Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1997, Blaðsíða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1997, Blaðsíða 62
74 'ikmyndir Stjörnubíó — The People vs. Larry Flynt Rétturinn til að klæmast Það er óhætt að segja að Oliver Stone standi sig í þvi að ögra fólki. Þótt hann sé einungis fraxnleiðandi að þessari mynd er nærvera hans alltumvefjandi. Larry Flynt segir frá klámkónginum Larry Flynt og bar- áttu hans fyrir réttinum til að klæm- ast. Woody Harrelson leikur kónginn sjáifan og Courtney Love Altheu konu hans. Þau tvö eru hreinlega frá- bær i hlutverkum sínum og bera myndina uppi með húmor og per- sónutöfrum og skyggja mjög á aðrar persónur. Þó ber að minnast lögfræð- ingsins Isaacmans, sem leikinn af Edward Norton, en hann á lokasprettinn. í heilli kvikmynd um klámhund þarf þónokkra leikni til að forðast svona vel alla óþægilega umræðu um stöðu kláms og þá sérstaklega stöðu konunn- ar í klámi. Lögð er áhersla á hlutverk eiginkonunnar í framleiðslu tímarits- ins Hustlers, hlutverk sem er tvöfalt þar sem konan er bæði fyrirsæta og ritstjómaraðili. Þetta er vissulega virðingarvert og mjög í takt við ýmislegt sem hefúr verið skrifað um klám undanfarið. Hins vegar er það öllu var- hugaverðara þegar geflð er í skyn að klám sé ekkert annað dýrkun á kven- líkamanum, auk þess sem öll andstaða er persónugerð í sjónvarpspredikara og hræsnara. Þessar lausnir á eldfímu málefni eru of einfaldar og fyrir neð- an virðingu aðstandenda. En það sem upp úr stendur er þessi afskaplega skemmtilegi og tvieggjaði samsláttur sem myndin endar á þar sem allar feg- urstu og hátiðlegustu hugmyndir Bandaríkjamanna um frelsi og réttlæti eru dregnar niður á plan klámsins, líkt og Isaacman rekur fyrir hæstarétti. Ef þessar kröfur um málfrelsi og réttinn til að móðga ráðamenn eiga að standa þá verða þær að ganga jafnt yfir alla, klámhunda sem aðra borgara (sem eiga peninga til að fara i mál yfirhöfuð). Leikstjóri: Milos Forman. Handrit: Scott Alexander og Larry Kara- szewski. Kvikmyndataka: Philippe Rousselot. Tónlist: Thomas Newman. Aðalleikarar: Woody Harrelson, Courtney Love og Edward Norton. -UD Bíóborgin - Bound: Tvær stúlkur og milljón dollarar Corky er hörkutól, fyrrum fangi sem ákveðið hefur eftir fangavist að vinna fyrir sér á heiðarlegan hátt og tekið að sér að sjá um viðgerð á íbúð sem er í blokk. Á leið í lyftu í ibúð- ina er samferða glæsikvendið Violet ásamt sambýlismanninnum Caesar sem er á mála hjá mafiunni. Violet, sem býr í ibúðinni við hliðina á þeirri sem Corky er að vinna í, lítur Corky hýru auga og ljóst er að sam- band mun komast á milli þeirra enda hefúr Violet ýmislegt í huga sem hörkutól eins og Corky getur hjálpað henni við. Ástarsamband tekst á með Corky og Violet og upphugsað er ráð til að hafa af Caesar eina milljón dollara sem hann hefúr undir höndum. Þessi söguþráður er ekki svo ólíkur mörgum öðrum. Það er þó einn stór munur á, Corky er kvenmaður. Þar með fær myndin allt öðruvísi blæ en aðrar álíka og nokkum frumleika. Stöllumar tvær mynda hættulegt par og Caesar kemst að því að hann á margt ólært um eðli kvenna. Bound er fyrst og fremst nokkuð vel heppnuð spennumynd sem er að vísu einum of ofbeldisfull en hún brýtur einnig upp hefðina á áhrifamikinn hátt og það gerir myndina forvitnilegri en ella. Gena Gershon og Jennifer Tilly ná góðum tökum á hlutverkum sínum, önnur er töff og hefur orðið fyrir biturri reynslu, hin er kynþokkafull og leikur sér að karlmönnum að vUd og nefnir það lifibrauð sitt að halda við mann eins og Caesar. LeUí- stjórar myndarinnar og handritshöfúndar eru Larry og Andy Wachowski sem taka