Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1996, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1996, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 1996 Fréttir Ellert Vigfússon, framkvæmdastjóri íslenskra ígulkera hf.: Ræö ekki fólk í vinnu án þess að hitta það - segist vera mjög óánægöur meö framkomu tveggja verkalýðsforingja „Menn geta sent mér svona fax eða bréf en það er alveg á hreinu að ég ræð ekki fólk í vinnu hjá mér án þess að hitta það og ræða við það. Þessir menn eru velkomnir hingað til viðræðna en þegar ég fæ svona plagg með svona kröfum þá svara ég því auðvitað ekki,“ sagði Ellert Vig- fússon, framkvæmdastjóri íslenska ígulkera hf. í Njarðvík, í samtali við DV vegna vinnuumsóknar sem hann hefur fengið frá þremur hafh- flrskum verkamönnum. Þeir Ásbjöm Helgason, Bjarnfreð- ur Ármannsson og Sigurður Ásgeir Runólfsson sendu atvinnuumsókn til íslenskra ígulkera hf. þar sem þeir sækja um vinnu með ákveðn- um skilyrðum. Þeir vilja frá launa- taxta VMSÍ fyrir sérhæft fisk- vinnslufólk. Þeir vilja fá fríar ferðir milli Hafnarfjarðar og Njarðvíkur daglega. Þeir benda svo á að líklega sé hægt að fá fleira verkafólk í Hafnarfirði í vinnu á sömu skilmál- um. Flakar steinbít og herðir með tilþrifum DV, Suðureyri: Vestfirðingar em þekktir fyrir hertan steinbít og þegar vel tekst til með herðingu er steinbíturinn lost- æti. Guðbjöm Kristmannsson, út- gerðarmaður á Berta, Suðureyri, er einn af fáum sem flakar steinbít og herðir með tilþrifum. Guðbjöm selur eitt og eitt kíló en er ekki í „bisness" eins og hann kallar það. Steinbíturinn hans er þekktur víða enda fær fólk vart betri annars staðar. Fiskurinn er flakaður og kúlaöur, síðan settur í hreinan sjó. Hann hengdi steinbít á hjall í haust og smakkast hann vel, að sögn manna sem komu í heimsókn í harðfiskhjallinn fyrir skemmstu. Gengu þeir heim með kippur yfir öxl tyggjandi bragðgóðan ekta vest- firskan steinbít. Framtalsskyldar greiöslur úr verkfallssjóöi kennara: Mismunandi óréttlátt - segir Eiríkur Jónsson, formaður KÍ „Samkvæmt skattalögum er þetta framtalsskylt. í ljósi þess eru sendir em út launamiðar. Við létum kanna lögfræðilegu hliðina á þessu fyrir okkur,“ segir Eirikur Jónsson, for- maður Kennarasambands íslands, um að kennurum sé gert að greiða skatta af greiðslum sem þeir fengu úr verkfallsjóði í kennaraverkfall- inu á síðasta ári. Aðspurður hvort eitthvert fram- hald verði é málinu segir Eiríkur að engin afstaða hafi verið tekin til þess hvort menn vilji láta reyna á að fá þessu breytt. „Félagið vill náttúrlega fara að lögum. Okkur finnst þetta óréttlátt. Á það má benda að þeir sem staðið hafa að Kennarasambandinu frá 1985 þegar sjóðurinn var stofnaður hafa lagt þetta til hliðar og greitt skatta af þessu. Nú era menn að borga skatta af þessu aftur. Það má benda á á móti að þeir sem hafa ver- ið stutt í félaginu fengu sömu upp- hæð úr sjóðnum í verkfallinu. Það má því segja að þetta sé mismun- andi óréttlátt eftir hversu lengi menn hafa borgað í sjóðinn," segir Eiríkur. -ÞK Litli Eskfirðingurinn Marín: Bandarískur læknir vill koma hingað til lands Hugsanlegt er að bandarískur læknir Marínar Hafsteinsdóttur, litla Eskfirðingsins sem gekkst und- ir hjartaaðgerð í Bandaríkjunum i fyrra, komi hingað til lands til að gera aðra aðgerð á Marínu. Komi hann ekki verður Marín að fara utan síðar á árinu til að gangast undir aðgerðina á bamasjúkrahúsi i Boston. Samkvæmt upplýsingum DV get- ur orðið verulegur spamaður af því að bandaríski læknirinn komi hing- að, að minnsta kosti fyrir Trygg- ingastofnun ríkisins, en Karl Stein- ar Guðnason, forstjóri Trygginga- stofnunar ríkisins, segir að sér komi á óvart hversu lág tala sé nefnd. Fullyrt er að það kosti um 150 þúsund krónur að fá lækninn, sem að sögn hefur samþykkt að koma til landsins, en þá er ótalinn kostnaður við dvölina hér, aðstoðarfólk lækn- isins og þess háttar og lendir sá kostnaður að öllu eða einhverju leyti á viðkomandi sjúkrahúsi hér. Kostnaður við að senda sjúkling- inn utan gæti hins vegar numið allt að þremur milljónum og greiðist af Tryggingastofnun. „Læknar koma alltaf annað slagið fíá útlöndum í svona erindagjörð- um og við eram mjög jákvæðir fyr- ir því að spara fé alltaf þegar hægt er. Auðvitað er miklu þægilegra fyr- ir fólkið að aðgerðin sé gerð hér frekar en erlendis og það stendur ekkert á því að þetta verði leyft, svo framarlega sem menn telja það eðli- legt,“ segir Karl Steinar Guðnason, forstjóri Tryggingastofnunar ríkis- ins. -GHS Verkamannafélagið Hlíf í Hafnar- firði hefur ályktað um að Islensk íg- ulker hf. sækist eftir ódýra vinnu- afli og vilji þess vegna flytja inn starfsfólk frá Asíu. Segir einnig að fyrirtækinu standi til boða að ráða verkafólk úr Hafnarfirði en hafi ekki svarað skriflegri umsókn þre- menninganna. „Þessar kröfur þeirra eru ekki raunhæfar. Ég keyri ekki fólk á milli Njarðvíkur og Hafnarfjarðar né held því uppi hér, það er alveg á hreinu. En varðandi" kauptaxtann þá greiði ég taxta sérhæfðs fisk- vinnslufólks ef fólk er sérhæft ann- ars ekki. Ég hef alla tíð greitt laun samkvæmt umsömdum töxtum og ég hef einnig greitt bónusa," sagði Ellert Vigfússon. Hann segist vera mjög óhress með ummæli verkalýðsleiðtoganna Kristjáns Gunnarsson í Keflavík og Sigurðar T. Sigurðssonar í Hafnar- firði um þau laun sem fyrirtækið greiðir. „Þessir ágætu menn hafa samið um og skrifað undir ákveðna launa- taxta fyrir verkafólk. Við greiðum laun samkvæmt þeim en þá saka þeir okkur um að fara illa með verkafólk varðandi kaupgreiðslur. Eftir hvaða töxtum eigum við að greiða laun? Þetta kemur bara ekki heim og saman hjá þeim og er ekk- ert annað en tvískinnungur,“ sagði Ellert Vigfússon. -S.dór Guðbjörn Kristmannsson í harðfiskhjallinum sem hann reisti í haust. Þar hangir hert ýsa og steinbítur. DV-myndir R. Schmidt Armúla 24 - Sími 568 1518

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.