Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1996, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1996, Síða 22
26 ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 1996 Menning Ólga í Borgarleikhúsinu vegna starfsmannahalds: Stöður leikara og leik- stjóra auglýstar lausar - Guðmundi Ólafssyni hefur m.a. verið sagt upp Stöður fastráðinna leikara og leikstjóra hjá Leikfélagi Reykjavík- ur hafa verið auglýstar lausar til umsóknar. Þetta mátti lesa í at- vinnuauglýsingum Morgunblaðsins um helgina. Þar segir að um sé að ræða samninga til tveggja ára og framlengist þeir um ár í senn, sé þeim ekki sagt upp sex mánuðum fyrir upphaf nýs leikárs. Umsókn- irnar þurfa að berast fyrir 15. febrú- ar til Viðars Eggertssonar, nýs leik- hússtjóra í Borgarleikhúsinu. Ekki er upplýst í auglýsingunni hversu margar stöður um er að ræða en fastráðinir leikarar hafa verið í kringum 20. Ekki náðist í Viðar í gær þar sem hann var á leið til Finnlands en samkvæmt heimildum DV hefur nokkrum leikurum og leikstjórum þegar verið sagt upp störfum. Ekki hefur verið upplýst formlega hverj- um er sagt upp en áreiðanlegar heimildir DV herma að meðal þeirra sé Guðmundur Ólafsson, einn reyndasti og besti leikari LR í áraraðir. Guðmundur er með sex mánaða uppsagnarfrest en flestir aðrir fastráðnir leikara með þriggja mánaða frest. Ekki náðist á Guð- mundi i gær vegna þessa máls. Leikari innan Leikfélags Reykja- víkur, sem ekki vildi koma fram undir nafni, sagði við DV að ólga væri ríkjandi í Borgarleikhúsinu og mikil óvissa um framhaldið. Aug- lýsingin í Morgunblaðinu um helg- ina hefði ekki dregið úr þeirri óvissu. Ljóst er að Viðar Eggertsson und- irbýr uppstokkun í leikaraliði Borg- arleikhússins. Hann hefur nýlegt samþykki leikhúsráðs fyrir því að sjá alfarið um mannaráðningar en þær hafa til þessa farið í gegnum ráðið. Viðar hélt nýverið fund með leik- urum hússins. Þar upplýsti hann að hann ætlaði að koma upp „fóstum kjama“ leikara við Borgarleikhúsið til næstu tveggja ára og dregið yrði úr ráðningum lausráðinna leikara. Jafnframt tilkynnti hann að fastar stöður yrðu auglýstar lausar til um- sóknar. „Fólk bíður með öndina í hálsin- um. Mórallinn er ekki nógu góður. Það að Guðmundur Ólafsson skuli vera látinn fara segir manni að það eigi mikið eftir að gerast enn. Nýí- um manni fylgja að sjálfsögðu ein- hverjar breytingar. Það hefði bara þurft að ganga hreint til verks, segja öllum upp um áramótin og gefa fólki kost á að sækja um aftur,“ sagði leikarinn við DV. -bjb •* Einstæð sýning sett upp í Listasafni íslands: Rússneskir íkonar aftur til 16. aldar - íslendingar geta fengið sína íkona metna Bera Nordal, forstöðumaður Listasafns íslands, við nokkra þeirra íkona frá Norður-Rússlandi sem verið er að setja upp á safninu. Sýning á þeim hefst á laugardag. DV-mynd GVA Þessa dagana er verið að setja upp stórmerkilega sýningu á Lista- safni íslands á íkonum frá Norður- Rússlandi. Ikonar eru helgimyndir úr grísk-kaþólskri rétttrúnaðar- kirkju. Sýningin verður opnuð nk. laugardag af Ólafi Skúlasyni bisk- upi og verður Vigdís Finnbogadótt- ir forseti viðstödd. Sýningin kemur frá ríkislista- safninu í Arkangelsk sem er eitt af hinum stóm svæðissöfnum Sovét- ríkjanna fyrrverandi. Elstu