Þjóðviljinn - 23.03.1986, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 23.03.1986, Blaðsíða 14
Kúba Kynslóða- skipti í forystunni Reinaldo Gonzalez og Orlaida Cabrera frá Kúbu - bjóðum fólki í heimsók svo það geti séð með eigin augum að við eru friðelskandi þjóð en ekki stríðsæsingamenn. Mynd E.ÓI. Hérvoru áferðfyrir skemmstu tveir kúbanir, yfir- menn í Vináttustofnun þjóð- anna í Havana. Þeir höfðu stuttan stans en áttu viðræður við forystumenn Vináttufé- lags íslands og Kúbu, Svavar Gestsson formann Alþýöu- bandalagsins, Guðrúnu Agn- arsdótturþingmann Kvenna- listans og fleiri. Þau ræddu einnig við blaðamann Þjóðvilj- ans. Þarna voru á ferð Reinaldo Gonzalez varaformaöur ICAP en þanniger nafn Vináttustofnunar- innar skammstafað á Kúbu og Orlaida Cabrera sem vinnur í þeirri deild sem fer með sam- skiptin við ríki Vestur-Evrópu. Orlaida er mörgum íslendingum að góðu kunn því hún hefur í 15 ár veriö viðloðandi norræna hópinn sem á hverju ári fer í vinnuferð tii Kúbu. íslendingar hafa tekið þátt í þessum ferðum síðan 1973 og hafa hátt á annað hundrað manns farið til Kúbu. Vinnuferðirnar hafa þó viðgengist frá 1970 og hafa yfir 10 þúsund norðurlanda- búar heimsótt Karíbahafið undir merkinu Brigada Nordica. Engir stríðsœsingamenrr ICAP er sjálfstæð stofnun og sér um tengsl Kúbu við alþýðu manna um allan heim. „ICAP var stofnuð eftir byltingu og fékk það hlutverk að brjóta okkur leið út úr eínagnruninni sem Bandaríkin settu Kúbu í. Bandarísk stjórnvöld hafa takmarkað sam- skipti okkar við ríki Rómönsku Ameríku, öll nema Mexíkó, og þess vegna er mikilvægt fyrir okk- ur að kynna málstað okkar sem víðast. Pað gerum við með því að bjóða fólki í heimsókn svo það geti séð með eigin augum hvernig við erum. Það er mikill áróður í gangi gegnokkur, td. að viðséum stríðsæsingamenn, og miklu dreift af röngum upplýsingum", segja þau Reinaldo og Orlaida. — Er einangrunin ekkifarin að rofna tulsvert? „Jú, það er margt farið að breytast. Það komst talsverð hreyfing á málin eftir að lýðræði komst á að nýju í Uruguay og Argentínu, td. fengum við í fyrra aðild að þingmannasambandi Suður-Amerfku sem Bandaríkin höfðu haldið okkur utan við síð- an eftir byltingu. En Bandaríkin hafa enn mikil áhrif í krafti síns efnahagslega valds. Hafnbann þeirra hefur sín áhrif en við komumst af. Meðal annars vegna þess stuðnings sem við njótum frá Sovétríkjunum og sósíalísku ríkjunum. Þau tengsl eru mjög sérstök og okkur hag- stæð. Fidel hefur oft rætt um þessi tengsl og sagt að þau séu fyrirmynd að samskiptum iðn- Tveirfulltrúarfró Vin- óttustofnun þjóð- annaó Kúbu voruí heimsókn héró landi. í kjölfarið er jafnvel von ó kúb- önskum lista- mönnumhingaðtil lands ríkja Og þjóða 3. heimsins, þeirri nýju skipan efnahagsmála heimsins sem iengi hefur verið á dagskrá Sameinuðu þjóðanna. Þessi samskipti byggjast á gagn- kvæmri virðingu og allt tal um að við séum sovéskt leppríki er áróður sem við verðum að búa við og umbera. Bandarískir stjórnmálamenn vita manna best að við höfum sjálfstæða stefnu í utanríkismálum og innanríkis- málum." Getum ekkert farið „Við drögum hins vegar enga dul á að Sovétríkin hafa sýnt okk- ur bróðurhug og samstöðu sem hefur gert okkur kleift að bæta efnahagsástandið hjá okkur og fyrir það eru kúbanir þakklátir. Við höldum fánanum hátt á lofti sem dæmi um smáþjóð sem er staðráðin í að búa þegnum sínum nýtt og betra líf. Fidei hefur sagt að einhvern tímann munum við taka upp sam- skipti við Bandaríkin. En til þess að svo megi verða þurfa banda- ríkjamenn að virða stjórnkerfi okkar og fara að alþjóðareglum um samskipti þjóða. Við erum þarna og getum ekkert farið. Þess vegna verðum við að lifa í friði og vináttu og binda endi á þessa martröð sem grúfir yfir sam- skiptum okkar og Bandaríkj- anna." — Vidskiptin við sósíalísku rík- in, skipta þau ekki sköpum fyrir ykkur? „80% utanríkisviðskiptanna eru við sósíalísku ríkin og 20% við vestræn ríki. Síðarnefndi hlutinn er þó ekki síður mikilvæg- ur fyrir okkur því við viljum halda uppi opnu hagkerfi og góð- um tengslum við hinn alþjóðlega markað. Vandi okkar er sá að hráefnin sem við höfum að bjóða, einkum sykurinn, eru ekki hátt skrifuð á alþjóðamarkaði. Það verða miklar sveiflur í verð- laginu á þeim og þær valda okkur erfiðleikum. Við reynum að horf- ast í augu við þessa erfiðleika og halda okkar striki, hlúa að æsku- lýðnum. efla menningarlífið og endurbæta heilbrigðiskerfið. A síðastnefnda sviðinu