Þjóðviljinn - 23.03.1986, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 23.03.1986, Blaðsíða 13
J.E. Asvall í ræöustól á fundi WHO á Hótel Sögu. Myndir: Jóhannes Long. Bólusetning dugir ekki lengur Norömaöurinn J.E. Asvall hefur um langt skeiö starfaö á vegum WHO og undanfarin ár veitt Evrópudeild stofnunar- innarforstööu en hún hefur aösetur í Kaupmannahöfn. Hann sagöi aö lengi vel heföu heilbrigðisstéttir taliö aö meö því að bæta þekkingu manna og hæfni til að vinna bug á sjúkdómum mætti útrýma þeim. Þessi viðhorf heföu hins vegar fariö að þoka fyrir nýj- um skilningi á hugtakinu heilbrigöi á síðustu 1 -2 ára- tugum. „Við höfum komist að þeirri niðurstöðu að hefðbundin lækning nægir ekki til aö tryggja heilbrigði almennings. Helstu heilbrigðisvandamál iðnríkjanna eru ekki þau sömu og fyrir einni öld. Það hafa komið upp nýir sjúkdómar og gegn þeim dugir engin bólusetning. Þetta eru meinsemdir á borð við hjarta- og æðasjúkdóma, krabbamein, streitu, slys, geðsjúkdóma og sjálfsmorð. Tíðni þessara mein- semda hefur vaxið hratt á þessari öld og læknavísindin ekki fengið rönd við reist. Við vitum hins vegar að með fyrirbyggjandi aðgerðum má draga verulega úr tíðni þessara nútímasjúkdóma. Spurningin er hvað við gerum með þá vitneskju því hún nýtist okkur lítið með óbreyttri heilbrigðisstefnu. Við þurfum að breyta stefnunni og grafast fyrir um rætur sjúkdóm- anna frekar en að einblína á lækningu.“ Saga fró Finnlandi „Flestar orsakir þessara mein- semda liggja í lífsháttum okkar. Við reykjum, horfum of mikið á sjónvarp í stað þess að hreyfa okkur, borðum of mikið af óholl- um mat og eigum í vaxandi vand- ræðum með samskiptin innan fjölskyldunnar. Þessum venjum verðum við að breyta og reynslan hefur sýnt að það er hægt og að það ber árangur.“ — Geturðu nefnt dœmi um ár- angur af breyttum lífsháttum? „Já, frá Kirjálahéraði í Finn- landi. Þarvarísamvinnu viðokk- ur hjá WHO gerð tilraun með að breyta lífsháttum fólks. Verkefn- ið stóð yfir í 10 ár og fólst í því að farin var upplýsingaherferð í fjöl- miðlum. Stjórnmálamenn voru virkjaðir, bæði þingmenn og full- J.E. Asvall yfirmaður Evr- ópudeildarWHO: Reynslan sýnir að það er hœgt að breyta lífs- venjum fólks og að það skilarséríauknuheil- brigði trúar í sveitarstjórnum. Það var leitað til sjálfboðaliða og fé- lagasamtaka sem skipulögðu heimsóknir í hvert hús og skól- arnir voru einnig teknir með. Árangurinn varð sá að lífs- hættir fólksins breyttust verulega og fyrir bragðið minnkaði tíðni dauðsfalla af völdum hjarta- og æðasjúkdóma um 30% í héraðinu og um 15% í öllu Finnlandi vegna þess að herferðin smitaði út frá sér. Fyrir utan það að ævi fjöl- margra lengdist og vellíðan fólks jókst þá hafði þessi herferð í för með sér umtalsverðan sparnað í rekstri sjúkrahúsa. Kostnaðurinn við herferðina nam sem svarar rekstrarkostnaði við V/2 sjúkra- rúm á hverja 100.000 íbúa sem hún náði til. Það er ekki há upp- hæð miðað við það að hér á Is- landi eru 1.700 sjúkrarúm á hverja 100.000 íbúa og hjarta- og æðasjúkdómar eru algengustu dánarorsakirnar.“ Hvað er hófleg hreyfing? „Það má tína fleira til sem styð- ur þá skoðun að breyttir lífshættir geti aukið líkurnar á langlífi og vellíðan fólks. í Bandaríkjunum er nýlokið mjög viðamikilli rann- sókn á áhrifum líkamshreyfingar á dánartíðni karlnianna. Rann- sóknin náði til 17.000 karlmanna sem voru stúdentar við Harvard háskóla á árunum 1916-50 og var þeim fylgt um langt árabil. Þótt könnunin hafi einungis náð til karla má telja sennilegt að niður- stöðurnar eigi eins við um konur. í stuttu máli var niðurstaðan sú að með hóflegri hreyfingu, þe. uþb. 2.000 hitaeininga eyðslu á viku sem samsvarar 30 km göngu eða tennis í 2-3 tíma, lækkaði tíðni dauðsfalla hjá mönnunum um fjórðung eða jafnvel þriðj- ung. Meðal eldri manna lækkaði hún enn meir, eða um helming. Hjá karlmönnum með of háan blóðþrýsting minnkaði hættan á dauða fyrir aldur fram