Þjóðviljinn - 23.03.1986, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 23.03.1986, Blaðsíða 3
Vorhvöt segir það með blómum Á fimmtudag kom á alþingi sendinefnd frá Kvenfélaginu Vorhvöt sem hefur beitt sér í ýmsum þjóðþrifamáium. Þetta voru þrjár skartklæddar konur með körfu af bleikum rósum og fylgdi blómunum hvítur borði sem á stóð „Með kveðju frá Vorhvöt". Kvenfé- lagskonurnar ætluðu að hitta Guðmund J. Guðmunds- son alþingismann og verka- lýðsforingja en gripu í tómt og fékk Guðmundur ekki blóm sín fyrrren í gær þegar hann kom í þinghúsið aftur. Bló- munum fylgdi þessi orðsend- ing: „Til verkalýðforystunnar, viðtaki Guðmundur J. Guð- mundsson. Um leið og við færum ykkur blómvönd sem virðingarvott lýsum við yfir gleði okkar vegna óvænts og ánægjulegs framlags ykkar til þjóðarsáttar. Heitum á ykkur að halda þessari fáguðu bar- áttu áfram. Segjum það með blómum!“. ■ Ólafur Þ. að hætta? Heyrst hefur að Ólafur Þ. Þórðarson þingmaður Fram- sóknar hafi lýst því yfir á fundi stuðningsmanna sinna vestra um síðustu helgi að hann yrði ekki í framboði í næstu kosn- ingum. Fyrst urðu menn nokk- uð hissa því Ólafur er fjarri því að vera kominn að fótum fram. Svo rann upp Ijós og skýringin virtist ósköp nær- tæk. Fyrir næstu kosningar taka ný kosningalög gildi og nýjar reglur um úthlutun þing- sæta og að óbreyttu atkvæð- ahlutfalli er Ijóst að frambjóð- andi í 2. sæti á lista Fram- sóknar á Vestfjörðum er sjálf- krafa fallinri út af þingiB Fyrstir með fréttina Mikill skæruhernaður bloss- aði upp milli deilda Ríkisút- varpsins út af sönglaga- keppninni um síðustu helgi. Sjónvarpið hafði gert um það samning við Hugmynd sem hafði umsjón með keppninni að það hefði einkarétt á öllum fréttum frá atburðinum, þe. sjónvarpið átti td. að geta sagt frá því á undan öðrum hverjir veldust til að syngja sigurlagið í Björgvin. Þegar þetta fréttist niður á Skúlagötu urðu frétta- menn útvarps bálreiðir og lögðu hálfu meira kapp en áður á að segja allar fréttir sem hægt var að þefa uppi um keppnina. Þannig náðu þeir að segja fréttina f öllum fréttatímum á miðvikudag áður en sjónvarpið komst að um kvöldið. Sagt er að litlir kærleikar séu milli deilda RÚV þessa dagana* Að fara eða fara ekki Heyrst hefur að upp sé risinn hópur velunnara Steingríms Hermannssonar sem ætlar að stuðla að því að hann kom- ist til Björgvinjar 3. maí nk. að fylgjast með sönglagakeppn- inni. Jafnskjótt og þetta spurðist út reis upp annar hópur sem ætlar að andæfa gegn því að Steingrímur komi nálægt Björgvin daginn sem keppnin fer fram. Telja þeir vonlaust að Gleðibankinn eigi nokkra von um sigur ef forsætisráðherra verður með- al áheyrendaB ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 Kjarni málsins Náttúrufræði- dagur í dag, sunnudag, er náttúrufræði- dagur og er hann að þessu sinni helg- aður erfðafræðinni. Verður dagurinn í umsjá Líffræðifélags íslands. Nátt- úrufræðidagar hafa m.a. þann tilgang að vekja athygli á þörfinni fyrir nýtt náttúrufræðisafn. Erfðafræðin er meðal þess efn- is sem gert yrði.skil í íslensku náttúrufræðisafni, væri það til. Þessi