Þjóðviljinn - 23.03.1986, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 23.03.1986, Blaðsíða 12
Ný heilbrigðisstefna Alþjóða heilbrigðisstofnunin, WHO, fundaði hér ó landi um nýja heilbrigðisstefnu sem íslensk stjórnvöld hafa gertaðsinni Alþjóða heilbrigðisstofnunin, WHO, hélt fund hér á landi í nýliðinni viku. I>ar ræddu fulltrúar frá 23 Evrópuþjóðum hvernig best væri að hrinda í framkvæmd nýrri stcfnu í heilbrigðismálum Evrópu- ríkja sem stofnunin hefur samþykkt og ríkin gera að sinni hvert af öðru. Sjö ríki höfðu tekið stefnu WHO og gert að sinni og á fimmtudaginn var þcssi stefna sam- þykkt í íslensku ríkisstjórninni. En hver er þessi nýja stefna? Nafn hennar er Heilbrigði fyrir alla og hún felst í því að gerð hefur verið áætlun fram til aldamóta um að breyta afstöðu heilbrigðisstétta og almennings tii heilbrigðismála á þann veg að viðmiðun þeirra verði að viðhalda heilbrigði fólks í stað þess að láta sér nægja að lækna sjúk- dóma. Til þess þarf hugarfarsbreytingu á öllum sviðum þjóðlífsins, jaínt hjá stjórnvöldum, yfirvöldum heilbrigðis- mála, heilbrigðisstéttum sem almenningi. Eífsstíll hins evrópska neysluþjóðfélags þarf að breytast. Til þess að skýra út fyrir lesendum í hverju þessi nýja heilbrigðisstefna er fólg- in og hvernig áformað er að koma henni í framkvæmd ræddi Þjóðviljinn við yfir- mann Evrópudeildar WHO, norðmann- inn J.E. Asvall, og Hrafn V. Friðriksson yfirlækni í heilbrigðisráðuneytinu. —ÞH Verkefni fólksins Hrafn V. Friðriksson skólayfirlœknir: Stjórnvöld þurfa að skapa aðstœður til þess að fólk geti breytt lífsvenjum sínum Hrafn V. Friðriksson (annarfrá hægri) ásamt nokkrum fulltrúum á fundi WHO. Hrafn V. Friðriksson erskóla- yfirlæknir í heilbrigðis-ráðu- neytinu en fer jafnframt með af Islands hálfu stjórn á sam- starfsverkefni 10 þjóða innan vébanda WHO en það snýst um að forvarnir gegn lang- vinnum sjúkdómum. Hrafn sat fund WHO á Hótel Sögu og við báðum hann að lýsa nýju heilbrigðisstefnunni eins og hún lítur út frá íslenskum bæjardyrum. „Þarna er um að. ræða I5 ára heilbrigðisáætlun þar sem höfuð- áhersla er lögð á breyttan lífsstíl og heilsusamlegar lífsvenjur fólks. Það hefur sýnt sig að vera ódýrasta leiðin í heilbrigðismál- um auk þess sem það eykur vel- líðan og langlífi. Það er ekki ætl- unin að leggja niður eða draga úr þjónustu á sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum heldur að marka stefnu sem miðast við að sinna fólki áður en það veikist og Heilbrigði er margþœtt „Heilbrigði er samsett úr ýms- um þáttum. Það markast í fyrsta lagi af erfðum sem við fáum lítið við gert. i öðru lagi markast það af umhverfi einstaklingsins, ekki bara líkamlega heldur einnig andlegu og félagslegu umhverfi. Við höfum það á okkar valdi að breyta þessu og sent dæmi um slíkt má nefna úrbætur í málefn- um aldraðra, fatlaðra og barna og unglinga þar sem beitt er félags- legum aðferðum. í þriðja lagi markast heilbrigði af lífsstíl og venjum fólks og á þær geta bæði einstaklingar og yfir- völd haft mikil áhrif. Hið opin- bera getur skapað fólki aðstæður sem ýta undir heilbrigt lífemi og þannig stuðlað að betri heilsu og minnifötlun. Læknavísindin geta veitt upplýsingar um samband lífsvenja og heilbrigðis, td. með því að benda á þá staðreynd