Þjóðviljinn - 23.03.1986, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 23.03.1986, Blaðsíða 9
yfirlýsing SMJÖRLÍKI 16. npTcmber 1968 — 33 árgdngur — 249 tolubloi ,tJ6n As'»M- I J^dv.jjanum b Jtf hvarjatr «HB(kkimí 1 íWiWiaiM? na ml/WtK»Ti . y*n-j—'~i-rtAwrfnu — ^ •c Ummœli forseta Alþýðusambandsins á alþingi: „Kauphœkkun ekki fœr og ekki raunhœf leið" Q Er þetta afstaða Alþýðusambandsins? □ l>að hcfur aó vonum vakift mtkla athygl fonetl Alþydusambandsins llannlbal Valdi mamon lýstl þvi yflr á þlngl. að kauph^kkan Ir vrni ..fkkl fær og tkki raunharf Ifið. þv mlftur' 1»jodv lljinn b«T fram þá spumhru fvr ir hond rslfnzks launafolks hvort þevsi orð for srtans mrgi tulka srm alit miAstjornarinnar — rða rf svo rr ekki. hvort rkki sr srrstok á- sta*da til þfss að rrfa ut (ra«nsUf-Aj yflrlýslngu. rnda hrfur miðstjomin gfflð út yfirlýsingu af minna tilrfni. Bréfkorn til meistara Þór- Hlíf segir upp samningum \ l r IIAwl/ *Al Frá degi til dags, Þjóðviljinn 16. nóvember 1968 Eftir gengislækkunina í fyrra samþykkti stjórn Alþýðusam- bands íslands sérstaka traustsyf- irlýsingu til Hannibals Valdim- arssonar í tilefni af því að Krist- ján Thorlacius, forseti B.S.R.B., hafði gerzt svo djarfur að gagnrýna forustu hans með hóg- værum ummælum sem flestallir launamenn tóku undir. Eftir gengislækkunina nú hefur stjórn A.S.Í. sent frá sér nýja traustsyf- irlýsingu, að þessu sinni helgaða Birni Jónssyni, í tilefni af ummæl- um sem birtust í þessum pistlum í fyrradag um aðstöðu verðlags- nefndar eftir að búið er að fyrir- skipa henni með lögum hvernig hún eigi að haga útreikningum sínum. Traustsyfirlýsing Alþýð- usambandsstjórnar er birt í heild á öðrum stað í blaðinu, en þar er því haldið fram að höfundur þess- ara pistla hafi veitzt að fulltrúum launþega í verðlagsnefnd og einkanlega Birni Jónssyni og haldið því fram að þeir hafi með störfum sínum stuðlað að stór- felldum verðhækkunum. Mér hefur aldrei til hugar kom- ið að bera fulltrúa launamanna í verðlagsnefnd þeim sökum sem stjórn Alþýðusambands íslands gerir mér upp; þar er um að ræða ósæmilega rangtúlkun, sem ég hefði ekki að óreyndu ætlað a.m.k. sumumþeimsemsætieiga í stjórn A.S.Í. Ég hef hins vegar gagnrýnt nú sem fyrr þá kenningu að unnt sé að tryggja hagsmuni launafólks með einum saman út- reikningum og ákvörðunum í verðlagsnefnd. Fyrir svo sem ári var sú kenning boðuð af miklu ofurkappi í Verkamanninum á Akureyri, í greinum sem báru ótvíræð höfundareinkenni Björns Jónssonar, að kjarabar- átta launafólks á Islandi væri nú komin á nýtt stig - hún hefði flutzt inn í verðlagsnefndina! Þessa kenningu boðaði Verka- maðurinn þegar búið var að af- nema lög um verðtryggingu Iauna; blaðið virtist ímynda sér að störfin í verðlagsnefndinni gætu komið í staðinn fyrir kauptrygginguna. Ég gagnrýndi þessa kenningu hér í Þjóðviljan- um, m.a. í ýtarlegri grein, án þess að þeirri gagnrýni væri svarað með öðru en þeim málflutningi sem er sérkenni Verkamannsins. Hins vegar hafnaði verkalýðs- hreyfingin þessari Akureyrar- kenningu þegar 20-30 þúsundir manna háðu tveggja vikna verk- fall til þess að fá í samninga ný ákvæði um vísitölugreiðslur á kaup - að vísu allt of takmörkuð. Jafnframt hefur fólk fengið sönn- un um gagnsemi þessarar kenn- ingar í hvert skipti sem það hefur farið í verzlun í heilt ár. Ástæðan er auðvitað ekki sú að fulltrúar launamanna