kynning verðurfrá kl. 13.30 - kl. 16 að Grensásvegi 12 húsi Líffræðistofnunar Háskólans. Þarna verður margt forvitnilegt að sjá og heyra og mun áreiðan- lega koma flestum mjög á óvart. Allir eru velkomnir. Sýningar- gestir fá að sjálfsögðu sýningar- skrá. Aðgangur ókeypis. Sýningum í Þjóðleikhúsinu á Upphitun Birgis Engilberts er að Ijúka, - síðasta sýning er að- fangakvöld skírdags. Leikritið hefur vakið töluverða athygli og sýningin hlotið góða dóma. í aðalhlutverki er Krist- björg Kjeld, en meðal annarra leikenda eru Þóra Friðriksdóttir, Sigurveig Jónsdóttir, Helga E. Jónsdóttir, Tinna Gunnlaugs- dóttir, Guðrún Þ. Stephensen, Bryndís Pétursdóttir, Guðrún Þórðardóttir. Leikstjóri Upphitunar er Þór- hallur Sigurðsson, leikmyndin Sigurjóns Jóhannssonar, tónlist eftir Gunnar Þórðarson, en dans- ar í þessu verki um ballettdrauma eru eftir Nönnu Ólafsdóttur. Gefum þeim mikið af mjólk!* Nœstum allt það kalk sem líkaminn þarfnast í uppvextinum fer til uppbyggingar tanna og beina. Skorti barnið kalk getur það komið niður á því síðar sem alvarlegir sjúkdómar í beinum og baki, auk þess sem hœtta á tannskemmdum eykst. Foreldrar œttu að hafa í huga að nœr vonlaust er að fullnœgja kalkþörf líkamans án þess að barnið neyti nœgs mjólkurmatar. Tvö mjólkurglös á dag innihalda lágmarksskammt af kalki svo barnið vaxi og þroskist eðlilega. Ónóg kalkneysla getur stuðlað að beinþynningu síðar á œvinni. Mjólk í hvert mál * Mjólk: Nýmjólk, léttmjólk, eða undanrenna. Mjólk inniheldur meira kalk en nœr allar aðrar fœðutegundir og auk þess B-vítamín, A-vítamín, kalíum, magníum, zink og fleiri efni. Um 99% af kalkinu notar líkaminn til vaxtar og viðhalds beina og tanna. Tœplega 1 % er uppleyst í líkamsvökvum, holdvefjum og frumuhimnum, og er það nauðsynlegt m.a. fyrir blóðstorknun, vöðvasamdrótt, hjartastarfsemi og taugaboð. Auk þess er kalkið hluti af ýmsum efnaskiptahvðtum. Til þess að líkaminn geti nýtt kalkið þarf hann D-vttamtn, sem hann fœr m.a. með sólböðum og úr ýmsum fœðutegundum, t.d. lýsi. Neysla annarra fœðutegunda en mjólkurmatar gefur sjaldnast meira en 300-400 mg ó dag, en það er langt undir róðlögðum dagskammti. úr mjólkurmat fœst miklu meira kalk, t.d. 800 mg úr u.þ.b. þremur glösum af mjóik. EBMírniR MJÓLKURDAGSNEFND Aldurshópur Ráðlagður dagskammtur afkalkitmg Samsvarandi kalk- skammtur í mjólkur- glðsum (2,5 dl glös)* Lágmarks- skammturf mjólkurglösum (2,5 dl glös)** Bóml-lOára 800 3.' 2 Unglingar 11-18 ára 1200 4 3 Ungt fólk og fullorðið 800“ 3 2 ÓfrTskar konur-og brjóstmœður 1200*“ 4 3 * Hér er gert ráð fyrir að allur dagskammturlnn af kalki komi úr mjólk. ** Að sjálfsögðu er mögulegt að fá altt kalk sem likaminn þarf úr öðrum matvœlum en mjólkurmat en slíkt krefst nákvœmrar þekkingar á nœrlngarfrœðl. Hór er mlðað við neysluvenjur eins og þœr tfðkast í dag hór á landi. ***Margir sórfrœðingar telja nú að kalkþörf kvenna eftir tfðahvörf só mun meiri eða 1200-1500 mg á dag. ****Nýjustu staðlar fyrir RDS í Bandaríkjunum gera ráð fyrlr 1200 til 1600 mg á dag fyrir þennan hóp.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.