Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1996, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1996, Blaðsíða 26
30 ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 1996 Hvernig á að svara auglýsingu í svarþjónustu >f Þú hringir í síma 903-5670 og eftir kynninguna velur þú 1 til þess aö svara smáauglýsingu. >f Þú slærö inn tilvísunarnúmer auglýsingar, alls 5 stafi. f Þá heyrir þú skilaboö auglýsandans ef þau eru fyrir hendi. Þú leggur inn skilaboö aö -l loknu hljóömerki og ýtir a ferhyrninginn aö upptöku lokinni. >f Þá færö þú að heyra skilaboöin sem þú last inn. Ef þú ert ánægð/ur með skilaboðin geymir þú þau, ef ekki getur þú talaö þau inn aftur. Hvernig á að .. svara atvinnu- auglýsingu í svarþjónustu Fréttir___________________________pv Fyrirhugaöar framkvæmdir á friölýstu svæöi Hveravalla valda deilum: Þarf að bæta úr vondri umgengni - segir Jóhann Guömundsson, oddviti Svínavatnshrepps Mat á umhverfisáhrifum fyrir- hugaðra framkvæmda á Hveravöli- um og tUlaga að deiliskipulagi, sem Skipulag ríkisins gaf út, hefur vald- ið titringi og deilum undanfarið. AðUar Ferðafélags íslands eru mjög óánægðir með þær hugmyndir sem þar koma fram. Meginástæða þess er sú að gert er ráð fyrir að skáli Ferðafélagsins og aðstaða, sem byggð var upp í byrjun níunda ára- tugarins, verði fjarlægð og ný þjón- ustuaðstaða byggð upp, að mestu utan marka friðlýsts svæðis á Hveravöllum (sjá meðfylgjandi kort). Stjórn Ferðafélags íslands (FÍ) hefur beint stjórnsýslukæru til um- hverfisráðuneytis á hendur hrepps- nefnd Svínavatnshrepps í A-Húna- vatnssýslu vegna þess þáttar sem lýtur að HveravaUasvæðinu. Krafa FÍ um ógUdingu aðalskipulagsins er rökstudd með því að skipulagið hafi á sínum tíma hlotið staðfestingu skipulagsyfirvalda á röngum for- sendum um yfirráðasvæði hrepps- ins og að við undirbúning þess hafi verið brotið gegn höfuðreglum ís- lensks stjómsýsluréttar. Þetta kemur fram í fréttatilkynn- ingu sem FÍ sendi frá sér til fjöl- miðla. Ekki að bola FÍ burt „Ferðafélagið hefur haldið því fram að við höfum verið að bola þeim burt af svæðinu, en það er rangt. Þeir byggðu skála á fjórða áratugnum og ekki stendur tU að hrófla við því húsi. Um 1980 byggðu þeir annað hús án aUra leyfa og það er ósamþykkt að öUu leyti, engin byggingarsamþykkt og sett niður án samráðs við heimamenn," sagði Jó- hann Guðmundsson, oddviti Svina- vatnshrepps, við DV. „PáU Sigurðsson, forseti Ferðafé- lags íslands, upplýsti það á fundi í fyrra, sem við áttum með honum, að HveraveUir hefðu verið einn af örf- áum stöðum á landinu sem hefði skaffað FÍ tekjur. Því er líklegt að afstaða þeirra til breytinganna ráð- ist af þeirri staðreynd. Við viður- kenndum á þeim tíma gamla húsið, en ekki það sem stendur til að fjar- lægja. Við höfum ekki lokað á Ferðafé- lagið eða 'neina aðra aðila að gerast aðilar að þeim félagsskap. Það þarf einfaldlega að breyta umgengninni og þjónustunni sem hefur verið þarna. Hús Feröafélagsins er gistiskáli með svefnaðstöðu og ófullkominn að ýmsu leyti. Eftir því sem ég best veit, hefur heUbrigðisfulltrúi gert verulegar athugasemdir við þennan skála. Landverðir, sem hafa verið á vegum FÍ og Náttúruvemdarráðs, hafa einnig bent á að fjölmörgum þáttum sé ábótavant á Hveravöllum. Þeir sem hafa komið þarna reglu- legá í áratugi hafa séð hve svæðið hefur mikið látið á sjá. Nýja þjónustumiðstöðin verður eins litt áberandi í landinu og kost- ur er. Stærsta málið í þessum breyt- ingum öllum er að við emm að hugsa um staðinn tU framtíðar. Það verður að varðveita HveraveUi fyrir næstu áratugi og næstu kynslóðir. Ef ekki verða gerðar róttækar breyt- ingar á staðnum, erum við mjög ef- ins um að Hveravellir beri þá auknu umferð sem orðin er,“ sagði Jóhann. yf Þú hringir í síma 903-5670 og eftir kynninguna velur þú 1 til þess aö svara atvinnuauglýsingu. Þú slærö irin tilvísunarnúmer auglýsingar, alls 5 stafi. >f Nú færö þú aö heyra skilaboö auglýsandans. 