Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1996, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1996, Side 3
ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 1996 3 pv________________________________________Fréttir Ekkert lát á deilum um skólahaldið í Mývatnssveit: Oddviti neitar samvinnu - segir Eyþór Pétursson, formaður rekstrarstjórnar Skútustaðaskóla „Ef oddvitinn er oddviti allrar sveitarinnar þá hjálpar hann okkur að ná þessu fjármagni. Sveitar- stjórnin var búin að segja að hún ætlaði ekki að sækjast sjálf eftir þessum styrk úr jöfnunarsjóði sveit- arfélaga og því gætum við sótt um hann sjálf. Nú segir oddvitinn að ólöglegt sé að hafa þennan hátt á,“ segir Eyþór Pétursson, bóndi í Bald- ursheimi við Mývatn og formaður rekstrarstjórnar einkaskólans á Skútustöðum. Eyþór sagðí að skólinn þyrfti nauðsynlega að fá styrk til að standa undir skólaakstri vegna skólans á Skútustöðum. Möguleiki er að fá þetta fjármagn, um eina og hálfa milljón króna, úr jöfnunar- sjóði sveitarfélaga en einkaaðilar geta ekki sótt um slíkan styrk. Lög- um samkvæmt geta sveitarstjórnir einar fengið fé þaðan. „Við höfum fengið vilyrði um þetta fé hjá félagsmálaráðuneytinu, með því skilyrði að sveitarstjórnin annist milligönguna. Við töldum í Björgun- arskóli á Gufu- skálum? DV, Akranesi: Búist er við því að starfshópur, sem dómsmálaráðherra skipaði til að kanna tillögur um að stofna al- þjóðlegan björgunarskóla á Gufu- skálum á Snæfellsnesi, skili af sér í byrjun febrúar. Verið er að kanna hvernig hægt er að koma skólanum á fót, hvernig rekstri hans verði háttað og fjármagnað. í skýrslu, sem þeir Ingi Hans Jónsson og Valgarð Halldórsson gerðu fyrir Snæfellsbyggð og Slysa- varna- félag íslands, kemur fram að með þvi að stofna skólann myndu skapast möguleikar á samræmdri menntun björgunarmanna. Skoskur sérfræðingur, sem Slysavarnafélag- ið fékk til að leggja mat á skýrsluna, lagði eindregið til að skólinn verði stofnaður. Skoski sérfræðingurinn rekur einn stærsta björgunarskóla heims sem útskrifar þúsundir nem- enda á ári. Stór hluti þeirra er sér- deildarhermenn frá Evrópu og Am- eríku. -DÓ Reykhólahreppur: Söluverð hita- veitunnar 52 milljónir Ijósi fyrri yfirlýsinga að það væri í höfn en nú virðist oddvitinn og meirihluti hreppsnefndar ætla að svíkja það,“ segir Eyþór. Málið verður tekið upp á hrepps- nefndarfundi á fimmtudaginn og sagðist Eyþór vonast eftir farsælli lausn þá. Á Skútustöðum eru nú 23 börn við nám í einkaskóla en ekki náðist samstaða um rekstur skóla í sveitinni fyrir veturinn. Leifur Hallgrímsson, oddviti Skútustaðahrepps, sagði í samtali við DV að það væri andstætt reglu- gerð jöfnunarsjóðsins að taka pen- inga með þeim hætti sem aðstand- endur skólans á Skútustöðum vildu. „Sveitarstjórnin var líka búin að móta þá stefnu að sækja ekki um fé til annars en grunnskóla hreppsins og sá grunnskóli er í Reykjahlíð en ekki á Skútustöðum. Það er heldur ekki eðlilegt að sveitarsjóður sé að leppa fyrir einkaskóla til að ná út peningum," sagði Leifur. Hann sagði það skoðun meiri- hluta hreppsnefndar að sækja ekki um akstursstyrk fyrir skólann á Skútustöðum. Hann vildi þó ekkert fullyrða um hver yrði niðurstaðan á hreppsnefndarfundinum á fimmtu- dapinn -GK litrar al bensini fylgja hverjum bensinjeppa Reykhólahreppur hefur selt Orkubúi Vestfjarða hitaveitu 'hreppsins og er söluverðið 52 millj- ónir króna. Að sögn Þórðar Jóns- sonar, oddvita Reykhólahrepps, var hitaveitan seld végna fjárhagsörð- ugleika hreppsins. Þórður sagði að hún hefði verið það helsta sem hægt hefði verið að gera fé úr. Nýr sveitarstjóri hreppsins er Guðmundur Ingólfsson úr Hnífsdal. Hann mun, að sögn Þórðar, taka til starfa mjög bráðlega. -ÞK Leiðrétting í grein í blaðinu 22. janúar um Björn Jónsson, prófast í Borgar- fjaröarprófastsdæmi, slæddist mein- leg villa. Hið rétta er að Björn tók guðfræðipróf 1952 en ekki gagn- fræðapróf eins og stendur í grein- inni. Beðist er velvirðingar á þess- um mistökum. -ÞK •úrval al góðum jeppum á góöu verði og á einstökum kjörum •vaxtalaust lán til 24 mánaða að upphæð allt að 1 millján króna •ef pó kaupir Pensínjeppa fylgja eitt púsund lítrar af bensíni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.