Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1996, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1996, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 1996 Stuttar fréttir íranir falsa íranska myntsláttan prentar og falsar hundrað dollara seöla, að sögn bandarísku sjónvarps- stöðvarinnar ABC. Frestun hafnað Dómstóll í ísrael hafnaði í morgun beiðni morðingja Rabins forsætisráðherra um að réttarhaldinu yfir honum verði frestað. Jeltsín harður nagli Borís Jeltsín Rúss- landsforseti sagði í morg- un að hann gerði sér enn vonir um að leysa deilurn- ar í Tsjetsjen- íu viö samn- ingaborðiö en hann hét því að ganga milli bols og höfuðs á upp- reisnarmönnum í lýðveldinu. Fokker í vanda Fokker flugvélaverksmiðjurn- ar hollensku ramba á barmi gjaldþrots eftir að Daimler Benz samsteypan í Þýskalandi hætti fjárstuðningi. íhuga samstarf Leiðtogar breska Verkamann- aflokksins og flokks frjálslyndra demókrata íhuga að eigá sam- starf að loknum kosningum sem verða í síðasta lagi á næsta ári. Léttir til Stjórnvöld í Mexíkó hafa af- létt neyðarástandi í höfuðborg- inni vegna mikillar mengunar þar síðustu daga. Viðræður bráðum Vonast er til að viöræður SÞ við íraka um sölu á olíu til að kaupa matvæli geti hafist á næstunni. Hafna beiðni Rushdies Þýsk stjóm- völd höfnuðu í gær áskorun rithöfundar- ins Salmans Rushdies um að þrýsta á írani um að aflétta dauða- dóminum yfir rithöfundinum vegna bókarinn- ar Söngva satans. Júpíter endurmetinn Vísindamenn kunna að þurfa að endurskoða kenningar sínar um myndun Júpíters eftir að geimfarið Galfleó sendi nýjar upplýsingar tfl jarðar. Faiin vopnabúr Bandarísk stjómvöld em hálf- vandræðaleg þessa dagana yfir leyndum vopnabúrum í Austur- ríki frá dögum kalda stríðsins sem þarlend stjórnvöld fréttu fyrst af um helgina. Forsetar ákærðir Tveir fyrmm forsetar Suður- Kóreu voru í morgun ákærðir fyrir uppreisnaráróður gegn rík- inu í tengslum við fjöldamorð hersins á mótmælendum. Boutros kátur Boutros Boutros-Ghali, framkvæmda- stjóri SÞ, lýsti í gær yfir ánægju sinni með kosning- arnar sem Palestínu- menn héldu um helgina og sagði þær traust- an grundvöll undir sjálfsákvörð- unarrétt þeirra. Clinton í sjónvarpi Bill Clinton Bandaríkjaforseti flytur ræðu um ástand og horfúr í landsmálum í kvöld og verður henni sjónvarpað. Reuter Utlönd Fundur týndra skjala í Whitewater-málinu bakar forsetafrúnni óþægindi: Hillary stefnt til að vitna fyrir kviðdómi Hillary Rodham Clinton, forseta- frú Bandaríkjanna, hefur verið stefnt tfl að bera vitni frammi fyrir kviðdómi í Whitewater-málinu. Verður hún yfirheyrð um skyndi- legan fund skjala sem verið hafa týnd i tvö ár og rannsóknarnefndin í málinu hefur ákaft leitað. Stefnan þykir vera áfall fyrir forsetafrúna en málið hefur sett svip sinn á setu eiginmanns hennar í forsetastóli og verið vatn á myllu óvina hans með- al repúblikana sem vilja koma í veg fyrir endurkjör hans í nóvember. Hillary verður fyrsta eiginkona starfandi forseta sem dregin er fyrir kviðdóm. Kviðdómurinn mun ákvarða hvort einhver tflraun hafi verið gerð af hálfu Hillary til að hindra framgang réttvísinnar en týndu skjölin hafa komið henni í afar óþægilega stöðu. Forsetahjónin neita staðfastlega að hafa gert nokk- uð ólöglegt og segja málið fyrst og fremst snúast um pólitík. Ástæða þess að Hillary er látin vitna fyrir kviðdómi er aö 4. janúar sl. fundust skjöl frá síðasta áratug sem varða störf Hillary í lögmanns- fyrirtæki. Eiginmaður hennar var þá fylkisstjóri Arkansas. Skjölin greina í smáatriðum frá lögfræði- vinnu Hillary fyrir sparisjóð í Ark- ansas sem fór á hausinn og kostaði skattborgarana hátt í 400 milljónir króna. Sparisjóðurinn var í eigu manns sem átti í samstarfi við Clin- ton-hjónin um rekstur bygginga- verktakafyrirtækis sem nefnist Whitewater. Carolyn Huber, yfirmaður per- sónulegra samskipta forsetans, sagði rannsóknarnefnd þingsins í síðustu viku að hún hefði rekist á skjölin í bókaherbergi Hvíta húss- ins i ágúst. Hún setti þau í kassa og rakst ekki aftur á þau fyrr en fimm mánuðum seinna. Þá fyrst var skjöl- Hillary Clinton. unum skilað tfl rannsóknarnefndar- innar. Hillary sagðist ánægð yfir að skjölin skyldu loks fundin en hún segir þau staðfesta að vinna hennar fyrir sparisjóðinn hafi verið minni háttar. Hillary verður spurð spjörunum úr á fostudag ásamt þremur aðstoð- armönnum úr Hvíta húsinu og lög- mönnuni