urn helm- ing jafnvel þótt blóðþrýstingur- inn breyttist ekkert. Menn sem voru í sérstökum áhættuhópum, höfðu td. misst báða foreldra 56 ára eða yngri úr hjartasjúkdóm- um, gátu dregið úr hættunni á ó- tímabæru andláti um fjórðung með hóflegri hreyfingu. Þessi rannsókn sýnir ótvírætt að hófleg hreyfing er af hinu góða því auk þess að draga úr dauða- Ííkunum eykur hún vellíðan fólks og bætir skapið. Og það kom í ljós að það er aldrei of seint að byrja. Það er hins vegar ekki nóg að æfa mikið um tíma, eins og íþróttamenn gera meðan þeir eru ungir, og hætta svo alveg." Undraverðar framfarir — Um hyað snerist svo fundur- inn hér á íslandi? „Tilgangur hans var að ræða hvernig kynna má þessa nýju stefnu og fá þjóðirnar til að fram- kvæma hana. Til þess að ná því markmiði þarf verulega hug- myndaauðgi og það þarf að nota allar leiðir til að koma þessum nýju hugmyndum til almennings. Til þess að svo megi verða þurfa heilbrigðisyfirvöld að taka upp góð samskipti við fjölmiðla því allir nota fjölmiðla. Þeir geta gegnt tvíþættu hlutverki: annars vegar að miðla þekkingu og hins vegar að koma af stað umræðu um heilbrigðismál bæði stað- bundið og á landsvísu. Vonandi munu þessar hug- myndir breyta hinni hefðbundnu læknisfræði. Heilbrigðisstéttirn- ar verða að skoða hlutina í víðara samhengi og spyrja sig spurninga um árangur starfs síns. Þær mega líka velta fyrir sér þessari spurn- ingu þegar sjúklingur útskrifast eftir tveggja vikna legu á hjarta- deild: hvar vorum við í þau 20 ár sem sjúkdómurinn var að gerjast í manninum?" — Hvernig hafa ríkisstjórnir tekið í nýju hugmyndirnar? „Það hafa orðið undraverðar breytingar á afstöðu þeirra til hinsbetraásíðustu4-5árum. Það er fyrst og fremst spurning um pólitískan vilja hvort þessari stefnu verður hrint í framkvæmd. Við hjá WHO komumst að þeirri niðurstöðu á sínum tíma að nauðsynlegt væri að móta sam- eiginlega heilbrigðisstefnu fyrir alla Evrópu. í fyrstu voru menn ekki trúaðir á að það væri hægt og vissulega hefur verið erfitt að samræma sjónarmiðin. En nú hefur það tekist og við höfum nú mótað slíka stefnu. Og það er gleðilegt hve mikill vilji virðist vera ríkjandi í þá veru að hrinda þessari stefnu í framkvæmd," sagði J.E. Asvall. Sunnudagur 23. mars 1986 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13 Samtök herstöðvaandstæðinga halda fund 29. mars að Hótel Borg Húsið opnað kl. 13.30. DAGSKRÁ: Fundarstjóri verður Ævar Kjartansson. Húsið opnað klukkan 13:30. Dagskráin hefst klukkan 14:00. 1. Upplestur: Jónas Árnason les smásögu sína Hatturinn. 2. Tónlist og Ijóð: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson. 3. Ávarp: Jan Wuster. 4. Ræða dagsins: Páll Bergþórsson veðurfræð- ingur. 5. Söngur: Bubbi Morthens. HLÉ. 15:30: Staða og stefna í friðarbaráttunni: Pall- borðsumræður fulltrúa friðarhreyfinga. Stutt kynning og umræður. Jónas Ævar Fundinum lýkur með fjöldasöng um kl. 17:00. Lýðháskólinn Skeppsholmens folkhögskola - Sjöfolkhögskolan - Vetrarnámskeið 1986 - ’87. 2. sept. - 22. maí Fjórar deildir: grunndeild, vistfræðideild, norræn deild og sjávardeild. Meðal valfrjálsra námsgreina: tungumál, félags- fræði, mannkynssaga, stærðfræði, sálfræði, bókmenntir. Einnig getur þú valið siglingarfræði, vélfræði, seglasaum og fl„ Heimavist á staðnum. Námsstyrkir fyrir norræna nemendur. Sendu okkur nafn og heimilisfang sem fyrst, þá færðu meiri upplýsingar um skólann. Þú getur skrifað á íslensku. Skeppsholmens folkhögskola Skeppsholmen 111 49 Stockholm. Sjúkrahús Keflavíkurlæknishéraðs Lausar stöður Hjúkrunarfræðingur - fullt starf eða hlutastarf í sumarafleysingar eða eftir samkomulagi. Ljósmæður - laus staða nú þegar. Einnig ósk- ast Ijósmæður til sumarafleysinga. Sjúkraliðar óskast til sumarafleysinga. Fullt starf eða hlutastarf frá 15. maí-15. september. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 92- 4000.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.