Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1996, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1996, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 1996 5 NÝIR BÍLAR ■ INNFLUTNINGUR Afgreiðslu- tími aðeins 2-4 vikur ef bíllinn er ekki til á lager Grand Cherokee árg. 1996 Getum lánað allt að 80% af kaupverói Egill Vilhjálmsson, Smiójuvegi 4, Kópav. sími 557 7200 Fréttir EV BÍLAUMBOÐIÐ Skíðasvæðin nær snjólaus A skíðasvæðum landsmanna er mjög lítill snjór. Helgina 13.-14. jan- úar voru allar lyftur opnar í Hlíðar- fjalli við Akureyri en í vikunni þar á eftir hlánaði. Um síðustu helgi var aðeins ein lyfta opin þar og aðeins ætluð keppnisfólki. Á Seljalandsdal við ísaijörð hefur keppnisfólk verið að æfa en ekki hefur verið opið fyrir almenning. Á skíðasvæðunum suðvestanlands vantar snjóinn og sömu sögu er að segja af Oddsskarði. -ÞK ABS Air Bag líknarbelgur, rafmagn í rúðum og læsingum, 120 ha vél, útvarp/segul- band Suzuki Sidekick Sport árg. 1996 Verð kr. 2.090.000 Alltaf sama fólkið sem stelur úr bátum DV, Suðurnesjum: „Við erum að skoða þessi mál og munum leita eftir samvinnu við eig- endur bátanna. Það er töluvert um að brotist sé inn í báta hér og það virðist alltaf vera sama fólkið sem aftur og aftur stendur að þessum innbrotum," sagði Pétur Jóhanns- son, hafnarstjóri J Reykjanesbæ, í samtali við fréttamann DV. Rætt hefur verið um þann mögu- leika að vera með gæslu á nætumar í Njarðvíkurhöfn vegna tiðra inn- brota í báta þar. Einnig að hafa ör- yggiskerfi um borð í bátunum og hafnarstjórn Reykjanesbæjar er með fleiri atriði í skoðun. Skemmd- ir eru oft verulegar í þessum inn- brotum. á frábœru verði - kt*. 12.500 Vorum að fá þessa vinscelu borðstofustóla. Gunnar Valdemarsson, íbúi á Flateyri, leitar muna í rústum þar sem bílskúr hans stóð áður. Flateyri: DV-mynd GS Suðurnes: DNA-rannsókn gerir uppgröft á líki á Hornafirði óþarfan: Óyggjandi að maðurinn hafi átt afkomendur á lífi Niðurstöður úr nýlegri DNA- rannsókn sýna að yfír 99% líkur eru á að maður sem lést á Homafirði 18. febrúar 1995 hafi verið faðir konu sem lést 14. janúar sama ár. Hún hafði verið skráð dóttir annars manns. Uppgröftur reyndist óþarfur - segir Jón Oddsson hæstaréttarlögmaður þar sem sýni sem fengust við krufn- ingu á manninum og sýni úr kon- unni frá skurðaðgerð á spitala reyndust tiltæk. Jón Oddsson hrl., sem fer með barnsfaðemismál fyrir móður hinn- ar látnu konu og erfðamál fyrir hönd' bama látnu konunnar, hafði gert kröfu um að lík mannsins yrði graf- ið upp til að sanna að hann væri faö- ir hennar. Lík konunnar hafði hins vegar verið brennt. Jón Oddsson telur þetta óyggjandi niðurstöðu um að maðurinn hafi átt aíkomendur á lífi, 4 börn hinnar látnu konu. Þau komi þar með til með að erfa afa sinn að öllu leyti og erfðaskrá, sem gamli maðurinn hafði gert á sínum tíma, verði dæmd ógild þar sem hann taldi þegar hún var gerð að hann ætti engin börn. Jón sagði að málið yrði tekiö fyrir í Héraðsdómi Austurlands um næstu mánaðamót, fyrst yrði dæmt í barns- faðernismálinu og síðan í erfðamál- inu. Jón lét fastsetja eigur gamla mannsins en þær eru taldar nema um 40 milljónum. -ÞK Enn hreinsað a flóðasvæðunum DV, Flateyri: „Mikið átak hefúr verið gert í hreinsun flóðasvæðanna hér og fjöldi fólks hefur komið og lagt hönd á plóginn. Hugmyndin er síðan að fara í að fjarlægja þær hússirústir sem eftir eru,“ sagði Kristján J. Jó- hannesson, sveitarstjóri á Flateyri, í samtali við DV. Einmuna veðurblíða, sem leikið hefur við Flateyringa að undan- fornu, hefur gert allt hreinsunar- starfíð léttara en reiknað hafði ver- ið með. Ruslið sem hreinsað hefur verið upp að undanfórnu fyllti 40 ruslagáma. Þá fannst enn nokkuð af persónulegum munum fólks. „Við munum halda hreinsunar- starfmu áfram eftir því sem veður og aðstæður leyfa enda mikið starf óunnið," sagði Kristján. -GS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.