ikon- arnir eru frá 16. öld en þeir yngstu frá síðustu öld og gefa óvenju heil- steypta mynd af þróun íkonsins. Hér eru á ferðinni einhver verð- mætustu verk sem sett hafa verið upp í safninu. Myndefni þeirra, sem yfirleitt er Jesú, Maria mey eða dýrlingar, hef- ur flókna táknræna merkingu sem aðeins þeir sem hafa kynnt sér kunna skil á. Undanfarin ár hefur verið vaxandi áhugi á Vesturlönd- um á bæði tónlist og myndlist grísk- kaþólsku rétttrúnaðarkirkjunnar þannig að sýningin mun án efa auka skilning á þessum hluta mynd- listar kirkjunnar og um leið gefa innsýn í trúarlíf hennar. Sú tækni sem notuð er við gerð íkona hefur haft áhrif á vestræna samtímalist og hafa nokkrir listamenn tileinkað sér hana auk þess sem hið tákn- ræna myndefni hefur heillað. í tilefni af sýningunni eru staddir hér á landi tveir sérfræðingar í rússneskum íkonum, Maya Mit- kevich og Tatyana Koltsova. íslend- ingar, sem eiga slika gripi, geta komið til þeirra gegn vægu gjaldi og látið þær skoða og meta íkonana. Maya og Tatyana verða til staðar í fundarsal Listasafnsins á laugardag- inn milli kl. 12 og 16. Bera Nordal, forstöðumaður Listasafnsins, sagði i samtali við DV að vitað væri um fjölmarga ís- lendinga sem ættu rússneska íkona. Þetta væri því einstakt tækifæri fyr- ir þá að koma með gripina og láta Mayu og Tatyönu rýna í myndefni þeirra og uppruna. -bjb Rask-ráðstefna í Odda: Vésturnorræn mál krufin til mergjar íslenska málfræðifélagið og Málvísindastofnun Háskólans efna til hinnar árlegu Rask-ráð- stefnu um næstu helgi í Odda. Þetta er tíunda ráöstefnan sem kennd er við danska málfræðing- inn Rasmus Kristján Rask. Rask var brautryðjandi í málvísind- um og tók sérstöku ástfóstri við íslenska tungu. Aðalefni ráð- stefnunnar er að þessu sinni ves- tumorræn mál og saga þeirra. Auk íslensku er um að ræða norsku, færeysku og hjaltlensku. Ráðstefhan í ár er með viða- mesta móti. Fluttir verða 11 fyr- irlestrar á laugardegi og sunnu- degi. Einuin íslenskum og fimm erlendum fræðimönnum er sér- staklega boðið til landsins. Þetta 4 eru Michael Barnes frá Lundún- um, Helge Sando frá Björgvin, Kjartan G. Ottósson frá Ósló, j Laurits Rendboe frá Óðinsvéum, Sten Vikner frá Stuttgart og Ei- | vind Weyhe frá Færeyjum. Þá ; munu fimm innlendir fræði- \ menn flytja erindi, þau Kristján j Ámason, Guðrún Kvaran, Ásta ' * Svavarsdóttir, Höskuldur Þrá- insson og Eiríkur Rögnvaldsson. -bjb Valdimar fékk verkefnastyrk - ritaði um vegagerð og huldufólk Félagsstofnun stúdenta úthlutaði nýlega 150 þúsund króna verkefna- styrk til Valdimars Tr. Hafsteins, nýútskrifaðs þjóðfræðings. Styrkinn hlaut Valdimar fyrir lokaverkefni sitt, Hjólaskóflur og huldufólk - rannsókn á vegagerð við álagabletti á síðari hluta 20. aldar. Styrkur af þessu tagi er afhentur tvisvar á ári til verkefnis þess stúd- ents sem áhugaverðast þykir hverju sinni. Valdimar útskrifaðist úr þjóð- fræði síðastliðið haust og þykir lokaverkefni hans einkar áhuga- vert. Rekur hann m.a. sögu nokk- urra mála sem vegagerðarmenn hafa þurft að glíma við þegar unnið hefur verið við steina eða kletta og ró huldufólks þar með raskað. Þess má geta til gamans að fyrir viku síðan ætlaði DV að birta með- fylgjandi mynd sem tekin var við af- hendingu styrksins. Myndin var til- búin til préntunar á tölvukerfi blaðsins en af ókunnum orsökum hvarf hún af kerfínu á síðustu stundu. Fréttin kom því myndlaus. Tæknimenn blaðsins hafa ekki get- að skýrt þetta þannig að líklegast er talið að huldufólk hafi verið að stríða öltloirl. -.