Þjóðviljinn - 23.03.1986, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 23.03.1986, Blaðsíða 6
LEIKUST Tvíburabræðurnir eru leiknir af Barða Guðmundssyni (tv.) og Ellert A. Ingimundarsyni. Átök milli stétta Rœtt við Pál Baldvin Baidvinsson leikstjóra Já, þaö eru alls átta leikhús á Norðurlöndum sem frumsýna Blóðbræðurá þessu leikári. Hvarvetna gengur þaö fyrir fullu húsi. í Kaupmannahöfn er til dæmis fullbókað á sýn- ingar næstu þrjá mánuði. Svipaða sögu er að segja frá öðrum Evrópulöndum. Þjóðviljinn fór því á stúfana með það fyrir augum að hitta Pái Baldvin Baldvinsson leikstjóra og fá hann til að segja okkur orð um sýningu L.A. á þessu geysi- vinsæla verki. Með herkjum tókst að króa Pál af í nokkrar mínútur, því síðustu daga fyrir frumsýningu er mikill annatími í leikhúsi. - Þessi söngleikur var saminn upp úr litlu kennsluleikriti sem sýnt var í gagnfræðaskólum í fá- tækrahverfum Liverpoolborgar, sagði Páll. Eins og fjöldinn allur af hæfileikafólki sem kom frá Liverpool á 7. áratugnum þurfti Willy Russell að lifa í skugganum frá hinum fjóru stóru, þe. Bítlun- um. Fyrsta leikrit hans sem hlaut viðurkenningu fjallaði einmitt um svipað tema og „Blóðbræð- ur“, þótt efnið væri nokkuð frá- brugðið. Það hét „John, Paul, George, Ringo og Bert“, og var frumsýnt 1974. En grunntónninn er svipaður; annarsvegar þeir sem koma frá Liverpool og verða ríkir og frægir, hinsvegar þeir sem eftir sitja í þeirri borgarkviku sem Liverpool er og bera ekkert úr býtum. Menning smáborgara Russell, líkt og fleira gott leikhúsfólk í Liverpool, sækir efnivið sinn mjög mikið í smá- borgaralegan kúltúr sem verka- lýðsstéttin í breskum stórborgum reynir að halda í, en hefur engar forsendur fyrir. Allra síst núna þegar 80% af fólki milli tvítugs og þrjátíu og fimm ára er atvinnu- laust og sér ekki fram á að vinna næstu áratugina. Þarna eru stéttaandstæðurnar svo gífurlega skarpar að við íslendingar eigum erfitt með að gera okkur grein fyrir því. Og „Blóðbræður" fjalla ein- mitt um þessar andstæður. Átökin milli fátækra og ríkra. Þrátt fyrir þá staðreynd að Mikki og Eddi séu albræður og miklir vinir, er það einmitt stéttaskipt- ingin sem sundrar þeim. Sá bróð- irinn, sem er betur settur og lendir hjá ríku fólki, tekur í raun- inni allt frá hinum sem fátækur Leikstjórinn, Páll Baldvin Baldvinsson, segir þeim til, Sunnu Borg (tv.) og Erlu Skúladóttur. Myndir: GKJ. er. Ríka konan, sem er óbyrja, tekur barn úr verkalýðsstétt og elur það upp í allsnægtum. í verkinu er spilað feykilega vel á þessa pólitísku strengi sem liggja eins og rauður þráður gegnum alla sýninguna. Nœstum ópera Nei, þetta er ekki mjög mannmörg sýning. Hún er yfir- leitt sett upp með 8 til 10 leikur- um. Hinsvegar eru mun fleiri hlutverk. Til dæmis leikur sögu- maðurinn á annan tug hlutverka. Leikritið er þess eðlis að það þyrfti bæði stærra hús og stærra svið. Við erum með á 8. tug bún- inga og margar senur, þannig að þetta er töluvert viðamikil sýn- ing. En hjá L.A. er áræðið fólk sem kallar ekki allt ömmu sína í þessum efnum, eins og menn vita. Um tónlistina sagði Páll að hún væri mun meiri en í venjulegum