Þjóðviljinn - 23.03.1986, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 23.03.1986, Blaðsíða 20
Danskir vinstrimenn ræöa það nú aö nauðsyn sé á aö vinstriöflin endurskoöi afstööu sína til Nató, jafnvel slá á frest kröfunni um úrsögn úr bandalaginu. Abyrg varnar- stefna Fátt hefur vakið meiri athygli á dönskum vinstrivæng það sem af er þessu ári en kúvending ýmissa róttækra forystumanna í afvopnunar- og friðarmálum. Helstu forystumenn Sósíalíska þjóðarflokksins og Vinstrisósíal- istaíþessum málaflokkum, menn eins og Pelle Voigt og Klaus Birk- holm, hafa horfið frá hinni sígildu vinstripólitík um algera afvopnun og úrsögn úr NATÓ. Þeir segja að alger stöönun muni ríkja á þessum vígstöðvum nema vinstri- öflin endurskoði afstöðu sína. Rétt sé að slá á frest kröfunni um úrsögn úr NATO, en þess í stað beri að krefjast þess að danski herinn verði einungis til varnar og mun minni en nú. Jafnframt sé rétt að leita samstarfs við önnur framsækin öfl innan NATO og efla þannig þrýsting um afvopn- un. Það er að vísu rétt að víglínurn- ar í afvopnunarbaráttunni hafa lítið hreyfst að undanförnu. Unt áratuga skeið hefur krafan urn úr- sögn úr NATO veriö lítið annað en trúarjátning minnihlutahóps og álíka vænleg til árangurs og krafa Jóns Dúasonar um íslensk yfirráð yfir Grænlandi. Nýja friö- arhreyfingin hefur staðnað á allra síðustu árum, og þá er rétt að spyrja nýrra spurninga og leita nýrra leiða. Málstað vinstri manna er lítill greiði geröur með því að berja á sömu lokuöu dyrn- ar um áratuga skeið, heldur ber okkur að læra af þeim félögum Che, Ho og Mao og mæta óvinin- um þar sem hann væntir okkar ekki. í þeim skilningi ber að fagna því að forystumenn dan- skra sósíalista skuli hugsa þessi mál upp á nýtt, eins og einstaka maður hefur reyndar gert á ís- landi. Hins vegar vil ég leyfa mér að Goya smyglað Spænsk yfirvöld báðu nýlega breskan hæstarétt um að stöðva uppboð á meistaraverki eftir spænska málarann Goya. Þau segja að málverkið hafí vcrið flutt með ólöglegum hætti frá Spáni. Málverkið nefnist Markgreifa- frúin af Santa Cruz og átti að fara á uppboð hjá Christies þann 11. næsta mánaðar. Spænska sendi- ráðið sagðist hafa sönnun fyrir því að útflutningsleyfi fyrirtækis þess, sem setti málverkið á upp- boð, væri falsað. efast um að þeir hafi bent á rétta valkosti við fyrri stefnu. Einu dönsku varnirnar, sem vit væri í, eru þær sem afturhaldsgaurinn Glistrup stakk upp á: „Símasjálf- sali sem segir á rússnesku: „Við gefumst upp“. Og ég leyfi mér að halda að það verði álíka auðvelt að berjast fyrir afvopnun innan NATO og fyrir kynþáttajafnrétti innan Ku Klux Klan. Endurskoðun danskra sósíalista á afstöðu í friðarmálum ber líka að skoða í Ijósi þess að verka- Iýðsflokkarnir fá e.t.v. þing- meirihluta við næstu þingkosn- ingar hér. „Einstrengingsleg" af- staða SF og VS til NATO og af- vopnunar hefur verið talin koma í veg fyrir stjórnarsamstarf, og því telja einstakir forystumenn að rétt sé að slátra þessurn heilögum kúm og einbeita sér að mótun vinstri stefnu í atvinnu- og kjara- málum. Hér feta danskir sósíal- istar í raun í spor Alþýðubanda- lagsins, en bæði 1956-8 og 1971-4 sætti það sig við áframhaldandi veru bandaríska hersins til að ná fram öðrum málum. Ekki skal farið út í það hér að meta hvort slíkar hróksfórnir sósíalista hafi fært þeim betri stöðu í skákinni við auðvaldið. GESTUR GUÐMUNDSSON Hins vegar er það nýtt í stöð- unni nú, að yfirlýstir friðarsinnar vilja ræða af alvöru hversu miklar varnir eru nauðsynlegar hverju landi. Þetta er kallað „realpol- itik“, og friðarsinnar eru vændir um rómantík. Ég er hins vegar þeirrar skoðunar, að þá fyrst flýja menn veruleikann, þegar þeir fara að taka þátt í tindátaleik NATO-generála; það er mun raunsærra að afneita rökum vopnavalds. Hins vegar er kú- vending afvopnunarsérfræðinga vísbending um.óleystan vanda: Friðaröflin hafa enn ekki leyst það verkefni að endurvekja eíd- ntóð nýju friðarhreyfingarinnar og móta jafnframt kröfur og bar- áttuaðferðir, sem gætu skilað áþreifanlegum árangri strax. Kaupmannahöfn í feb. 1986 Gestur Guðmundsson. Sunnudagur 23. mars 1986 Ætlar þú að mála fyrir páska? Málning og lökk o.f 1. Allir litir og áferðir á veggi, gólf, glugga, vinnuvélar og skip. Hitaþolinn lakkúði, margir litir. Blakkfernis. RYOEYOIR - RYOVÖRN Málningaráhöld Rúllur, penslar, málningarbakkar og sköfur — og allt annað sem til þarf m.a. áltröppur og stigar, margar stærðir. Fyllingaref ni — Kítti PolyfiUa fyllingarefni og uppleysir. Linolin — Silicon — Seal one — Kítti. 20% afsláttur af máln- ingu til páska. Ánanaustum, Grandagaröi 2, sími 28855. VFRFXTFSf A -góð vöm gegn veröhækkunum VERÐLAGSSTDFNUN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.