Clinton-hjónanna. Yfir- heyrslurnar eru þáttur í gagnaöflun málsins en þýða ekki að hún sé grunuð um ólöglegt athæfi. Andstæðingar Clintons hafa líkt Whitewater-málinu við Watergate- málið þar sem reynt var að hylma yfir innbrot í Watergate-bygging- una. Það mál neyddi þáverandi for- seta, Richard Nixon, til að segja af sér, fyrstan bandarískra forseta. Hillary hefur fallið í áliti almenn- ings vegna Whitewater-málsins en hún átti áður í vök að verjast vegna aðildar að uppsögnum starfsfólks ferðaskrifstofu Hvíta hússins vorið 1993. Reuter Þessi Kínverji lét skort á bekkjum ekki koma í veg fyrir að hann fengi sér lúr í veðurblíðunni í Peking í gær. Hann hafði komið sér þægilega fyrir í tré í al- menningsgarði og virtist njóta eftirmiðdagslúrsins til fullnustu. Símamynd Reuter Gíslar uppreisn- armanna fá frelsi NATO til aðstoðar stríðsglæpadómara Yfirmaður sextíu þúsund manna gæsluliðs NATO í Bosníu sagði í gær að gert hefði verið samkomulag við Richard Goldsto- ne, yfirmann striðsglæpadóm- stólsins í fyrrum Júgóslavíu, um aöstoð við rannsókn meintra voðaverka. „Við Goldstone komum okkur saman um þann stuðning sem sveitir okkar munu veita mönn- um hans þegar þeir rannsaka íjöldagrafir og undirbúa mál á hendur stríðsglæpamönnum," sagði Leighton Smith aðmíráll, yf- irmaður NATO-liðsins. Smith lét þessi orð falla í mynd- veri í Pale, höfuðvígi Bosníu- Serba, steinsnar frá heimili Radovans Karadzics Serbaleið- toga sem hefur verið ákærður fyr- ir stríðsglæpi. Gæsluliðar NATO munu ekki elta upþi stríðsglæpamenn en þeir munu handsama þá verði þeir á vegi þeirra. Goldstone sagði í Sarajevo að menn hans mundu hefja vett- vangsrannsóknir mjög fljótlega. Rannsóknarmenn segja að sjö þúsund múslíma sé saknað frá því Serbar lögðu undir sig griðasvæði SÞ í Srebrenica í júlí í fyrrasum- ar. Reuter Ráðgjafi Díönu hættur Patrick Jephson, nánasti ráðgjafi Díönu, prinsessu af Wales, er hætt- ur störfum fyrir prinsessuna. Er það í annað skipti sem maður úr starfsliði Díönu hættir störfum í kjölfar umtalaðs sjónvarpsviðtals við hana i nóvember. Fráhvarf Jephsons þýðir að Díana hefur ein- göngu almennt skristofufólk sér til aðstoðar í augnablikinu en hún mun vera að leita að nýjum ráð- gjafa. Jephson hefur verið hægri hönd Díönu í mörg ár og var með í ferð þegar Díana skrapp til Bandaríkj- anna fyrr í mánuðinum. Blaðafulltrúi Díönu, Geofirey Crawford, hætti störfum skömmu eftir að viðtalinu umtalaða var sjón- varpað en þar viðurkenndi hún framhjáhald og efaðist um hæfileika Karls rikisarfa til að verða konung- ur. Reuter Tsjetsjenskir uppreisnarmenn ætla að leysa flesta gísla.sína úr haldi í dag en þeir eru þó fremur súrir í broti yfir að vera stimplaðir sem hryðjuverkamenn eftir gísla- tökumálin að undanförnu. Movladí Údúgov, talsmaður Dzhokhars Dúdajevs, leiðtoga að- skflnaðarsinna í Tsjetsjeníu, bauð fréttamönnum að vera viðstadda frelsun gíslanna í morgun í bænum Nóvogroznenskíj í Tsjetsjeníu. Búist er við að Dúdajev muni leggja blátt bann við frekari árásum á óbreytta borgara en óvíst er hvort allir uppreisnarmenn muni hlýða. Salman Rúdajev, sem setti allt á annan endann þegar hann og félag- ar hans tóku gísla í Dagestan fyrir hálfum mánuði, kom úr felum í gær til að verja gerðir sínar. „Rússnesk yfirvöld neyddu okkur út í þetta til að verja heiður okkar sem manna,“ sagði Radújev við fréttamenn á leynilegum stað í Tsjetsjeníu þar sem nokkrir gísl- anna eru í haldi. „Ég endurtek að við munum berjast tfl síðasta blóð- dropa.“ Radújev sagði að hópur sinn hefði tekið 83 gísla með sér þegar hann braust út úr herkví Rússa um þorp- ið Pervomajskaja. Hann sagði að í Salman Radújev er í felum í Tsjetsjeníu. Símamynd Reuter gíslahópnum væru 53 óbreyttir borgarar, þar af sex konur, en hinir gíslarnir væru lögregluþjónar. Radújev lék á als oddi og gerði að gamni sínu við gíslana en einn þeirra sagðist hafa farið sjálfvfljug- ur með uppreisnarmönnunum þar sem Rússar hefðu skotið á þá. „Hvemig er hægt að sanna að hann sé ekki bófi?“ sagði hinn skeggprúði Radújev og benti á gísl með nokkurra daga skegghýjung á hökunni. „Þú þama, þú ert með skegg, þú ert ekta bófi,“ sagði Radú- jev. Gíslinn hló taugaveiklunarlega. Údúgov sagði að farið yrði með lögregluþjónana í gíslahópnum eins og stríðsfanga og þeir yrðu aðeins látnir lausir í skiptum fyrir upp- reisnarmenn í haldi Rússa. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.