hafi haldið slælega á málum í nefndinni eða stuðlað sjálfir að stórfelldum verðhækk- unum svo sem ráða má af rang- túlkun stjórnar A.S.I; þeir hafa vafalaust fylgt skoðunum sínum eftir af fyllstu einbeitni og náð öllu því fram sem hugsanlegt var. Ástæðan er hin að sú kenning stenzt ekki að verðlagsnefndin sé aðalvígstöðvar kjarabaráttunn- ar; þar er aðeins tekizt á um nokkra aura á móti hverri krónu sem verðlag hækkar um; það er fjallað um örlítið brot af verð- myndunarkerfinu. Nú eru stjórn- ir A.S.Í. og B.S.R.B. raunar að viðurkenna þessar staðreyndir í verki með ákvörðuninni um að draga fulltrúa sína úr nefndinni í áföngum. Augljóst er að vandamál, hlið- stæð þessu, munu blasa við á næstunni. Fyrir nokkrum dögurn lýsti Hannibal Valdimarsson, forseti Alþýðusambands íslands, yfir því á þingi að henn teldi að ekki mætti spilla árangri gengis- lækkunarinnar með því að kaup láglaunafólks hækkaði til jafns við verðbólguna; hann væri and- vígur kauphækkunum en teldi að það yrði að tryggja hlut láglauna- fólks á annan hátt. Hins vegar sagði hann ekkert um það hvaða háttur það væri, en vafalaust er þar um að ræða nýjar kenningar um verðlagsnefnd eða einhverja hliðstæða stofnun. Mér er engin launung á því að ég tel þessi um- mæli Hannibals Valdimarssonar ganga í berhögg við hagsmuni láglaunafólks á Islandi. Og nú bíð ég eftir nýrri traustsyfirlýsingu frá stjórn Alþýðusambands Is- lands. -Austri. Bílaskoðun í Rangár- vallasýslu árið 1922 Hvað haldið þið að margir bílar hafi verið í Rangárvallasýslu árið 1922? Þeir voru 3. En hvað skyldu margir bera L númer núna? 2700 (þriðja tbl. KR- blaðsins 1986). En þó að Rangæingar ættu nú ekki nema þessar þrjár bifreiðar þurftu þær auðvitað að vera í lög- legu ásigkomulagi. Og um það bar Björgvin Vigfússyni, sýslu- manni Rangæinga, að sjá. Því gaf hann út svohljóðandi tilkynningu 8. ágúst 1922. (Stafsetning látin halda sér). ..Björgvin Vigfússoú, sýslu- maður í Rangárvallasýslu gjörir kunnugt: Með því að almenn skoðun hefur nýlega farið fram á skrásettum bifreiðum í Reykja- víkurumdæmi, þykir og ástæða til að láta skoða þær bifreiðar, er skrásettar hafa verið í Rangár- vallasýslu, sem eru: RA 1, eign Sæmundar Odds- sonar Garðsauka 1919 RA 2, eign Ólafs Sigurðssonar frá Hábæ 1920 og RA 3, eign Guðmundar Gísla- sonar frá Brekku í Holturn ofl. 1920. Fyrir því útnefni jeg hjermeð, sem vel hæfan mann til þess að framkvæma nýja skoðun á tjeð- um bifreiðum á kostnað núver- andi eigenda, herra bifreiða- stjóra Egil Vilhjálmsson í Reykjavík. Skoðunargjörð fyrir hverja bifreið fyrir sig. ber að innfæraú l ' V '/ 's, / /1 / w/ííí schiebt Sie sb' / H. LUMMER 'VA ASYLANTRÁ6E k ( Vestur-Berlín, eins og víðar í Evrópu, hafa yfirvöld stórar áhyggjur af ört vaxandi flótta- mannastraumi frá ófriðarsvæð- um heimsins, einkum Mið- Austurlöndum og írak og íran. Hér hefur þýskur skopteiknari sett fram sína skoðun á fram- göngu Heinrich Lummer í mál- efnum flóttamanna en Lummer fer með þau mál í borgarstjórn þetta skjal með áliti skoðunar- manns um það, hvort bifreiðarn- ar samkvæmt lýsingu. fullnægja fyrirmælúm laga og reglugerða þeirra, sem unr bifreiðar gilda og endursenda mjer skjalið að því búnu. Hafi eigendaskifti orðið á bifr- eiðum þessum síðan þær skrásett- ar voru, er skoðunarmaður beð- inn að aðvara rjetta hlutað- eigendur um að senda hingað án tafar tilkynningar um