Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1997, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1997, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 1. MARS 1997 éttir ^ Hugmyndir um gæðabandalag um fisk úr N-Atlantshafi: Eg vona að við getum hafist handa í haust segir Orri Vigfússon, forystumaður Norræna laxasjóðsins „Okkur langar til að gera til- raun með þetta gæðabandalag strax á þessu ári. Ég er að vonast til að það geti orðið í haust og við- ræður þar um eru í undirbún- ingi,“ sagði Orri Vigfússon, for- ystumaður Norræna laxasjóðsins, um hugmynd að sérstöku gæða- bandalagi um fisk á norðurslóð- um. Orri og Norræni laxasjóðurinn hafa unnið að því aö koma á þessu gæðabandaiagi þjóða á norðurslóð- um, North-Atlantic Quality. Það mun setja ákveðnar kröfur um gæði hráefnis og hreinlætis í fisk- vinnslu og ábyrgist að fiskurinn sé ekki veiddur úr ofveiddum fiski- stofnum né með veiðarfærum sem valda spjöllum á náttúrunni. Löndin sem myndu standa að þessu auk íslands eru Grænland, Færeyjar og Nýfundnaland. „Þetta er búið að vera í undir- búningi ein 2 til 3 ár. Það er búið að gera úttekt á hugmyndafræð- inni á bak viö þetta og hvernig skipulagið og annað verður i fram- kvæmdinni. Það er mikill áhugi á þessu í Færeyjum. Royal Green- land er búið að samþykkja þetta í meginatriðum og búið er að kynna þetta fyrir stórum aðilum á Ný- fundnalandi," segir Orri. Hann segist líta á þetta sem við- bótar stuðning við þá markaði sem þessar þjóðir hafa fyrir sjáv- arafurðir sínar. „Þetta yrði í fyrsta skipti sem kæmi gæðamerki sem myndi upp- fylla svona mörg skilyrði. Ég er viss um að þetta myndi vekja grið- arlega athygli í heiminum. Það er bæði verið að uppfylla það að flsk- urinn komi úr N-Atlantshafinu þar sem er minni mengun en ann- ars staðar og lögð yrði áhersla á að kynna meiri gæði hans en annars fisks. Þar að auki verður um að ræöa hágæðavinnslu á hráefninu þannig að merki gæðabandalags- ins þýði hágæðavara. Og í þriðja lagi verður hægt að benda á um- hverfisvænar veiðiaðferðir og að um sjálfbærar veiðar verði að ræða, þannig að ekki sé verið að veiða úr stofnum í útrýmingar- hættu. Markmiðið er að allur fiskur frá þessum löndum verði hágæðavara undir þessu merki. Þeir sem upp- fylla skilyrðin verða með merkið, hinir ekki og fá þá minna fyrir sina vöru,“ sagði Orri Vigfússon. -S.dór Öflug sprenging við Klettagarða: Stórgrýti þeyttist í allar áttir Mikil mildi þykir að engin slys urðu á fólki þegar stórgrýti þeyttist í allar áttir í kjölfar öflugrar sprengingar í Klettagörðum við Sundahöfn í gærmorgun. Miklar skemmdir urðu á húsum í kring og - mikil mildi að engin slys urðu á fólki fjölmargir bílar urðu fyrir barðinu á grjóti sem talið er að hafi þeyst mörg hundruð metra við spreng- inguna. Starfsmenn Valar hf. voru að sprengja á opnu vinnusvæði við Klettagarða. 