höfum við borið gæfu til að miðlað öðrum þjóðum af reynslu okkar, td. Nic- aragua og ríkjum í Afríku." Við borgum ekki — Kúbanir hafa haft mikil af- skipti afskuldasúpunni sem mörg ríki Rómönsku Ámeríku sitja í. „Já, við höfum miklar áhyggj- ur af skuldunum. Við höfum ekki reynt að segja öðrum þjóðum hvernig þeini beri að bregðast við þessum miklu skuldum en teljum hins vegar að eina leiðin út úr kreppunni sé að sameinast um að neita að greiða afborganirnar. Við höfum bent á að Bandaríkin beri mesta ábyrgð á því hvernig komið er og að með 12% af hern- aðarútgjöldum Bandaríkjanna mætti jafna út alla skuldir Róm- önsku Ameríku. í Perú hafa stjórnvöld ákveðið að verja að- eins 10% tekna af utanríkisversl- uninni til afborgana. Það er önnur stefna en við höfum tekið og við óskum perúmönnum góðs gengis meö hana. Það er okkar skoðun að krepp- an verði verri viðureignar með hverjum deginum sem líður og við erum ekki trúaðir á að tillögur þær sem Alþjóðabankinn hefur nýlega sett fram dugi. Meira að segja sjálfur Henry Kissinger hef- ur viðurkennt að erlendu skuld- irnar séu orðnar ríkjunum ofviða og að þau geti aldrei endurgreitt þær. Þetta segir okkur að það verði að finna nýjar lausnir á vandanum og þær fljótt. Þetta er spurning um pólitíska ákvörð- un." — Pað var nýlega haldið flokksþing á Kúbu og af fréttum að dœma var það eitt af verkum þessa þings að bœta stöðu kvenna í œðstu forystu flokks og ríkis. Konur og blökkumenn „Já, það var eitt af meginmál- um þingsins að bæta stöðu kvenna og auka þátttöku þeirra á öllum sviðum þjóðlífsins. Þingið kaus þrjár konur í framkvæmda- stjórnina og konum fjölgaði verulega í miðstjórninni. Annað mál sem þingið tók á voru mál- efni kynþáttanna. Að vísu er það svo að á Kúbu eru hreinræktaðii hvítir menn eða blökkumenn i miklum minnihluta, flestir eru blandaðir. Fyrir byltingu var staða blökkumanna mjög slæm og enn er heilmikið starf óunnið við að bæta stöðu þeirra og múl- atta. Að baki vondri stöðu kvenna og blökkumanna er aldalangur arfur sem ekki verður upprættur á skömmum tíma, 27 ár eru ekki nærri nógur tími." — Hvernig er ástandið i menntunarmálum kvenna, sœkja þœr td. í tcekni- og vísindagrein- ar? „Hlutdeild kvenna í menntuninni hefur aukist veru- lega og nú er svo komið að það hefur reynst nauðsynlegt að setja á kvóta eftir kynjum í sumum greinum, td. læknisfræði og líf- fræði. Ástæðan er sú að konum vegnar yfirleitt betur í mennta- skólum og þess vegna eru hlut- föllin í þessum greinum farin að skekkjast, körlum í óhag! En það má nefna sem dæmi að yfirmaður tæknistofnunar ríkisins er kona og hún á sæti í framkvæmdastjórn flokksins. En svo við víkjum aftur að flokksþinginu þá var samþykkt að til þess að halda byltingunni áfram væri nauðsynlegt að velja ungt fólk til starfa á æðstu stöð- um. Nú er kominn þar til starfa hópur af fólki sem ekki tók þátt í byltingunni fyrir æsku sakir en er vel menntað og mjög hæft. Það má því segja að það hafi orðið kynslóðaskipti á þinginu og sennilega var það besti árangur þingstarfsins.“ Erum enn þróunarland — Nú eru liðin 15 ár og einu betur frá því fyrsta vinnuferðin var farin til Kúbu frá Norður- löndunum. Hafa kúbanir enn þörf fyrir þessa aðstoð? „Já, við höfum það, við erum ennþá þróunarland. Vinnuhóp- arnir taka þátt í uppbyggingunni og leggja fram vinnu við að byggja félagsmiðstöðvar eða í landbúnaðinum. Samtímis kynn- ist fólkið landinu og okkur íbúum þess, vonum okkar, þörfum og erfiðleikum. Við höfum vissulega tekið framförum en við þurfum samt á hópunum að halda. Pólitískt séð eru vinnuhóparnir okkur einnig mikilvægir. Banda- rísk yfirvöld banna fólki að koma til Kúbu og því er mikiivægt að útlendingar komi og kynnist okk- ur. Það bætir skilninginn milli þjóðanna." — Stofnun ykkar hefur á und- anförnum árum sent listamenn til Norðurlandanna þar sem þeim hefur verið vel tekið. Er von til þess að þeir komi hingað í fram- tíðinni? „Það er eitt af því sem við vild- um kynna okkur í þessari heim- sókn, hvort vináttufélagið væri fært um að taka við kúbönskum listamönnum. Við höfum uppi áætlanir um að auka samskiptin við Island, ekki síst menningar- tengslin. Og þau eiga að vera gagnkvæm svo vonandi verður þess ekki langt að bíða að kúb- anskir Iistamenn heimsæki ísland og íslenskir listamenn Kúbu", sögðu þau Reinaldo og Orlaida. —ÞH 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 23. mars 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.