að reykingar valda þriðjungi allra krabbameina. Heilbrigðisyfir- völd geta bent á óheilsusamlegar neysluvenjur, svo sem of mikla neyslu á harðri fitu sem veldur miklu um tíðni krabbameins og kjarta- og æðasjúkdóma. Þau geta líka bent á jákvætt samhengi fæðu og heilbrigðis. Þar stöndum við íslendingar vel að vígi því það hefur verið sýnt fram á að fisk- neysla dregur úr líkum á hjarta- og æðasjúkdómum. Yfirvöld geta einnig sýnt fram á jákvætt samband hóflegrar líkamsþjálf- unar og heilbrigðis sem er ódýr- asta vörn gegn sjúkdómum sem völ er á því hún kostar ekki neitt.“ Viðhorfin þurfa að breytast „Það er verkefni heilbrigðisyf- irvalda að koma þessum upplýs- ingum á framfæri við önnur ráðu- neyti og stjórnvöld. Þar má nefna landbúnaðaráðuneytið sem getur beitt sér fyrir því að dregið verði úr framleiðslu óhollrar fæðu og framleiðsla á hollustufæði aukin. Fjármálaráðuneytið getur til dæmis niðurgreitt holla fæðu og beitt tollapólitík til að gera holl- ustufæði ódýrara en óholla fæðu. Samgöngu- og dómsmálaráðu- neyti geta eflt slysavarnir og hag- að þeim í samræmi við bestu fáanlegu þekkingu. Þannig geta yfirvöld gert einstaklingnum auðveldara að taka upp heilbrigða lífshætti. Ekki má gleyma upplýsinga- starfinu. Þar er þáttur fjölmiðla og skóla mikill. Þeir geta komið góðum upplýsingum á framfæri við fólk svo það geti breytt við- horfum sínum og þar með lífs- venjum. Fjórða atriðiö sem heilbrigðið markast af ersvo heilbrigðisþjón- ustan. Hún skiptir miklu máli því að sjálfsögðu hættir fólk ekki að verða veikt. Á því sviði búum við íslendingar vel því við eigum mikið af vel menntuðu fólki og fullkomið heilsugæslukerfi úti á landsbyggðinni. Að vísu vantar nokkuð á það hér á höfuðborgar- svæðinu. Það er lykilatriði í heilbrigðismálum að allir hafi að- gang að heilsugæsluþjóriustu nærri heimilum sínum. Þegar þessi heilbrigðisstefna verður komin til framkvæmda má búast við að vöxtur sjúkrahús- anna verði ekki eins hraður og undanfarin ár. Þjónustan sem þau veita kostar sitt og hún verð- ur að vera fyrir hendi. En það verða ýmsar áherslubreytingar. Sjúkrahúsin verða eingöngu ætl- uð fyrir hátækniþjónustu sem ekki er hægt að veita á minni stofnunum. Flest vandamál á hins vegar að vera hægt að leysa heima í héraði án þess að til inn- lagnar komi. Þróunin er á þann veg að hægt verði að lækna flesta kvilla utan sjúkrahúsanna. En rannsóknaraðstaðan þarf vita- skuld að vera til staðar.“ Þjóðhagslega hagkvœmt „Þessi nýja heilbrigðisstefna er ekkert einkamál heilbrigðisyfir- valda heldur varðar hún alla. Ekki síst stjórnmálamenn sem ákveða hvernig peningum sam- þarf að leggjast inn." M Námskeið í Færeyjum Norrænu félögin á íslandi og í Færeyjum efna til námskeiðs um þjóðlíf í Færeyjum, land og sögu. Námskeiðið mun fram fara í Færeyjum dagana 7. -17. júní nk.. Flogið verður til og frá Færeyjum og m.a. verður ferðast um eyjarnar og víða höfð viödvöl. Norræna félagið í Færeyjum hefur undirbúið dagskrána og er hún miðuð við 25 þátttakendur. Síðast var slíkt námskeið haldið fyrirtveimur árum og voru þátttakend- ur mjög ánægðir með ferðina. Kostnaður verður um 20 þús. kr. á þátttakanda og er innifal- ið í því gjaldi flug til og frá Færeyjum, gisting, fæði, ferðir um eyjarnar, námskeiðsgjöld