-íkfc t ; . -bjb Guðjón Ólafur Jónsson, formaður stjórnar Félagsstofnunar stúdenta, til vinstri á myndinni, afhendir hér Valdimar Tr. Hafstein verkefnastyrkinn fyrir lokaverkefni Valdimars f þjóðfræði. DV-mynd S Ljóðakvöld á Mömmu Rósu Ljóðavinir í Kópavogi standa fyrir mánaðarlegu ljóðakvöldi á veitingastaðnum Mömmu Rósu í Hamraborg nk. fimmtudags- kvöld. Þar munu nokkur skáld, þekkt sem óþekkt, lesa úr verk- um sínum. Dagskráin hefst kl. 20.30. Ljóðakvöld hafa verið haldin reglulega í vetur á vegum ljóða- vina í Kópavogi. Þar hafa m.a. komið fram Steinþór Jóhanns- son, Gylfi Gröndal, Hjörtur Páls- son, Böðvar Guðlaugsson, Jón úr Vör, Sveinn Sæmundsson, Valdi- mar Lárusson, Elín E. Guð- mundsdóttir, Erlingur Gíslason, Einar Ólafsson, Marteinn Götu- skeggi, Jón frá Pálmholti og Jón Óskar. í tilefni af „ári ljóðsins" verða ný og gömul skáld kynnt á Mömmu Rósu fram á vor. Bókamarkaður bókaútgefenda Félag íslenskra bókaútgefa hefur ákveðið að árlegur bóka- markaður félagsins verði hald- inn í Perlunni dagana 22. febrú- ar til 3. mars nk. Forstöðumaður bókamarkaðarins verður Bene- dikt Kristjánsson. Stjóm félags- ins beinir þeim tilmælum til bókaverslana að láta ekki bækur á aðra bókamarkaði utan bóka- verslana fram að þeim tíma sem markaðurinn verður í Perlunni. Bókamarkaðurinn á Akureyri, sem Skjaldborg hefur annast, verður haldinn 21. mars til 8. april. Bókmennta- verðlaunin af- hent 29. janúar íslensku bókmenntaverðlaun- in 1995 verða afhent við hefð- bundna athöfn í Listasafni ís- lands mánudaginn 29. janúar nk. af forseta íslands, Vigdísi Finn- bogadóttur. Tvenn verðlaun verða veitt, annars vegar úr flokki fagurbókmennta og hins vegar úr flokki fræðirita. Bækurnar sem tilnefndar em úr flokki fagurbókmennta em skáldsögurnar Dyrnar þröngu eftir Kristínu Ómarsdóttur, Hí- býli vindanna eftir Böðvar Guð- mundsson og Hjartastaður eftir Steinunni Sigurðardóttur og ljóðabækurnar Höfuð konunnar eftir Ingibjörgu Haraldsdóttur, Ljóðlínuskip eftir Sigurð Pálsson og Það talar i trjánum eftir Þor- stein frá Hamri. Úr flokki fræði- rita og rita almenns efnis eru til- nefndar Bamasálfræði eftir Guð- finnu Eydal og Álfheiði Stein- þórsdóttur, Bókmenntakenning- ar síðari alda eftir Árna Sigur- jónsson, Handbók um málfræði eftir Höskuld Þráinsson, Is- lenska garðblómabókin eftir Hólmfríði A. Sigurðardóttur, Milli vonar og ótta eftir Þór Whitehead og Ströndin í náttúru íslands eftir Guðmund P. Ólafs- son. Dagur bókarinn- ar 23. apríl Menningarmálastofnun Sam- einuðu þjóðanna, UNESCO, hef- ur ákveðið að 23. apríl verði framvegis alþjóðlegur dagur bóka og höfundarréttar. Fyrsti dagurinn verður því 23. apríl nk. og verður væntanlega einhver uppákoma hér á landi. Umrædd- ur dagur er dánardægur tveggja heimsþekktra rithöfunda, Cervantes og Shakespeares, sem báðir létust árið 1616. Svo skemmtilega vill til að þetta er einnig fæðingardagur nóbelskáldsins, Halldórs Lax- ness. -bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.