Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1996, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1996, Side 9
ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 1996 PV___________________________________________Útlönd Hreinsunarstörf hafin eftir flóðin i Bandaríkjunum: Yfir 30 manns fórust í flóðunum Björgunarmenn í austurrikjum Bandaríkjanna áttu erííðan dag í gær þegar hafist var handa við að þrífa og bjarga eignum eftir ein verstu flóð á svæðinu í manna minnum. Talið er að 32 hafi farist í flóðuninn og fjölda manns er sakn- að. Þúsundir íbúa í átta fylkjum á austurströndinni, sem fLúið höfðu heimili sín, sneru margir aftur til nær eyðilagðra húsa. Ein fjölskylda í Vestur- Virgíníu fann ekkert hús en Ohio-áin hafði rifið það með sér í heilu lagi. Einna verst var ástandið í Penn- Bar upp bón- orðið á sundi Lundúnabúinn Steve Nichol- son bar upp bónorð við Caroline Harrison þar sem þau svömluðu innan um líkin í Malakkasundi í Indónesíu um helgina eftir að ferjan sem þau voru í sökk. Tug- ir farþega drukknuðu. „Guð mundi ekki láta okkur synda í tólf eða þrettán klukku- stundir og drekkja okkur svo,“ sagði Nicholson. Eftir bónorðið héldu þau áfram að synda og biðu þess að vera bjargaö. Caroline sagðist líta á björg- unina sem kraftaverk. „Ég heföi ekki lifað þetta af ef ég hefði ver- ið ein,“ sagði hún. Gerry Mulligan blæs ekki framar í saxó- fóninn Bandaríski barítónsaxó- fónleikarinn Gerry Mullig- an, sem heiðr- aði íslendinga með nærveru sinni á lista- hátíð nýlega, lést á heimili sinu í Conn- ecticut á laugardag, 68 ára að aldri. Mulligan, sem var einn af ris- unum í djassheiminum, var meðal frumkvöðla svala djass- ins. Hann var þó jafh vígur á önnur afbrigði þessarar tónlist- ar, svo sem bíboppið, dixíland og stórsveitadjass. Svo samdi hann mikið af lögum. „Þetta er mikill missir, hann veitti mikinn innblástur," sagði píanistinn Dave Brubeck tun þennan fyrrum spilafélaga sinn. Ólga í herbúð- um Blairs vegna skóla- mála Breski Verkamannaflokkur- inn er í uppnámi vegna skóla- göngu eflefu ára sonar Harrietar Harman, talsmanns flokksins í heilbrigðismálum og náins bandamanns Tonys Blairs flokksformanns. Harman ákvað að senda son sinn í skóla sem velur nemend- ur eftir einkunnum en ekki í al- mennan skóla þar sem aflir fá aðgang. Verkamannaflokkurinn hefur það á stefnuskrá sinni að leggja niður fyrmefhdu tegund ríkisskóla til að börn hinna bet- ur stæðu fái ekki meiri tækifæri en böm þeirra sem minna mega sín á kostnað ríkisins. Harman fneitar að segja af sér vegna málsins. Reuter sylvaníu og Washington en minnstu munaði að loka þyrfti flugveUinum í Washington vegna flóðanna. Veg- farendur I höfðuborginni lentu i umferðaröngþveiti á leið sinni til vinnu i gær og um aUt var vatn og slabb. Vatnsmagnið í Potomac-ánni hafði farið um tvo og hálfan metra yfir meðaUag í flóðunum. Yfirvöld í Pennsylvaníu áætluðu að skemmdir af völdum flóðanna mundu kosta um miUi 40 og 50 miUj- arða islenskra króna. Að minnsta kosti 16 létust í flóðunum í Pennsyl- vaníu og yfir 30 manns er saknað. Talið var að um 150 þúsund manns hefðu þurft að flýja heimili sín i fylkinu. Óvenju mikU snjókoma varð á þessum slóðum á dögunum og í asa- hlákunni sem varð um helgina flæddu flestar ár yfir bakka sína. Mima elstu menn ekki eftir öðrum eins hamfórum af völdum veðurs. Hamfarimar hafa leitt tU deilna um hver eigi að borga björgunarstarfið en þar sem neyðarástandi var lýst yfir koma alríkisyfirvöld tU skjal- anna. Reuter Tískukóngarnir í París eru í óðaönn þessa dagana að kynna okkur vor- og sumartiskuna. Þessi litfagri kjóll er runninn undan rifjum hönnuðarins Olivi- ers Lapidus en óvíst er hvort hann hentar svölum íslenskum sumarnóttum jafn vel og þeim heitu í París eða Róm. Símamynd Reuter Biginkonur og ástmeyjar Tryggiðykkurfallegan vönd á konudaginn meðþví dð muna eftir manninum á bóndadaginn! BLÓM, UNDIR STIGANUM tóníOÍÍrtjKfti JúWaK í BORGARKRINGLUNNI SÍMl 581 1825 þeir hagsýnu kaupa fermingargjöfina nún

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.