Sœnskir útvarpsmenn kynntu sér íslenska rokktónlist og œtla að kynna hana meðal svía sem ekkert vita um íslenska tónlist íslensk rokktónlist er ekki ýkja þekkt á erlendri grund. „Venjulegursvíi veit ekkert um íslenska rokktóniist", segja þau Marianne Christensson og Erik Blixfrá sænska útvarpinu en þau voru hér á ferö nýlega til að viöa aö sér efni í tveggja tíma þátt um íslenska rokktóniist sem veröur fluttur á skírdag. Þau Erik og Marianne vinna hjá svæöisstöð sænska útvarpsins í Vaxjö í Suður-Svíþjóð og sjá uni tveggja tíma þátt á hverjum fimmtudegi. Þátturinn nefnist Rockdepartemang og í honum er einkunr flutt rokktónlist með ræt- ur í þjóðlegri tónlist. „Við reynuni að hafa eins nrikið af sænsku rokki og hægt er, bæði af plötum og upptökur frá tón- leikum. Einnigsitjum við fyrir út- lendum tónlistarmönnum sem eiga leið um Svíþjóð, tökum við þá viðtal og leikum tónlistina þeirra. Við höfum ekki nóg fjár- ráð til að geta elst við stórstjörnur en áttum td. viðtal við Simple Minds áður en þeir urðu of dýr- ir.“ Ienska tónlist. Kukl er etv. þekkt í litlum hópum og Mezzoforte hefur ekki náð sömu vinsældum í Svíþjóð og í Noregi og Dan- mörku. Kannski breytir Bubbi Morthens þessu. Hann er byrjað- ur að vinna með hljómsveitinni Imperiet sem er orðin geysivin- sæl. Bubbi nýtur virðingar hér sem tónlistarmaður eins og Impe- riet í Svíþjóð og báðir aðilar búa yfir mörgum góðunt hugmynd- um. Það gæti því ýmislegt gerst í samstarfi þeirra. En eins og er þekkir enginn Bubba í Svíþjóð", segja þau Marianne og Erik. Vonandi tekst þeim að gera ís- lenska rokktónlist þekkta meðal svía. Héðan fóru þau klyfjuð plötum og segulböndum með óútgefinni tónlist sent þau munu spila í þætti sínum á næstunni. „Svo langar okkur að bjóða Grafík í heimsókn. Við höfum ekki efni á að bjóða þeim út en við sögðum við þá að ef þeir ættu leið um Svíþjóð myndum við bjóða þeim í þáttinn og útvarpa tónleikum þeirra." —ÞH Erik Blix og Marianne Christensson frá sænska útvarpinu: „Fjarlægðin milli tánlistarmanna og áheyrenda er minni á íslandi en i Svíþjóð Mynd: E.Öt. J Góðir óheyrendur Upphafið að Islandsferð þeirra Erik og Marianne má merkilegt nokk rekja til danska þjóðhátíð- ardagsins í fyrra. „Við fengum þá hugmynd að fara til Danmerkur og kynna danska rokktónlist og fyrst við vorum farin af stað, því þá ekki að halda áfram og heimsækja Noreg, Finnland og fsland? Að vísu vitum við ekki enn hvort fjárveitingarnar nægja fyrir þessari ferð hingað en yfir- maður okkar er afar jákvæður og hvatti okkur til fararinnar." Hér á landi ræddu þau við tón- listarmenn, plötuútgefendur og fleiri og hlustuðu á reiðinnar býsn af íslenskri rokktónlist, bæði af plötum og spólum en einnig á tónleikum, td. fóru þau þrívegis í Roxzý. Og hvernig líkaði þeim? „Við höfum heyrt mikið af spennandi tónlist og það kom okkur á óvart að hér virðast tón- listarmenn ekki byggja mest á hefðbundnu rokki heldur er mikið af áhrifum frá nýbylgjunni, djassi og svo gera íslenskir tón- listarmenn miklar tilraunir. Fólk almennt virðist líka vera mjög meðvitað um tónlist og óhrætt við að gagnrýna. Tónlistarmenn komast ekki upp með hvað sem er. Það er minni fjarlægð milli tónlistarmanna og áheyrenda hér en í Svíþjóð þar sem poppstjörn- ur eru meiri stjörnur." Þau fóru einnig í Broadway og hlustuðu á Gunnarsbók og urðu hrifin, einkuni þó af áheyrend- um. „Þeir voru virkilega góðir, kunnu greinilega alla texta og sungu með af krafti. Það viröist hins vegar há ís- lenskum hljómsveitum hve lítill markaðurinn er og tækifærin fá til að leika opinberlega. Afleiðingin er sú að hljómsveitirnar eru alltaf að hætta og mannaskipti eru tíð, það er svo erfitt að halda böndun- um saman," segja þau. Hvað gerir Bubbi? „Svíar vita mjög lítið um ís- Kristinn Sigmundsson söngvari segir: „Af augljósum ástæöum verð ég að vanda valið. Ég verð að máta bíla til að ganga úr skugga um að þeir þrengi ekki að mér. Ég reyndi marga bíla af minni gerðinni áður en ég valdi Nissan Cherry. Hann er sá eini sem er nógu rúmgóðurfyrirmig. Ég mæli með Nissan Cherry." NISSAN Cherry“ IIIINGVAR HELGASON HF. ■ ■■ Sýningarsalurinn/Rauðagerði, simi 33560. Sunnudagur ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19 Tökum flesta notaða bíla upp í nýja.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.