nokkra áhættu með sinni fyrstu kvikmynd sem þeir lefrstýra en ekki verður betur séð en að sú áhætta hafi borgað sig. Bound er vel útfærð, forvitnUeg og spennandi sakamálamynd. Leikstjórar og handritshöfundar: Larry og Andy Wachowski. Kvik- myndataka: Bill Pope. Tónlist: Don Davis. Aðalleikarar: Jennifer Tilly, Gina Gershon, Joe Pantoliano og John P. Ryan. Hilmar Karlsson Háskólabíó — The Ghost and the Darkness: Ljón á mannaveiðum ** Það er oft sagt að sannleikurinn sé ótrúlegri en skáldskapurinn og það sannast í The Ghost and the Darkness en myndin er byggð í kringum at- hurð sem átti sér stað rétt fyrir aldamótin síðustu þegar tvö ljón drápu rúmlega eitt hundrað og þrjátíu manns í Austur-Afríku áður en tókst að drepa þau. Þessi ljón gerðu það að verkum að vinnu við lagningu jám- brautarteina og byggingu brúar seinkaði þar sem mikU hræðsla greip skUj- anlega um sig meðal innfæddra. Ljón þessi fengu nöfnin The Ghost and The Darkness (Vofa og Skuggi) og eru tU uppstoppuð i Chicago. í The Ghost and the Darkness er sagt frá þeim tveimur mönnum sem tókst að lokum að feUa ljónin. Fyrirfram hefði mátt búast við að vel væri hægt að gera góða spennumynd úr þessum efnivið, sérstaklega þar sem á bak við gerð myndarinnar liggja tugir mUljóna doUara, en því miður stendur myndin ekki undir væntingum. Um leið og blásið er tU sóknar koðnar myndin jafnharðan niður í miðlungsafþreyingu. Val KUmer og Michael Douglas leika veiðimennina, annar er brúarverkfræðingur en hinn atvinnuveiðimaður. Þessir ágætu leikarar ná því sem hægt er út úr persónunum. GaUinn er að handritið, sem þótt ótrúlegt sé er skrifað af WUliam Goldman (Butch Casidy and the Sundance Kid, AU the President’s Men), er það máttlaust að veiðimennimir verða næstum jafii óskýrir og ljónin. Ekki er samt aUt slæmt. Það tekst vel að ná fram andrúmsloftinu í Afr- íku, þeirri vinnuþrælkun á innfæddum sem tíðkaðist, og einstaka atriði eru vel gerð og stundum næst upp góð spenna þegar ljónin eiga hlut að máli, sérstaklega þegar dæmdir morðingjar eru nánast settir sem beita fyr- ir ljónin. En eins og áður segir koðnar spennan jafnharðan niður og þótt handritið sé ekki gott hefði leikstjórinn Stephen Hopkins átt að geta gert betur úr þeim efiiivið sem hann hafði. Leikstjóri: Stephen Hopkins. Handrit: William Goldman. Kvikmynda- taka: Vilmos Zsigmond. Tónlist: Jerry Goldsmith. Aðalleikarar: Michael Douglas, Val Kilmer og Tom Wilkinson._-HK LAUGARDAGUR 1. MARS 1997 33 *''%*'*' Los Angeles í greipum eiturlyfjabaróna og glæpaflokka: Krákan snýr aftur Það þótti undrun sæta fyrir þrem- m* árum þegar The Crow var sett á markaðinn að hún skyldi ná vin- sældum því um tima voru aðstand- endur myndarinnar á því að hætta við að klára myndina og ástæðan var að þegar tökum var rétt að ljúka þá varð aðaUeikarinn, Brandon Lee, fyrir voðaskoti nánast í miðri töku og lést. Þetta var snöggur endir á ferli upprennandi leikara sem hafði orðið fyrfr foðurmissi á unga aldri, en faðir hans var Bruce Lee, leikar- inn frægi sem innleiddi Kung Fu- myndimar en hann lést að því er talið er vegna álags á líkamann kvikmyndatökur. Það var samt ákveðið að Ijúka myndinni og The Crow náði miklum vinsældum og þótti því sjálfsagt að gera framhald, sem er að vísu óbeint. Eins og í fyrri mynd- inni gerist The Crow: City of Angel í Los Angeles fram- tiðarinnar þegar búið er að leggja borgina nánast í rúst og glæpaflokkar og eiturlyfjabarónar ráða lög- um og lofum. Gerist mynd- in á einum sólarhring þegar borgarbúar eru að halda upp á Dag dauðans. Þessi dagur ber nafh með rentu því aUa nóttina eru voðaverk í gangi. Faðir og sonur verða vitni að