Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1996, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1996, Qupperneq 15
É B'W ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 1996 Iveran - ... segir einhvers staðar og stund- um hefur maður velt því fyrir sér hvað maður eigi að gera til þess að segja þetta „það“ og jafnvel hvort þetta „það“ sé alltaf það sama þegar blóm eru annars vegar. Tilveran vildi gjarnan „segja það með blóm- um“ en skortir hugsanlega kjark. Fyrir þá sem hann hafa koma hér nokkrar upplýsingar um hvað „það- ið“ verður þegar mismunandi blóm eru komin í sellófan. „Þaðið“ verður aðdáun, stolt og fegurð með rauðum nellikum en skrefi lengra er stigið með rauðum rósum, eða ást, ósk og jafnvel „ég elska þig“. Bleikar nellikur segja móðurást og eru sjálfsagt þá fyrst og fremst fyrir mæður að gefa börnum eða öfugt. Karlar í tilhugalífinu ættu því að láta þær eiga sig en gefa áhugaverðu stúlkunni bleikar rósir. Þar merkir „þaðið“ þokkafull og elskuleg. Vissirðu að... . . . gulir túlipanar merkja von- laus ást en mönnum leyfist að efast. Mislitir túlipanar merkja falleg augu. Liljur merkja hreinleika og páskaliljur eru fyrir þá sem vUja senda kveðju en alls ekki meira. Þær merkja nefnilega vorsöng, kveðju og augnatillit. Fresíur merkja sakleysi. Ef þú ert ekki orðinn gagntekinn af ást en ert farinn að finna eitthvað brjótast um innra með þér þá skaltu gefa purpuralitar sýrenur. Þær merkja fyrsta vott um ást. Blandað- ur blómvöndur er merki um hlýhug og fjóla merkir staðfestu og göfug- mennsku. -sv Hildur Rósantsdóttir: Bóndinn fær rauðar rósir „Ég gef blóm við ýmis tækifæri, í afmælisgjafir og svona eftir þvi hvernig liggur á mér. Eitt er þó al- veg fast og það er að eiginmaðurinn fær rauðar rósir. Mér finnst rauðar rósir vera merki um ást og því fmnst mér ekki passa að gefa ein- hverri vinkonu rauðar rósir. I slík- um tilvikum myndi ég velja bleikar eða gular rósir. Ég vel helst rósir en ef ég sé einhver óvenjuleg blóm sem ég hef ekki séð áður á ég það til að grípa þau. Á bóndadaginn fær bónd- inn blóm eða þá að ég býð honum út að borða.“ -sv Anna Guðmundsdóttir: Spái ekkerl í litinn „Ég gef reglulega blómagjafir og vel yfirleitt alltaf rósir. Fyrir því er í sjálfu sér engin ein skýring en ég leita frekast eftir þeim. Ég velti því ekkert fyrir mér hvaða merkingu hver litur hefur og hvort hann segir eitthvað meira eða minna en ein- hver annar. Ég skoða það sem tO er hverju sinni og vel svo bara það sem mér finnst fallegast. Maðurinn minn fær annað slagið rósir frá mér og þær eru ekkert frekar rauðar. Hann fær blóm á bóndadaginn." -sv Gerður Hjörleifsdóttir: Gef mikið af blómum „Ég héld ég gefi frekar mikið af blómum og finn öll möguleg tæki- færi til þess arna. Það er alls ekkert bundið við afmæli eða slíkt. Mér finnst litirnir skipta máli og vel þá svolítið eftir þeirri persónu sem á að fá blómin. Mér fannst þessar bleiku rósir svo stórar og fallegar og þess vegna valdi ég þær. Ég ætla að gefa þær ungri stúlku sem var að eignast sitt fyrsta barn og finnst lit- urinn afskaplega viðeigandi." -sv ; ■ Bóndadagur: Berlæraðir og berfættir fögnuðu þeir þorra Þorri var boðinn velkominn um allar aldir hvort sem það var gert af óttablandinni virðingu eða með gleð- skap og gamni, segir Árni Björnsson í Sögu daganna. í fornum munnmælum eru góa og þorri gerð að hjónum og var þorri húsbóndinn og góa húsfreyjan. Það var þvi skylda bænda að „fagna þorra" eöa „bjóða honum í garð“ með því að fara fyrstir á fætur allra manna á bænum þann morgun sem þorri gekk í garð. Áttu þeir að fara ofan og út í skyrtunni einni, vera bæði berlæraðir og berfættir, en fara í aðra brókarskálmina og láta hina lafa eða draga hana eftir sér á öðrum fæti, ganga svo til dyra, ljúka upp bæjarhurðinni, hoppa á öðrum fæti í kringum allan bæinn, draga eftir sér brókina á hinum og bjóða þorra velkominn í garð eða til húsa. Síðan áttu þeir áð halda öðrum bændum úr byggðarlaginu veislu fyrsta þorradag. í dag er fyrsti dagur þorra víða kallað- ur bóndadagur og á þá húsfreyjan að halda vel til bónda síns. -sv • Tveggja þrepa gír 0-3Ó0 sm./mín. 0-1100 sm./mín. • Nítján þrepa átaksstilling • Bremsa á mótor • Seigla (TORQUE) 14,9/31,7 • 480 W heimilisborvél meS höggi áfram/afturábak. • Stiglaus rofi. • Er í tösku • Borasett fyrir stein fylgir 800W slípirokkur Léttur og meðfærilegur með 115 mm skífu GangráSur sem heldur snúnings- hraSanum Reykjavík: Ellingssen. Byggingavöruversl Nethyl Vesturland: Mélningarþjónustan Akranesi, Kf. Borgfiröinga, Borgarnesi.Blómsturvellir, Hellissandi.Guöni E. Hallgrímsson, Grundarfirði. Vestfirölr: Geirseyrarbúðin, Patreksfirði. Rafverk,Bolungarvfk.Straumur,(saflrði. Norðurland: Kf. V-Hún.,Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Skagfirðingabúð, Sauðárkróki. KEA Siglufirði. KEA Ólafsvfk, KEA, Lónsbakka Akureyri. KEA.Dalvík. Kf. Þingeyinga, Húsavík. Austurland: Kf. Vopnfir5inga,Vopnafirði Sveinn Guðmundsson, Egilsstöðum. Stál, Seyðisfirði. Verslunin Vík, Neskaupsstað. Kf. Fáskrúðsfirðinga, Fáskrúðsfirði. KASK, Höfn Suöurland: Kf. Rangæinga, Hvolsvelli. Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Brimnes, Vestmannaeyjum. Reykjanes: Stapafell, Kefiavík. Rafborg, Grindavík. SBE 480 Borvél WSCE 800/1 15 lónaðarslípirokkur Umboösmenn um allt land

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.