eigenda- skiptin. Þessu til staðfestu er nafn mitt og embættisinnsigli. Skrifstofu Rangárvallasýslu, 8. ágúst 1922. Björgvin Vigfússon". -mhg Berlínar. Við þessa kunnuglegu persónu sem leitar hælis segir Lummer: „ Veiþér, hræsnari, æil- arðu að telja mér trú um að tífi þínu sé ógnað í Palestínu!" Sovétríkin Hver er launamunurinn? Það hefur oft viljað vefjast fyrir mönnum hvernig þjóðfélag sem kallar sig sósíalískt getur réttlætt mikinn launamun eins og við- gengst bæði í Sovétríkjunum og Kína. Ekki er ætlunin að hefja slíka réttlætingu hér en til fróð- leiks birtum við töflu um laun hinna ýmsu starfsstétta í Sovét- ríkjunum. Við þessa launatöflu er skylt að gera ýmsar athugasemdir. Fyrir það fyrsta vantar inn í hana öll fríðindi sem geta verið geysi- mikil, hvort sem um er að ræða fría húsaleigu, ódýrar sumar- leyfisferðir eða aðgang að gjald- eyrisbúðum. I öðru lagi ber að hafa í huga að í Sovétríkjunum greiða menn enga persónuskatta sem víðast hvar eru notaðir til að draga úr launamun. í þriðja lagi er ekki tekið með í reikninginn hið umfangsmikla neðanjarðar- hagkerfi sem þrífst í Sovétríkjun- um og skekkir myndina enn meir. Fólk sem vinnur td. við frarn- leiðslu á eftirsóttum neysluvarn- ingi getur drýgt tekjur sínar veru- launum sovéskra lækna sé sú að lega með vöruskiptaverslun. meirihluti stéttarinnarséu konur. En hvað um það, hér kenrur Yfirvöld reyna að lokka fólk til taflan: starfa í Síbiríu með háum launum Rádherra...............................................8Ó0-1.500 rúbtur Háskólaprófessor..................................... 500-700 rúblur Sendiherra..........................................................400 rúblur Forstjóri í verksmiðju í Moskvu....................... 350-500 rúblur Forstjóri í verksmiðju íSibiríu............................ 700 rúblur Forstöðuinaður samyrkjubús í Múrmansk...............................800 rúblur Forstöðumaðursamyrkjubús i Rússlundi................................200 rúblur Garðyrkjubóndi......................................................210 rúblur (getur tvöfaldað lekjur sínar með einkusölu) Lœknir í prófessorsslöðu............................................500 rúblur Almennurheimilislœknir..................................... 170 rúblur Sjúkraliði..........................................................130 rúblur Strœtóbílstjóri í Moskvu................................... 320 rúblur Verkamaður við færiband íSíbiríu....................................500 rúblur Verkamaðurviðfæribandí Moskvu.......................................190 rúblur Grunnskólakennari...................................................140 rúblur Lektor í háskóla....................................................240 rúblur Verkamaður íkolanámu................................................300 rúblur Afgreiðslumaðuríbúð..................................................90 rúblur Ellilífeyrisþegi......................:......................80 rúblur Það vekur athygli hve ólíkt starfsmatið er greinilega í Sovét- ríkjunum og á lslandi. Til dæmis er strætóbílstjóri tæplega helm- ingi betur launaður en læknir og segja suntir að skýringin á lágum en á móti kemur að ólíkt því sem gerist víðast hvar á Vestur- löndum þá er mun dýrara að lifa í strjálbýlinu en stórborgununr. —ÞH/Ny Tid Sunnudagur 23. mars 1986 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.