söngleikjum. Þetta jaðraði eigin- lega við að nálgast óperu fremur en söngleik í venjulegum skiln- ingi orðsins. Og nú er bara að sj á hvort þetta vinsæla leikhúsverk mun ekki snerta hjartastrengi Akureyringa og annarra þeirra sem eiga leið á sýningu L.A., á sama hátt og frænda okkar á meginlandinu. GA. Laugardagskvöldið 22. mars frumsýnir Leikfélag Akureyrar söngleikinn Blóðbræðureftir Willy Russell. Þettaverkvar fyrst sýnt í Liverpool Play- house í janúar 1983 og síðar í Lyric leikhúsinu í London sama ár. Það sló rækilega í gegn á báðum stöðum og er nú verið að sýna þennan söngleik um alla Evrópu. Söngleikurinn hefurþegar hlotiðþrennverðlaun gagnrýnenda í Bretlandi. Höfundurinn Willy Russell er líklega íslendingum kunnastur fyrir Educating Rita, leikritið og kvikmyndina, en Willy Russell sló fyrst í gegn sem leikritahöf- undur með „John, Paul, George, Ringo and Bert", leikriti um Bít- lana frá Liverpool, sem frumsýnt var 1974. Síðan hafa mörg verka hans verið flutt í leikhúsi og sjón- varpi. Blóðbræður eru fyrsti söngleikur höfundarins. Hann samdi bæði texta og tónlist, og hún er ekki lítil, því segja má að tónlist lifi undir öllum leiknum. Tónlistin er bæði djössuð, popp- uð og melódísk, þetta er flókn- asta tónlist sem hljómsveit L.A. hefur flutt. Tveir hljóðfæraleika- ranna og fimm leikarar koma frá Reykjavík. Lífsglaður sorgarleikur Leikritið fjallar um 25 fyrstu ævi- ár tvíburabræðranna Mikka og Edda. Einstæð móðir þeirra og 7 annarra barna neyðist til að gefa annan drenginn frá sér við fæð- ingu. Þeir alast síðan upp í gjöró- líku umhverfi, Eddi í allsnægtum og Mikki í fátækt hjá lífsglaðri móður sinni. Enginn veit um skyldleika þeirra nema mæðurn- ar. Drengirnir kynnast sem strák- lingar á götunni og gerast svo miklir vinir að þeir sverjast í fóstbræðralag. Og ástfangnir verða þeir af sömu stúlkunni. Trú, hjátrú og víti ganga eins og rauður þráður í gegnum leikinn. Hönd er lögð á helga bók og þag- mælsku heitið, en áhorfendur vita að þann dag, sem tvíbura- bræður, aðskildir frá fæðingu, komast að hinu sanna um skyld- leika sinn, þá muni þeir deyja. Þetta er lífsglaður sorgar- leikur, hressilegur og margbrot- inn, kraftmikill og tímabær, þjóðsagnakenndur og nútíma dæmisaga í senn. Erla B. Skúiladóttir leikur hina óbugandi hetju, móðurina Jónu. Ellert A. Ingimundarson og Barði Guðmúndsson fara með hlutverk tvíburabræðranna. Prá- inn Karlsson er sögumaður, ör- lagavaldur verksins. Sunna Borg túlkar efnuðu fósturmóðurina, Theodór Júlíusson eiginmann hennar, Pétur Eggerz leikur harðjaxlinn, eldri bróður tvíbur- anna, Vilborg Halldórsdóttir stúlkuna sem þeir elska og annar giftist, en auk þess er 4 manna kór sem syngur og fer með smá- hlutverk, þau Ólöf Sigríður Vals- dóttir, Sigríður Pétursdóttir, Har- aldur Hoe Haraldsson og Kristján Hjartarson. Ekki er að efa að þessi sýning á eftir að hljóta verðskuldaða at- hygli. Leikstjóri er Páll Baldvin Baldvinsson, en Megas þýddi verkið. Roar Kvam stjórnar hljómsveitinni. - ga. 6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 23. mars 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.