hrottalegu morði og leiðir það tU þess að þeir eru einnig drepnir. En hinn mikli máttur Krákunnar reisir foðurinn upp frá dauðum svo hann geti hefnt sín á morðingjum sínum. Vmcent Perez Aðalhlutverkið í myndinni leikur Vincent Perez, sem fæddist í Sviss, en á þýska móður og spánskan föður. Perez bjó á æskuárum sin- um í Genf en fór tU náms í París. Hann hætti fljótt öUu akademísku námi og innritaðist í Paris Conservatoir þar sem hann nam leiklist og fékk einnig góða þjálfun í leikritum Chekhov og Shakespeares með litlum leikhópi. Hann var enn við nám þegar hann lék í sinni fyrstu kvikmynd, Gardien de Nuit, og var enn í námi þeg- ar hann lék á móti Jacqueline Bisset í La Mai- sons de Hann lék í fleiri úrvalsmyndum, má þar nefna Capitaine Fracassa, sem Ettore Scola leikstýrði, þar var mót- leikona hans Emmanuel Beart, ósk- arsverðlaunamyndinni Indochine þar sem hann lék á móti Catherine Deneuve og verðlaunamyndinni frá Cannes, Queen Margot, þar sem hann lék á móti IsabeUe Adjani. Árið 1992 fékk Vincent Perez heyr frumraun sína í amerískri kvikmynd í The Crow: Borg englanna. sem Nadine Trintigant leikstýrði. Á síðastliðmnn sex árum hefur Vioncent Perez leikið í fimmtán kvUonyndum víðs vegar um Evrópu. Meðal mynda sem hann lék í er vin- sælasta kvikmynd Frakka síðari ára, Cyrano de Bergerac, þar sem hann lék á móti Gerard Depardieu. hann hin virðulegu leikaraverðlaun sem kennd eru við Jean Gahin og sama ár leikstýrði hann sinni fyrstu kvikmynd, stuttmyndinni L’Change. Nýlega var Perez í New York þar sem hann lék í Talk of the Angels. -HK Bob Hoskins leikstýrir Rainbow og leikur í myndinni: Veröldin missir lit „Það sem gerir Regnboga að heiU- andi og stórkostlegri sýn á himin- hvolfinu er einfaldleikinn, litir og form. Það er því auðvelt fyrir böm að fá útrás fyrir ævintýraþörfina með því að ímynda sér að hægt sé að taka sér far með regnboganum á enda veraldar. Krakkamir fjórir í myndinni nota ímyndunaraflið og þau verða því þau einu sem vita að heimsendir er í nánd.“ Þetta era orð leikarans kunna, Bob Hoskins, um kvikmynd sina, Rainhow, sem Há- skólabíó hóf sýningar á i gær en Bob Hoskins bæði leikur í mynd- inni og leikstýrir henni. Aðalhlut- verkin eru í höndum fiögurra bama sem öU era að heyja framraun sína í kvikmyndum en auk þeirra leika í myndinni Dan Aykroyd og Saul Rubinek. Eins og gefur að skUja í æv- intýrakvik- mynd þar sem um- gjörðin er Regnboginn hefur mik- ið verið lagt í að gera myndina Bob Hoskins leikur aldraðan töframann sem fúUkomnasta tæknilega séð og er tölvugrafík notuð á mjög svo áhrifaríkan máta. Þegar svo við stjórnvölinn á kvikmyndatökuvél- inni er tvöfaldur óskarsverðlauna- hafi, Freddie Francis, engan að þarf Rainbow, kvikmynd sem hann leikstýrir. undra að Rainbow þyki ákaflega fal- leg. Freddie Francis á að baki langan feril í kvikmyndum. Þekktastur er hann fyrir kvikmyndatökur sínar og meðal kvikmynda sem hann hef- ur kvikmyndað má nefna Room at the Top, Saturday Night and Sunday Moming, Sons and Lovers (óskarsverðlaun), Night Must FaU, Glory (óskarsverðlaun) og Cape Fear. Hann hefur einnig leikstýrt nokkrum kvikmyndum, síðast Dark Tower árið 1989.1 Bob Hoskins er eftirsóttur karakt- erleikari sem var búinn að geta sér gott orð í smáum hlutverkum þegar hann lék með miklum tfiþrifum í sakamálamyndinni Monu Lisu fyrir tíu árum. Síðan hefur hann leikið í mörgum mynd- um. Má þar nefna Who Framed Roger Rahbit, Merma- ids, Sweet Liber- ty og Shatter- ed, Hook og Nixon. Rain- bow er önnur kvikmyndin sem hann leik- stýrir. Áður hafði hann gert The Raggedy Rawney. -HK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.