Þjóðviljinn - 23.03.1986, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 23.03.1986, Blaðsíða 16
Lausn Sjálfsagt hefur ekkert atriöi nýgerðra kjarasamninga vakiö eins óskerta athygli almennings og þau ákvæði sem fjalla um nýja skipan húsnæðiskerfisins. Þar er mörkuð leið til þess að koma fjármögnun húsnæðiskerfisins í svipað horf og gerist í nágranna- löndum okkar. Fyrir dyrum standa breytingar á húsnæðis- kerfinu sem vart eiga sér hlið- stæðu í sögu íslenskra húsnæðis- mála. Á þessari stundu er því nauðsynlegt að þeir sem láta sig húsnæðismálin einhverju skipta leggi ekki hendur í skaut heldur taki virkan þátt í þeirri umræðu sem í lýðræðisþjóðfélagi hlýtur að vera óhjákvæmilegur unda- nfari svo mikilvægra breytinga. Þrátt fyrir það að stórt sé skammtað vakna óhjákvæmilega spurningar um eðli, tilgang og af- leiðingar þeirra breytinga, sem boðaðar hafa verið. Dregið úr offjárfestingu Með hinni nýju skipan verður fé lífeyrissjóðanna að verulegu leyti bundið í húsnæðislánakerf- inu. Þetta hlýtur að minnka mjög svigrúm þeirra til þess að veita lán til einstakra sjóðfélaga. Jafn- framt verður sú breyting á að lán- Útboð um Húsnæðisstofnunar ríkisins verður fyrst og fremst veitt til þeirra sem ekki eiga íbúð fyrir. Þetta getur þýtt að lokað verði á þann hóp fólks sem hingað til hef- ur verið sterkastur á nýbygging- armarkaðnum, þe. þá sem átt hafa tiltölulega skuldlitla notaða íbúð fyrir og farið út í sína fyrstu nýbyggingu. Þessir aðilar hafa hingað til fengið fullt nýbygging- arlán en það hefur ásamt öðru leitt til þeirrar offjárfestingar í íbúðarhúsnæði sem víða eru dæmi um. Ég er þeirrar skoðunar að með því að stýra fjármagninu með ákveðnari hætti til þeirra sem lítið eiga fyrir og gera fjár- mögnunarkerfió hlutlaust gagn- vart því hvort menn velja að búa í notuðu húsnæði eða byggja nýtt sé stuðlað að betri nýtingu fjár- magnsins í húsnæðiskerfinu og dregið stórlega úr þeirri offjár- festingu einstaklinganna, sem einkennt hefur íslenska húsnæð- ismarkaðinn. Nú getur maður á hinn bóginn spurt: Hvenær á maður íbúð fyrir og hvenær ekki? Með verðhruni fasteigna, háum raunvöxtum og •versnandi lífskjörum fjölgar sí- fellt þeim einstaklingum sem þurfa að horfast í augu við þá óþægilegu staðreynd að eignir þeirra hrökkva ekki fyrir skuldum. Eru þeir hópar fólks Tilboð óskast í lóðaframkvæmdir barnaheimilis við Marbakkabraut í Kópavogi. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu bæjar- verkfræðings, Fannborg 2, frá mánudeginum 24. mars 1986, gegn 2 þús. kr. skilatryggingu. Um er að ræða fullnaðarfrágang á lóð. Tilboð verða opnuð á sama stað mánudaginn 7. apríl 1986 kl. 11.30. Bæjarverkfræðingur Hundahald í Reykjavík Leyfisgjald 1986-1987 Gjaldið, sem er kr. 4800.- fyrir hvern hund greiðist fyrirfram og óskipt fyrir allt tímabilið fyrir eindaga sem er 1. apríl 1986. Verði það eigi greitt fyrir þann tíma fellur leyfið úr gildi. UM LEIÐ OG GJALDIÐ ER GREITT SKAL FRAMVÍSA LEYFISSKÍRTEINI OG HUND- AHREINSUNARVOTTORÐI, EKKI ELDRA EN FRÁ 1. SEPTEMBER 1985. Gjaldið skal greiða í einu lagi hjá heilbrigðis- eftirlitinu, Drápuhlíð 14. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkursvæðis Q staða wp yfirkennara Staða yfirkennara við Egilsstaðaskóla er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 11. apríl næstk. Frekari upplýsingar veitir skólastjóri, ÓlafurGuð- mundsson, í síma 97-1146. Egilsstöðum, 13. mars 1986 Skólanefnd Egilsstaðaskólahverfis í sjónmáli? eftir Guðna Jóhannesson sem fjárfestu í húsnæði á síð- astliðnum árum að mynda eins konar eyland milli tveggja gull- aldartímabila þar sem þeir lokast inni með eymd sína. í fyrsta lagi þá er óhætt að full- yrða að það er engin gullöld framundan í húsnæðismálum. Þau lánskjör sem nú eru til um- ræðu bæta fyrst og fremst greiðslustöðu fólks fyrstu árin miðað við núverandi ástand. Með jafngreiðslulánum verður hlutur vaxta tiltölulega mikill í fyrstu greiðslum og því gengur hægt á raunvirði höfuðstólsins fyrstu árin. Eignastaða þess fólks sem fjármagnar fasteignakaup sín að verulegu leyti með lánsfé verður því lengi mjög tæp og eng- an veginn nógu góð til þess að mæta þeim verðsveiflum sem eðlilega verða á fasteignamark- aðnum. I öðru lagi hefur sýnt sig að í mörgum tilfellum er eignastaða greiðslur frá þeim sem hafa til þess aðstöðu og hvort þátttaka