Þjóðviljinn - 23.03.1986, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 23.03.1986, Blaðsíða 4
AF SJÓNARHÓLI Ingibjörg Hafstað, kennari: Það sem fólkið vill Aö mati meirihluta útvarpsráðs eru breskar og amerískar bíómyndir það sem fólkið vill og ekkert annað. Forsjárhyggjan sem felst í þessari aðferð er augljós, segir Ingibjörg Hafstað í grein sinni. Þegar Þjóðviljinn hafði sam- band við mig um daginn og sagð- ist vera með greinaflokk um menningarpólitík um þessar mundir, rifjaðist upp fyrir mér 10 ára gamalt atvik. Danskur út- varpsmaður hafði við mig viðtal. Hann var mikill fslandsvinur og aðdáandi íslenskrar menningar. Hann var nú kominn til íslands til að fá frá fyrstu hendi stefnu lýð- ræðislega kjörinnar stjórnar á Sögueyjunni í menningarmálum. Kúltúrpólitík kallaði maðurinn það. Ég gat satt að segja í fljótu bragði ekki gefið honum neina heillega mynd af fyrirbærinu, og er ansi hrædd um að íslandsvin- urinn hafi horfið af landi brott án þess að komast til botns í menn- ingarmálum landsmanna. En ég man glöggt undrun mannsins t.d. þegar hann uppgötvaði að menn- ingararfur sagnaeyjarinnar lá undir skemmdum í Þjóðminja- safninu vegna fjárskorts. Hann dáðist að leikhúsáhuganum sem mun vera meiri hér á landi en annars staðar og átti bágt með að trúa að ekki þætti sjálfsagt að nota meira af sameiginlegu fé í svo augljóslega sameiginlegt áhugamál. Það var margt fleira sem kom þessum menningarlega sinnaða Dana spánskt fyrir sjónir sem væri of langt mál að rekja hér. Síðan eru liðin 10 ár og mikið vatn runnið til sjávar en í þessum efnum hefur ekkert breyst. Yfir- lýst opinber stefna í menning- armálum er að sjálfsögðu ekki til nú frekar en þá. (Ef ég man rétt er einni setningu eða svo hnýtt aftan í stjórnarsáttmála núver- andi ríkisstjórnar, éitthvað um að stefna beri að því að bæta skólana eða eitthvað svoleiðis). Það er sem sagt opinber stefna í menn- ingarmálum að hafa enga yfir- lýsta stefnu. Það væri betra ef satt væri að stefnan væri eins og hún lítur út á yfirborðinu, að spilað sé eftir hendinni á hverjum tíma og að efni og aðstæður séu látnar ráða ferðinni. Svo er þó ekki. „Það sem fólk vill“ Þegar grannt er skoðað hefur hérlend menningarpólitík um langa hríð verið skipulagt menn- ingarfjandsamlegt kaos. Af öllum bullubrögðum sem viðhöfð eru í íslenskri pólitík er hér á ferðinni eitt það allra snjallasta. Þjóðviljinn fjallar semsagt um menningarpólitík þessa dagana. Hvort ég vilji ekki vera með í um- ræðunni? Ég sem sit í útvarpsráði og tek þátt í að stjórna öflugasta og áhrifamesta menningartæki landsmanna. Mér var ekki und- ankomu auðið. Það vill svo til að Ríkisútvarpið er afskaplega gott dæmi um hvernig þessi stefna er útfærð í praksís. Útvarpsráð trónir fullkomlega yfir allri dagskrárgerð Ríkisút- varpsins og hefur jafnframt hönd í bagga um mannaráðningar. Hins vegar vinnur hjá stofnun- inni fjöldi fólks sem hefur reynslu og menntun í dagskrárgerð, og sem væntanlega hefur mótað sér ákveðna dagskrárstefnu. Yfirmenn deilda stofnunarinn- arsitjafundi útvarpsráðs ogfylgj- ast með þegar ráðsmenn krukka í dagskrá, skipta sér af stjórnend- um þátta og ritskoða á annan hátt ákvarðanir starfsmanna. Hlut- verk yfirmanna deilda er ekki einfalt, því þeirra er að flytja