Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1996, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1996, Side 11
ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 1996 Fréttir 11 DV Fjárhagsstaða borgarsjóðs um áramót: Skuldirnar hækkuðu um 8,5 milljarða á síðustu sex árum Skuldasöfnun borgarinnar - samanburður síðustu 6 ára - 1990 1991 1992 1993 1994 1995 Heildarskuldir borgarsjóðs námu 13,2 milljörðum króna um síðustu áramót, samkvæmt upplýsingum sem komu fram á blaðamannafundi með borgarstjóra í síðustu viku, og hafa þær aukist gríðarlega síðustu sex árin, eða um 8.562 milljónir króna. Mest jukust skuldirnar milli ára 1993 og 1994 eða um 2.675 millj- ónir króna og 1991-1992 um 2.393 milljónir en minnst 1990-1991. Þá jukust þær aðeins um 480 milljónir króna. Borgarstjóri kynnti fjárhagsáætl- un borgarinnar fyrir þetta ár á borgarstjórnarfundi á fimmtudag. Á blaðamannafundi fyrir borgar- stjórnarfundinn sagði borgarstjóri að veruleg hækkun hefði orðið á rekstrargjöldum sem hlutfalli af skatttekjum á tímabilinu 1992-1994. Hæst hefði það numið 97 prósentum árið 1994 en farið lækkandi síðan og næmi árið 1996 84 prósentum. „Þetta gefur þó ekki alveg rétta mynd af rekstrarumfangi borgar- sjóðs og hvernig það hefði þróast. Inni í þessu eru vaxtagreiðslur sem hafa hækkað mjög verulega," sagði hún meðal annars. Árin 1993 og 1994 námu rekstrar- gjöld án vaxta sem hlutfall af skatt- tekjum 84 og 93 prósentum. Árið 1994 er þetta hlutfall komið niður í 82 prósent 1995 og fer niður í 79 pró- sent samkvæmt frumvarpinu. Borg- arstjóri segir að stefnt sé að því að ná þessu hlutfalli niður í 75 prósent næstu árin. „Meðal annars með þetta að mark- miði hefur verið skipuð verkefnis- stjórn embættismanna til að vinna að gerð þriggja ára áætlunar um rekstur, framkvæmdir og fjármál borgarinnar. Við vonumst tO þess að á fyrri hluta þessa árs verði hægt að leggja fram slíka áætlun til af- greiðslu í borgarstjórn. Það yrði þá í fyrsta skipti sem slík áætlun yrði gerð hérna,“ sagði borgarstjóri.-GHS Dagsbrún: Brýnast að virkja verkamenn - segir Gylfi Páll Hersir Gylfi Páll Hersir, verkamaður í Stálsmiðjunni, telur að forysta Verkamannafélagsins Dagsbrúnar, sem kjörin hafi verið í stéttabaráttu fyrir nokkrum áratugum, hafi færst fjær grasrótinni nær því að vera þjónustustofnun við verkamenn. Svo eigi þó ekki að vera, enda vilji hann ekki kvarta undir skrifstof- unni sem slíkri heldur eigi verka- menn að ná aftur völdum í félaginu. „Við erum ekki að kjósa misgóða kontórista til að reka félagið sem stofnun heldur á Dagsbrún að vera félag félagsmanna. Aðalatriðið er að auka lýðræði innan félagsins, virkja félagana og ýta undir sérhver skref sem verkamenn á vinnustöðum taka til að færa sín réttindamál fram á við.“ -GHS Aukabla5 um I Miðvikudaginn 31. janúar mun aukablað um skatta og fjármál i fylgja DV. Blaðið verður fjölbreytt og efnisniikið en í því verð- ur fjallað um flest það er viðkemur sköttum og fjár- málum heimilanna. Meðal efnis er skattframtal, húsnæðislán, heima- banki, kreditkort, greiðsludreifing, leiðir til sparnaðar o.fl. Þeim sem vilja koma á framfæri upplýsingum og efni í blaðið er bent á að senda upplýsingar til Evu Magnúsdóttur, DV, fyrir 24. janúar. Bréfasíminn er 550-5999. Þeir auglýsendur sem hafa áhuga á að auglýsa í þessu aukablaði vinsamlega hafi samband við Selmu Rut Magnúsdóttur eða Arnar H. Ottesen, auglýs- ingadeild DV, hið fyrsta í síma 550-5722. Skattfi. 'ei'ibc, ***ital Un>ná °8 í/Jn "li Viiisamlegast athugið að síðasti skiladagu auglýsinga er fimmtudagur 25. janúar. r Auglýsingar Sími 550 5000, bréfasími 550-5727. full búd af geisladiskum á vægast sagt sprenghlægilegu verði!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.