Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1996, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1996, Qupperneq 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 1996 Fréttir i>v Fyrirspurnum linnir ekki eftir auglýsingu í Trader: Breskum heildsölum boð- ið að selja í Kolaportinu - sá fyrsti kom um helgina í kjölfar auglýsingar í breska við- skiptablaðinu Trader í byrjun des- ember, þar sem Kolaportið auglýsir eftir breskum heildsölum til að selja vöru sína í Kolaportinu, hefur, að sögn Jens Ingólfssonar, fram- kvæmdastjóra Kolaportsins, ekki linnt fyrirspurnum frá Bretlandi. í grein sem birtist í Trader sam- hliða auglýsingunni kemur meðal annars fram að um 30 þúsund manns komi um hverja helgi í Kola- portið. Yfir 90% Reykvíkinga hafi komið þangað og um 80% allrar þjóðarinnar. Þá sé tungumálið ekki vandamál, allir íslendingar læri ensku í skóla. Bent er á að þúsund- ir íslendinga fari til Bretlands ár- lega til að versla og þeir hafi pen- inga til að eyða. Þess vegna sé upp- lagt fyrir Breta að fara sjálfir til ís- lands með vöruna. „Það hafa verið mikil viðbrögð við auglýsingunni, það eru komnar hátt í 200 fyrirspurnir og í gær komu 14,“ sagði Jens í samtali við DV sl. föstudag. „Þegar hafa nokkr- ir komið til að skoða, einn aðili er að koma í annað sinn og er búinn að panta bás 17. febrúar. Hann verð- ur til dæmis með á boðstólum hús- gögn og annað til heimilisnota. Við gerum okkur vonir um að það muni hleypa lífi í Kolaportið að fá sjóaða markaðsmen hingað," sagði Jens. Hann sagði að ákveðið hefði ver- ið að hafa Kolaportið opið þijár vik- ur samfleytt þrisvar á ári - vor, haust og fyrir jól. Svo kæmi til greina að hafa opið á föstudögum. „Þetta verður viðbót við það sem fyrir er. Það sem vantar mest er kompudót, vinsælt, notað dót. Það virðist uppurið í landinu." Erlendir kaupsýslumenn kanna aðstæöur í Kolaportinu: Getum boðið gæða- vöru á lágu verði - verðlag á íslandi allt of hátt, segja James Scurrah og Cáthál O’Brien James Scurrah frá London og Cáthál O’Brien frá Dublin, sem starfa saman að verslun, voru á ís- landi um helgina að kanna aðstæð- ur í Kolaportinu og verðlag á ís- landi í kjölfar auglýsingar og um- fjöllunar um Kolaportið í breska viðskiptatímaritinu Trader. Þeir ætla að byrja um miðjan febrúar að selja í Kolaportinu. Þeir sögðust í samtali við DV vera mjög hrifnir af öllum aðstæð- um og skipulagningu í Kolaportinu og íslendingar væru einstaklega vingjamlegt fólk. Þeir tóku reyndar svo djúpt í árinni að segja að Kola- portið væri besti markaður sinnar tegundar sem þeir hefðu séð í Evr- ópu og hefðu þeir verið víða. Lítið segjast þeir hafa vitað um ísland áður en þetta kom til og telja landið eitt best varðveitta leyndarmál Evr- ópu. Þá segjast þeir treysta sér til að bjóða hér til sölu gæðavöra á lágu verði og sögðust hlakka til að byrja. Á laugardaginn fóru þeir í versl- anir á Reykjavíkursvæðinu og fannst verðlagið allt of hátt. O’Brien og Scurrah hyggjast selja alls konar varning í Kolaportinu, þeir flytja inn sjálfir frá Austur- löndum og segjast ná verðlagi niður þannig. Til að byrja með verða þeir með ýmsa hluti til heimilisnota, t.d. eldhúsáhöld og þess háttar. Ætlunin er að breyta til með hvað boðið verður til sölu í hverri viku, það mun fara eftir þvi hvað selst best og um hvað er spurt. Ætlunin er að flytja vöruna inn í gámum með skipum. Þeir segjast munu ráða ís- lendinga til starfa við afgreiðslu. Jens Ingólfsson, framkvæmda- stjóri Kolaportsins, sagði að um 20 aðilár væru i sömu hugleiðingum og O’Brien og Scurrah þó að þeir hefðu ekki staðfest bókanir sínar enn. Hins vegar hefði einn breskur kaupmaður birst á fóstudag og boð- ið vöru sína í Kolaportinu um helg- ina. -ÞK James Scurrah, vinstra megin, og Cáthál O’Brien hyggjast byrja að bjóða varning sinn í Koláportinu um miðjan