boð á milli ráðsins og starfsmanna. Ósjaldan virðast þeir vinna eftir prinsippinu: Það sem útvarpsráð ekki veit skaðar hvorki það né okkur. Lái þeim hver sem vill. Það er oft gefið í skyn í ráðinu að dagskrárstefna byggist á ósk- um og vilja notenda. „Fólkið skal fá það sem það vill“. Þessi stefna hefur augljósa kosti þar sem það er útvarpsráð sem tekur endan- lega ákvörðun um hverskonar efni það er sem fólkið vill fá. Það er athyglisvert að þegar meirihuti útvarpsráðs telur nauðsynlegt að grípa inn í dag- skrárgerð er það oft vegna ein- hverra yfirnáttúrlegra hugboða um að fólk vilji, heimti eða að fólk sé algjörlega andsnúið ein- hverju. Svo er fólk látið fá það sem búið er að ákveða að það vilji. Gott dæmi um þetta er að það dróst í rúmt ár að sýna mynd- ina „Þræði", vegna þess að meiri- hluti ráðsins hafði fengið hugboð um að þetta vildi fólk sko alls ekki sjá. Loks var þrýstingur orð- inn svo mikill að ekki var stætt á öðru en að sýna hana. Þegar var svo búið að þrýsta á ráðið að sýna „Á áttunda degi“ líka voru þau orð látin falla í ráðinu, óformlega að vísu, að nú vildi fólk ekki meira um þetta efni, það væri búið að fá nóg. Ég er hrædd um að þar með sé búið að slá allri umræðu um kjarnorkuna á frest í bili. Vitlaust gefið Annað klassískt dæmi: breskar og amerískar bíómyndir er það sem fólk vill og ekkert annað. Forsjárhyggjan sem felst í þessari aðferð er augljós. Útvarpsráð bannar t.d. Rás 2 að útvarpa á föstudaginn langa. Fólk vill ekki hlusta á popp á heilögum dögum. Þetta hlýtur að þýða að popp sé ókristilegt og að það sé ósiðlegra að vera ókristilegur suma daga en aðra. Einkennilegur kristindóm- ur það. Hins vegar hefur það ekki vafist fyrir ráðinu að fegurðar- samkeppni, vandamál amerískra milla og fótbolti á matmálstímum um hverja helgi sé það sem fólkið vill fá. Fijótt á litið er útvarpsráð sá sem valdið hefur, svipan sem nota má á starfsmenn annars veg- ar og sökudólgurinn þegar rangar og erfiðar ákvarðanir eru teknar hins vegar. En það er langt frá því að útvarpsráð fari með mikil völd í raun hjá stofnuninni. Hlutverk útvarpsráðs er kannski fyrst og fremst (að minnsta kosti eins og málum er háttað núna) að gefa stofnuninni nauðsynlegan lýð- ræðislegan blæ án þess að hefta gerðir pólitískrar yfirstjórnar. Það vill svo til að í flestar lykil- stöður hafa á undanförnum miss- erum ráðist menn sem virðast hafa afskaplega svipaðar skoðan- ir og lífsviðhorf, þessi sömu við- horf fá góðar undirtektir í Út- varpsráði. Það þarf ekki að orð- lengja hvaða áhrif svona aðstæð- ur hafa. Það þarf sterkan karakt- er til að misnota ekki aðstöðu sína þegar það er svona auðvelt og svo mikið í húfi. Allir sem það vilja vita gera sér grein fyrir hvernig t.d. manna- ráðningum er háttað. Stundum hentar að auglýsa lausar stöður, stundum fljóta inn réttir menn, t.d. í sumarafleysingar, og eru fyrr en varir fastráðnir í krafti starfsreynslu. Stundum þykir sjálfsagt að lausráðið fólk gangi fyrir í fastráðningu, en stundum verður að fara að lögum og aug- lýsa stöðuna. Nú vill svo til að enginn einn flokkur hefur hreinan meirihluta íÚtvarpsráði. Það kemur því stöku sinnum fyrir að atkvæðagreiðslan fellur stjórn Ríkisútvarpsins í óhag. En það gerir ekkert til, því í þeim tilvik- um hundsar