Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1997, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1997, Blaðsíða 43
LAUGARDAGUR 1. MARS 1997 55 Verölag á herbergjum í London hefur aldrei verið hærra og hækkaöi á fyrstu 9 mánuðum síöasta árs um 14 af hundraöi. DV-mynd EJ Herbergjaverð á hótelum í London: Hækkar vegna aukinnar eftirspurnar Margir sem hafa komið til London á síðustu mánuðum hafa tekið eftir því að verð á hótelher- bergjum í borginni hefur hækkað umtalsvert. Verðlag á herbergjum í London hefur aldrei verið hærra og hækkaði á fyrstu 9 mánuðum sið- asta árs um 14 af hundraði. Þeir sem fara viðskiptaerinda til Lundúna mega búast við því að þurfa að borga á milli 2-300 dollara (14— 21.000 krónur) fyrir eina nótt í mannsæmandi herbergi. Margt hefur stuðlað að hækkandi verði í borginni. Gjaldmiðlar í Evr- ópu standa flestir sterkum fótum og London er ókrýnd höfuðborg fjár- mála í álfunni. Vegna mikilvægis hennar er straumur fjármálamanna mikill til borgarinnar og það gerir hóteleigendum kleift að hækka verð sitt. Aukin eftirspum eftir hótelrými gefur hóteleigendum færi á að hækka verðið. Lægri fargjöld á flug- ferðum milli Bretlands og megin- lands Evrópu, að viðbættiun straumi ferðamanna með Eurostar- lestunum, hefur einnig aukið eft- irpsurnina. Ekki má gleyma því að London var útnefnd sem miðborg hátísku og skemmtanalífs á síðasta ári. Aðeins á Englandi Þrátt fyrir að efnahagur standi víðast hvar styrkum fótum í ríkjum Evrópu hefur tilhneigingar í átt til hærra verðs á hótelgistingu einung- is gætt í Englandi en ekki í öðrum lördum álfunnar. Jafnvel er talið að verð á hótelherbergum í Þýskalandi hafl lækkað nokkuð. Það eru ekki mörg ár síðan ástandið var þveröfugt miðað við það sem nú er. Á fyrstu árum þessa áratugar kepptust hótelin i London við að undirbjóða hvert annað og flestöll hótelin höfðu lélega her- bergjanýtingu. Undirboðin eru nú nánast horfin og ef þau er að finna einhvers staðar þá er það yfirleitt fyrir herbergi sem rúma lítið annað en svefnsófann. Viðbrögð viðskiptavinanna eru oft þau að sætta sig við minni íburð og minni gæði. -ÍS Þorsteinn Sigurösson var sem skuldlaus áskrifandi að DV dreginn úr sólar- potti DV og Flugleiða. Hann hlýtur ferö fyrir tvo meö Flugleiöum til Flórída og gistingu í viku. DV-mynd BB Áskrifandi DV fær ferð úr sólarpotti DV og Flugleiða: Úr fiskinum til Flórída - segir Þorsteinn Sigurðsson í Stykkishólmi „Þetta var glæsilegt og kemur sér sérlega vel. Við hjónin höfðum ekk- ert planað varðandi sumarið í sum- ar en þá er það bara ákveðið. Mað- ur skellir sér úr fiskinum til Flór- ída,“ sagði Þorsteinn Sigurðsson sem var á kafi í rækjuvinnslu í Stykkishólmi þegar DV hringdi til hans og tilkynnti honum að hann hefði, sem skuldlaus áskrifandi aö DV, verið dreginn úr sólarpotti DV og Flugleiða. Þorsteinn segist hafa ferðast nokkuð erlendis en aldrei áður til Flórida. Þorsteinn og frú fá nú í sumar, einhvem tímann frá 27.5. til 2.9., ferð með Flugleiðum til St. Peters- burgh Beach og gistingu í eina viku. Þau eru þriðju skuldlausu áskrif- endumir sem dregnir era úr sólar- pottinum en alls verða 10 áskrifend- ur dregnir út. St. Petersburgh Beach er einn vinsælasti áfangastaður sólþyrstra íslendinga á Flórída og nú þegar draga á sjö áskrifendur úr sólarpott- inum geta einhverjir farið að hlakka til. 91 HO -i Leikhús og söngleikir í Lundúnum: Varist braskarana „Lundúnir eru háborg menningar og margir þeir sem leggja leið sína þangað fara til þess að svala menn- ingarþörf sinni. Borgin er fræg fyr- ir leiksýningar og söngleiki sína á West End. Mikil aðsókn er á sýning- ar eins og „The Phantom of the Opera“, „Oliver" og „Sunset Boule- vard“ og oft uppselt á allar sýning- ar, jafnvel með margra mánuða fyr- irvara. Svartamarkaðsbrask með miða á þessar sýningar er mjög líflegt og í mörgum tilfellum er sett upp sví- virðilegt verð á miðum, margfalt á við rétt verð úr miðasölu leikhú- sanna. Aðstandendur sýninganna hafa af þessu miklar áhyggjur og telja að hraskaramir setji svartan blett á annars góða ímynd Lundúna. Reynt er að berjast gegn þessari þróun en það gengur ekki of vel. Ekki alltaf uppselt Braskararnir era ekki einungis götusalar heldur eru þeir oft að selja miða i söluturnum eða virðu- legri sölustöðum. Flestir braskar- arnir selja miða sína á eða í ná- grenni Leicester-torgs. Hægt er að kaupa miða beint í miðasölu leikhúsanna sjálfra en það er útbreidd skoðun að uppselt sé á vinsælustu sýningarnar með margra mánaða fyrirvara. Hins veg- ar þarf það alls ekki svo að vera í öllum tilfellum og ferðamenn ættu ekki að ganga út frá því sem visu að uppselt sé á vinsælustu sýningarn- ar. Þeir ættu að hafa samband fyrst við leikhúsið og athuga hvað rétt verð er á sýninguna. Ef ekki eru til miðar þá fyrst ætti að leita á náðir svartamarkaðsbraskara, ef menn á annað borð geta ekki hugsað sér að missa af tiltekinni sýningu. Brask- ararnir leggja allir töluvert á mið- Söngleikurinn Sunset Boulevard er vinsæll ■ London og mikiö svartamark- aösbrask í gangi á miðum á þá sýningu. ana en þó mismikið eftir því hver á í hlut. Slagorð eins og „half price“ eða „discount tickets" hafa enga þýð- ingu hjá þeim eins og menn komast strax að ef þeir bera verð á þeim miðum saman við rétta verðið. Half price getur vel verið tvöfalt eða jafn- vel þrefalt raunverulegt verð leik- hússins. Einn braskaranna var ný- verið sektaður um 3 milljónir króna fyrir að selja miða á uppsprengdu verði. Miðar á söngleikinn Oliver (sem eiga að kosta um 2.700 krónur) voru seldir hjá honum á 3.400 krón- ur undir slagorðinu „discount tickets“. Sami aðili tilkynnti einnig til sölu á stórlækkuðu verði miða á Sunset Boulevard fyrir um 2.800 krónur og sagt var að miðarnir hefðu verið lækkaðir úr 7.000 krón- um. Rétt verð á þá sýningu var hins vegar um 4.000 krónur. Samkvæmt breskum lögum verða miðasalar að tilkynna kaupendum rétt verð og einnig hvar sætin eru í salnum. Mjög algengt er að braskar- arnir selji miða í „bestu sæti“ en þegar til kemur eru þau einhvers staðar uppi í rjáfri, 100 metra frá sviðinu. -ÍS Benidorm Beint fiug í í aiit sumar 26/3-9/4 - 2 vikur Verð miðað við 4 í íbúð AO/65 (2 börn og 2 fullorðnir) fró kr. i L stgr. 2 í íbúð fró kr. 52^!g? Les Dunes Suits-SÉRTILBOÐ AO920 2 i íbúð fró kr. O L stgr. Loftkældar íbúðir - engin aukagreiðsla fyrir loftkælingu. 2 í íl 13 dagar 14. maí Verð miðað við 4 í íbúð OOCQC (2 börn og 2 fullorðnir) fró kr. JÖ J 2 í íbúð fró kr. 5220? Les Dunes Suits 579S? 2 í íbúð lnnifalið:Flug, gisting, flutningur til og frá flugvelli erlendis - íslensk fararstjórn og allir skattar Á BENIDORM eru allir gististaðir Ferðaskrifstofu Reykjavíkur staðsettir miðsvæðis eða við ströndina þar sem stutt er í alla þjónustu 9. apríl — 1 4.maí Verð miðað við 4 í íbúð ð A/[OC (2 börn og 2 fullorðnir) frá kr."f U stgr. 2 í íbúð frá kr. ^ft205 star. 2 vikur 23/6-30/6-7/7-14/7 með 5000 kr afslætti: Verð miðað við 4 í íbúð / rjjj (2 börn og 2 fullorðnir) frá kr.Qy >■ 55™ stgr. Bókaðu fyrir 10. mars og fáðu 5000 kr. afslátt á mann! Sumarbæklingurinn 97- kominn. Komdu og fáðu eintak Pcintió ■ sima >2 3200 V/SA K. QATIAS* EUROCAHD FERÐASKRIFSTOFA “ REYKJAVÍKUR Aðalstræti 16 - sími 552-3200 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.