Þjóðviljinn - 23.03.1986, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 23.03.1986, Blaðsíða 15
Miðað við gengi 11/3 1986 Egill Skúli Ingibergsson 60 ára Þegar Sjálfstæöisflokkurinn missti meirihluta sinn í borgar- stjórn Reykjavíkur í kosningun- um 1978, þá var nýjum vald- höfum vandi á höndum að velja borgarstjóra. Vissulega gátu ýmsir komið tii álita, sem hæfir menn til að gegna þessu mikla embætti, þegar litið er á starfið eitt út af fyrir sig, en þegar tekið var tillit til þeirrar krafna, sem þeir þrír flokkar, sem mynduðu meirihlutann, gerðu, þá þrengdist hópurinn verulega. Sú krafa var gerð númer eitt að sá sem gengdi þessu embætti væri ekki pólitískur varðgæslumaður neins stjórnmálaflokks heldur borgarstjóri allra borgarbúa jafnt. Til þess var jafnframt ætl- ast að borgarstjóri væri embættis- maður í fullu starfi en ekki stjórnmálamaður með embættis- störf í hjáverkum. Vegna þess að þrír stjórnmála- flokkar mynduðu meirihlutann og ljóst var að þeir voru um margt ólíkir, þá varð borgarstjóri að hafa hæfileika til að samhæfa sjónarmið, sem oft voru ólík. Fyrir utan það sem að ofan er talið varð væntanlegur borgar- stjóri einnig að vera vel að sér um rekstur og stjórnun og hafa víð- tæka reynslu í hvoru tveggja. Þegar til þessara krafna er litið þá er ljóst að ekki var um fjöl- mennan hóp að ræða, sem upp- fyllti öll þessi skilyrði. Ég tel að það hafi verið sérstakt lán fyrir Reykvíkinga og þar með meirihlutann að fá jafn ágætan mann til að gegna þessu embætti og Egill Skúli Ingibergsson er. Hann uppfyllti öll þau skilyrði sem gerð verða til góðs embættis- manns og varð í raun borgar- stjóri, sem allir borgarbúar gátu treyst og leitað til, enda gerðu þeir það óspart. Þau fjögur ár, sem Egill Skúh gengdi embætti borgarstjóra, átt- um við náið samstarf. Ég var all- an þann tíma forseti borgar- stjórnar og tvö ár af fjórum einn- ig formaður borgarráðs. Samskipti okkar voru því dag- leg og ég kynntist þess vegna vel því ágæta starfi, sem hann vann fyrir Reykvíkinga, og því hve óþreytandi hann var í því. Þetta var skemmtilegur tími og mikið um að vera. Það væri vissulega freistandi að gera úttekt á þeim fjölmörgu framfaramálum, sem þá var unn- ið að, og þeim breytingum, sem borgin og lífið í borginni tók á þeim tíma. Sú úttekt verður þó að bíða betri tíma, enda flest sem þá var gert Reykvíkingum enn í fersku minni. Eitt atriði ætla ég þó að nefna, sem Egill Skúli beitti sér sérstak- lega fyrir og ekki hefur farið mjög hátt, þótt það sé vel metið hjá þeim sem best til þekkja. Þar á ég verið Ferðaþjónustu fatlaðra. Að stofnun hennar beitti Egill Skúli sér af þeim krafti og dugn- aði, sem honum er eiginlegur, vitandi það að þessi þjónusta við fatlaða varð til þess að rjúfa ein- angrun margra þeirra og létta þeim lífið. Þetta er orðinn langur formáli að því, sem ég ætlaði í raun að segja. Tilgangurinn með þessu greinarkorni er nefnilega sá einn að óska Agli Skúla Ingibergssyni til hamingju með sextugsafmæl- ið. Áreiðanlegir menn hafa sagt mér að Egill Skúli verði sextugur á sunnudaginn. Þeir bera fyrir sig áreiðanlegar kirkjubækur sem munu segja að Égill Skúli sé fæddur 23. mars 1926. Satt að segja stendur mér stuggur af því hve ungir nienn verða sextugir! Hvikur í hreyfing- um, léttur í lund og með óþreytta starfsgleði og starfsgetu, gengur Egill Skúli til móts við sjöunda áratuginn. Honum, konu hans Ólöfu Davíðsdóttur og börnum þeirra sendum við hjónin okkar bestu hamingjuóskir á þessum tímamótum. Kveðjur flyt ég þeim einnig og árnaðaróskir frá borgarmálaráði Alþýðubandalagsins, með þökk fyrir samstarfið. Sigurjón Pétursson. Frisch hlautjitla Nóbelinn" Þann fyrsta mars var ákveðið að svissneska leikskáldið Max Frisch hlyti alþjóðleg bók- menntaverðlaun, Neustadt Int- ernational Price, sem tímaritið „Heimsbókmenntir samtímans" og háskólinn í Oklahoma standa að. Sá er háttur á hafður, að tíu rithöfundar frá jafnmörgum löndum bera upp höfunda til verðlauna með greinargerð. Til dæmis tók Sigurður A. Magnús- son þátt í úthlutun núna - hann mælti með hinu argentínska furðuskáldi Borges og fékk þau svör helst, að Borges væri svo ágætur höfundur að það væri ekki hægt að veita honum verðlaun! Verðlaunin eru 25 þúsund doll- arar og eru veitt annaðhvert ár. Sem fyrr segir hlaut svissneska leikskáldið Max Frisch verð- launin að þessu sinni - Islending- ar mega muna hann m.a. af leikritinu Andorra, sem er mjög rómuð úttekt á gangvirki kyn- þáttafordóma. Þeir höfundar aðrir sem helst komu til greina voru Woile Soyinka frá Nígeríu og franska ljóðskáldið Yves Bon- foy. Verðlaunum þessum var fyrst úthlutað árið 1970. Árið 1972 féll það í hlut Thors Vilhjálmssonar að mæla með Gabriel Garcia Marquez og hlaut hann þessi „litlu Nóbelsverðlaun" á því ári - nokkru fyrr en þeir í Stokkhólmi sáu þann kost vænstan að veita honum þau verðlaun, sem þeir höfðu yfir að ráða. _áb Max Frisch Volvo’86 Volvd86 Volvd86 340 DL 240DL 740 GL Áður: 563.000 Veró nú: Áður: 747.000,- Verð nú: Áður: 926.000,- Verð nú: OM fgmvm/inÁmcB 399.000,- 561.000,- 699.000,- \SSEES SUÐURLANDSBRAUT 16 - SÍMI 35200

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.