'f Ef þú vilt halda áfram ýtir þú á 1 og heyrir þá spurningar auglýsandans. Þú leggur inn skilaboö aö loknu hljóömerki og ýtir á ferhyrninginn aö upptöku lokinni. yf Þá færö þú aö heyra skilaboöin sem þú last inn. Ef þú ert ánægð/ur meö skilaboðin geymir þú þau, ef ekki getur þú talaö þau inn aftur. ^ Þegar skilaboöin hafa verið geymd færð þú uppgefiö leyninúmer sem þú notar til þess aö hlusta á svar auglýsandans. Mikilvægt er aö ja skrifa númeriö hjá sér því þú ein(n) veist leyninúmerið. . ^ Auglýsandinn hefur ákveöinn tíma til þess aö hlusta á og flokka svörin. Þú getur hringt aftur I síma 903-5670 og valið 2 til þess að hlusta á svar auglýsandans. Þú slærö inn leyninúmer þitt og færö þá svar auglýsandans ef þaö er fyrir hendi. Allir í stafræna kerfinu með tónvalssíma geta nýtt sér þessa þjónustu. f 903 • 5670 Aðeins 25 kr. mínútan. Sama verð fyrir alla landsmenn. RKS-skynjarar frá Sauöárkróki: Seldir ytra af dönsku fyrirtæki Stykkishólmur: 21 nemandi í öldungadeild DV; Fljótum: „Við sýndum skynjarana á stórri iðnsýningu í Þýskadandi sl. haust og höfum fengið mjög jákvæða umfjöll- um um framleiðsluna, bæði á sjálfri sýningunni og einnig í erlendum fagtímaritum," sagði Rögnvaldur Guðmundsson, framkvæmdastjóri RKS-skynjaratækni ehf., á Sauöár- króki þegar fréttamaður tók hann tali nú í ársbyrjun. „Viö væntum okkur mikils af samstarfi við Sabroeg í Danmörku. Þeir eru meðal þriggja stærstu kæli- kerfaframleiðenda og selja fram- leiðslu sína um allan heim um þess- ar mundir. Sabroeg mun sjá um sölu fyrir okkur en við hönnun og framleiðslu skynjaranna". RKS-skynjaratækni hefur undan- farin ár þróað og framleitt skynjara sem hafa þann tilgang að skynja leka á ýmsum hættulegum efnum úr kælikerfum eins og ammoníaki, klór- og flúorefnum, - freoni. Tækið er tölvustýrt og getur jafnframt skynjað hita- og rakastig. Það kem- ur boðum um leka í vaktstöð sem síðan kemur boðum áfram í síma eða símboða. Einnig er hægt að tengja skynjarann beint við iðnað- artölvur og PC-tölvur. Rögnvaldur sagði að síðustu mán- Úr húsakynnum RKS á Sauðárkróki, frá vinstri: Pétur Friðjónsson sölumaður, stjóri og Rögnvaldur Guðmundsson framkvæmdastjóri. uði hefði verið unnið að því að gera gæðahandbók fyrir RKS-skynjara- tækni og var bókinni skilað til Vott- unar hf. um áramótin. Tilgangurinn er að fá vottun um hönnun, þróun, framleiðslu, sölu og síðar veitta þjónustu. Talið er að um þrír mán- uðir líði þar til vottunin liggur fyr- ir. Hins vegar er gæðahandbókin þegar farin að nýtast í fyrirtækinu. Sex menn starfa að jafnaði hjá RKS- skynjaratækni. Auk þróunar og Jón Bæring Hauksson framleiðslu- DV-mynd Örn framleiðslu sjá þeir um sölumálin, en í ár verður ekki síst stefnt að aukinni sókn á innanlandsmarkað. -ÖÞ DV, Stykkishólmi: í haust tók til starfa öldungadeild í fyrsta sinn við framhaldsdeildina í Stykkishólmi. Á haustönn var boðið upp á kennslu í ensku, íslensku og þýsku. Á vorönn hefur ritvinnsla bæst við. Skráðir nemendur í öld- ungadeild eru 21. Framhaldsdeild var stofnuð í Stykkishólmi fyrir um 20 árum en síðustu árin hefur hún verið rekin sem útibú frá Fjölbrautaskóla Vest- urlands á Akranesi. Fyrst var deild- in til húsa í grunnskólanum en fluttist fyrir 3 árum í eigið húsnæði. Rúmlega 30 nemendur stunda nú nám þar. Samtals eru nemendur við Fjölbrautaskólann á sjötta tuginn. í skólanum er kennt eftir svoköll- uðu áfangakerfi. Margir byrjunará- fangar eru sameiginlegir öllum brautum fjölbrautaskólanna og því geta flestir nemendur stundað eins til tveggja ára almennt nám við framhaldsdeild. Valið svo sérgreina- braut við Fjölbrautarskólann á Akranesi eða fengið nám sitt metið inn í aðra skóla. Þess má líka geta að á vegum Farskóla Vesturlands er boðið upp á vélavarðanám og er það vel sótt. -BB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.