11 sprengjuhleðslum í þrefaldri röð hafði verið komið fyr- ir í klettum þar. Hver hleðsla var 2.6 kíló og því var um að ræða alls 28.6 kíló af sprengiefni. Engar sprengjumottur voru notaðar til vamar þó það sé venjan. Reiknað hafði verið út að um 315 rúmmetr- ar af klöpp og öðrum jarðvegi ‘ ‘ ' ... mundi springa en lögreglan er að rannsaka hvort það er rétt. Grjót þeyttist yfir bUastæði við Kassagerðina þar sem 30 bílar stóðu og skemmdust flestir þeirra. Grjótið þeyttist yfir akbrautir við Sundagarða og Sæbraut og urðu skemmdir á bilum þar. Skemmdir urðu á þökum á húsum og í fyrir- tækinu Mata hf. við Sundagarða fór grjót í gegnum rúðu á 2. hæð. Þá urðu einnig skemmdir á bensín- stöð Olís. Sprengisérfræðingar Landhelgisgæslunnar, lögregla og starfsmenn Vinnueftirlits ríkisins vom kallaðir á staðinn. „Þarna var mikil hætta á ferðum og það er mikil mildi að ekkert manntjón varð,“ segir Árni Vigfús- son, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni í Reykjavík. „Það er nokkuð ljóst að mistök hafa orðið hjá þeim sem sprengdu að notast ekki við sprengimottu. Tjónið er allmikið og það þarf að meta það. Málið er áfram í rann- sókn hjá okkur," segir Hákon Sig- urjónsson hjá rannsóknardeild lög- reglunnar. -RR Fjölmargir bflar skemmdust á bílastæöi viö Kassageröina I sprengingunni. DV-myndir S Baðkar Stærð 170x70 cm. 0 O wc í vegg eða gólf með vandaðri harðri setu í sama lit. j Handlaug á vegg + 43x55 cm öu tækin eru trá u sem sama apu»> try99'r s°?t áferð og RAÐGREIÐSLUR m(S) Þorgeir Magnússon, verkstjóri hjá Mata hf., sýnir hér hvar grjót þeyttist í gegnum glugga (fyrirtækinu. Mikil mildi þykir aö enginn slasaöist þegar grjóthnullungar þeyttust (allar áttir viö sprenginguna í gærmorgun. Vestmannaeyjar: Boða yfirvinnubann í loðnuverksmiðjum SÍÐUMÚLA 34 (Fellsmúlamegin) • SÍMI 588 7332 OPIÐ: MÁNUD. - FÖSTUD. 9-18 • LAUGARDAG 10-14 DV, Vestmaimaeyjum: Starfsmenn í loðnubræðslum ís- félags og Vinnslustöðvar í Vest- mannaeyjum hafa boðað til yfir- vinnubanns frá og með 10. mars. Komi til yfirvinnubannsins mun það hafa mikil áhrif, ekki síst í íjósi þess að nú fer í hönd hrogna- taka í loðnunni. Eftir nokkra samningafundi heima í héraði var málinu vísað til ríkissáttasemjara i síðustu viku. Ekki hafði náðst samkomu- lag þar heldur og í hádeginu gær voru greidd atkvæði um yfir- vinnubann sem á að taka gildi frá og meö 10. mars nk. Páll Georgs- son, sem á sæti í samninganefnd Verkalýðsfélags Vestmannaeyja, sagði að af 40 á Kjörskrá hefðu 34 greitt atkvæði, 28 sögðu já, fjórir nei og tveir seðlar voru auðir. „At- vinnurekendur hafa boðiö okkur Austfj ai-ðasamninga en viö getum ekki sætt okkur við kaupliðinn. Hæsti taxti hjá þeim eftir gamla kerfinu var 356,83 krónur en er 505 krónur samkvæmt nýja samningn- um. En hér er hæsti taxti 408,10 krónur og þeir eru að bjóða okkur 505 krónur og það getum við ekki sætt okkur við. Það er fundur hjá sáttasemjara klukkan 17 (í gær) og þá kemur kannski eitthvaö í ljós,“ sagði Páll. Hörður Óskarsson hjá ísfélag- inu sagði of snemmt að segja hvaða áhrif yfirvinnubann gæti haft, ekki síst þar sem hrognataka er að hefjast í loönunni. „Óneitan- lega verðum við að gera einhvetj- ar ráðstafanir og jafnvel vísa frá okkur afla. Við getum þó brætt ein 180 tonn á dagvaktinni og það hjálpar eitthvaö. En auðvitað von- ar maður að ekki komi til yfir- vinnubanns," sagði Hörður. -ÓG r wffliflBmwinniiiiii i iM.Mmam mmmmmsm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.