og annað. íslenskur fararstjóri verður Hjálmar Waag Arnason, skólameistari, sími 92-4160 (heima) og 92-3100 (á vinnustað) og mun hann veita nánari upplýsingar. Umsóknir um þátttöku eiga að berast Norræna félaginu, Norræna húsinu, 101 Reykjavík fyrir 1. maí nk. — Málun - Teiknun - Myndvefnaður 6 og 8 vikna vornámskeið hefjast í byrjun apríl. Kennsla fyrir byrjendur og framhaldsnemendur. Upplýsingar og innritun í dag og næstu daga í síma 13525. félagsins er eytt. Þeim þarf að verja þannig að athyglin beinist í auknum mæli að heilbrigðu fólki til að koma í veg fvrir sjúkdóma og að fötluðu fólki til að draga úr fötlun þess. Markniiðið er að sem flestir geti notið góðrar heilsu senr lengst. Það er þjóðhagslega hagkvæmasta leiöin. Þótt hérsé ta|að um nýjastefnu þýðir það ekki að ekkert hafi ver- ið gert. Fyrir hálfu öðru ári undir- ritaði heilbrigðisráðherra samn- ing við WHO um samstarfsverk- efni 10 Evrópuþjóða um forvarn- ir gegn langvarandi sjúkdómum en það tekur til kjarnans í nýju stefnunni. Verkefnið beinist að því að gera framkvæmdaáætlun um það hvernig draga má úr tíðni þeirra sjúkdóma sem okkur varða mestu. Þar er um að ræða hjarta- og æðasjúkdóma, krabb- amein, slys, geðsjúkdóma og fé- lagsleg vandamál í tengslum við neyslu áfengis og fíkniefna, slit- gigt og tannsjúkdóma en þar eigum við íslendingar heimsmet. Áætlunin byggist á því að ráð- ast samtímis gegn helstu áhættu- þáttum sem þessir sjúkdómar eiga sameiginlega en þeir eru margir. Með því móti er talið að betri árangur náist en ef einblínt er á einn sjúkdóm og einn áhætt- uþátt hans. Þarna komum við aft- ur að lífsstílnum því ef einstak- lingurinn forðast tóbak, óhóflega áfengisneyslu, óheilsusamlega fæðu og temur sér holla hreyfingu og jákvætt lífsviðhorf má draga verulega úr tíðni þessara sjúk- dóma.“ Lœknismenntun breytist „Þessi nýja stefna er fyrst og fremst verkefni fólksins. Þess vegna hefur ráðherra skipað fulltrúaráð en aðild að því eiga fulltrúar ráðuneytisins, aðilar vinnumarkaðarins, stór áhuga- mannafélög eins og Slysavarnafé- lag íslands og Kvenfélagasam- bandið og menntamálaráðuneyt- ið. Hugmyndin er sú að þessir að- ilar leggi á ráðin um framkvæmd stefnunnar og flytji boðskapinn til sinna félagsmanna eða stofn- ana. Þannig berast upplýsingarn- ar heim í hérað og forvarnar- stefnan orðið verkefni fólksins sjálfs. Yfirvöld munu svo fylgjast með því hvernig til tekst, hvort lífsvenjurnar breytast og hvernig heilsufar þjóðarinnar þróast frant til aldamóta. En til þess að þessi nýja stefna komist í framvkæntd þarf að breyta menntun heilbrigðisstétt- anna. Það þarf að mennta fólk í forvörnum og leggja áhersluna á heilbrigðið en ekki sjúkdóma og sjúklinga. Þetta er að breytast í sumum löndum, td. í einum skóla í ísrael þar sem byrjað er á að gera stúdentum ljóst gildi heilbrigðis og þau vandamál sent tengjast því að verða sjúkur. Síð- an er farið í sjúkdónrafræðina. Fram til þessa hafa læknadeildir einbeitt sér að menntun sérfræð- inga. í framtíðinni þurfa þær að leggja áherslu á að viðhalda starfsþreki og heilbrigði fólks þannig að allir fái notið sín,“ sagði Hrafn V. Friðriksson. 12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 23. mars 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.