Þjóðviljinn - 23.03.1986, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 23.03.1986, Blaðsíða 10
Getnaðarvarnir Málaferli vegna lykkju- tegundar Á þessari teikningu úr Nýja kvennafræöaranum sést hvernig T-laga lykkju er komið fyrir í leginu. Þráðurinn sem reyndist gallaður á Dalkon Shield lykkjunum sést á myndinni til hægri. Þúsundir kvenna hafa orðið ófrjóar vegna þess að þœr notuðu lykkju sem reyndist vera gölluð. Lítið sem ekkert notuð ó íslandi Spielberg heiðraður fyrir Purpura- iitinn Samtök bandarískra leikstjóra veittu í síðasta mánuði Steven Spielberg verðlaun sín sem besta leikstjóra ársins fyrir mynd hans Purpuralitinn (The Colour Pur- ple). Bandaríska kvikmyndaaka- demían hafði hins vegar ekki gert eins vel við hann. Myndin var reyndar útnefnd til 11 Óskars- verðlauna en persónulega fékk hann ekki útnefningu. Spielberg sagðist fara hjá sér yfir þessari viðurkenningu kol- lega sinna og bað um að viður- kenningin yrði tileinkuð leikar- anum Adolph Caesar, sem var einn af aukaleikurum í myndinni en lést fyrir stuttu síðan, 52 ára að aldri. Purpuraliturinn er ævi-, hjóna- bands- og ástarsaga fátækrar svartrar konu og er sú saga ekki beint rósum stráð. Sagan er eftir Alice Walker og hafði hún hönd í bagga með gerð myndarinnar. Spielberg var fyrst í vafa um það hvort rétt væri að leikstjóri þess- arar myndar væri hvítur á hör- und. Alice Walker mun hins veg- ar hafa lýst ánægju sinni með endanlega útkomu. Anne Kristine Smith varð fyrir barðinu á Dalkon Shield lykkjunni og getur ekki átt börn. [ Danmörku eru nú í uppsigl- ingu réttarhöld á hendur bandaríska lyfjafyrirtækinu A.H. Robbins Company vegna getnaöarvarna sem fyrirtækiö framleiddi á síöasta áratug og hefur valdiö fjölda kvenna ófrjósemi og ómæld- umþjáningum. Fyrirtækið framleiddi á sínum tíma lykkju sem nefndist Dalkon Shield. í Bandaríkjunum notuðu uþb. 2 miljónir kvenna þessa teg- und og af hennar völdum urðu 13 þúsund konurófrjóarog21 lést af völduin blóðeitrunar sem orsak- aðist af móöurlífsbólgum. Marg- ar konur hafa höfðað mál á hend- ur fyrirtækinu í Bandaríkjunum og fengið tildæmdar skaðabætur, allt upp í 5 miljónir króna. Hrœðileg reynsla Nú á fyrirtækið von á enn frek- ari málaferlum frá dönskum kon- um. Á þriðja tug kvenna fóru ný- lega til fundar viö danska lög- fræðinginn Jörgen Jacobsen og sögðu honum frá reynslu sinni af notkun Dalkon Shield lykkjunn- ar. „Pað er ekki hægt að bæta þjáningar þessara kvenna upp með peningum," sagði Jacobsen eftir fundinn. „Sögurnar sem sumar þeirra sögðu voru hræði- legar. Pær greindu frá lykkjum sem rufu gat á móðurlífið og fóru á flakk um líkamann, af móður- lífsbólgum sem afskræmdu kyn- færin, af æxlum, sárum kvölum, ófrjósemi og löngum sjúkrahúss- vistum." Vildi ákveða sjálf Blaðamaður Politiken hitti að máli eina kvennanna, Anne Kri- stine Smith. sem nú er 35 ára. Hún fékk lykkjuna í janúar 1974 og varð Dalkon Shield fyrir val- inu eftir eindregin meðmæli læknisins. Tveim vikurn seinna fann hún fyrir miklum kvölum í móðurlífinu. Hún fór til læknis sem taldi að verkirnir stöfuðu af þarmabólgu og ráðlagði henni að borða einungis soðið grænmeti. Það gagnaði ekki og í marslok, tveim mánuðum eftir að hún hafði fengið lykkjuna fékk hún svo slæmt kast aö sambýlismaður hennar hringdi á næturlækni. Anne Kristine var lögð inn á sjúkrahús og þá kom í Ijós að hún var með móðurlífsbólgu á háu stigi. Henni var gefið penicillin í þrjár vikur og þá fyrst höfðu bólgurnar hjaðnað nógu mikið til þess að hægt væri' að fjarlægja lykkjuna. Anne Kristine og sambýlis- maður hennar voru alveg sátt við það að hún hætti við lykkjuna því nú ætluðu þau að eignast barn. En það