febr- úar næstkomandi. DV-mynd TJ Nýjung í símakerfinu - símtalspöntun Ný þjónusta, símtalspöntun, hef- ur verið tekin í notkun í almenna símakerfinu. í henni felst sú nýjung að unnt er að panta símtal við núm- er sem er á tali þegar hringt er í það. Sá sem hringir í númer á tali ýtir á 5 og leggur á. Um leið og sá sem var á tali hættir að tala hringir sím- inn hans og sömuleiðis síminn sem pantað var úr. Um leið og tólunum er lyft af á báðum stöðum er sam- band komið á. Ef sá sem pantaði símtalið svarar ekki innan 10 sek- úndna þurrkast pöntunin út. Sömu- leiðis þurrkast pöntunin út ef sá sem var á tali talar lengur er 45 mínútur eftir að símtalspöntunin er gerð. Hægt er að panta 5 samtöl og einnig geta 5 aðilar pantað samtöl til hvers notanda. Til að afpanta símtal er ýtt á #37# og eru þá allar fyrri pantanir afpantaðar en til að afpanta ákveðið númer er ýtt á #37* símanúmerið slegiö inn og ýtt á #. Símtalspöntun geta aðeins þeir sem hafa tónvalssíma nýtt sér. Gjaldið er 9,97 kr. í hvert sinn og gjaldfærist á númerið. -ÞK Kolaportið er tæplega sjö ára. Nú eru breskir kaupmenn farnir að bjóða þar vöru sína. Þeir telja sig geta boðið gæðavöru á mjög hagstæðu verði. DV-mynd JAK Veðsetning lóða í Kópavogi: Vil bíða skýrslu bæjaÞ lögmanns - segir Helga Sigurjónsdóttir bæjarfulltrúi „Eins og komið hefur fram í fjöl- miðlum era skiptar skoðanir um þetta, ýmsir lögfræðingar telja þetta ekki eðlilega viðskiptahætti. Það stendur orð gegn orði. Bæjarlög- maður og bæjarritari telja þetta allt í góðu lagi,“ sagði Helga Sigurjóns- dóttir, bæjarfulltrúi í Kópavogi. „Menn fá úthlutað lóð, fá hana af- henta án þess að borga og geta byrj- að að byggja, undirrita bara skulda- viðurkenningu. Síðan geta þeir selt þetta skuldabréf áður en farið er að byggja. í flestum tilfellum hefur þetta ekki orðið neitt vandamál, menn hafa yfirleitt staðið vel að verki en nokkrir hafa staðið sig illa. Sumir, sem skipt hafa við þá sem fengið hafa lóðimar, telja sig hafa borið skarðan hlut frá borði,“ sagði Helga. Fjallað var um málið á bæjarráðs- fundi á fimmtudaginn. Bæjarfulltrú- ar fá núna fljótlega skýrslu um mál- ið frá bæjarlögmanni. Að sögn Helgu finnst henni koma til greina að félagsmálaráðuneytið skeri úr um þetta. „Ég tel rétt að bíða skýrslu bæjar- lögmanns. Mér virðist vafasamt að veðsetja lóðir. Samkvæmt sveitar- stjómarlögum fæ ég ekki betur séð en það sé bannað að veðsetja land,“ sagði Helga Sigurjónsdóttir. -ÞK Raufarhöfn: Tilraunaborun eftir heitu vatni DV, Akureyri: Um þessar mundir er unnið að undirbúningi að tilraunaborun efth- heitu vatni í landi Raufarhafnar- hrepps og er áformað að bora fjórar tilraunaholur. Reynir Þorsteinsson, starfandi sveitarstjóri á Raufarhöfn, segir að öll hús á Raufarhöfn séu kynt með rafmagni sem sé dýrt. Tilraunahol- urnar verða boraðar nærri flugvell- inum, á Höfðanum, og tvær holn- anna uppi í heiðinni en þær verður ekki hægt að bora fyrr en síðar þeg- ar meira frost verður komið í jörðu og hægt að fara um með þau tæki sem til þarf. „Já, við erum bjartsýnir á árang- ur. Það var boruð hérna 320 metra djúp hola við skólann á sínum tíma sem gefur 22 stiga heitt vatn. Okkur er sagt af mönnum hjá Orkustofnun að það sé ekki spuming hvort hér sé heitt vatn ef borað er nógu djúpt, spurningin er hins vegar hversu mikið vatn geti verið um að ræða og hversu heitt,“ segir Reynh. Hann segir að gefi frekari rann- sóknir og tilraunaborun ekki já- kvæðan árangur verði að öllum lík- indum ráðist í byggingu sorporku- stöövar og varminn frá henni nýtt- ur t.d. til kyndingar á skóla, sund- laug og íþróttahúsi. „Það sorp sem safnast saman hér á ári er það mik- ið að úr því gæti fengist orka sem nægði til 65% af kyndingu á íþrótta- húsinu, sundlauginni og 'skólan- um,“ segir Reynir -gk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.