ríkisvaldsins í fjármögnun hús- næðisins sé ekki orðin það mikil að bilið yfir í félagslegt eignar- form verði betur stigið í einu skrefi. Félagslegur þáttur húsnæðis- kerfisins hefur því miður orðið útundan í þeirri endurskoðun húsnæðiskerfisins sem boðuð hefur verið. Það sem aðilar samn- inganna hafa fyrst og fremst sam- einast um er átak til þess að reisa við séreignarskipulagið. Menn verða að gera sér grein fyrir því að það mun ekki leysa allra vanda þrátt fyrir hækkuð lán. Það þarf ekki annað en líta til landa eins og Sviss þar sem þáttur félagslegs húsnæðis er all stór þrátt fyrir nær ótakmarkað framboð á fjármagni á hliðstæðum kjörum og hér eru til umræðu. Úlfakreppa verka- mannabústaðakerfisins með hækkandi byggingarkostnaði og vandamál landsbyggðarinnar hafa ekki verið leyst. Þrátt fyrir augljósan skort á leiguhúsnæði sjá menn það úrræði helst að láta fara fram könnun á þörfinni í stað þess að snúast á sveif með sam- tökum leigjenda og búseturéttar- hreyfingunni sem einmitt hefur undirbyggt tillögur sínar með vandaðri könnun meðal sinna fé- lagsmanna. Pörf á að halda vöku Eftir því sem menn hafa skoðað betur áhrif núverandi skattafrádráttar vegna húsnæð- iskaupa hefur komið æ gleggra í ljós að hann er ekki fallinn til þess að auka jöfnuð í landinu og hefur virkað sem beinn styrkur til fólks með hæstu tekjurnar og stærstu eignirnar. Það var að mínum dómi vel, að á þessu atriði var tekið í kjarasamningunum, en mér segir svo hugur um að hug- myndum um breytingu á fyrir- komulagi skattafrádráttar þurfi að fylgja fast eftir því þeir sem hagsmuna eiga að gæta í þessu tilliti muni reyna að draga tenn- urnar úr þessum áformum sér í hag. Hér hafa verið nefnd fáein dæmi úr málaflokki, sem er mjög stór og marbrotinn. Megin til- gangurinn er að benda mönnum á að á næstu mánuðum er full ástæða til þess að halda vöku sinni í húsnæðismálunum þótt um þau hafi verið samið í nýaf- stöðnum kjarasamningum. Guðni Jóhannesson er verkfræð- ingur og fulltrúi AB í milliþinga- nefnd um húsnæðismál. A iS&J, Útboð Tilboð óskast í jarðvinnu við Sundlaug Kópa- vogs. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu bæjarverkfræðings Fannborg 2, mánudaginn 24. mars 1986, gegn 1 þús. kr. skilatryggingu. Helstu magntölur eru: Gröfur 5500 m3, fylling 7200 m3. Verkinu skal lokið fyrir 23. maí 1986. Tilboð verða opnuð á sama stað mánudaginn 7. apríl 1986 kl. 11. Bæjarverkfræðingur fólks, sem nú á í erfiðleikum, sæmileg þrátt fyrir mjög slæma greiðslustöðu. Meðalskuldir þeirra, sem nutu aðstoðar ráð- gjafarþjónustu Húsnæðisstofnunar í síðustu at- rennu, námu rúmlega einni milljón króna. Það liggur því beint við að álykta að aðstoð við þá sem þegar hafa fjárfest eigi að vera með talsvert öðrum hætti en til þeirra sem eru að fara út á húsnæðismarkaðinn í fyrsta skipti. Það þarf að skuldbreyta lánum þeirra þannig að greiðslu- byrðin verði viðráðanleg og finna leiðir til þess að jafna þann vax- tamun sem ríkir milli þeirra sem njóta niðurgreiddra vaxta frá Húsnæðisstofnun og hinna sem greiða fulla vexti hjá mismunandi lánastofnunum vegna húsnæðis- lána sinna. Dýrt að skulda lengi Langtímalán eru dýr. Einstak- lingur sem tekur eina milljón að láni á 3,5% vöxtum og greiðir til baka á fjörutíu árum hefur við lok tímabilsins greitt um það bil 1,9 milljónir króna að raunvirði. Ef nú ríicisvaldið tekur sömu upp- hæð að láni með 7% vöxtum til sama tíma nema heildargreiðslur að raunvirði um 3 milljónum króna. í ljósi þessara staðreynda vaknar sú spurning hvort fyrir- heit samninganna séu yfirleitt samræmanleg vaxtastefnu núver- andi ríkisstjórnar, hvort ekki sé hægt að tryggja hraðari endur- A Leikvellir - Starf Félagsmálstofnun Kópavogs auglýsir lausa stööu til umsóknar. Starfsmaöur óskast á leikvöll í 50% starf. Umsóknarfrestur er til 1. apríl nk. Upplýsingar veitir umsjónarfóstra í síma 41570. Umsóknum skal skila á þar til gerðum eyöu- blöðum sem liggja frammi á Félagsmálastofnun Kópavogs, Digranesvegi 12. Félagsmálastofnun Kópavogs Aðalfundur Aðalfundur Verzlunarmannafélags Reykja- víkur verður haldinn mánudaginn 24. mars nk. áð Hótel Esju kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Félagsmenn eru hvattir til aðfjölmennaá fundinn. Stjórn Verzlunarmannafélags Reykjavíkur. 16 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.