Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1996, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1996, Blaðsíða 28
32 ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 1996 Sviðsljós_________________________________________ Allt galopið í kapphlaupinu um óskarsverðlaunin: Sharon Stone langbest og fékk Golden Globe - Emma Thompson sannar snilli sína eina ferðina enn Emma Thompson var verðiaunuð fyrir að skrifa besta handritið. Húrra fyrir henni. Símamynd Reuter Emma Thompson ætlar ekki að gera það endasleppt. Ekki er nóg með að hún skuli vera háverðlaun- uð leikkona heldur hefur hún nú einnig sýnt og sannað og fengiö við- urkennt að hún er góður handrits- höfundur. Emma fékk sem sé Golden Glohe verðlaunin í Hollywood á sunnudagskvöld fyrir besta handritið. Það var fyrir Sense and Sensibility, eftir skáldsögu Jane Austen. Annars kom Sharon Stone liklega mest á óvart þegar hún krækti sér í verðlaun fyrir bestan leik allra kvenna í alvarlegri mynd, Casiono Martins Scorseses. „Þetta er krafta- verk,“ sagði Sharon og þakkaði Scorsese og meðleikara sínum, Ro- bert De Niro. Sense and Sensibility var einnig kosin besta myndin í flokki alvar- legra mynda. I flokki tónlistar- eða gamanmynda fór hin svínslega Babe með sigur af hólmi og af er- lendum myndum þótti Les Miséra- bles vera best. Golden Globe verðlaunin þykja oft vísbending um hverjir muni fara heim klyfjaðir óskarsstyttunum eft- irsóttu í mars. Niðurstöðumar að þessu sinna benda þó til þess að allt geti gerst þegar þar að kemur. Myndin hennar Emmu var sú eina sem fékk fleiri en eina styttu. Leikstjórinn George Miller setur upp svínstrýni í tilefni verðiaunanna fyr- ir svínamyndina Babe. Símamynd Reuter Margir góðkunningjar okkar fóru kátir og glaðir heim í háttinn að- faranótt mánudagsins. Þar skal fyrstan telja John Travolta. Hann var valinn besti leikarinn í aðal- hlutverki í gamanmynd fyrir frammistöðu sína í Get Shorty. Besti karlinn í alvarlegri mynd var valinn Nicolas Cage fyrir Leaving Las Vegas og bésta konan í gaman- mynd reyndist vera Nicole Kidman fyrir Do Die for. Mel Gibson, sá siðprúði átján bama faðir i álfheimum, fór heim með styttu fyrir að vera besti leik- stjórinn. Myndin sem um ræðir er að sjálfsögðu Braveheart. Brad Pitt og Mira Sorvino vom verðlaunuð fyrir að vera fremst meðal jafningja í hópi þeirra sem léku aukahlut- verk. En það voru ekki bara kvikmynd- ir og kvikmyndaleikarar sem fengu verðlaun á sunnudagskvöld. Sjón- varpsstjömur vom ekki hafðar út- undan. Hér skal aðeins nefndur Kel- sy Grammer sem fékk verðlaun fyr- ir bestan leik í gamansyrpunni Frasier sem hér er verið að sýna. Það era samtök erlendra fréttarit- ara í Hollywood sem standa að Golden Globe verðlaununum. Sharon Stone var að vonum brosmild þegar hún hafði fengið Golden Globe John Travolta smellir kossi á kinn eiginkonunnar Kelly Preston. Hann krækti styttuna sína. Algjört kraftaverk. Símamynd Reuter sér í þann stutta fyrir Get Shorty. Símamynd Reuter Friðrik krónprins segir sína meiningu: Giftist Eftir að Jóakim prins gifti sig í haust hefur almenningur í Dan- mörku velt vöngum yflr hvenær ríkisarfinn sjálfur, Friðrik krón- prins, 27 ára, muni festa ráð sitt. Friðrik er hins vegar ekkert að flýta sér, segist munu gifta sig þegar hann sé orðinn nægilega þroskaður til þess. Og það sem meira er, hann mun ekki láta hefðir eða slíkt þvæl- ast fyrir sér. Hjartað verður látið ráða og verður Margrét Þórhildur, Henrik og aðrir að sætta sig við þá konu sem hann gengur að eiga. Friðrik ræddi þessi mál í blaða- viðtali nýlega. Honum finnst hann ekki þurfa að ná þessum mikilvæga áfanga áður en hann verður þrítug- þeirri semmér sýnist Frðrik krónprins ásamt unnustu sinni, Kötju Storkholm. ur en gerir sér vel grein fyrir að það eru gerðar verulegar væntingar til hans. Fyrir um tveimur árum féll Friðrik fyrir fyrirsætunni Kötju Storkholm og gengur samband þeirra með ágætum. Engu að síður er brúðkaup honum afar fjarri. Drottningin er orðin vön því að Friðrik vilji fara sínar eigin leiðir og virðir skoðanir hans. Hún ætti annars að fá tækifæri til að ræða þessi mál ofan í kjölinn á næstunni en í febrúar fer Friðrik ásamt for- eldrum sinum í opinbera heimsókn til Suður-Afríku. Hann bað einfald- lega um að fara með, vill sjá hvem- ig þessar opinberu heimsóknir ganga fyrir sig. uskarsmyndin Network sjón- varpsþáttur Kvikmynd Sidneys Lumets, Network, vakti verðskuldaða at- hygli fyrir tuttugu árum og átti skilið allt það lof sem hún fékk, þar á meðal nokkra óskara. Eins og menn rekur minni til lék Pet- er Finch þar sjónvarpsfréttaþul- inn Howard Beaíe sem klikkað- ist og tók að vara við áhrifum þessa ísmeygilega fjölmiðils og kálaði sér svo í beinni útsend- ingu. Nú er verið að undirbúa sjónvarpsþáttasyrpu byggða á myndinni og em þar að verki sömu mennirnir og gerðu MASH-þættina eftir samnefndri mynd. Madonna komin til æf- inga á Evitu Kirk Douglas hefúr leikið í rúmlega áttatlu kvikmyndum á lífsleiðinni og þar sem karl er kominn undir áttrætt em litlar likur taldar á að hann fái ósk- arsverðlaun fyrir leik sinn úr þessu. Því hefúr verið ákveðið að veita Kirk heiðursóskar fyrir vel unnin störf á samkomunni í mars. Það er vel til fundið því Kirk er mikill sómamaður og hefur gert marga góða hluti um dagana. Kynþokkadísin og söngkonan umdeilda Madonna kom til Arg- entínu um helgina til æfinga fyr- ir upptökur á kvikmyndinni Evitu undir stjóm Alans Park- ers. Heimamenn em hins vegar ekkert of hrifnir af því að litla efnishyggjustúlkan leiki dýr- linginn þeirra. Meðal annars er forseti landsins afar óhress með gang mála. „Ég býst við að Madonna mimi hafa hægt um sig. Hún fór beinustu leið af flugvellinum á hótelið til að hvíla sig,“ sagði einn aðstand- enda myndarinnar. Ekki em þó allir óánægðir með komu Madonnu, því lítill hópur aðdá- enda hennar beið á flugvellinum í þeirri von að berja hana aug- um. Kirk D. fær heiðursóskar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.