bara útvarpsstjóri og eða ráðherra ákvörðun ráðsins. Það er nefnilega alltaf vitlaust gefið, stundum er spilað úr spil- unum samt, en ef það hentar ekki þá er bara gefið upp á nýtt, svo notað sé myndmál sem liggur beint við. Einhœfur smekkur Það gefur augaleið að við svona aðstæður er erfitt að vinna lengi án þess að láta það hafa kSRARIK RAFMAGNSVEITUR RlKISINS Útboð Rafmagnsveitur ríkisins óska eftirtilboöum í eftir- farandi: RARIK-86004: Götuljósker. Opnunardagur: Þriöjudagur 22. apríl 1986, kl. 14:00. Tilboðum skal skilað á skrifstofu Rafmagns- veitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, fyrir opnunartíma og veröa þau opnuö á sama staö aö viðstöddum þeim bjóöendum er þess óska. Útboösgögn veröa seld á skrifstofu Rafmagns- veitna ríkisins, Laugavegi 118,105 Reykjavík, frá og meö föstudegi 21. mars 1986 og kosta kr. 200.- hvert eintak. Reykjavík, 19. febrúar 1986 RAFMAGNSVEITUR RIKISINS 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 23. mars 1986 Það er markvisst veriðaðbúatil einhvern sljóan meðalneytanda, sem finnst kvenfyrirlitning skemmtileg og neðanmittisbrandarar ofboðslega fyndnir 1 áhrif á sig. Starfsmenn ríkisút- varpsins vinna að öllu jöfnu undir miklu álagi og það væri ómennskt að ætlast til að þeir geti lengi látið þrýsting frá Mogga, Útvarpsráði og pólitískt ráðnum yfirmönnum sem vind um eyrun þjóta. Hæfi- leikafólk sem vinnur hjá RÚV og sem hefur metnað fyrir hönd þess hrekst oftast burt eða missir frumkvæði og þar með áhuga. Þessi stefna hlýtur að leiða af sér flatneskjulegri dagskrá'eftir því sem þetta ástand varir lengur. Það hefur borið á þessu, sérstak- lega hjá sjónvarpinu undanfarna mánuði. Afþreyingar- og skemmtidagskrár eru áberandi einhæfar, fréttaflutningur sömu- leiðis. Æsifréttamennska þykir fín núorðið. Ameríski draumur- inn er í hávegum hafður og Reag- an Bandaríkjaforseti daglegur gestur á heimilum landsmanna. Síðustu mánuði hefur innlend dagskrárgerð aukist mjög að magni, en það væri ofsögum sagt að smekkur landsmanna væri of- metinn þegar það var ákveðið að þetta væri „það sem fólkið vildi“. Það er markvisst verið að búa til einhvern sljóan meðalneytanda, sem finnst kvenfyrirlitning skemmtileg og neðanmittis- brandarar ofboðslega fyndnir. Ekki veit ég hvort auðvelt reynist að sannfæra þjóðina í þetta sinn, en eitt liggur ljóst fyrir: Allt reynt sjónvarps- og útvarpsfólk tæki undir með Olgu Guðrúnu að gott útvarp verði að hafa „eitthvað fyrir alla, konur og karla“ og að „krakkar með hár“ hafi aðrar þarfir en „kallar með skalla". Þeir vita líka að skallakallar hafa mismunandi þarfir og smekk. Þetta fólk verður að fá að njóta sín betur hjá Ríkisútvarpinu. Á meðan við bíðum eftir menningarvinsamlegri pólitísk- um vindum og lýðræðislegri vinnubrögðum gætum við not- endur þessa miðils t.d. dundað okkur við að afsanna kenninguna um að „það sem fólkið vill“ sé alltaf lágkúra og hroði. Það er nefnilega ekki útilokað að til sé menningarlegra og margbreyti- legra efni en popp og íþróttir fyrir unglingana og „Hotel“, ofbeldi og kvenfyrirlitning fyrir af- ganginn - svo slegið sé upp eilítið einfaldaðri mynd af því sem meirihluti útvarpsráðs hefur fyrir satt um þjóðarsmekk íslendinga.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.