Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1996, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1996, Blaðsíða 20
24 ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 1996 /■ Hiroshi Ken Hassell, shotokan karateþjálfari kennir unglingum í Haukum: „Engin slagsmal eru leyfileg en megum verja fjölskyldu okkar" - segir Ari Sverrisson, 13 ára, efnilegur shotokan karatemaður í Haukum Að undanfomu hefur hinn heims- þekkti shotokan karatekennari, sensei, Hiroshi Ken Hassell, verið í viku heimsókn á íslandi og leið- beint og þjálfað yngri sem eldri flokka hinna ýmsu félaga á Reykja- víkursvæðinu. Síðastliðinn fimmtu- dag var hann að kenna unglinga- flokkum í Haukum og leit DV inn í Haukahúsið. Ken Hassell byrjaði að æfa karate 1972, þá 9 ára. „Ég tók karate fram yfir allar aðrar íþróttir," segir Ken Hassell - sem er frá Englandi, en þar er hann fæddur og uppalinn og kennir að sjálfsögðu íþróttina í sínu heimalandi. Hann sagði að krakk- amir hjá Haukum væm mjög efni- legir héldu þeir áfram að æfa af eljusemi. En Ken Hassell kennir fleirum en karateiðkendum þvi hann hefur að undanfómu verið að þjálfa og kenna hinum þekkta markverði Aston Villa, Mark Bosnich. Það er því vert fyrir unga keppn- isíþróttamenn að velta þessu svolít- ið fyrir sér því það er mögulegt að bæta sig í íþróttum á margan hátt. Flestir kannast við þegar þjálfarinn biður til dæmis leikmenn að ein- beita sér vel að því sem þeir em að gera innan vallar og við vitum að það tekst ekki alltaf. En hvernig skyldi þessi mark- mannskennsla fara fram hjá Ken Hassell? Jafnvægið og einbeitingin hefur skánað hjá Bosnich „Bosnich er í mjög góðu líkam- legu ástandi, þar er engu ábótavant - kennslan mín er fólgin í því að byggja hann upp andlega - og þá fyrst og fremst að ná hugarfarslegu jafnvægi, sjálfsaga og góðri éinbeit- ingu. Öll þessi atriði era mjög mik- ilvæg fyrir markverði. Þetta hefur gengið mjög vel og hefur Bosnich tekið talsverðum framfomm. Ég fer til írlands á morgun (sl. fóstudag) og kenni þar í nokkra daga en held síðan heim til Eng- Yngri flokkar Hauka a æfingu síðastliðinn föstudag ásamt kennaranum Hiroshi Ken Hassell. Aftasta röð frá vinstri: Gunniaugur Sigurðsson, þjálfari flokks- ins, Ari Sveinsson, Eiríkur G. Kristjánsson, Hjajti Ægisson, Eðvald Gfslason og Sensei Ken Hassel, kennari frá Englandi. - Miðröð frá vinstri: Katrín Eyjólfs- dóttir, Elvar Sigurðsson, Rúnar Ómarsson og Örn Ingi Ágústsson. Fremsta röð frá vinstri: Sif Hákonardóttir, Sigdís Vega, Louise Þorsteinsdóttir, Hákon Há- konarson og Birgir Örn Hauksson. DV-myndir Hson lærdómsrík og skemmtileg ferð og ég lærði mjög mikið. Ég tók þar brúna beltið sem er 2 kyu. Nei, ég hef aldrei lent í slag síðan ég byijaði að æfa. Við megum það ekki því karate má bara nota í sjálfsvöm og ég má til dæmis verja fjölskyldu mína. Ég stefhi auðvitað á svarta beltið en ég verð fyrst að taka 3. brúna beltið,“ sagði Ari. lands og tek þá meðal annars við þjálfun á Bosnich. Gæti hugsað mér að setjast að á íslandi Ég hef oft komið til íslands til að þjálfa og kenna shotokan karate - og gæti ég vel hugsað mér að setjast hér að því fólkið er svo gott og vin- gjamlegt og landið mjög fallegt. Mér þykir leitt að hafa ekki getað séð meira af því í þetta sinn því allur tíminn hefúr farið í kennsluna. Ég verð að gefa mér betri tíma næst þegar ég kem,“ sagði Ken Hassell. að ráða við það. Jú, - það em mjög skemmtilegar æfingar hjá Ken Hassell," sagði Sif. Megum verja fjölskyldu okk- ar Ari Sverrisson, 13 ára, Haukum, byrjaði að æfa karate 9 ára: „Ég sá auglýsingu um karate þeg- ar ég var 9 ára og sýndi pabba hana. Hann spurði mig hvort ég hefði áhuga á að æfa karate - og ég fór eftir því vegna þess að karate er svo skemmtilegt og æfingamar hjá Ken Hassell em alveg frábærar. Umsjón Halldór Halldórsson Ég fór í æfingabúðir til Edenborg- Hiroshi Ken Hassel, kennari shotokan karate. Mjög skemmtileg íþrótt Sif Hákonardóttir, 13 ára, Hauk- um, byrjaði að æfa karate 1993 og hefur æft svo til allt frá byrjun. „Mér fmnst shotokan karate mjög skemmtileg íþrótt. Ég hef unnið til bláa beltisins, sem er 5 kyu. Næst er það fjólubláa beltið sem ég ætla að reyna að taka eftir hálft ár og á ég Körfuboltamót Hauka: Glæsileg unglingamót Hið árlega Landsbankamót Körfuknattleiksdeildar Hauka fór fram um áramótin. Keppt var í 7„ 8. og 9. flokki og fór keppnin fram í íþróttahúsinu við Strandgötu og Haukahúsinu. Keppni var mjög hörð en drengileg og sáust oft glæsileg til- þrif hjá köppunum. Sigurvegarar í hinum ýmsu flokkum urðu eftirfarandi félög: 7. flokki Haukar 8. flokki ÍR 9. flokki Valur Að venju völdu þjálfarar lið- anna stjömulið sitt (fimm bestu leikmenn), besta leikmann og besta varnarleikmann í hverjum flokki og vom þeir heiöraðir sér- staklega^að mótinu loknu. Auk þes völdu þjálfarar besta dómara mótsins. Allt um Haukamótið í máli og myndum á unglingasíðu DV næst- komandi fóstudag. Tveir shotokan karate snillingar framtíðarinnar í hörkustuði á æfin ir og andstæðingur hennar til hægri er Ari Sverrisson. i Haukum. Til vinstri er Sif Hákonardótt-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.