gekk ekki og árið 1975 fór Anne Kristine til kvensjúkdóma- læknis sem staðfesti að hún væri ófrjó og bætti því við að móðurlíf hennar væri ineira og minna í sár- um. Að sjálfsögðu er Anne Kri- stine sár yfir þessu og segir að það sé erfitt fyrir sig að kyngja því að hún geti ekki eignast barn vegna þess að fyrir tilviljun hafi hún val- ið ranga getnaðarvörn fyrir tíu árum. „Ég vildi gjarnan ákveða það sjálf hvort ég eignast börn eða ekki, en nú hefur bandarískt lyfjafyrirtæki tekið þá ákvörðun fyrir mig. Þetta hefur valdið mér sálarkvölum," segir hún. Ekki bundið við eitt merki Lykkjan er samsett úr ca. 2 sentimetra löngum plasthlut sem getur verið í laginu eins og bók- stafurinn T eða tölustafurinn 7. Neðan úr honunt hangir þráður úr koparblöndu og í sameiningu veldur þetta því að frjóvguð egg ná ekki að festast á legveggjun- um. Gallinn við Dalkon Shield var sá að þráðurinn var samsettur úrörmjóum þráðuin sem beinlín- is drógu að sér bakteríur. Danskir læknar segja að það sé ekkert einsdæmi að lykkjan valdi móðurlífsbólgum, það sé ekki bundið við tegundina Dalkon Shield. „Allarþær lykkjutegund- ir sem nú eru á markaðnum geta við óhagstæð skilyrði haft svipað- ar aukaverkanir," segir Mogens Osler læknaprófessor við danska Ríkisspítalann. Embætti danska landlæknisins staðfestir þetta því á skrám þess er að finna mýmörg dæmi um móðurlífsbólgur af völdum lykkjunnar og þar koma öll algengustu vörumerkin við sögu. Ekkert notað hér á landi Að sögn Jóns Þorgeirs Hallg- rímssonar, formanns Félags ís- ienskra kvensjúkdómalækna, hefur enginn núlifandi læknir á höfuðborgarsvæðinu látið konur fá lykkjur af tegundinni Dalkon Shield. „Þegar fyrst fréttist af málaferlunum vestra spurðist ég fyrir um þetta merki á fundi í fé- laginu og það kannaðist enginn við að hafa haft lykkjur af þessari tegund í notkun. Einhvern rám- aði þó í að einn læknir hefði látið konur fá Dalkon Shield en það var fyrir 15-20 árum," sagði Jón Þorgeir. Hann sagði hins vegar að kvartanir kvenna vegna lykkj- unnar væru mjög algengar en það væri allt annað mál og óskylt um- talinu um Dalkon Shield. Konur kvarta mest yfir auknum blæð- ingum og verkjum sem fylgja þeim en einstaka kona hefur fengið móðurlífsbólgur af notkun lykkjunnar. Þessar kvartanir eru hins vegar ekki bundnar neinu einu vörumerki. Þess má svo geta hér í lokin að sala á Dalkon Shield lykkjunni var bönnuð í Bandaríkjunum fyrir rúmum áratug. Þá sat fyrir- tækið uppi með miklar birgðir af lykkjum sem ekki var hægt að selja. Fyrirtækið bauð þá banda- rísku stofnuninni AID sem ann- ast þróunaraðstoð lagerinn til kaups og seldi hann með helm- ings afslætti. Voru lykkjurnar síðan notaðar í 3. heiminum þar sem þúsundir kvenna gengu með þær án þess að þeim væri nokkru sinni sagt frá aukaverkununum sem þær hefðu. Þetta komst upp en of seint til þess aö bandarísk heilbrigðisyfirvöld gætu gripið í Mikið púður í Kínverjum Það voru Kínverjar sem fundu upp púðrið fyrir óralöngu síðan. En þrátt fyrir að hafa átt heiður- inn af því misstu þeir af lestinni sem framleiðendur efnisins fyrir heimsmarkaðinn. Nú hefur hins vegar orðið breyting þar á. Kínverjar eru nú aftur orðnir leiðandi í þróun og framleiðslu sprengiefna og hafa nýlega gert samning við sænska fyrirtækið Nitro Nobel sem stofn- að var af þeim sem fann upp dína- mít, Alfred Nóbel. „Eftir rúmlega 100 ára niður- lægingu á þessu sviði er Kína nú orðið Ieiðandi varðandi dínamít tækni og hefur þar með endur- heimt 2000 ára dýrðarljóma", sagði nýlega í Dagblaði alþýð- unnar í Kína. 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN iSunnudagur 23. mars 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.